Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987. 17 Hreinsanir framundan hjá Kaiserslautern: Lárusverður látinn fara - segir þýska stórblaðið Bild. Forseti Kaiserslautem að gera allt vitlaust innan félagsins Sigurdur Bjömsson, DV, Þýskalandi: „Það er allt orðið vitlaust hjá fé- laginu. Forsetinn hefur sagt að leysa eigi vandmáhn innan veggja félagsins en síðan er hann alltaf fyrstur með allt í blöðin," sagði eig- inkona landsliðsmannsins Lárusar Guðmundssonar í samtali við DV í gærkvöldi. Leikmenn voru þá á fundi vegna ástandsins sem skap- ast hefur hjá félaginu. Forsetinn vill þjálfarann í burtu „Forsetinn hefur einnig sagt að þjálfarinn geti farið og það skipti í raun ekki máli hvort hann verði áfram með liðið. Hann hefur ekkert talað við Lárus um það hvort hann verður látinn fara frá félaginu eða ekki,“ sagði eiginkona Lárusar ennfremur. Vægast sagt alvarlegt ástand innan Kaiserslautern Það sem af er keppnistímabilinu í vestur-þýsku Bundesligunni í knattspyrnu hefur allt gengið á aft- urfótunum hjá Kaiserslautern. Hann hefur lítið sem ekkert fengið að leika með liðinu. Ástandið innan félagsins er mjög alvarlegt og er liðið í bullandi fallhættu. Bild segir að Lárus verði látinn fara í gær var, eins og áður sagði, haldinn fundur með leikmönnum félagsins þar sem ræða átti hvað leið yrði farin til að rífa félagið út úr þeim ógöngum sem það væri komið í. Vestur-þýska dagblaðið Bild fjallar talsvert um málefni Kaiserslautern í gær. Þar segir meðal annars að ákveðið hafi að láta nokkra leikmenn fara frá fé- laginu og er Lárus Guðmundsson nefndur í því samabndi. Spuming- in er hins vegar hver vill kaupa hann. Framtíð Lárusr hjá Kaisers- lautem virðist því vera á enda. Á þessum fundi í gær átti einnig að taka fyrir framtíð þjálfarans hjá félaginu en hann er eins og von er mjög valtur í sessi. Svíi nokkur að nafni Olav Svenson frá IFK Gauta- borg hefur undanfarna daga verið til prufu hjá félaginu og eru taldar nokkrar líkur fyrir því að hann verði keyptur. -JKS/SK xw.ui.nii icua ua iciaguiu cua ui pciill UgUllgUIll bCIIl pdU Vctíll Frammistaða íslenska OL-liðsins í knattspyrnu vekur athygli erlendis: Tilboðin streyma til íslenskra landsliða - leikið gegn Grikklandi, Egyptalandi og ísrael? ;rstaklega í síðari hálfleik en þá fór hann ;emur engum vörnum við. DV-mynd Brynjar Gauti Fregnir af velgengni íslenska ólympíulandsliðsins í knattspymu hefur farið víða um lönd. Þetta má m að sýna næsta leik‘ ‘ víkinga, eftir sigur á KR, 85-89, í gærkvöldi 49-49 tók Valur Ingimundarson til sinna ráða og skoraði fjórar þriggja stiga körfur í röð. Staðan breytist fljót- lega í 51-64 og var það mesti munur á liðunum í seinni hálfleik. KR-ingar voru ekki af baki dottnir og með mikilli baráttu tókst þeim að minnka bilið að nýju niður í 66-70. En aftur ná Njarðvíkingar góðri forystu, 69-81, og höfu margir á orði að þar með væri björninn unninn en það var öðru nær. KR-ingar laga stöðuna og ná að minnka muninn í tvö stig, 81-83, þegar skammt var til leiksloka. Síöasti kaflinn var mjög spennandi en Njarðvíkingar reyndust sterkari á lokasprettinum og tryggðu sér sigur og eru enn taplausir í deildinni. • Valur og Jóhannes voru yfirburða- menn Njarðvíkinga í leiknum. Þeir höfðu af sigur þrátt f/nr að lykilmenn þyrftu að yfirgefa völlinn vegna villu- vandræða. Hjá KR-ingum voru Símon, sem var mjög sterkur í vörn, Birgir og Guðni bestir. Þrátt fyrir ósigurinn býr margt í liðinu og það verður örugglega með í baráttunni í vetur. Sæmilegir dómarar leiksins voru Kristinn Albertsson og Gunnar Val- geirsson. Stig KR: Birgir 22, Símon 20, Guðni 19, Matthías 6, Ástþór 6, Guðmundur 6, Þorsteinn 4, Árni 2. Stig UMFN: Jóhannes 25, Valur 23, ísak 14, Sturla 10, Teitur 11, Helgi 4, Árni 2. -JKS marka af fyrirspurnum um lands- leiki sem borist hafa inn á borð hjá Knattspyrnusambandi íslands á síð- ustu dögum. • í lok síðustu viku barst KSÍ bréf frá Knattspyrnusambandi Grikk- lands þess efnis að