Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987. 13 Um hagsmuni stúdenta og útvarpsstöðina Rét „Það er ljóst að þeir hópar, sem nota stöðina til að koma málum sínum á framfæri, munu bera ábyrgð, hver á sínu efni.“ Jónas Fr. Jónsson laganemi skrif- aöi kjallaragrein sem birtist hér í blaðinu 26. október. Þar skrifar hann um aðild Stúdentaráös Há- skóla íslands að útvarpsstöðinni Rót. Langar mig að gera athuga- semdir við nokkur atriði sem koma fram í grein hans. Ég er í stjóm Rótar og auk þess í tengihópi Sam- taka kvenna á vinnumarkaði og háskólastúdent. Samtök kvenna á vinnumarkaði beijast m.a. fyrir hækkuðum lágmarkslaunum, bættum launum kvenna á vinnu- markaði og bættu ástandi í dagvist- armálum. Dæmigerð fjölskylda Mér kemur mjög spánskt fyrir sjónir að hagsmunabarátta stúd- enta eigi enga samleið með baráttu- málum SKV. Uppistaðan í mörgum fjölskyldum hefur löngum verið háskólastúdent, kona á vinnu- markaði og bam í einhvers konar dagvistun. Það má vel vera að ein- hveijum finnist það ekki mál háskólastúdentsins hvernig konan hans fer að því að sjá fyrir heimil- inu, né hvemig baminu hans líði á daginn. Hann hafi um aðra og merkilegri hluti aö hugsa. Ekki virðast þó allir vera á þeirri skoðun að hér sé um gjörólíka hagsmuni að ræða því aö í síðasta Vökublaði fjallar Valborg Snævarr um dag- vistarmál og stingur þar upp á því að stúdentar stofni barnaheimili. Bendir hún réttilega á að dagvistar- mál varði jafnrétti til náms og að flestir háskólastúdentar séu á þeim aldri sem menn gjarnan gifti sig og stofni heimili. Á seinni árum hefur það farið í vöxt að konur séu ekki bara fyrir- vinnur háskólastúdenta heldur fari í nám sjálfar og eru þær nú um helmingur nema við HI. í því námi, sem ég stunda, en það er félagsráð- gjöf, em svo til eingöngu konur og stunda þær flestar einhveija vinnu með náminu þó að þær séu með heimili og böm. Þetta kemur til af þvi að námslánin duga ekki fyrir framfærslu. Oft em eiginmenn þeirra taldir of tekjuháir til aö þær fái lán en heimihð getur samt ekki án tekna þeirra verið. Þá skiptir máh hvaða kjör konum bjóðast á vinnumarkaði, hvort konunni nægi það stuttu vinnudagur að tími vinnist til að sinna náminu. Þama sýnist mér vera bein tengsl á milli launakjara kvenna og aðstöðu til náms. Hluthöfum fjölgar daglega Jónas segir að litlar upplýsingar hggi fyrir um starfsemi Rótar, m.a. hveijir beri ábyrgð á því efni sem þar verður flutt. Það er ljóst að þeir hópar, sem nota stööina til að koma málum sínum á framfæri, munu bera ábyrgð, hver á sínu efni. Stúdentaráö þarf því ekki aö óttast að verða gert ábyrgt fyrir því sem Mið-Ameríkunefndin hefur fram að færa, frekar en Jónas ber ábyrgð á þessari grein minni, þó að við notum sama miðil til að koma málefnum okkar á framfæri. Jónas segir að aðeins hafi borist staðfestingar um hlutafjárkaup frá örfáum aðilum þegar grein hans Kiallaiiim Þóra I. Stefánsdóttir háskólaneml er rituð. Ekki vil ég væna hann um að fara með staölausa stafi, en þá hlýtur grein hans að hafa verið ansi lengi á leiðinni inn á síður DV því að nú hafa u.þ.b. 400 manns skráð sig fyrir hlutabréfum og íjölgar hluthöfum daglega. Einnig finnst mér Jónas taka mikið upp í sig þegar hann segir að vilji um- bjóðenda stúdentaráðs sé hundsað- ur, réttara fyndist mér að segja að vilji hluta umbjóðenda stúdenta- ráðs sé hundsaöur. Til að ná eyrum fólks Þó að ég geti ekki séð að hægt sé að greina hagsmuni stúdenta frá hagsmunum ýmissa annarra hópa í þjóðfélaginu má deila um það hvort þeir eigi að fjalla um utanrík- ismál. Hins vegar get ég ekki séð að þeir geti sneitt algjörlega hjá fjölmiðlum sem fjalla um þau mál ef þeir vilja ná eyrum fólks sem ekki les Stúdentablaðið né blöð hinna pólitísku fylkinga stúdenta. Við höfum t.d. bæði valið DV sem vettvang skoðanaskipta okkar þó að það fjalli um utanríkismál án þess að bera þar með ábyrgð á stefnu þess í þeim málum. Nú hefur Vöku verið boðið að útvarpa í Rót- inni og held ég að þeir ættu að notfæra sér þaö og stuðla þannig að því að þeirra sjónarmið komi fram í þeirrí stöð. Þóra I. Stefánsdóttir „Ekki hægt að greina hagsmuni