Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987. Erlendir fréttaritarar Watson stoltastur af aðgerðunum á íslandi Gisli Guðmundsson, DV, Ontaiio: Hundraö sextíu og níu íslending- ar hafa gengið í Sea Shepherd samtökin frá því aö þau sökktu hvalveiðibátunum í fyrra. Þetta kom fram á fyrirlestri sem Paul Watson, stofnandi og formaður samtakanna, hélt í Kanada í síð- ustu viku. í augum Kanadamanna er Wat- son hugsjónamaður, náttúru- verndarsinni sem framkvæmir það sem hann trúir á, hvort sem það er rétt eða rangt. Leikur hann það hlutverk sitt af sannfæringu. í aug- um íslendinga og annarra, sem orðið hafa fyrir aðgerðum samtaka hans, er Watson hryðjuverkamað- ur. Um þá ásökun sagði Watson und- ir dynjandi lófaklappi frá fólkinu sem hlýddi á fyrirlesturinn: „Ef ég þarf að vera hryðjuverkamaður til að bjarga skepnum jarðarinnar frá útrýmingu þá er ég hryðjuverka- maður." Watson lýsti meðal annars ein- staka aðgerðum sem samtök hans höíðu framkvæmt frá stofnun og hann lýsti því yfir að stoltastur væri hann af aðgerðum sínum á íslandi. Sagði hann að íslensk yílr- völd hefðu hótað að kæra hann vegna aðgerðanna en þrátt fyrir að ár væri liðið frá atburðinum hefði hann enn ekki verið kærður. „Hvað vilja þessir menn eiginlega að ég geri? Fari til íslands, setjist við dyr þeirra og segi: Hæ, hér er ég? Munið þið eftir mér? Gerið það nú fyrir mig að kæra mig.“ Þetta vakti almennan hlátur og jókst hann er Watson bætti við að hann héldi að íslendingar skömm- uðust sín vegna þessa atburðar. Kvaðst hann vera þeirrar skoðunar að íslendingar vildu ekki auglýsa hann meira en þörf væri á. Auðvelt var að hrífast af ákafa Paul Watsons við að bjarga heimin- um og heillandi að hlusta á hann hvernig hann iagði líf sitt í hættu til að sanna að drápshákarlar væru ekki ofbeldishneigðir. Hann skýrði einnig frá því hvernig hann lét stöðva skip sitt, er hann var á flótta undan strandgæslunni, til að keyra ekki niður risaskjaldböku. Paul Watson lýsti sér sem hetju og var auðvelt að trúa því af ræðu hans. Hann sagði samtök sín reyna af öllum mætti að gera sig sjálf ónauð- synleg. „Þegar maðurinn hefur lært að náttúran getur ekki enda- laust gefið af sér þá hættum við. Það er ekki okkar takmark að stöðva veiðar fullkomlega. Það er okkar takmark að maðurinn taki frá náttúrunni aðeins það sem hann þarf á að halda í því magni sem stofnar ekki neinni tegund í útrýmingarhættu. “ Paul Watson, formaður Sea Shep- herd samtakanna, segist enn ekki hafa verið kærður í kjölfar þess að menn hans sökktu hvalveiði- bátum á íslandi i fyrra. Eftir því sem leið á fyrirlesturinn fór Watson að lýsa sér sem verði hins góða gegn öllu hinu illa í heim- inum. Laila, frægasta vændiskona Sviþjóðar, segist ekkert hafa upp úr vændinu lengur og því geti hún ekki greitt skatta. Vændiskona ræður ekki við skattana Guimlaugur A. Jónsson, DV, Lundi: „Viðskiptavinirnir eru orðnir svo hræddir við eyðni aö ég þéna orðið næstum ekki neitt. Þess vegna hef ég ekki ráð á að borga skuld mína við bæjarfélagið. Nú eru það ekki bara skattayfirvöld sem reyna að hagnast á starfi mínu beldur einnig Malmöborg,“ segir Laila, frægasta vændiskona Svíþjóðar. Laila komst fyrst í sviðsljósið árið 1982. Þá féll dómur sem kvað á um að vændi skyldi skattlagt sem hver önnur atvinnugrein. Laila gaf þá upp tekjur sínar af vændinu en skatta- yfirvöld töldu að hún hefði ekki gefið upp nema hluta af tekjum sínum. Voru henni áætlaðar tekjur fyrir árin 1981-1983 og hafði það í fór með sér að hún skuldaði skyndilega sem svarar 1,3 milljónum íslenskra króna í skatta. Laila kærði skattaálögumar og vakti mál hennar gífurlega at- hygli. Tókst henni að fá skattana lækkaða en enn skuldar hún þó um 840 þúsund í skatta. Á dögunum fékk svo Laila kröfu frá Malmöborg um endurgreiðslu á húsaleigustyrk sem hún hafði ekki átt rétt á