Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987. 25 dv Fólk í fréttum Jón Steinar Gunnlaugsson Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. hef- ur verið í fréttum DV vegna nýrrar bókar þar sem hann telur aö Hæsti- réttur sé vilhallur stjórnvöldum. Jón Steinar er fæddur 27. sept- ember 1947 og lauk lögfræðiprófi frá HÍ 1973. Hann var hdl. 1975 og hrl. 1980. Jón var fulltrúi á lög- mannaskrifstofu 1974-1977 og hefur rekið lögmanns- og endur- skoðunarskrifstofu í Rvík frá 1977 í félagi við aðra. Hann var stunda- kennari í fjármunarétti við HÍ 1975-1977, var settur dósent 1977-1978 og aðjúnkt 1979-1981. Jón átti sæti í stjórn Heimdallar FUS í Rvík og SUS. Hann sat í stjóm Lög- fræðingafélags íslands 1974-1979 og var í stjórn Lögmannafélags ís- lands 1981-1986 og formaður 1983-1986. Jón er nýkjörinn forseti Bridgesambands íslands. Jón kvæntist 27. júlí 1974 Kristínu Páls- dóttur, f. 14. nóvember 1952, hjúkrunarfræðingi. Foreldrar hennar em Páll Bergþórsson, veð- urfræðingur í Rvík, og kona hans, Hulda Baldursdóttir. Dætur Jóns era Steinunn Fjóla, f. 30. nóvember 1970, Ásdís, f. 16. september 1972, og Birna íris, f. 14. janúar 1973. Börn Jóns og Kristínar eru ívar Páll, f. 27. febrúar 1974, Gunnlaug- ur, f. 4. júní 1976, Konráð, f. 12. febrúar 1984, og Hulda Björg, f. 16. mars 1986. Systkini Jóns eru Grett- ir, f. 24. júlí 1945, trésmíðameistari, giftur Þuríði Ingimundardóttur, eiga þau fjögur börn, og Ingibjörg Márgrét, f. 8. nóvember 1961, fóstra, gift Sveini Bjömssyni jarðfræðingi, eiga þau einn son. Foreldrar Jóns eru Gunnlaugur Ólafsson, bifreiðarstjóri í Rvík, d. 1979, og kona hans, Ingibjörg Margrét Jónsdóttir bókavörður. Föðursystini Jóns era Sara, gift Bergi Arnbjarnarsyni bifreiðaeftir- litsmanni, Gunnar vörubílstjóri, giftur Helgu Oddsdóttur, Telma, gift Jóhannesi Jóhannessyni harm- óníkuleikara, Ingibjörg, gift Gunnari Jónssyni kaupmanni og Helga, gift Grími Bjarnasyni pípu- lagningameistara. Faöir Gunn- laugs var Ólafur, múrari í Rvík, Þórarinsson, b. á Kjaransstöðum í Biskupstungum, Jónssonar, b. á Iðu, Jónssonar. Móðir Gunnlaugs var Þorgerður, systir Helgu, lang- ömmu Einars Amar Thorlaciusar forstjóra. Þorgerður var dóttir Gunnars, b. á Skálahnjúki, Hafliða- sonar. Móðir Gunnars var Björg, systir Pálma í Valadal, afa Jóns á Nautabúi, langafa Jóns Ásbergs- sonar, forstjóra Hagkaups. Björg var dóttir Magnúsar, b. í Syðra- Vallholti, Péturssonar og konu hans, Ingunnar Ólafsdóttur, systur Ingibjargar, konu Björns Jónsson- ar, prests í Bólstaðarhlíö. Móðir Þorgerðar var Ingibjörg Gunn- laugsdóttir, b. á Ytri-Ásláksstöð- um, Jónssonar. Móöir Gunnlaugs var Þorgerður Þorkelsdóttir, systir Lopts, langafa Þorláks Johnson kaupmanns, afa Arnar Johnson forstjóra. Systir Þorgerðar var Guðrún, langamma Guðrúnar, langömmu Ragnars Arnalds. Móöursystkini Jóns eru Auður, var gift Peter Collot í Banadaríkj- unum, Þóra Margrét, gift Jóni Hauki Baldvinssyni, loftskeyta- manni í Rvík, og Eyjólfur Konráð, alþingismaður í Rvík, giftur Guð- björgu Benediktsdóttur. Ingibjörg er dóttir Jóns Guðsteins, kaup- manns í Rvík, Eyjólfssonar, b. á Mælifellsá, Einarssonar. Móðir Eyjólfs var Sigurlaug Eyjólfsdóttir, b. á Meingrund á