Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 28
28 Sandkom MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987. SIGLINGAMÁLASTOFNUN RÍKISINS HRINGBRAUT 121, 107 REYKJAVÍK, SÍMI 25844 LAUS STAÐA Umsóknarfrestur um áður auglýsta stöðu gjaldkera hjá Siglingamálastofnun ríkisins er framlengdur til 20. nóv. 1987. Siglingamálastofnun ríkisins Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir mánuðina september og október er 15. nóvember nk. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Laus staða Staða bókavarðar í Landsbókasafni íslands er laus til umsóknar. Æskilegt er að umsækjendur hafi próf í bókasafnsfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfs- feril skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir 2. desember næstkomandh. 5. nóvember 1987, Menntamálaráðuneytið Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram i dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Hverfisgata 105, hluti, þingl. eig. Byggingafél. Os hf., föstud. 13. nóv- ember ’87 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Kambasel 85, jarðhæð, þingl. eig. Jón Axel Ólaísson, föstud. 13. nóvember ’87 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendm- eru Landsbanki íslands og Ólafur Gú- stafsson hrl. Klapparstígur 13, 3.t.v., þingl. eig. Guðlaugur Jónsson, föstud. 13. nóv- ember ’87 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru Eggert B. Ólafsson hdl., Gjald- .heimtan í Reykjavík og Ólafin- Gústafsson hrl. Kleppsvegur 132, l.h.f.m., þingl. eig. Margrét Gunnlaugsdóttir, föstud. 13. nóvember ’87 kl. 13.30. Uppboðsbeið- endur eru Sveinn H. Valdimarsson hrl., Guðjón Armann Jónsson hdl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Njarðargata 39, neðri hæð, þingl. eig. Axel S. Axelsson, föstud. 13. nóvember ’87 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur eru Guðmundur Markússon hrl., Baldvin Jónsson hrl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. .Skarphéðinsgata 20,2. hæð, þingl. eig. Steinar Harðarson, föstud. 13. nóv- ember ’87 kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur eru Ólafiu- Gústafsson hrl., Lands- banki íslands, Guðjón Ármann Jónsson hdl., Gjaldheimtan í Reykja- vík, Jón Finnsson hrl. og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hdl. Skeljagrandi 7, íb. 1-3, þingl. eig. Magnús Hákonarson og Karolína Snorrad., föstud. 13. nóvember ’87 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Smiðjustígur 13, þingl. eig. Gerður Pálmadóttir, föstud. 13. nóvember ’87 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur eru Bún- aðarbanki íslands, Gísli Baldur Garðai'sson hrl., Ólafur Axelsson hrl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Ólalur Garðarsson hdl., Lögmenn Hamra- borg 12, Ámi Einarsson hdl., Veðdeild Landsbanka íslands, Steingiímur Þormóðsson hdl., Ólafur Gústafsson hrl., Guðjón Armann Jónsson hdl., Friðjón Öm Friðjónsson hdl. og Sig- urður G. Guðjónsson hdl. Smyrilshólar 6, kjallari, þingl. eig. Hildur Gunnarsdóttir, föstud. 13. nóv- ember ’87 kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi er Ingi Ingimundarson hrl. Stigahlíð 28, 1. hæð t.h., þingl. eig. Sigrún Einarsdóttir, föstud. 13. nóv- ember ’87 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur em Sigríður Thorlacius hdl., Veðdeild Landsbanka íslands og Gjaldheimtan í Reykjavík. Æsufell 4, íbúð 5C, þingl. eig. Auður Filippusdóttir, föstud. 13. nóvember ’87 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Ás- geir Thoroddsen hdl. Öldugrandi 3, íb. 14, þingl. eig. Ámi Sævar Gunnlaugsson, föstud. 13. nóv- ember ’87 kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur em Guðni Haraldsson hdl., Gjald- heimtan í Reykjavík, Baldvin Jónsson hrl., Veðdeiþd Landsbanka íslands, Landsbanki íslands, Innheimtustofii- un sveitarfélaga, Sigurmar Albertsson hrl., Ásgeir Þór Ámason hdl., Gjald- skil s£, Skúli J. Pálmason hrl. og Ásgeir Thoroddsen hdl. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK Ellimörk á íhaldinu Ungir sjálfstæðismenn hafa kannað sérstaklega aldur þingmanna íhaldsflokka í nokkrum Evrópulöndum. Til íhaldsins á íslandi telja þeir greinilega einungis einn flokk, Sjálfstæöisflokkinn, og niðurstaðan er sú að hvergi nema í Svíþjóð er meðalaldur þingmanna íhaldsflokka hærri en hér, 54 ár. Sænskir íhaldsmenn standa jafnfætis íslenskum íhaldsmönnum að þessu leyti en annars staöar er meðalaldurinn 6-11 árum lægri. Víkingamir á heimleið íþróttamannaviðskipta- jöfnuður okkar við hin Norðurlöndin er mjög hag- stæður ef við lítum á hann frá útflutningssjónarmiði. Við sjáum lítiö af erlendu frænd- fólki okkar í íþróttafélögum hérlendis en vitum af stórum hópi íslenskra íþróttamanna í félögum og keppni erlendis. Meðal annars stefnir nú í að eitt helsta félagið í Noregi, Brann í Bergen, verði ekki aðeins með íslenskan mark- vörð eins og undanfarið heldur einnig íslenskan þjálf- ara og íslenskan markaskor- ara. Landnámsmennimir yrðu líklega hvumsa ef þeir vissu af þessu afturhvarf: til átthaganna. Einhver sagði að Brann hefði ákveðið að fá sér nokkra íslendinga en átt í erfiðleikum með að ákveða nákvæmlega hverja. Þá heíði mönnum dottið í hug að hafa hópinn sem fjölbreyttastan og valið svarthærðan þjálf- ara, ljóshærðan markaskor- araograuðhærðan markvörð. Stadföst yfirlýsing: „Verö áfram hjá KR að öllu óbreyttu." Tímamóta- yfirlýsing Annars er þetta meira og minna í deiglunni með strák- ana okkar í Noregi. Þegar síðast fréttist hafði Brann til að mynda ekki haft samband við ljóshærða markaskorar- ann Pétur Pétursson síðan í vor og ekki er Pétur að hafa samband við Brann að fyrra bragði. Þetta er auðvitað meiri háttar sambandsleysi enda lýsir Pétur þ ví yfir í Morgunblaðinu að hann „verði áfram hjá KR að öllu óbreyttu" ogþótti lesendum mikið til þessarar staðfestu koma. Tækninni fleygirfram Hugmyndirnar um raf- magnssölu til Bretlands eru auövitað hinar merkilegustu og sjálfsagt að selja þangað sem mest af rafmagni þótt það sé auðvitað ekki til í nein- um þeim mæh sem gagn er að, nema við slökkvum ljósin hér hjá okkur. Annars hafa sprenglærðir verkfræðingar reiknað það út að ef flytja á rafmagnið eftir gömlu kopar- hólkunum myndi ein Blönduvirkjun upp á 140 megavött nægja til þess að kveikja á einni 60 vatta peru í Skoflandi. En sem betur fer hafa víst orðið einhveijar tækniframfarir í flutningi rafmagns um langar leiðir. Borgarís í Leifsstöð Gróðurást arkitekta Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar er sögð hafa kostað sex milljónir króna það sem af er og er þá ekki talinn með kostnaður við að reka þennan fjölskrúð- uga urtagarð. Það er víst ekkert smámál því fá þurfti Dana, sérmenntaðan í rekstri skrúðgarða í norrænum flug- stöðvum, til þess að sjá um hirðingu og vökvun blóma og tijáa. Hefur hann að vísu þræla á sínum snærum til þess að bera vatn á gróðurinn enda er Daninn svo hæglátur maður að hann er ekki ennþá búinn að koma upp allri lýs- ingunni sem átti að blekkja suðræn tré og blóm til þess að lifa norður viö heimskaut. Sum þeirra eru því orðin heldur lasburða og er þ ví best fyrir Danann að fara að skröngla þessum ljóskerum sínumupp. Maður, sem villtist í flug- stöðvarskóginum og varð fyrir vægri eðluárás þar sem honum datt helst í hug að hann væri búinn að ganga alla leið til Bandaríkjanna, stakk upp á því, þegar hann fannst ennþá í flugstöðinni, að í staðinn fyrir skóginn yrði komið fyrir efitir endilangri stöðinni glerskápum með fljótandi borgarís. Þannig yrði að minnsta kosti einhver reglaáruglinu. Homfirðingar í skipa- kaupastuði Samkvæmt grunsemdum Fiskifrétta æfla Homfirðing- ar að skella sér á ein 4-5 fiskiskip í Portúgal en Port- úgalir hafa síðustu mánuði hamast við að bjóða útgerð- armönnum hér skip á helm- ingi lægra verði en þau fást á heimasmíðuð. Raunar er það fyrirtæki með því torskilda nafni Nidana sem hefur milh- göngu um þessar þreifingar. Hornafjarðarskipin eiga að verða 26 metra löng og 8 metra breið