Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987. Dægradvöl Pílukast eða „dart“ er nýog Irtt þekkt íþróttagrein á íslandi: Er vinsælla en bæði knattspyma og ballskák í Englandi Flestir hafa einhvern tíma kastaö pílu í spjald og margir hafa jafnvel hitt spjaldið. Að fordæmi Hróa hattar hafa íslendingar reynt að hitta sem næst miðju spjaldsins og lítið velt fyrir sér reglum og hefð- um að öðru leyti. Píluspil hafa verið vinsælar gjafir til unglinga og stálpaðra krakka. Krakkarnir hafa gatað spjaldið og harðviðarhurðina sem það hefur verið hengt upp á í nokkra daga eða vikur en síðan hefur spjaldið verið tekið niður og því ásamt píl- unum veriö komið fyrir í geymslu- hirslum heimihsins eöa ruslaíot- um. Fæstir hafa gert sér grein fyrir þvi að pílukast er flókin íþrótt eða leikur og flrnavinsæl. Milljónir manna um allan heim iðka pílu- kast, í íþróttinni er fjöldi atvinnu- manna og þeir sem skara fram úr eru með best launuðu íþrótta- mönnum heims og er þá langt til jafnað. Pílukast er feikivinsælt sjónvarpsefni og í Bretlandi, sem er höfuðvígi pílukastsíþróttarinn- ar, er hún vinsælla sjónvarpsefni en bæði knattspyrna og ballskák (biljarð). Þegar helstu pílukasts- keppnimar í Bretlandi, heims- meistarakeppnin og British Open, fara fram horfa milljónir manna á beina útsendingu frá mótunum þó útsendingarnar standi jafnvel yfir í sextán klukkutíma samfleytt. í pílukasti reynir mjög á ná- kvæmni, útsjónarsemi og reikni- kunnáttu, stöðugar æfingar og síðast en ekki síst stáltaugar. At- vinnumenn í íþróttinni æfa á hveijum degi þetta 4-6 klukkutíma og er lögð mikil áhersla á góðan stíl; að kastsveiflan sé söm og jöfn. Vinsældir íþróttarinnar eru þó kannski ekki síst í bjórkrám í Eng- landi en þar sötra menn bjór jafnhliða því sem þeir kasta. Þó er vissara að ofnota ekki veigarnar því minnsta ónákvæmni getur kostað sigur í spennandi leik. Pílukast á íslandi er mjög ung íþróttagrein en aðeins eru liðin um tvö ár frá stofnun íslenska pílu- kastsfélagsins. En þróunin hefur verið mjög ör hér á landi og bestu pílukastaramir okkar gætu velgt atvinnumönnunum verulega undir uggum. Því til sönnunar er ágætur árangur íslendinga á þeim fáu al- þjóðlegu mótum sem þeir hafa tekið þátt í. Þá er áhugi almennings á íþróttinni sérlega ört vaxandi enda er hér um leik að ræða sem auðvelt er að stunda í heimahúsum eða í dauðum tímum í vinnunni og er reyndar vinsæll vinnustaðaleik- ur um allan heim. Þá er þetta ódýr íþrótt sem ekki útheimtir mikla og sérhæfða aðstöðu. Til stuðnings þeirri staðhæfingu að áhugi á pílukasti fari vaxandi má miimast Islandsmótsins í grein- inni. Áhugi fjölmiðlanna hefur aldrei verið meiri né umfjöllun plássfrekari í sjónvarpi. Það er líka mikill hugur í pílukastsmönnum sem gera ráð fyrir mikilli út- breiöslu íþróttarinnar hér á landi á næstu árum. -ATA Þægileg og ódýr íþrótt segir fyrsti íslandsmeistarinn í pílukasti „Ahuginn á pílukasti er almennt að aukast enda er þetta þægileg og ódýr íþrótt. Það er auðvelt að grípa í piíumar þegar rólegt er heima eða í vinnunni og spjald og pílur kosta ekki mikið,“ sagði Ægir Ágústsson, lögregluvarðstjóri í Grindavík. Hann varð fyrsti íslandsmeistarinn í pílukasti í fyrra og hélt titlinum í öðru íslandsmótinu sem lauk um helgina. „Pílukast er mikið iökað innan lögreglunnar. Við erum með sveit héma í Grindavík sem tekur viku- lega þátt í keppni uppi á Keflavík- urflugvelli þar sem mætast sveitir okkar, íslensku lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli, lögreglunnar í Keflavík, Reykjavík, Rannsóknar- lögreglunnar, lögreglu bandaríska hersins og fleiri sveitir. Þarna fáum við góða æfingu og keppnisreynslu fyrir utan nú hvað þetta er gaman. ‘ ‘ Ægir segist hafa iðkað pílukast í þrjú ár og hafi hann byijað að æfa þegar til stóð að lið frá lögreglunni tæki þátt í keppni á Keflavíkurflug- velli. „Mig langaði til að taka þátt í keppninni og þar sem við erum ekki margir í lögreglunni hér í Grindavík fór ég að æfa til að kom- ast í liðið. Ég hafði óskaplega gaman af þessu og hóf reglubundn- ar æfmgar. Ég æfi mest á lögreglu- stöðinni þegar rólegt er á vöktunum, eins og til dæmis á næturvöktum. Ég hef þó ekki æft eins vel og fyrir íslandsmótiö í fyrra og er því ekki í jafngóðu formi en síðustu vikurnar hef ég þó æft mjög vel.