Skörðum, bróður Sigurlaugar, langömmu Björns, afa Jóns L. Árnasonar stórmeistara. Eyjólfur var sonur Jónasar, b. á Gili í Svartárdal, Jónssonar, af Skeggstaöaættinni, bróður Jóns á Finnastöðum, afa Björns Jónsson- ar á Veöramótum, afa Sigurðar Bjarnasonar sendiherra. Móðir Ingibjargar var Sesselja skólastjóri Konráðsdóttir, b. á Syðra-Vatni, Magnússonar, bróður Jóns, prests á Mælifelli, foður Magnúsar, dós- ents og ráðherra, og Þóris Bergs- sonar rithöfundar. Móðir Konráðs var Rannveig, systir Ingibjargar, Jón Steinar Gunnlaugsson. langömmu Gylfa og Vilhjálms Þ. Gíslasona. Rannveig var dóttir Guðmundar, b. á Mælifellsá, Jóns- sonar og konu hans, Ingibjargar Björnsdóttur, prests í Bólstaöar- hlíð, Jónssonar, forfóður Bólstað- arhlíðarættarinnar. Móöir Sesselju var Ingibjörg Hjálmarsdóttir, b. og alþingismanns í Norðtungu í Þver- árhlíð, Péturssonar, bróður Þor- steins, afa Þorsteins Ö. Stephensen leikara. Móðir Ingibjargar var Helga Árnadóttir, b. í Kalmans- tungu, Einarssonar, bróður Bjarna, afa Bjarna Þorsteinssonar, prests og tónskálds. Einar Albert Magnússon Einar Albert Magnússon leigubif- reiðarstjóri, Mávahhð 13, Reykja- vík, er sjötugur í dag. Einar fæddist aö Leirabakka í Landsveit og ólst þar upp í foreldrahúsum. Móður sína missti Einar þegar hann var átta ára en faðir hans giftist aftur nokkru síðar. Einar var í föður- húsum fram undir tvítugt en þá fór hann á vertíð í Vestmannaeyjum og var þar á mótorbátum og tog- ara. Hann kom til Reykjavíkur 1940 og stundaði fyrst um sinn vörubíla- akstur og síðan leigubílaakstur. Einar var einn af stofnendum leigubílastöövarinnar Hreyfils, hefur setið í stjórn þar og verið formaður um skeið. Árin 1955-61 lagði Einar stund á húsbyggingar ásamt fleirum og lét þá reisa nokk- ur fyrstu háhýsi Reykjavíkur. Hann sneri sér svo aftur að leigu- bilaakstri og ekur enn leigubíl í Reykjavík. Kona Einars er Þuríður, dóttir Árna, b. á Stóra-Vatnshorni í Haukadal, Jónassonar, og Sigur- jónu, frá Arnarstapa á Snæfells- nesi, Jónsdóttur, en foreldrar Þuríðar eru látnir. Einar og Þuríður eiga þrjú börn: Steinunn er húsmóðir og ritari í Reykjavík, gift Gylfa Geirssyni, loftskeytamanni og varðstjóra hjá Landhelgisgæslunni, og eiga þau tvö börn; Gunnar, rafvirkjameist- ari á Selfossi, er einn af eigendum Árvirkjans, giftur Ingibjörgu Guð- mundsdóttur, fóstru og bæjar- stjórnarfulltrúa, og eiga þau tvær dætur; Ámi er framkvæmdastjóri Máls og menningar í Reykjavík, giftur Súsan Jónsdóttur hjúkr- unarfræðingi og eiga þau einn son. Foreldrar Einars, sem eru látnir, voru Magnús, b. á Leirubakka, f. 1888, Sigurðsson, og fyrri kona hans, Einarlína Guðrún frá Nýjabæ í Meðallandi, f. 1897, Ein- arsdóttir. Móðurforeldrar Einars Alberts vora Guðrún, f. 1869, Guð- mundsdóttir, og Einar, b. í Holti í Meðallandi, f. 1865, Jónsson. Föð- urforeldrar Einars Alberts voru Einar Albert Magnússon. Sigurður, b. í Ósgröf og á Leiru- bakka, Magnússon, b. í Skarfanesi, Jónssonar af Víkingslækjarætt, og Anna Magnúsdóttir, b. á Vatnahjá- leigu i Landeyjum, Jónssonar, b. á s.st., Björgúlfssonar, b. í Teigi í Fljótshlíð, en afi Björgúlfs var Vig- fús lögréttumaður á Herjólfsstöð- um á Álftanesi. Langafi Björgúlfs var svo Gísh