Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987. Viðskipti_________________________ Góð tíðindi af olíumarkaði Bensindælan munduð. Þau góðu tíðindi berast núna af olíumarkaðnum að verð á tunnunni af hráolíu hafi lækkað að undanförnu og útlit sé fyrir meiri lækkun á næsta ári vegna fyrirsjáanlegs offramboðs á markaðnum. skýrslu frá Alþjóða-orkustofnuninni, en þar segir að umframframleiðsla OPEC-ríkjanna á þessu ári hafi hjálp- aö ríkjum OECD aö auka birgðir sínar um 450 milljónir tonna. Birgðir OECD-ríkjanna eru núna 14 milljón- um tonna meiri en þær voru í lok ársins 1985, skömmu áður en verð- fall varö á olíunni. „Olíumarkaðurinn hefur skyndi- lega vaknað upp við það að mikið offramboð verður hugsanlega á hon- um allan fyrri hluta næsta árs,“ segir The Economist. Eftir olíukreppuna 1973 og 1979 gripu OECD-ríkin til átaks í orku- sparnaöi með þeim árangri að eftir- spurn eftir olíu minnkaði árlega um Peningamarkaður Tunnan af hráolíu, tegundin Brent úr Norðursjónum, á Rotterdam- markaöi hefur brotið 18 dollara múrinn og er komin niður í 17,80 dollara. Þegar verðfallið í Wall Street varö mánudaginn 19. október, eða fyrir nákvæmlega mánuöi, var hrá- olíutunnan um 19 dollarar. En það sem meira er, lækkunin á hráolíu nú er ekki stundarfyrirbrigöi heldur er búist við enn meiri lækkun í vetur og á næsta ári vegna offramboðs á markaönum. Þessar upplýsingar komu fram í nýjasta hefti The Ec- onomist fyrir nokkrum dögum, eða 14. nóvember. OPEC-ríkin framleiða núna um 19 milljónir tunna af hráolíu á dag, eða um 2,4 milljónum íleiri tunna á dag en þau hafa komið sér saman um. Samþykktur dagskvóti þeirra er núna 16,6 milljónir tunna. Þegar OPEC-ríkin koma saman á fundi þann 9. desember spá menn því að þau samþykki nýjan kvóta upp á 17,5 milljónir tunna á dag. Sum ríkin munu jafnvel fara fram á enn meiri framleiðslu, segir The Economist. Blaðið bendir ennfremur á nýja Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Innstæöur þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65 ára og eldri geta losað innstæöur sínar meö 3ja mánaöa fyrirvara. Reikningarnir eru verótryggöir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru meö hvert inn- legg bundiö í tvö ár, verótryggt og meö 9% nafnvöxtum. Lifeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lifeyris- sjóöum eöa almannatryggingum. Innstæöur eru óbundnar og óverötryggöar. Nafnvextir eru 23% og ársávöxtun 23%. Sérbók. Viö innlegg eru nafnvextir 18% en 3% bætast við eftir hverja þrjá mánuöi án úttektar upp í 27%. Hvert innlegg er meðhöndlaö sérs- taklega. Áunniö vaxtastig helst óbreytt óháö úttektum en vaxtahækkun seinkar um þrjá mán- uöi ef innleggið er snert. Á þriggja mánaöa fresti er gerður samanburöur viö ávöxtun þriggja mánaða verötryggöra reikninga, nú meö 2% vöxtum, og sú tala sem hærri reynist færö á höfuðstól. Úttekt vaxta fyrir undangengin tvö vaxtatímabil hpfur ekki áhrif á vaxtahækkanir. Búnaðarbankinn: Gullbók er óbundin meö 27% nafnvöxtum og 28,8% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun verðtryggös reiknings meö 3,5% vöxtum reyriist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,8% í svonefnda vaxtaleiörétt- ingu. Vextir færast hálfsárslega. Metbók er meö hvert innlegg bundiö í 18 mán- uöi á 28,5% nafnvöxtum og 30,5% ársávöxtun, eöa ávöxtun verðtryggðs reiknings meö 3,5% vöxtum reynist hún betri. Hvert innlegg er laust aö 18 mánuöum liðnum. Vextir eru færóir hálfs- árslega. Iðnaöarbankinn: Bónusrelkningur er óverð- tryggður reikningur meó 30% nafnvöxtum og 32,2% ársávöxtun. Verötryggö bónuskjör eru 3%. Á sex mánaöa fresti eru borin saman verö- tryggó og óverðtryggð kjör og gilda þau sem hærri eru. Heimilt er aö taka út tvisvar á hverju sex mánaöa tímabili. Vextir færast misserislega á höfuðstól. 