þar sem hún hafði gefið upp of litlar tekjur. „Malmö fær ekki krónu frá mér. Ég hef enga peninga til að borga með. Ég reyni þó að stunda vændið áfram en viðskipta- vinirnir eru hræddir og það er ekkert upp úr þessu að hafa lengur. Skatta- yfirvöld, og nú einnig Malmöborg, ætla greinilega að koma í veg fyrir að ég geti hætt aö starfa sem vændis- kona,“ segir Laila sem komin er fast að fimmtugu. Þýskt eðalvín á eina ■ ■■■ * milljon Ásgeir Eggertsson, DV, Múnehen: Fimmtíu og þrjú þúsund mörk eöa ein milljón og tvö hundruð þúsund krónur. Fyrsta, annað og þriöja. Þótt fólki blöskri stundum hátt áfengisverð í vínfangaverslun- um á íslandi eru þeir til úti í hinum stóra heimi sem gjarnan reiöa svo sem eina milljón af hendi ef í boði er ein flaska af þýsku eöalvíni frá árinu 1735, nánar tiltekið getjað úr Riesling-þrúgum. Eins og nærri má geta er þetta hæsta verö sem nokkum tíma hefur fengist fyrir jafnfáa þýska dropa. Um síðustu helgi söfnuðust um eitt þúsund vínunnendur saman í klaustrinu Eberbach í Rínarhéraði er aöalsmaðurinn og riddarinn Eberhard von Oetinger hélt uppboð á sjötíu og átta mismunandi vínteg- undum. Sérfræðingar á sviði vínmenningarinnar sögðu eftir uppboðið að veröið, sem boðið var, hefði jafnast við brjálun. Slík var græðgi fólks að fyrsta boð var allt að fjögur hundruð prósentum hærra en lágmarksverð. Svo var einnig um vín sem við- vaningar sjá að em tiltölulega ný af nálinni eða frá árinu 1971. Fjögur þúsund krónur var hæst boðið í Riesling-vín frá árinu 1961. Og Riesling-vín árgerð 1933 seldist á hundrað og sautján þúsund krón- ur. Er komið var aö tvö hundruö fimmtíu og tveggja ára gömlu fiösk- unni fór kliður um salinn því þegar öllu er á botninn hvolft var þetta elsta drykkjarhæfa þýska hvítvíniö sem til er og f ofanálag eitt fyrsta vínið sem fyllt var á flösku. Þetta dýrmæta vin er sagt vera koraið frá greifanum Schönbom-Wiesentheid og ef einhver hefur áhuga má bæta því viö að tvær flöskur í viðbót leynast í kjallara greifans. Og hver ætli sé núverandi eigandi flöskunnar? Harald Apfelbaum heitir hann og er fimmtíu og eins árs kjötkaupmaður í Kanada. Hann sagðist hafa getað greitt rúmlega tvær miHjónir króna fyrir flösk- una. Og hvað hefur kaupmaöurinn hugsað sér að gera við vínið? Fyrst ætlar hann að geyma það í eitt ár í kjallara sínum og í góðu yfirlæti hyggst hann taka pínulítinn sopa af því. Ef fólk býsnast yfir þessu verði má geta þess að meira er borgað fyrir franskt rauðvín og hvitvín. Rauðvin frá árinu 1787 seldist til dæmis fyrir nokkru á níu milljónir króna. Mæla með eyðniprófi Gisli Guðmundsson, DV, Orvtario: Þrátt fyrir augljósa ókosti þá tel- ur heilbrigðisráðherra Kanada að enn sé möguleiki á því að hægt sé að eyðniprófa alla innflytjendur sem koma til landsins. í trúnaðarskjali, sem heilbrigðis- ráðherra hefur undir höndum, en sem enn hefur ekki farið til ríkis- stjómarinnar, er mælt með ,því að alhr innflytjendur verði skyldaðir til að gangast undir eyðnipróf. Undanfarið hefur verið mikill þrýstingur frá almenningi þess efn- is að stjómvöld geri eitthvað til að hindra eða minnka útbreiðslu þessa sjúkdóms. Hvað eigi að gera eru menn aftur á móti ekki sam- mála um. Ónæmisfræðingar segja aö það sé lítið vit í að eyðniprófa alla inn- flytjendur. Benda þeir á að það séu ekki nema um hundrað þúsund innflytjendur á móti sextíu og fimm milljónum ferðamanna sem koma til landsins á hveiju ári. Sem stend- ur er hluti innflytjenda til Kanada eyðniprófaður af hérlendum yfir- völdum og er þeim sem reynast smitaðir ekki hleypt inn í landið. Ónæmisfræðingar segja aö nær væri að leggja meiri áherslu á al- menningsfræðslu þar sem eyðni sé þegar komin til Kanada. Sam- kvæmt tölum frá 9. nóvember hafa 1.354 Kanadabúar fengið lokastig eyðni. Af þeim hafa 703 látist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.