Jónsson Skálholts- biskup, vígður 1557. Einar verður ekki heima í dag. Hörður Hjartarson Hörður Hjartarson forstjóri, Túngötu 23, Seyðisfirði, er sextug- ur í dag. Hörður fæddist á ísafirði og ólst þar upp hjá fósturforeldrum sínum, Jónínu Guömundsdóttur og Bjama Andréssyni verkamanni þar. Nítján ára fór Hörður í Loft- skeytaskólann í Reykjavík og útsicrifaðist þaðan 1946. Hann hóf þá störf hjá Pósti og síma og starf- aði við sæsímastrenginn á Seyðis- firði þar sem hann ílengdist. Hörður hætti hjá Pósti og síma 1965 og tók við umboði Skeljungs á Seyðisfirði en auk þess er hann umboðsmaður Sjóvá á Seyðisfirði. Kona Harðar er Sigfríð frá Skála- nesi, f. 14.6. 1927, en foreldrar hennar, sem eru látnir, voru Hall- grímur, b. í Skálanesi við Seyðis- fjörð, Ólafsson og María Guðmundsdóttir. Hörður og Sigfríð eiga fimm börn: Bjamdís, húsmóðir í Reykjavík, f. 1947, er gift Steindóri Guðmunds- syni verkfræðingi og eiga þau þrjú börn; Valur, rafvirki og sölustjóri í Reykjavík, f. 1954, er giftur Krist- ínu Árnadóttur blaðamanni og eiga þau þrjú böm; Hjörtur, afgreiðslu- maður á Seyðisfirði, f. 1955, á einn son; Hallgrímur, skrifstofumaður á Seyðisfirði, f. 1958, er giftur Krist- íríu Klemensdóttur og eiga þau tvö börn; Helena, afgreiðslustúlka á Seyðisfirði, f. 1964, á einn son. Foreidrar Harðar eru látnir en þeir voru Hjörtur Guðmundsson og Ingibjörg Kristjánsdóttir. Hörður verður staddur hjá dóttur sinni og tengdasyni á afmælisdag- inn að Klyfjaseli 14, Reykjavík, en þar tekur hann á móti gestum eftir klukkan 16 í dag. Kristmundsson Ami Árni Kristmundsson sjómaður, Skjólbraut 7A, Kópavogi, er fimm- tugur í dag. Árni fæddist í Skerja- firði og ólst þar upp fyrstu árin en flutti svo með foreldrum sínum í Kópavoginn 1943 þar sem hann hefur búið lengst af síðan. Árni var rétt fermdur þegar hann fór til sjós en hann var fyrst á fiskibátum frá Reykjavík og síðar á verslunar- skipum. Kona Arna er Geirlaug, dóttir Egils, forstjóra Egilssíldar á Siglu- firði og slökkviliðsstjóra þar, Stefánssonar og konu hans, Sigríð- ar Jóhannesdóttur, en þau eru bæði látin. Árni og Geirlaug eiga þrjá syni og eina dóttur: Kristmundur, f. 1960, er sölumaður hjá Ingvari Helgasyni í Reykjavík; Sigríður Björg, f. 1962, er húsmóðir í Reykja- vík; Egill Örn, f. 1963, er ljósameist- ari hjá Iðnó; Guðfmnur Már, f. 1964, er bílamálari. Foreldrar Árna: Kristmundur, fyrrv. verkstjóri hjá Shell í Skerja- firðinum, Ólafsspn og Guðfinna frá Dvergasteini í Álftafirði Magnús- dóttir. Árni verður að heiman í dag. Andlát Úlfhildur Ólafsdóttir frá Akranesi lést á Hrafnistu í Reykjavík 9. nóv- ember. Ólafur Ófeigsson fyrrverandi skip- Sigríður Guðmundsdóttir frá Hell- issandi lést í Landspítalanum 8. nóvember. Ragnar Bergsteins Henrysson, Jón Ingi Rósantsson klæðskeri, Bogahlíð 22, Reykjavík, lést í Landspítalanum mánudaginn 9. nóvember. Sigurjón Hinriksson, Aðalstræti 13, ísafirði, lést mánudaginn 9. nóv- ember. stjóri andaðist í St. Jósepsspítala í Hafnarfirði laugardaginn 7. nóvemb- er. Otrateig 20, andaðist mánudaginn 9. nóvember. _________________Afmæli Matthías Bjömsson Matthías Björnsson húsasmiður, Austurbyggð 14, Akureyri, er sex- tugur í dag. Matthías fæddist á Akureyri og ólst þar upp í foreldra- húsum. Hann gekk í barna- og unglingaskóla á Akureyri en fór síöar í Iönskóla Akureyrar og lærði þar húsasmíði á árunum 1949-50. Matthías hefur svo starfað við sína iðn og gerir enn en hann hefur alla tíð búið á Akureyri. Kona Matthíasar er Sigríður, f. 12.7. 