Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987. Útlönd Forseti Afríkuríklsins Níger, Seyni Kountche, lést á sjukrahúsl í París i gær, fxmmtíu og sex ára aö aldri. Ali Saibou ofursti, sem útnefndur hefur verið þjóðhöíðingi Niger til bráðabirgða, fyrirskipaði í gær mánaðarlanga þjóðarsorg í landinu. Seyni Kountche stjómaði Niger í þrettán ár. Hann tók völdin í landinu 1974 þegar honum blöskr- aði það hvemig erlent hjálparfé var notað í landina Hann var í París til meðferðar vegna heilaæxlis. Enn verðfall Nokkurt verðfall varð enn á verð- bréfamarkaöi í New York í gær og féll Dow Jones vísitaian um 22,05 stig. Bandaríkjadoliar virtist þokka- lega stöðugur í morgun en verðbréf féllu hins vegar í verði á mörkuð- um í Asíu og víðar. Þess er enn beðiö með óþreyju aö Bandaríkjamenn grípi til afger- andi aögerða til að hefta frekara fall doiiarans og skapa stöðugieika á veröbréfamarkaði Óeirðalögregia í Bangiadesh handtekur mótmælanda Símamynd Reuter Ráðist var á biíreið eins af helstu ieiðtogum vinstri manna á Filippseyj- um í gær og hann særður skotsárum. Einn félaga leiötogans lét líflð í árásinni. Talið er mögulegt að árásarmennimir hafi verið úr öfgahópum til hægri. Haft er eftir embættismönnum í Manila, höfuöborg Filippseyja, að til- gangurinn með árásinni hafi líklega verið sá að skapa aukna spennu í borginni fyrir fund háttsettra embættismanna Suðaustur-Asíu sem verð- ur þar í næsta mánuði Vara embættismennimir við þvi aö búast megi viö frekari tilræðum og morðum. Töluvert hefur verið um póhtísk morð í Manila og nágrenni undan- farna daga og vikur. Árásin í gær er hin þriðja sem öfjgamenn til hægri gera á leiötoga vinstri manna á þessu ári. Skæruliðar kommúnista á Fiiippseyjum rændu f gær tveim suður- kóreskum verkfræðingum og sjö Filippseyingtun úr bflalest i norðurhluta eyjanna. Ekki er vitað hver tilgangur mannránsins er enn. Fresta hemaðaraðstoð George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að rík- isstjóm Bandaríkjanna rayndi fresta þar til á næsta ári tilraunum sínum tii þess að fá frekari hemaö- araöstoö tíi handa kontraskæruliö- um. Sagöi ráðherrann aö frestun þessi væri framlag tii friöarumleit- ana í baráttunni milli kontrahreyf- ingarinnar og ríkisstjómar sandinista í Nicaragua. Kontrahreyfingin segist nú hafa fært höfuöstöðvar sínar út úr Honduras í samræmi við fiiðará- ætlun Mið-Ameríkuríkja. Haft er eftir öörum heimiidum að flutning- urinn sé aðeins til bráöabrigða. Kostnaðarsöm barátta Stjómvöld í Perú hafa varið meira en milljarði Bandaríkjadoll- ara til baráttunnar gegn skærulið- um vinstri manna og fíkniefna- framleiðendum í landinu á undanfömum tveim árum. Þetta er haft eftir háttsettum embættis- manni í Lima, höfuðborg landsins. Nær tíu þúsund maxms hafa falliö í átökum milli stjómarhers og skæruliða maóista í landinu frá því þau hófust árið 1980. Leiðtogi stjómar- andstöðu hand- tekinn Að minnsta kosti fimmtíu manns særðust í átökum í Dacca, höfuðborg Bangladesh, í morgun er til átaka kom milli verkfaUsmanna og lög- reglu. Einn helsti leiðtogi stjórnar- andstöðunnar var handtekinn. Efnt hafði verið til allsherjarverk- faUs tíl að mótmæla morðunum undanfama daga um leið og mót- mælagöngur gegn stjóminni fóm fram. Begum Khaleda Zia, leiðtogi Þjóð- arflokksins, var flutt frá hótelher- bergi sinu í Dacca og sett í „ömgga gæslu“, að sögn lögreglunnar. Hafði hún ætlað sér að vera í fararbroddi mótmælagöngu. Aðalritari flokks- ins, sem einnig var á hótelinu, var sömuleiðis handtekinn. Lögreglan sagði að svo gæti farið að Hasina, leiðtogi stjórnarandstöð- unnar á þingi, yrði handtekinn ef hún reyndi að halda útifund síðdegis í dag. Lítíl umferð var í höfuðborginni og aUar verslanir og skrifstofur lok- aðar og sagði Hasina að stjórnin hefði ekki reynst sannspá þegar hún full- yrti að mótmælaaðgerðir stjómar- andstöðunnar nytu UtUs stuðnings. Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Halldór Valdimarsson Sprengingin var meiri háttar áfall Talsmenn írska lýðveldishersins, IRA, hafa viðurkennt að sprengingin sem þeir stóðu fyrir á Norður-Irl- andi, síðastíiðinn sunnudag, hafi verið meiri háttar áfaU fyrir tilraun- ir þeirra til að byggja upp stjóm- málalegan stuðning við málstað sinn. Haft er eftir einum af leiðtogum IRA að orðspor samtakanna hafi beð- ið verulegan hnekki með sprenging- unni, en í henni fórust eUefu manns og meira en sextíu særðust. Jafnframt er haft eftir leiðtoganum að sprengingin hafi ekki verið heim- Uuð af æðstu mönnum IRA. Sagði hann að þeir sem stóðu að sprenging- unni hefðu fengið heimUd lægra settra yfirmanna, líklega með því að lýsa henni sem tilræði við tvo eða þrjá hermenn. „Við gerum slíkt nokkram sinnum í viku og því þarf ekki að leita hærra um heinúld til þess,“ sagði leiðtoginn. Sex af þeim eUefu er fórust í sprengingunni vora bomir tU grafar í gær. Margaret Thatcher, forsætísráð- herra Bretlands, sagði í gær að hún vUdi ekki láta banna stjómmálaarm Lfkfylgd í Enskillen á Norður-írlandi I gær. Einn þeirra, sem létust í spreng- ingunni á sunnudag, borinn til grafar. Símamynd Reuter IRA vegna sprengingarinnar. Stjóm- Fein. Forsætisráðherrann sagðist málamenn í London hvöttu ráðherr- telja að slík ráöstöfun væri ekki til ann í gær tíl þess að leggja bann við bóta að sinni og ákvörðun um slikt starfsemi stjómmálaarmsins, Sinn yrðiaðbíðaunsmáUnværaljósari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.