18 mánaða bundinn reikningur er meö 31% nafnvöxtum og 31% ársávöxtun. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin meö 29% nafnvöxtum og 31,1% ársávöxtun. Af óhreyfð- um hluta innstæöu frá síöustu áramótum eða stofndegi reiknings síöar greiöast 30,4% nafn- vextir (ársávöxtun 32,7%) eftir 16 mánuöi og 31% eftir 24 mánuöi (ársávöxtun 33,4%). Á þriggja mánaöa fresti er geróur samanburður á ávöxtun 6 mánaöa verðtryggðra reikninga og gildir hærri ávöxtunin. Af hverri úttekt dragast 0,8% í svonefnda vaxtaleiöréttingu. Vextir fær- ast tvisvar á ári á höfuðstól. Vextina má taka út án vaxtaleiðréttingargjalds næstu tvö vaxta- tímabil á eftir. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrstu 3 mánuðina 19%, eftir 3 mánuði 22%, eftir 6 mánuöi 28%, eftir 24 mánuöi 30% eöa ársávöxt- un 32,3%. Sé ávöxtun betri á 6 mánaöa verö- tryggðum reikningum gildir hún um hávaxta- reikninginn. Vextir færast á höfuöstól 30.6. og 31.12. Hávaxtabók er óbundin bók sem ber 29% nafn- vexti og 31,1% ársávöxtun á óhreyfðri inn- stæöu. Ef ávöxtun 6 mánaöa verðtryggðs reiknings reynist betri gildir hún. Vextir færast misserislega. Af útttekinni upphæö reiknast 0,75% úttektargjald, nema af uppfærðum vöxt- um siöustu 12 mánaða. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverötryggöra reikninga í bankanum, nú 29,96% (ársávöxtun 31,51%), eöa ávöxtun 3ja mánaöa verðtryggðs reiknings, sem reiknuö er eftir sérstökum reglum, sé hún betri. Saman- buröur er geröur mánaðarlega og vaxtaábótinni bætt viö höfuóstól, en vextir færöir i árslok. Sé tekiö út af reikningnum gilda almennir spari- sjóösvextir, 20%, þano mánuö. Heimilt er aö taka út vexti og vaxtaábót næsta árs á undan án þess aö ábót úttektarmánaðar glatist. Ef ekki er tekiö út af reikningnum í 18-36 mánuÓi tek- ur hann á sig kjör sérstaks lotusparnaðar meö hærri ábót. Óverðtryggð ársávöxtun kemst þá í 31,96-33,93%, samkvæmt gildandi vöxtum. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur. Megin- reglan er aö innistæða. sem er óhreyfö í heilan ársfjóróung, ber 27,5% nafnvexti, kaskóvexti, sem gefur 30,47% ársávöxtun, eóa nýtur kjara 6 mánaöa verðtryggðs reiknings, nú meö 4% vöxtum, eftir því hvor gefur hærri ávöxtun fyrir þann ársfjóröung. Vextir og veröbætur færast á höfuöstól í lok hvers ársfjóröungs, hafi reikningur notiö þess- ara „kaskókjara". Reikningur ber kaskókjör, þótt teknir séu út vextir og verðbætur, sem færöar hafa veriö á undangengnu og yfirstand- andi ári. Úttektir umfram þaö breyta kjörunum sem hér segir: Viö eina úttekt í ársfjóröungi reiknast almennir sparisjóösvextir af úttekinni fjárhæö, en kaskó- kjör af eftirstöðvum. Viö fleiri úttektir fær öll innistæða reikningsins sparisjóösbókarvexti. Sé reikningur stofnaður fyrsta eða annan virkan dag ársfjóröungs, fær innistæðan kaskókjör ef hún stendur óhreyfö út fjórðunginn. Reikning- ur, sem stofnaöur er síðar fær til bráöabirgöa almenna sparisjóösbókavexti en getur áunniö sér kaskókjör frá stofndegi aö uppfylltum skil- yröum. Sparisjóðir: Trompreikningur er verðtryggóur og meö ávöxtun 6 mánaöa reikninga meö 3,5% nafnvöxtum. Sé reikningur oröinn 3ja mánaða er geröur samanburöur á ávöxtun meö svoköll- uöum trompvöxtum, sem eru nú 30% og gefa 32,90% ársávöxtun.Reynist trompvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikning- inn. Hreyföar innstæður innan mánaöar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna sparisjóösvexti, 21,5%. Vextir færast misserislega. 