1930, dóttir Kristjáns, b. í Klambraseli í Reykjahverfi, Jó- hannessonar og Þuríðar Þorbergs- dóttur. Matthias og Sigríður eiga fjögur börn: Kristín Þuríður, húsmóðir á Akureyri, f. 1951, er gift Stefáni Ingólfssyni, starfsmanni hjá Út- gerðarfélagi Akureyringa, en þau eiga þrjú börn; Björn, tæknifræð- ingur í Reykjavík, f. 1953, er giftur Ragnheiði Gísladóttur frá Húsavík og eiga þau tvö börn; Ólöf, húsmóð- ir á Akureyri, sem vinnur jafn- framt við stjórnunarstörf á Hótel KEA, f. 1957, er gift Kristjáni Jónas- syni, bryta á Hótel KEA, en þau eiga eitt barn; Aðalheiður, f. 1964, er nemi við Tónlistarskólann í Reykjavík. Matthías á tvær systur: Jónína, húsmóðir í Kópavogi, f. 1919, er gift Ágústi Halblaub, vélstjóra og starfsmanni hjá Rafmagnsveitum ríkisins; Kristin, húsmóðir í Flórída í Bandaríkjunum, f. 1925, er ekkja eftir Elmer Clark heild- sala. Foreldrar Matthíasar eru látnir en þeir voru Björn Axfjörð, húsa- smiöur á Akureyri, og kona hans, Ólöf Jónasdóttir frá Leyningi. Móð- urforeldrar Matthíasar voru Jónas, b. í Leyningi, Tómasson og Aðal- heiður Benediktsdóttir. Föðurfor- eldrar Matthíasar voru Sigfús Axfjörð, b. á Krónustöðum í Eyja- firði, og Kristín Jakobsdóttir. 75 ára_______________________ Guðný Tómasdóttir, Stekkjarholti 1, Akranesi, er sjötíu og fimm ára í dag. 70 ára_______________________ Kristín S. Jónsdóttir, Furulundi 6 G, Akureyri, er sjötug í dag. Jón H. Bjömsson, Austurbrún 2, Reykjavík, er sjötugur í dag. Hann verður aö heiman í dag. 60 ára______________________ Njáll Þorgeirsson, Borgarflöt 1, Stykkishólmi, er sextugur í dag. Hann verður að heiman í dag. 50 ára Ragnheiður Guðbjartsdóttir, Engja- vegi 8. ísafirði, er fimmtug í dag. Andlát Margeir S. Sigurjónsson Margeir S. Sigurjónsson forstjóri lést 1. nóvember sl. Hann fæddist í Reykjavík 22. nóvember 1907, son- ur hjónanna Sigurjóns Jóhanns- sonar söölasmiðs og Margrétar Þorleifsdóttur. Hann lagði stund á verslunamám við Pittmansskól- ann í London á árunum 1926-27. Aö námi loknu starfaði hann hjá Kristjáni Ó. Skagfjörð og Alliance hf. Árið 1932 fluttist hann til Fær- eyja þar sem hann vann við eigin atvinnurekstur, aðallega saltfisk- sölu til Spánar. Hann tók síðan viö rekstri útibús G. Helgasonar og Melsted hf. í Færeyjum. Eftir heim- komuna 1945 varð Margeir fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins hér á landi en hóf síðar störf hjá Krist- jáni Ó. Skagfjörð og varð einn aðaleigandi þess fyrirtækis. Árið 1958 stofnuöu þrír helstu eigendur Kristjáns Ó. Skagfjörð hf. annað fyrirtæki, Steinavör hf., og var Margeir forstjóri þar á meðan Margeir S. Sigurjónsson. starfsþrekið entist, eða í hartnær þrjá áratugi. Eftirlifandi kona Margeirs er Kristín Laufey Ingólfsdóttir en þau hjónin eignuðust sex börn. Útför Margeirs verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, 11. nóvember, kl. 15.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.