þeir óskuðu eftir tveimur landsleikjum við ólympíulið íslands. Grikkir nefndu tímabilið frá 24. febrúar til 4. mars sem hugsan- lega leikdaga. KSÍ hefur í framhaldi svaraö þessu bréfi jákvætt og óskað eftir frekari upplýsingum. Einnig hefur Knattspyrnusamband Egyptalands óskað eftir leikjum við íslenska ólympíuliðið á svipuðum tíma og Grikkirnir. KSÍ hefur einnig svarað þessu bréfi jákvætt. Ef af þessum leikjum yrði væru þeir ákjósanleg æfing fyrir íslenska liöið sem á fyrir höndum tvo erfiða leiki í undankeppni ólympíuleikanna strax í apríl í vor ytra en þá er knatt- spyrnuvertíðin varla hafin hér á landi. Þessir leikir eru gegn Hollend- ingum 27. apríl og þremur dögum síðar gegn Austur-Þjóðverjum.. Þá eru alltaf möguleikar á leikjum gegn arabalöndunum en hin síðustu ár hafa leikir gegn þeim verið fastur liður. Unglingalandsliðið undir 18 ára aldri boðið á mót í ísrael íslenska unglingalandsliðinu, skip- uðum leikmönnum 18 ára og yngri, hefur verið boðin þátttaka á móti í ísrael sem haldið verður dagana 27. desember til 2. janúar. Þegar hefur verið ákveðið að senda liðið í þessa keppni. Mót þetta er haldiö árlega og er eftirsótt af liðum um allan heim. Fjölmargar þjóöir taka þátt í mótinu og meðal þeirra eru auk heimamanna, Belgar, Pólveijar og Danir en íslenska liðið var með þessu þjóðum í riðli í Evrópukeppninni sem lauk nú í haust. -JKS Liverpool á Old Trafford - í sjónvarpsleik á sunnudag Leikur Man. Utd og Liverpool FA-bikarkeppninni. Fyrsta um- í 1. deildinni ensku, sem fara átti fram laugardaginn 14. nóv- ember, hefur verið færður til sunnudagsins 15. nóvember. Verður hann þá sýndur í beinni útsendingu í breska sjónvarp- inu. Sama dag leika einnig Notts County og Chesterfield í ferð keppninnar hefst daginn áður og þá heíja hðin í 3. og 4. deild keppni en lið utan deild- anna leika í forkeppninni. Liðin í 1. og 2. deild hefja keppni í 3. umferö sem alltaf er fyrsta laugardag í janúar. -hsím íþróttir Örn gekk í Selfoss Knattspyrnumaðurinn Örn Valdimarsson, sem leikið hefur með Fram undanfarin ár, hefur ákveöið að leika meö Selfyssing- um í 2. deildinni næsta sumar. Öm veröur Selfyssingum mikill liðsstyrkur en hann hefur lítiö fengiö að spreyta sig meö 1. deild- ar liði Frarn undanfarin ár. Selfyssingar verða án efa sterkir í 2. deildinni næsta sumar en þeir voru sem kunnugt er nálægt því að tryggja sér 1. deildar sæti sl. sumar. -SK Víkingar gegn CSKA Víkingar drógust i gær gegn sovésku meisturunum í CSKA Moskva í 8-liða úrslitum Evrópu- keppni meistarahða í handknatt- leik. Víkingar voru mjög óheppnir og möguleikar liðsins eru litlir. Vikingar leika fyrri leikinn í Hölhnni. Önnur liö sem drógust saman voru Metalopla- stika-Dukla Prag, Essen-Steaua Búkarest og Gdansk dróst gegn spönsku meisturunum. Fjölgar Dönum enn hjá PSV? Kristján Bemburg, DV, Belgiu: Hollenska 1. deildar liöið PSV Eindhoven hefur sýnt mikinn áhuga á þremur leikmönnum danska liösins Bröndby, þeim Johan Jensen, Lars Olsen og Klaus Nielsen sem var marka- hæstur í dönsku deildarkeppn- inni sem nú er nýlokiö. „Þetta eru allt leikmenn fram- tiðarinnar,“ er haft eftir þjálfara PSV Eindhoven, Guus Hiddink. F'jórir Danir eru nú á launaskrá hjá PSV Eindhoven sem stendur. Þaö eru Sören Lerby, Frank Ameesen, Ivan Nielsen og Jan Heystze. -JKS Herrakvöld hjá Víkingi Herrakvöld Víkings verður haldið í Domus Medica viö Egils- götu fóstudaginn 20. nóvember. Húsið verður opnaö kl. 19.30 og kvöldverður verður skömmu síð- ar. Aðgöngumiðar fást hjá stjórn féiagsins, deildarformönnum og fulltrúaráði. Suðuriandsglíma á laugardaginn Suöurlandsglíman veröur á laugardaginn kemur, 14. nóv- ember, kl. 14.00. Glímt verður í íþróttahúsinu að Laugarvatni. Þetta er eitt af fjórum íjórðungs- mótunum sem haldin verða í vetur. Keppt verður í þremur flokk- um, 10-12 ára, 13-15 ára og 16 ára og eldri. Á þessu móti verða margir af okkar sterkustu glímu- mönnum. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.