Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórri - Augiýsirrgar - Á skríft - Breífmg: Símí 27022 Frjálst,óháö dagblað MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987. gær kveðinn upp á ný dómur yfir hvort dómnum verði áfrýjaö. Verði sínar þegar DV hafði samband við kynferðsiafbrotamanninum Stein- dómnum áfrýjað, losnar Stein- hann. grími Njálssyni. í hinum nýja dómi grímur úr fangelsi 28. þessa Ragnar Aðalsteinsson hæstarétt- erSteingrímigertaðsitjaífangelsi mánaðar. arlögmaður sagði í gærkvöldi að í tvö og hálft ár. í fyrri dómi Saka- í fyrri dómi Sakadóms var Stein- hann vissi einungis hver þygnd dóms var Steingrímur dæmdur til grímursakfeUdurfyriröllþauþrjú refsingarinnar væri, hann hafði þriggjaárafangelsisvistar.Sádóm- atriði sem hann var ákærður fyrir. ekki séð niðurstöður dómsins og ur var, eins og kunnugt er, ógiltur Eins er í hhmrn nýfellda dómi, refs- gat því ekki sagt sitt áht á dómnum í Hæstarétti. ingar eru vægari nú en í fýrri dómi. að svo komnu máli Báðir aðilar, það er Steingrímur Hjörtur Aðalsteinsson sakadóm- -sme Njálsson og ríkisvaldið, hafa hvor ari kvaö upp nýja dóminn. Hann Þegar vindhæð var hvað mest i gærkvöldi urðu lögregla og hafnsögumenn að hafa afskipti af bátum við Ægis- garð. Fylltist einn báturinn af sjó og þurfti slökkvilið til að dæla úr honum. Einhverjar tilfærslur þurfti að gera á fleiri bátum. Hafnsögumaður, sem rætt var við í morgun, sagði að það hefði verið hringt þrisvar i eiganda þess báts sem mest afskipti varð að hafa af. Eigandinn sofnaði á milli simtala, svo miklar voru áhyggjur hans. Við Hrafnhóla fuku vinnupallar og skemmdust tvær bifreiðir. sme/DV-mynd S Norskur sagnfræðingur um Stefán Jóhann: Gaf Bandaríkjamönnum uppiýsingar Látinn maður fannst á ísafirði * - tveir voru yfirheyrðir Aðfaranótt þriðjudags fannst lát- inn maður í íbúðarhúsi á ísafirði. Tveir menn, sem voru í húsinu ásamt hinum látna, voru teknir til yfir- heyrslu og var þeim haldið í einn sólarhring. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að mennirnir hafi átt sök á láti mannsins né heldur með hvaða hætti maðurinn lést. Búið er að senda líkið til krufningar í Reykja- vík. Maðurinn lá látinn á gangi í íbúð- inni þegar komiö var að honum. Sá sem kom að hafði samband við lög- reglu og tilkynnti um hvernig komið »var. Mennirnir tveir, sem voru hand- teknir, voru sofandi er tilkynnt var um lát mannsins. -sme Verðlagsráðs- verð sett á aftur Verðlagsráð sjávarútvegsins ákvað 'Vá fundi sínum í gær að hætta þeirri tilraun sem hófst 15. júní síðastliðinn að hafa ekki verðlagsráðsverð í gildi. Því mun ráðið ákveða nýtt lágmarks- verð frá og með 15. nóvember. „Ég fæ ekki séð að þetta skipti máli fyrir fiskmarkaðina þar sem verðlagsráðsverð er bara lágmarks- verð á fiski. Það er ekkert sem segir. að ekki megi greiða hærra verð fyrir fiskinn og því breytir þetta engu nema því að sjálfsagt mun ganga betur að halda friðinn víða út um land,“ sagði Helgi Þórarinsson hjá fiskmarkaönum í Hafnarfirði í sam- tali við DV í morgun. Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambandsins, boðar að ^sjómenn muni fara fram á 15% til ' 20% fiskverðshækkun frá því sem verðið var ákveðið 1. janúar síðast- liðinn. Það er aftur á móti lægra verð en hæst er greitt á landinu núorðiö. -S.dór Alí^ gerðir sendibíla 25050 SETlDIBiLJISTÖÐin LOKI Hins nýja J.R. Ewing mun nú leitað með logandi Ijósi á Suðurnesjum! Norskur ságnfræðingur heldur því fram að Stefán Jóhann Stefánsson, fyrrum forsætisráðherra og formað- ur Alþýðuflokksins, hafi átt nána samvinnu við bandarísku leyniþjón- ustuna, CIA, á stjórnartímum ríkis- stjórnar hans árin 1947 til 1949. Byggir sagnfræðingurinn álit sitt á bandarískum leyniskjöluin