Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987. Jarðarfarir Menning Margeir Sigurjónsson forstjóri lést 1. nóvember sl. Hann fæddist í Reykjavík 22. nóvember 1907, sonur hjónanna Sigurjóns Jóhannssonar og Margrétar Þorleifsdóttur. Margeir starfaöi lengst af hjá G. Helgason og Melsted bæöi í Færeyjum og í Reykjavík. Eftirlifandi eiginkona hans er Laufey Ingólfsdóttir. Þau hjónin eignuöust sex börn. Útför Margeirs verður gerð frá Dómkirkj- unni í dag kl. 15.00 Jóhanna Árnadóttir, Hjaltabakka 10, sem andaðist 5. nóvember, veröur jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 12. nóvember kl. 13.30. Útför Þóru Björnsdóttur, Geitlandi 2; Reykjavík, verður gerð frá Bú- staðakirkju fimmtudaginn 12. nóvember kl. 15. Ingólfur Pálmason, fyrrv. lektor við Kennaraháskóla íslands, veröur jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 13. nóvember kl. 15. Einar Larsen, Reynimel 76, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. nóvember kl. 13.30. Minningarathöfn um Guðmund Jónsson frá Asparvík fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. nóvember kl. 13.30. Jarðsett verður Frá Bjarnarhafnarkirkju laugaidag- inn 14. nóvember kl. 14. Margrét Jónsdóttir, Sauðhúsvelli, Y-Eyjafjöllum, verður jarðsungin frá Ásólfsskálakirkju laugardaginn 14. nóvember kl. 14. Sveinsína Ágústsdóttir lést 3. nóv- ember sl. Hún fæddist 7. júní 1901. Foreldrar hennar voru Petrína Guð- mundsdóttir og Ágúst Guðmunds- son. Sveinsína giftist Alexander Árnasyni en hann lést árið 1970. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið. Útfór Sveinsínu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Guðríður Þorkelsdóttir lést 29. okt- óber sl. Hún fæddist í Reykjavík 11. nóvember árið 1900. Foreldrar henn- ar voru hjónin Steinunn Guðbrands- dóttir og Þorkell Helgason.. Guðríður giftist Ellert Kristni Magnússyni en hann lést árið 1974. Þeim hjónum varð fimm bama auðið. Útför Guð- ríðar verður gerð frá Hallgríms- kirkju í dag kl. 13.30. Tapað - Fundið Úr tapaðist Gyllt Seiko kvenmannsúr hefur tapast. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 83911. Fundarlaun. Leiðrétting í blaðinu sl mánudag var grein um nýja bón- og þvottastöð í Kópavogi. Var þar sagt að þetta væri eina þjónusta þessarar tegundar í Kópavogi, sem er ekki rétt. í Kópavogi er einnig rekið Holtabón sem er til húsa að Smiðjuvegi 38 og er síminn þar 77690. Basar Kvenfélag Háteigssóknar heldur basar laugardaginn 14. nóvember kl. 13 í Tónabæ. A boðstólum verða hand- unnir munir, prjónadót, kökur, jólapapp- ír og kort. Tekið verður á móti basarmunum í kirkjunni á milli kl. 17 og 19 á fóstudag og í Tónabæ á laugardag milli kl. 10 og 12. Allur ágóði rennur í altaristöflusjóð. Kvenfélag Hallgrímskirkju heldur sinn árlega basar í safnaðar- heimili kirkjunnar laugardaginn 14. nóvember kl. 14. Þar verða að venju góð- ir og eigulegir munir ásamt kökum og fleiru. Tekið verður á móti basarmunum og kökum á fimmtudag tpilli kl. 20 og 22, fóstudaga kl. 15-22 og fyrir hádegi á laug- ardag. Næturbrölt í Versló Leikfélagiö Allt milli himins og jarðar sýnir i Verslunarskóla íslands: Betri er þjófur i húsi en snurða á þræði og Þegar þú verður fátækur skaltu verða kóngur Höfundur: Dario Fo. Leikstjóri: Einar Jón Briem. Lýsing: Einar Helgason. Hljóð: Birgir Birgisson. Nemendur Verslunarskóla ís- lands hafa mjög þokkalega aðstöðu til leiksýninga í nýja skólahúsinu við Ofanleiti. í ár æföu áhugamenn um leiklist í skólanum tvo skop- leiki eftir Dario Fo og sýndu árangur erfiðis síns skólafélögum og öðrum velunnurum í síðustu viku undir samheitinu Næturbrölt á Kóngsbakka. Þættirnir tveir eru nokkuð ólíkir, sá fyrri, „Betri er þjófur í húsi...