Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987. Spumingin Hvernig líst þér á nýja forystu Alþýðubandalagsins? Jón Jónsson: Ætli hún verði ekki bara ágæt. Það er gott að breyta til. Að öðru leyti er ég hlutlaus í málinu. Guðmundur Óskarsson: Ég hef ekk- ert myndað mér skoðun á því máli. Guðni Sigfússon: Hef engan áhuga á því máli. Sigurður Indriðason: Alveg sæmi- lega, held ég. Eyjólfur Sigurðsson: Mér líst vel á hana - held að Ólafur Ragnar hafi mikla reynslu sem muni nýtast hon- um vel. Friðrik Guðmundsson: Ég hef enga skoðun á því, er ekkert pólitískur. Lesendur___________________________________________________________dv Ófullkomnar auglýsingar: Auglýsið með verði S.Bj. skrifar: Þrátt fyrir frjálsa samkeppni í verslun og viðskiptum, sem sannan- lega hefur haldið innreið sína og er til bóta á margan hátt, er ýmislegt sem við höfum ekki enn tileinkað okkur í þessu efni en þykir sjálfsagt hjá öðrum þjóðum. Það vantar t.d. enn mikið upp á að samkeppni sé aö fullu innleidd hér og aUtof algengt að verslanir og þjón- ustuaðilar samræmi verð svo að úr verður eins konar einokun að því er verðlagningu snertir. Þessu til sönnunar mætti benda á margar greinar í verslun og viðskipt- um. Það eru olíufélögin, sem öll samræma verð, tryggingafélögin, kafEframleiðendur (eða réttara sagt innflytjendur), jafnvel skósmiðir o.fl. o.fl. En það sem er þó meira áberandi og lýsir miklum vanþroska í viö- skiptum, jafnvel bamaskap, er að ekki skuli regla að auglýsa verð þeirrar vöru sem verið er að kynna PIZZA... Pöntunarlisti fyrir pitsur. Gott úrval en ekkert verð. hverju sinni. Það má heita undantekning fremur en regla að verð sé látið fylgja aug- lýstri vöm eða þjónustu. Sum bíla- umboð auglýsa t.d. aldrei verö á bílum sínum þótt þau auglýsi sýn- ingu á nýjum bílum. Sennilega er reiknað með að fólk sé ekki svo mik- ið að hugsa út í verð, bara tegundina, og þá einmitt þessa ákveðnu tegund. Þetta er auðvitað alrangt. Fólk vill fá að vita hvað vara og þjónusta kost- ar. Fólk vill geta átt þess kost að velja vöru með tilliti til verðlags jafnt og tegundar. Aðeins matvömversl- anir hafa staðið sig sæmilega á þessu sviði. Flestir aðrir í verslun og við- skiptum hér á landi eru miklir eftir- bátar erlendra kollega sinna. Það berast bækhngar, tilboð og jafnvel pöntunarlistar inn á heimili fólks og flestir greina ekki frá verði þess er verið er að bjóða. Nýlega datt inn um lúguna hjá mér tvíblöð- ungur sem bar heitið pöntunarlisti. Hann var frá nýopnuðum pitsastað sem bauð ljúffengar pitsur í úrvali, um 20 tegundir. Ekkert er nema gott um þetta að segja annað en það að verð vantaði á listann. Ég hef séð svipaða pöntun- arlista, t.d. í Danmörku og í Banda- ríkjunum, og sýndu þeir verð á þeim matvælum sem hægt var að panta og fá send heim. Sjónvarpsauglýsingum í Banda- ríkjunum fylgir undantekningar- laust verð enda er auglýsing á vöru og þjónustu gagnslaus án þess. Hvað eru kaupmenn og þjónustuaðilar hér að hugsa þegar þeir auglýsa ekki verð með vöru? Halda þeir að fólk komi sérstaklega til að skoða eða að verð skipti bara engu máli? í öllum tilfellum veldur þessi mis- brestur fólki óþægindum og kostn- aði, t.d. þegar þarf að hringja og spyrja sérstaklega um verð á aug- lýstri vöru. Það ætti að heyra fortíð- inni til að reyna að „plata“ viðskipta- vini, en auglýsing án verðs getur varla flokkast undir annað. Góðkunningi úr sjónvarpi fyrri ára, Lassie. Jóladagskrá sjónvarps: Meira barnaefni Halla H. Björnsdóttir hringdi: Ég hringi fyrir hönd umbjóðenda minna af yngstu kynslóðinni og lang- ar til að jóladagskrá sjónvarpsins verði bætt verulega frá því sem áður hefur verið. Mætti þá vel hugsa sér að sýnt yrði ýmislegt af gömlum, góðum