sem hann aflaði sér og kemur þar fram að Stefán Jóhann hafi átt reglulega fundi með sendiherra Bandaríkj- anna og yfirmanni leyniþjónustu sendiráðsins þar sem skipst hafi ve- rið á leyndarupplýsingum. í skýrslum sagnfræðingsins koma ennfremur fram upplýsingar um það að Bandaríkjamenn hafi samið áætl- un um innrás á ísland ef kommúnist- ar reyndu að ná hér völdum. -ój - sjá nánar á bls. 9 Hannes Hlífar byrjar með látum Hannes Hlífar Stefánsson, heims- meistari unglinga, byrjar vel á alþjóðlega skákmótinu á Suðurnesj- um. Eftir þrjár umferðir er hann einn í efsta sæti með tvo og hálfan vinning. Þrír íslenskir keppendur eiga raunhæfan möguleika á áfanga að alþjóðlegum titli á þessu áttunda alþjóðlega skákmóti landsbyggðar- innar, en til að ná áfanga þarf sjö vinninga af ellefu og þeir sem keppa hvað mest að því markmiði eru Hannes Hlífar, Björgvin Jónsson og Þröstur Þórhallsson. í þriðju umferð vann Þröstur Davíð Ólafsson, Guðmundur Sigurjónsson og Helgi Ólafsson gerðu jafntefli, Hannes Hlífar vann Jóhannes Ágústsson, Weldon vann Sigurð Daða Sigfússon, Jacobs og Björgvin Jónsson gerðu jafntefli og sömuleiðis þeir Norwood og Pyhala: Hannes Hlífar er sem fyrr sagði efstur með 2 /2 vinning, Björgvin, Weldon, Guðmundur og Þröstur eru með 2 vinninga og Þröstur á auk þess óteflda skák og Helgi er með 1 /i vinning og óteflda skák. Fjórða um- ferö verður tefld í Stapa í kvöld. -ATA OJíulekinn á Suðumesjum: Útilokum ekkert „Á meðan engin olía finnst getum við ekki útilokaö neinn möguleika," sagði Hannes Heimisson hjá varnar- málaskrifstofu en ennþá finnst hvorki tangur né tetur af 75.000 lítr- um af hráolíu sem vantar í geyma herstöðvarinnar. Er nú jafnvel talið hugsanlegt að um þjófnað eða bók- haldsskekkju sé að ræða. Hannes sagði að í gærkvöldi hefði við þrýsti- prófun komið í ljós hugsanlegur lekastaður og hann yrði kannaður frekar í dag. Friðþór Eydal, blaðafulltrúi hers- ins, játaði að enginn möguleiki hefði verið útilokaður í þessu máli. Ef þjófnaðarrannsókn þyrfti þá færi hún fram að íslenskum lögum. -SMJ Lögregla fylgist með birgðatalningu „Við stóðum fyrir þessari birgða- talningu vegna þess að við vildum gera upp samninga árs 1986,“ sagði Sigurður Þórðarson, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, en á mánu- dag og þriðjudag fór fram ítarleg birgðatalning um land allt á kinda- kjötsbirgðum frá 1986. Það voru lögreglan og sýslumenn sem fylgdust með framkvæmd talningarinnar og voru birgðastöðvar innsiglaðar á meðan talning fór fram. Nýlega hafði farið fram birgðatalning og því er eðlilegt að spyija: Trúði fjármála- ráðuneytið ekki þeim tölum? „Við vildum kanna nánar hvaða birgðir væru til og því gripum við til þessara ráða. Þetta var í sjálfu sér ekki nema eðlilegur og sjálfsagður hlutur en menn verða að sjálfsögðu að meta það,“ sagði Sigurður. Það kom fram í samtali við Karl Th. Birg- isson, blaðafulltrúa fjármálaráð- herra, að menn þar hefðu ekki verið sáttir við framkvæmdina á fyrri taln- ingu. Eftir að birgðatölum hefði verið skilað inn hefðu komið sífelldar leið- réttingar. En skyldi eitthvað hafa komið fram við rannsóknina? „Ekkert sem menn þurfa að óttast,“ sagði Sigurður en niðurstöður málsins liggja fyrir í dag. Hér er um að ræða 500-600 tonn af kindakjöti frá haustinu 1986 en Sigurður sagði að eðlileg rýrnun á því kjöti væri um 150 tonn. -SMJ Veðrið á morgun Víða frost um landið Á morgun verður norðaustanátt um allt land, hvasst eða stinnings- gola. Víða verður él um landið á Norður-, Austur- og Vesturlandi en úrkomulaust sunnanlands. Hiti verður á bilinu 0 til 4 stig um sunn- anvert landið en allt niður í 6 stiga frost í öðrum landshlutum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.