“, dæmigerður flækjufarsi en sá síö- ari byggist meira á hraða, fjöri og litríkum búningum trúða og leik- ara. Leiklist Auður Eydal í seinni þættinum, „Þegar þú verður fátækur...“, sköpuðuþess- ir skemmtilegu, skærhtu trúða- búningar mikla stemningu og athygli vakti mjög vel unnin förð- un. Þessi þáttur kom í heild prýði- lega fjörlega fyrir, meö trumbu- slætti og látum. Sigurbjörn Einarsson lék kónginn í þessum hluta og fór rpjög vel með það hlut- LEiKFÉLAGID ALLT UILLI HIMINS OG JARDAR SÝNIR: NÆTUDBDÖLT A KÓNGáBAKKA Tveir skopleikir ettir DARIO FO - Leikstjóri EINAR JÓN BRIEM Sýnt i VERSLUNARSKÓLA ÍSLANDS - OfanUlti 1 verk. Framsögn hans bar af en annars var henni áberandi ábóta- vant hjá flestum leikendanna. Þetta er dálítið umhugsunarefni fyrir þá sem taka að sér að stjórna leiksýningum skólanna því að það að nýta uppsetningu leikrita sem tækifæri til framsagnarkennslu sýnist sjálfsagt. í fyrri þættinum reyndi meira á textaflutning leikendanna og um leið urðu ágallarnir meira áber- andi. Mér fannst Þórhildur Þöll Pétursdóttir komast jafnbest frá sínu hlutverki í þessum þætti. í heild var léttur og hæfilega ærslafenginn blær á sýningunni eins og tilheyrir þessum leikþátt- um Darios Fo. Jón Einar Briem leikstjóri hefði mátt leggja meiri rækt við framsögn leikenda, eins og fyrr segir, en að öðru leyti var auðséð að krakkarnir höfðu lagt fram mikla vinnu við uppsetningu. AE Tónlistardómsdagar Aðrir tónleikarnir á tónlistar- dögum Dómkirkjunnar voru í kirkjunni sl. sunnudagskvöld. Þar kom fram Dómkórinn undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar og Björn Sólbergsson lék einleik á orgelið. Einnig mátti þar heyra einsöng í einu lagi, það var ung og efnileg söngkona, Sigrún Þorgeirsdóttir. Efnisskráin spannaði heillangt Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins Hunger. tímabil eða frá lokum sextándu ald- ar til vorra daga. Og talsverður hluti hennar var íslenskur sem gladdi vonandi einhver hjörtu. Merkilegasta verkið var þó án efa það elsta, Pater noster, mótetta fyr- ir átta radda blandaðan kór eftir Jacob Handl (1550-1591). Það var líka einna best sungið af öllu á skránni og var greinilegt að stjórn- andinn hafði lagt mikla alúð við þetta verkefni. Þarna voru annars lög eftir Huge Wolf, Hjálmar Ragn- arsson og Þorkel Sigurbjörnsson og öll glaðlega sungin. Hins vegar var á mörkum að kórinn réði viö margslunginn Óð til heilagrar Sesselju eftir Britten, þar skorti til- finnanlega fágun og léttleika. Og flutningur á gullfallegu Requiem Jóns Leifs, þessari klassísku perlu íslenskra tónbókmennta, var laus í sér og hljómvana, sem er kannski ekki nema von, því að þetta er erf- Tónlist Leifur Þórarinsson itt lag, krefst mikillar söngþjálfun- ar. Einleikur Björns Sólbergssonar var allur til mikils sóma og nálgað- ist að vera stórkostlegur í a moll Kóral eftir Cesar Franck. Það verð- ur sannarlega gaman að heyra meira frá þessum unga og gáfaða organista sem þessa dagana starfar þó mest á Akureyri. Þessir tónlistardagar auka sann- arlega á virðingu Dómkirkjunnar en þeim lýkur reyndar í kvöld með tónleikum í kirkjunni þar sem m.a. verður frumflutt verk eftir Atla Heimi Sveinsson. LÞ Tilkyimingar Skák Vakníngasamkomur í Neskirkju með Toger Larson verða öll kvöld kl. 20 þessa viku. Fyrirbænir, mik- ill söngur, tónlist og lofgjörð. Fórn verður tekin. Kvenfélag Óháða safnaðarins Félagsvist verður spiluð í Kirkjubæ fimmtudag 12. þ.m. kl. 20.30. Góð spila- verðlaun og kaffiveitingar. Jassdagar í