þáttum, t.d. um Lassie, Gust, og fleira í þeim dúr. Eitthvað þarf líka að hugsa um eldri krakkana en þessir tveir hópar vilja oft gleymast í dagsins önn. Óperur og anhað svipað efni fer alveg fram hjá þessum aldurshópum. Við sem búum á landsbyggðinni, þar sem aðeins næst ein sjónvarps- rás, vonum fastlega að tillit verði tekið til þessara hópa, þegar jóladag- skráin verður sett saman, svo að við getum vel við unað. Boigríki í Eyjum? Brottfluttur skrifar: Það hlaut aö koma að þessu, hugs- aði ég er ég las fréttina af umræðum í bæjarstjóm Vestmannaeyja um aö gera Vestmannaeyjar að sjálfstæðu borgríki. §agt er að mikil samstaða sé nú í Eyjum um þessa hugmynd og nú verði knúið á um sérstakar stjóm- lagabreytingar til að fylgja málinu eftir. Þeir sem standa að tillögunni um sjálfstæði Vestmannaeyja segjast sjá það fyrir að auðveldara veröi fyr- ir þá í Eyjum að standa á eigin fótum heldur en að þurfa að „betla“ eina og eina milljón hjá okkur hér á fasta- landinu. Þeir segjast vera orðnir leiðir á lof- orðum sem aldrei séu efnd og nefna sem dæmi hitaveituloforðin sem hafl verið gefln fyrir kosningar. En nú má spyija hvort ekkert hafi verið látið af hendi til þeirra í Vestmanna- eyjum sem þeir megi enn minnast. „Við báðum ekki um gosið,“ er haft eftir einum bæjarfulltrúanum í Eyjum. Satt er það. En ég verð nú að segja eins og er, þar sem ég er einn þeirra sem fluttust frá Eyjum eftir gosið mikla, að ég gleymi aldrei þeim viðbrögðum og móttökum sem við fengum hér alls staðar strax og fréttist af þeim hörmungaratburði. Þá kom glögglega í ljós aö hér býr ein þjóð í einu landi en ekki í mörg- um og sjálfstæðum borgríkjum. Eg er ekki viss um að nokkurt bæjarfé- lag eða landsfjórðungur geti með neinum rétti krafist þess að slíta sig frá heildinni. Mér flnnst hins vegar alveg rétt aö láta reyna á þessa umbeðnu stjórn- lagabreytingu til þess að úr því fáist skorið í eitt skipti fyrir öll hvort bæjarfélög eða landshlutar geta feng- ið því framgengt að stofna sjálfstætt ríki í ríkinu. En hætt er við því að ef svona tillög- ur fara að koma upp á yfirborðið frá þorpum og kauptúnum vítt og breitt um landið, á þeirri forsendu að þar sé aflað meiri gjaldeyristekna en annars staðar á landinu, sannist það sem oft hefur komið á daginn að reyni menn aö slíta lögin slítí. menn líka friðinn. Frá Vestmannaeyjum. Ráðhúsið er fremst á myndinni. Umbætur við Einholt íbúi við Einholt skrifar: Fyrir rúmu ári óskuöum viö, nokkrlr íbúar við Einholt hér í borg, eftir þvi viö borgarráð að það hlutaöist til um aö setja hraðatakmarkanir (öldur) á göt- una vegna of mikils og hættulegs hraðaksturs bifreiöa eftir göt- unni. í götunni býr margt fúllorðið fólk og einnig ungt fólk meö smá- böm. Þetta var því og er enn aðkallandi að fá framkvæmt. Enn hefúr þð ekkert veriö gert i þessu máii. Og nú hefúr enn bæst á vand- ræðin því bílastæöum hefur fækkað með tilkomu aukinna umsvifa í verksmiöjurekstri við götuna. Ekki skal amast viö því aö öðra leyti en því að starfsfólk þar notar dijúgan hluta þeirra stæða sem íbúamir höföu áöur. Þama er líka innkeyrsluhlið til verksmiðjunnar sem er ekki til aö minnka umferðina við götuna. Nú era margir þeirra sem rit- uöu undir bréfið til borgarráös fyrir rúmu ári orönir langeygir eftir úrbótum og skora ég á viö- komandi ráðamenn borgarinnar aö láta verða af því aö sinna er- indi okkar hið fyrsta. nafrn bréfntara í lesendabréfi hér í dálkunum sL fostudag, undir fyrirsögninni: Hótel Örk kom á óvart, misritað- ist nafn bréfritara lítUlega. Nafii bréfritara átti að vera Guðrún Jónsson. Þetta leiðréttist hér með og um leiö beðiö velvirðingar á mistökunum. Hringiö í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.