12 mánaöa reikningur hjá Sparisjóöi vélstjóra er meö innstæöu bundna í 12 mánuði, óverö- tryggða, en á 34% nafnvöxtum. Misserislega er ávöxtun 6 mánaöa verðtryggðs reiknings, nú með 3,5% vöxtum, borin saman viö óverö- tryggöa ávöxtun, og ræöur sú sem meira gefur. Vextir eru færðir síðasta dag hvers árs. Topp-bók nokkurra sparisjóöa er meö innstæöu bundna í 18 mánuöi óverðtryggða á 32% nafn- vöxtum og 35,3% ársávöxtun eöa á kjörum 6 mánaða verótryggðs reiknings, nú með 3,5% vöxtum. Vextir færast á höfuöstól misserislega og eru lausir til útborgunar á næsta vaxtatíma- bili á eftir. Sparisjóöirnir í Keflavík, Hafnarfiröi, Kópavogi, Borgarnesi, á Siglufirði, Ólafsfiröi, Dalvík, Akureyri, Árskógsströnd, Neskaupstað, Patreksfiröi og Sparisjóöur Reykjavíkur og ná- grennis bjóöa þessa reikninga. Almenn verðbréf Fasteignatryggö veröbréf eru til sölu hjá verö- bréfasölum. Þau eru almennt tryggö meö veöi undir 60% af brunabótamati fasteignanna. Bréf- in eru ýmist verötryggð eða óverötryggö og meö mismunandi nafnvöxtum. Algengustu vextir á óverðtryggðum skuldabréfum vegna fasteignaviöskipta eru 20% eöa meðalvextir bankaskuldabréfa. Þau eru seld meö afföllum og ársávöxtun er almennt 12-16% umfram verð- tryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá húsnæöisstofnun ríkisins getur numið 2.755.000 krónum á 4. ársfjórö- ungi 1987, hafi viðkomandi ekki átt íbúö á síðustu þrem árum, annars 1.929.000 krónum. Út á eldra húsnæöi getur lán numið 1.929.000 krónum, hafi viðkomandi ekki átt íbúö á sl. þrem árum, annars 1.350.000 krónum. Undantekningar frá þriggja ára reglunni eru ' hugsanlegar vegna sérstakra aðstæðna. Lánin eru til 40 ára og verðtryggð. Vextir eru 3,5%. Fyrstu tvö árin greiðast aöeins verðbætur og vextir, síöan hefjast afborganir af lánunum jafnframt. Gjalddagar eru fjórir á ári. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupphæöir, vexti og lánstíma. Stysti tími aö lánsrétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóöir bjóða aukinn láns- rétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru mjög mishá eftir sjóöum, starfstíma og stigum. Lánin eru verðtryggð og meö 5-9% vöxtum, algengastir eru meöalvextir, nú 8,1%. Lánstími er 15-42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt viö flutning milli sjóða eóa safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagö- ir viö höfuöstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin veröur þá hærri en nafnvextirn- ir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuöi á 10% nafnvöxtum veröur innstæðan í lok tímabilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin veröur því 10%. Sé innstæðan óverötryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafn- vel oröiö neikvæð. Liggi 1000 krónurnar inni í 6 4- 6 mánuöi á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eftir 6 mán- uöi. Þá verður upphæöin 1050 krónur og ofan á þá upphæö leggjast 5% vextir seinni 6 mánuó- ina. Á endanum veröur innstaeöan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 3,8% á mánuöi eöa 45,6% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í nóvember 1987 er 1841 stig en var 1797 stig í október. Miðað er viö grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvisitala fyrir nóvember 1987 er 341 stig á grunninum 100 frá 1983, en 106,5 á grunni 100 frá júlí 1987. Húsaleiguvisitala hækkaöi um 5% 1. okt. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem viö hana er miðað sérstaklega í samningum leigusala og leigjenda. Hækkun vísitölunnar miöast viö meöaltalshækkun launa næstu þrjá mánuði á undan. 