fjölveiðiskip, á 50-60 milljónir króna stykkið. Fiskifréttir segja að nýju skipin eigi að koma í staðinn fyrir Æskuna, Þinganes, Haukafell, Hrísey ogjafnvel Langey. Nú er bara að bíða og sjá til hverjir ríða á vaðið og kaupa skip af Kínveijum en þau eiga að vera helmingi ódýrari en þau portúgölsku. Umsjón: Herbert Guómundsson Björgunarbátar án haffærisskírteina Frétt með sömu fyrirsögn birtist í DV 31. október síðastliðinn. í frétt- inni var sagt frá björgunarbátum sem Landssamband hjálparsveita skáta hefur annast innflutning á. Frá því að fréttin birtist hafa innflutn- ingsaðilar bátanna, það er LHS, haft samband við blaðið og sagt fréttina ranga í öllum meginatriðum. í fréttinni var sagt að bátar, sem nú eru á Eskifirði og á Barðaströnd, hefðu ekki fengið haffærisskírteini þar sem ekki hefði verið búið að setja í bátana tilskilinn búnað. LHS hefur sent DV svar siglingamálastjóra vegna fyrirspurnar um afstöðu Sigl- ingamálastofnunar til bátanna. Samkvæmt beiðni LHS verður svar siglingamálastjóra, Magnúsar Jó- hannessonar, birt hér orðrétt. „Með vísun til fyrirspurnar yðar um afstöðu Siglingamálastofnunar ríkisins til björgunarbáta, sem lands- sambandið flutti til landsins frá Englandi fyrir hjálparsveitir á Eski- firði og á Barðaströnd að yðar sögn, getum við upplýst, að bolur skipanna uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til þeirra skv. íslenskum reglum. Hins vegar hefur búnaður skipanna ekki verið skoðaður enn og skipin ekki verið skráð eða merkt í sam- ræmi við gildandi lög og reglur, þannig að skipin hafa ekki verið end- anlega samþykkt af Siglingamála- stofnun. Vegna fyrirspurnar yðar getum við staðfest að ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að ekki sé hægt að ganga frá skráningu þessara skipa á aðalskipaskrá og haffærisskírtein- um til þeirra þegar fullnaðarúttekt hefur farið fram aö yðar beiðni.“ í frétt DV var ekki sagt að umrædd- ir bátar hefðu ekki uppfyllt skilyrði Siglingamálastofnunar heldur að bátarnir hefðu ekki verið skoðaðir endanlega og því ekki búið að gefa út haífærisskírteini vegna bátanna. í svari siglingamálastofnunar er þetta staðfest. í fyrrnefndri frétt kom fram villa sem nú skal leiðrétt. Þar var sagt að LHS hefði flutt til landsins báta sem hafl verið með of þunnan botn. Rétt er að fluttur var inn einn slíkur bát- ur. Hjálparsveitin í Kópavogi var meö þann bát. í 4. tbl. 8. árg. Hjálpar- sveitatíðinda segir um þann bát: „í ljós kom að þessi bátur er ekki góöur sjóbátur þar sem hann er of lítill og léttur til að þola mikla öldu. Einnig kom í ljós galli í botninum á bátnum og var plastið farið að springa tölu- vert.“ Kópavogsbáturinn var fluttur aftur til Englands. Samkvæmt upplýsing- um frá LHS var aldrei reynt að fá haífærisskírteini vegna þess báts. -sme Siglingamálastofnun ríkisins: Leiðbeinir farmönnum við lestun síldartunna Siglingamálastofnun ríkisins mun á næstunni kynna þeim farmönnum, sem annast munu síldarflutning frá landinu í haust og vetur, leiðbeining- ar við lestun á sfidartunnum sem stofnunin hefur nýverið gefið út. Leiðbeiningamar voru samdar af sérstakri nefnd sem skipuð var af siglingamálastjóra í lok júlímánaöar í sumar. í kjölfar slyssins, þegar Suður- landið fórst á jólanótt í fyrra, urðu miklar umræður um lestun á síldar- tunnum og frágang á þeim í lestum skipa. Eftir athugun á þessu máli, sem Sigbngamálastofnun og Rann- sóknanefnd sjóslysa létu gera, þótti rétt aö semja leiðbeiningar fyrir skipstjórnarmenn um þetta efni. Nefnd sú sem skipuð var í júlí fékk upplýsingar um röskun á farmi við flutning trétunna í 6 skipti á árabil- inu 1982 til 1987 og voru þær upplýs- ingar hafðar til hliðsjónar þegar leiðbeiningarnar voru samdar. Einn- ig komu til athuganir rannsókna á burðarþoli trétunna sem gerðar hafa verið á vegum Rannsóknanefndar sjóslysa. Auk þess aö kynna skipstjórnar- mönum leiðbeiningamar verður fylgst með því aö eftir þeim verði farið. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.