stúdenta trá hagsmunum annarra hópa í þjóðfélaginu" segir í greininni. Háskólanemendur á leið til prófs. Hvalamynd Páls Steingrímssonar Fyrir nokkru sýndi Stöð tvö kvik- mynd Páls, Hvalakyn og hvalveið- ar við ísland. Myndin var nær fullgerð fyrir ári en áhugi takmark- aður fyrir að taka hana til sýning- ar. Myndin gefur greinargott yfirlit yfir hvalveiðar við ísland frá upp- hafi, hvaða þjóðir stunduðu þær og hvemig þeim lyktaði hjá hverri fyrir sig. Lítt kunn atriði Páll, sem hóf undirbúning fyrir nokkmm árum, hefur viðað að sér miklum heimildum frá fyrstu tíð og tengt sögu hvalveiða hér í sam- fellda heild í máli og myndum. Handritið er vel gert og góöir þulir tala með myndum til að gera þetta lifandi mynd. Leiknir þættir eiga að sýna hvað baráttan fyrir lífs- björg landsmanna gat verið hörð og hvemig hvalreka lauk stundum með vígaferlum. Þó voru lög um hval skýr í landinu. (Samkv. Grá- gás.) Meðal annars kemur fram atriði um veiði Baska við landið, en þar varð konungshollusta Ara sýslu- manns í Ögri eini svarti bletturinn í allri sögu íslendinga gagnvart er- lendum skipreika sjómönnum. í myndinni kemur fram atriði sem landsmönnum var lítt kunn- ugt: hin mikla hvalveiði Banda- ríkjamanna viö landið síðari hluta 19. aldar í þrjá áratugi og sem lauk vegna stórfelldrar rányrkju nokkm fyrir aldamótin. Hvarf sléttbakurinn alveg 'af miðunum. KjaUarinn Vigfús Ólafsson fyrrv. skólastjóri Það er vert fyrir menn að gleyma því ekki. Sem betur fer fannst hann aftur í sumar í hvalaleiðangrinum í N-Atlantshafi. Rányrkja og uppgangur Betri heimildir eru um hval- stöðvar Norðmanna á Vestfjörðum og Austurlandi enda til margar frá- sagnir og myndir af þeim veiðum. Ein sýnilegi árangur af þeim núna er ráðherrabústaðurinn við Tjarn- argötu. Það er merkilegt, miðað við þá stórfelldu rányrkju sem var stund- uð við landið svo þrívegis leggjast veiðar niður vegna ofveiði, hvað hvalurinn virðist alltaf ná sér upp aftur. Var hann þó í margfalt meiri útrýmingarhættu en núna. Það er vert að halda því á lofti, sem kemur fram í myndinni, að 1915 eru íslendingar fyrstir þjóða í heiminum til að banna hvalveiðar. Stóð svo í þrjá áratugi. Síðari hluti myndarinnar er tek- inn undanfarin sumur í Hvalfirði og á bátum Hvals á veiðum. Er þáttur hins garpslega skip stjóra eftirminnilegur og merkilegt hvað svo þungur maður gat brugð- ist snarlega við er veiði var von. Mun þessi þáttur hafa mikið heim- ildargildi síðar því hann er tekinn í hita „leiksins“. Frásögnin, sem fylgir myndun- um af veiðunum, vekur upp spurningu: Hvernig er hægt að drepa niður allan hval í N-Atlants- Páll Steingrímsson við kvikmyndun. hafi með því að sigla 150 mílna geira út frá Hvalfirði til veiða? Þá er vert aö geta þess aö alfriðað- ir við ísland eru steypireyður, hnúfubakur og búrhvalur og á þessu ári hrefna. Það eru aðeins langreyöur og sandreyður sem eru veiddar. Frábært efni fyrir skóla Það er um heimildarmyndir að segja aö enginn verður feitur af að stunda þá iðju hér og tekjumögu- leikar eru sáralitlir. Þetta er fremur hugsjónastarf og árangur kominn undir áhuga og fórnfýsi höfundar. Svo smátt er skammtað að styrkir nægja varla fyrir kostn- aði, enda dreifist svona vinna á langan tíma þar sem ókleift er fyrir einstakling að gera svona mynd nema meö þrautseigju og þolin- 'mæði. Mér finnst þrekvirki af einstakl- ingi að gera svona mynd ef miðað er t.d. við það fjármagn og mann- afla sem BBC hefur til heimildar- mynda sinna. En það sést best á þeim að nátt- úrulífsmyndir eru frábært efni fyrir sjónvarp og skóla, sem er nærri óplægður akur hér. Hér er mikið efni óunnið af fiölbreyttri náttúru landsins og stundum sér- stæðu mannlífi. Heimildarmyndir gætu einnig dregið langt í aö auka áhuga á landinu erlendis ef þær væru það vel unnar að hægt væri að koma þeim á framfæri þar. Því ber eins og kostur er að styðja við bakið á þeim sem leggja út á þessa braut. Vigfús Ólafsson „Mér finnst þrekvirki af einstaklingi að gera svona mynd, ef miðað er t.d. við það Qármagn og mannafla sem BBC hefur til heimildarmynda sinna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.