2,2 prósent á árunum 1980 til 1985. Á síðasta ári, 1986, jókst eftirspurnin hins vegar aftur. Fyrr á yfirstand- andi ári spáðu menn 700 til 900 þúsund tunna aukningu á dag, en nú ganga spárnar út á aukningu upp á 200 til 500 þúsund tunnur á dag. Gangi þetta eftir sjá menn núna fram á alvarleg vandræði hjá OPEC- ríkjunum á miðju næsta ári. Þaö veikir stöðu ríkjanna líka ennþá meira að raunverð olíu hefur lækk- að, þar sem dollarinn hefur lækkað að undanfórnu gagnvart flestum myntum í hinum vestræna heimi. Olía er dollaravara. Það þarf núna færri ensk sterlingspund, franska franka og japönsk yen til að greiða fyrir olíutunnuna - og reyndar líka færri íslenskar krónur. Vegna lækkandi gengis dollars og verðbólgu hafa Vestur-Þjóðverjar séð raunverð olíunnar lækka um 15 prósent á þessu ári, Frakkar um 14 prósent og Englendingar um 20 pró- sent, svo nokkur dæmi séu tekin. Það berast núna greinilega góð tíð- indi af olíumarkaðnum - og fleiri eru í vændum. -JGH INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 19-21,5 Sp Sparireikningar 3ja mán, uppsögn 19-23 Ab 6mán. uppsögn 20-25 Ab 12mán. uppsögn 22-28 Úb 18mán. uppsögn 31 Ib Tékkareikningar.alm. 6-12 Sp Sértékkareikningar 8-20,5 Sp Innlán verötryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6mán. uppsögn 3,5-4 Ab.Úb, Lb.Vb Innlán meðsérkjör- 19-34 Sp vél. um Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 6,5-8 Ab Sterlingspund 8,5-9 Ab,Úb, Vb.Sb Vestur-þýskmörk 3-4 Ab Danskar krónur 8,5-10 Vb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 31-33 Sb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 33-36 eða kaupgengi Almennskuldabréf 31-35 Sb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 33-36 Lb, Bb Utlánverðtryggö Skuldabréf 9-9,5 Úb.Sb, Sb Útlán til framleiðslu Isl. krónur 29,5-31 Sb SDR 8,25-9,25 Sp Bandaríkjadalir 9,25-10,75 Sp Sterlingspund 11,50-12 Vb.Bb Vestur-þýskmörk 5,75-6,75 Sp Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 45,6 3,8 á mán. MEÐALVEXTIR óverötr. nóv. 87 31,5 Verðtr. nóv. 87 9,1 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala nóv. 1841 stig Byggingavísitalanóv. 341 stig Byggingavisitala nóv. 106,5 stig Húsaleiguvisitala Hækkaði5%1.okt VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Ávöxtunarbréf 1,3079 Einingabréf 1 2,426 Einingabréf 2 1,421 Einingabréf 3 1,503 Fjölþjóðabréf 1,060 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2,420 Lífeyrisbréf 1 220 Markbréf 1,239 Sjóðsbréf 1 1,178 Sjóðsbréf 2 1,135 Tekjubréf 1.268 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 114 kr. Eimskip 278 kr. Flugleiðir 196kr. Hampiðjan 118 kr. Hlutabr.sjóðurinn 119 kr. Iðnaðarbankinn 143 kr. Skagstrendingurhf, 182 kr. Verslunarbankinn 126 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 160 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Hraður akstur veldur oft alvarlegum slysum UMFERÐAR RÁÐ DV Verð á eriendum mörkuðum Bensín og olía Verð í Rotterdam, fob., 17. nóv. Bensín, venjul..161,50$ tonnið eða um......4,57 ísl. kr. lítrinn Bensín, súper...180,50$ tonnið eða um......5,07 ísl. kr. lítrinn Gasolía.........159,50$ tonnið eða um......5,04 ísl. kr. tonnið Hráolía Verð í Rotterdam, fob., 17. nóv. Um........17,80 doliarar tunnan eða um.......662 ísl. kr. tunnan Gull Verð í London 18. nóv. Um..........464 dollarar únsan eða um......17.261 ísl. kr. únsan Ál Verð á áli í London 17. nóv. Um....975 sterhngspund tonnið eöa um.....63.960 ísl. kr. tonnið Ull Verð í Sidney, Ástralíu Um................890 cent kílóið eða um............331 ísl. kr. kílóið Bómull Verð á bómull í New York Um...............69 cent pundið eða um..........56 ísl. kr. kílóið Hrásykur Verð i London Um..............191 dollar tonnið eða um.......7.105 ísl. kr. tonnið Sojamjöl Verð í Chicago Um..........202 dollarar tonnið eða um......7.514 ísl. kr. tonnið Um............116 cent pundið eöa um......2,55 dollarar kílóið eða um..........95 ísl. kr. kílóið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.