“ Ægir sagði að æfingin væri höf- uðatriðið í pílukasti enda æfðu atviimumenn upp í sex tíma á dag. Þá væri nauðsynlegt að taugarnar væra í góöu lagi. „Þetta er taugaíþrótt. í hita leiks- ins verður spennan gífurleg og því er nauðsynlegt að vera rólegur, annars getur illa farið. Þaö er kannski ástæðan tíl þess að margir erlendir pílukastarar drekka bjór meðan á keppni stendur. Með því róa þeir taugarnar. Fari þeir hins vegar að flnna á sér af bjórnum er einbeitingin farin og um leið leik- urinn.“ Ægir sagðist mæla eindregið með pílukasti því íþróttin þroskaði ekki einungis einbeitingarhæfileika og taugar heldur einnig hugsun og reiknikunnáttu. Leikurinn sem keppt er í er yfirleitt kallaður 501. Keppendur byija með þá tölu og kasta sig síðan niður, ef svo má að orði komast. Þegar þeir enda þurfa þeir að vera með nákvæmlega núll stig og tekur það oft á taugamar að hala inn síðustu stigin. „Við höfum verið að kynna pílu- kast víðs vegar um landið. í Borgarfirði kynntum við íþróttina til dæmis í einum skóla og eftir að hafa fylgst með okkur sagði skóla- stjórinn að pílukastkeppni ætti að vera í hveijum stærðfræðitíma því í pílukastinu þyrfti að beita hag- nýtri stærðfræðikunnáttu. Ég vona bara að pílukastsáhug- inn blási út hér á landi eins og alls staðar annars staðar og ég er í rauninni ekki í vafa um að svo verður, maður finnur áhugann allt í kringum sig,“ sagði Ægir. -ATA fyrir undankeppni íslandsmótsins í pilukasti en undankeppnin fór fram í veitingahúsinu Evrópu. Ægir bar sigur úr býtum í úrslitakeppni íslands- mótsins sem fram fór á Stöð 2 um helgina. DV-mynd KAE Misskilningur að diykkja þurfi að fyigja pflukasti - seglr Pétur Hauksson sem er með pfludelluna „Það má segja að ég hafi byrjað aö æfa pílukast í janúar síðasthðnum. Þá fékk ég líka ótrúlega mikinn áhuga og hef verið á fullu síðan,“ sagði Pétur Hauksson, ungur Grind- víkingur og efnilegur pílukastari, sem starfar sem hlaðmaður hjá Flug- leiðum á Keflavíkurflugvelli. „Ég greip reyndar aðeins í pílu í fyrrasumar en hafði ekkert gaman af því þá en eftir að ég fékk delluna í janúar hef ég reynt aö æfa á hverj- um degi. Ég get æft mig á dauðum tímum í vinnunni og svo er ég með spjald heima og kasta oft þar, til dæmis á meðan aðrir em að horfa á sjónvarp. Ég er alger dellukarl. Þegar ég fæ áhuga á einhveiju stunda ég það af krafti. Nú er það pílukastið en áöur var það til dæmis skyttirí." Pétur þykir með allra efnilegustu pílukösturum landsins þótt hann hafi ekki stundað æfingar nema í rúmlega hálft ár. Frammistaða hans í mótum að undanfornu hefur sann- aö að hann gefur lítið eftir bestu erlendu píluköstumnum, jafnvel at- vinnumönnum í íþróttinni. „Við emm meö nokkra mjög fram- bærilega pílukastara hér á landi en okkur skortir keppnisreynslu. Þegar út í stórkeppni er komið vegur reynslan og gott jafnvægi þungt. Þetta stendur allt til bóta og við ætl- um að reyna að taka þátt í eins mörgum stórmótum og fjárhagurinn leyfir.“ POukast er mikið stundað á krám erlendis og var Pétur spurður að því hvort íþróttinni fylgdi mikil drykkja. „Þegar við tókum þátt í heims- meistaramóti flugfélaga í pílukasti nýlega spurðu írsku þátttakendurnir okkur hvemig hægt væri að stunda pílukast á íslandi þar sem bjór væri bannvara. Það er rétt að víða erlend- is drekka margir pílukastarar tölu- vert af bjór en þeir sem taka íþróttina alvarlega og keppa í henni drekka mjög takmarkað magn, rétt svona til að slaka á taugunum. En menn mega alls ekki fmna á sér því þá hverfur Pétur Hauksson er einn efnilegasti pílukastari landsins þótt hann hafi aðeins æft iþróttina í rúmlega hálft ár. DV-mynd KAE einbeitingin og nákvæmnin sem er aðalatriðið í pílukasti ásamt mikilli æfingu, góðum taugum og útsjónar- semi. Það er algér misskilningur aö drykkja þuríí að fylgja pílukasti. Það orð fer bara af íþróttinni vegna þess að pílukast er vinsælt tómstunda- gaman á krám erlendis. Ég held að það hafi hjálpað íslenskum píluköst- urum mikið að þeir eru ekki að sulla í bjór og víni á meðan þeir eru aö keppa.“ -ATA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.