Ríkisútvarpinu Þessa dagana er kynnt jasstónlist á jass- dögum Ríkisútvarpsins, meðal annars eru beinar útsendingar frá jasstónleik- um. Af þessu tilefni er kominn til lands- ins Mikael Ráberg, sænskt tónskáld og básúnuleikari, til að vinna með stórsveit- um landsins. Fimmtudaginn 12. nóvemb- er heldur Stórsveit Tónlistarskólans á Akureyri tónleika í Alþýðuleikhúsinu, 4. hæð. Stjórnendur verða Norman H. Dennis og Mikael Ráberg sem einnig mun leika á básúnu. Kynnir verður Gestur Einar Jónasson. Tónleikarnir verða sendir út í beinni útsendingu á rás 2 en þeir hefjast kl. 17.45 og útsending hefst kl. liðlega 18. Múlaútibúið tuttugu ára Landsbanki íslands, Múlaútibú, er tutt- ugu ára í dag. I tilefni af afmælinu er öllum viðskiptavinum boðið upp á kafli og kökur í bankanum í dag, miðvikudag- inn 11. nóvember. Hallgrímskirkja - starf aldr- aðra Opið hús á morgun, fimmtudag 12. nóv- ember, í safnaðarsal kirkjunnar og hefst það kl. 14.30. Kynntar verða varmahlífar fyrir giktarsjúklinga, lesin saga, Guðrún Hrund Harðardóttir og Kristín Waage leika saman á fiðlu og píanó létt sígild lög. Kafíiveitingar. Þeir sem óska eftir bílfari hringi i kirkjuna í síma 10745 sama morgun. Félagsmiðstöð Geðhjálpar að Veltusundi 3b, er opin á fimmtudögum kl. 20-22.30, laugardögum og sunnudög- um kl. 14-18. Einnig hefur Geðhjálp opna skrifstofu alla virka daga kl. 10-14 þar sem seld eru minningarkort félagsins og veittar upplýsingar um starfsemina. Sími 25990. Heimsmeistaraeinvígið: Kasparov náði forystunni -vann biðskákina í níu leikjum Eins og spáð var vann Garrí Kasparov elleftu skákina í heims- mcistaraeinvíginu í Sevilla í gær eftir að skákin hafði farið í biö á mánudag. Meistararnir voru að- eins 15 mínútur og 9 leiki að ljúka skákinni af. Karpov gafst upp er hann sá fram á að þurfa að láta biskup sinn fyrir frelsingja Ka- sparovs. Heimsmeistarinn Kasparov hef- ur þá náð forystunni í einvíginu; hefur sex vinninga gegn fimm vinningum Karpovs. Kasparov hef- ur unnið þrjár skákir, Karpov tvær en sex hefur lokið með jafntefli. Kasparov er hálfnaður á leið sinni að titilvörn. Til þess þarf hann að vinna sex skákir, eða fá tólf vinn- inga samtals, því að hann heldur titlinum ijúki einvíginu með jafn- tefli, 12-12. Ellefta skákin þótti áfall fyrir Karpov sem átti betri færi er hon- um varð á hrapalleg yfirsjón. Hollenski stórmeistarinn Gennadi Sosonko gekk svo langt í gær að segja að eftir slík mistök yrði tor- velt fyrir Karpov að endurheimta sjálfstraustið og einvíginu væri sama og lokiö. „Veislan er búin,“ sagði hann og bjó sig til brottfarar. Þannig tefldist ellefta skákin áfram í gær. Kasparov, sem hafði svart, lék biðleik: því að staðan eftir 44. Bxe5+ Kf7 er gjörtöpuð. Kasparov hafði einnig tekið þetta með í reikninginn og báðir léku hratt, 44. - Kf7 45. Rg4 Rc4 46. Rxe5+ Rxe5 47. Bxe5 b4 48. Bf6 b3 49. e5 Eða 49. Kc3 He2 og vinnur létt. 49. - Hxg2 50. e6+ Kf8! 41. - Hc7 Eftir 33ja mínútna umhugsun velur Kasparov þvinguðu leikja- röðina sem bent var á í DV í gær. Þetta er spurning um stíl. Varkár- ari skákmenn heföu leikið 41. - Rc4 án umhugsunar en þá tæki lengri tíma að innbyrða vinninginn. 42. Bd6 Hc2 + 43. Kd3 Hxa2 44. Re3 Reynir að slá ryki í augu hans Skák Jón L. Arnason Enn var hægt að leika taflinu nið- ur með 50. - Ke8? 51. d6 b2 52. d7 + og mát í næsta leik. Eftir leik Ka- sparovs er hvítur leik of seinn. Ef 51. d6, þá 51. - b2 og hótar að vekja upp nýja drottningu með skák og svartur vinnur létt ef hvítur gefur biskup sinn fyrir peðið. Karpov gafst því upp. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.