Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987. 29 Sviðsljós Ólyginn sagði... Þessar myndir voru teknar að lokinni keppninni og er Jón Páll á miðjumyndinni að hug- hreysta Kazmeier. Þeir eru báðir greinilega mjög vel á sig komnir, en svo virðist sem Capes (neðsta myndin) sé farinn að láta á sjá. Þessi mynd af Jóni Páli Sigmarssyni er opnumynd blaösins, Strength Athlete. Jón Páll er þarna að lyfta 523 kílóum sem er heimsmet. Undanfarin ár hafa Jón Páll Sigmarsson og Ge- off Capes skipst á að bera titilinn sterkasti maður heims, báðir tvisvar sinnum. Árin þar á undan hafði Bandaríkjamaður, Bill Kazmeier að nafni, unnið þennan titil þrisvar sinnum. En hver skyldi vera sterkastur þeirra? Forráðamönnum hins virta kraftablaðs, Strength Athlete, lék forvitni á að vita hver væri þeirra sterkastur. Þeir báðu þá þrjá, Jón Pál, Capes og Kazmeier að taka þátt og undirbúa sig fyrir keppni þar sem úr því yrði skorið. Keppnin fór fram í Skotlandi síðastliðið sumar og er hún aðalefni síðasta tölublaðs Strength Athlete. Það er skemmst frá því að segja að Jón Páll Sigm- arsson sigraði þessa kappa með yfirburðum og sigraði í átta greinum af tíu. í hinum tveimur varð hann i öðru sæti. Hann fékk því 28 stig af 30 mögulegum, á móti 19 stigum Kazmeiers og 10 stigum Capes. Blaðið krýnir því Jón Pál sem óum- deilanlega sterkasta mann allra tíma. Ekki amalegur titill það. Blaðið birtir fjölda mynda frá keppninni og hér sjáum við nokkrar þeirra. Dennis Weaver er nafn sem vakið gæti minn- ingar hjá mörgum. Hann lék á sínum tíma í geysivinsælum sjónvarpsþætti um lögreglu- manninn McCloud sem notaði aðferðir villta vestursins í lög- gæslunni. Dennis hefur nýlega samþykkt að leika að nýju lög- reglumanninn vinsæla og eru myndatökur þegar hafnar. Hver veit nema hann sjáist á skjánum hér aftur. Larry Hagman leikur olíukóng í Dallasþáttun- um sem veit sínu viti þegar viðskipti og fjárfesting er annars vegar. Hann þénar mikla pen- inga fyrir leik sinn í þáttunum og reynir einnig að fjárfesta þá eins skynsamlega í raunveru- leikanum. Hann fjárfesti í mörg ár í olíubransanum eins og J.R. en er nú þúinn að gefast upp á því. Olía er þúin að lækka svo mikið á heimsmarkaðnum að Larry er búinn að tapa stórum summum á þessu braski. Hann ætlar nú að reyna að fjárfesta í fasteignum í staðinn. Það er ekki sama, leikur og raunveru- leiki. Cher, söngkonan fræga, sem nú er ef til vill frægari fyrir leik sinn í kvikmyndum, á sér uppáhalds- leikara. Hún dáist mjög að Jack Nicholson. Hún segir að það að fylgjast með honum leika sé meiri reynsla en hægt sé að fá á tíu árum í leiklistarskóla. Cher lék einmitt með honum í myndinni, The Witches of East- wick. Sterkasti maður allra tíma

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.