Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Síða 21
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987. 21 Dægradvöl „Ég leik sjálfur ekki oft, til þess er of mikið að gera í stjórnunarstörfum. Menn gera áér enga grein fyrir því hvað það er erfltt að koma upp nýrri íþróttagrein hér á landi. Við höfum verið að spá í að ganga 1ÍSÍ en sem stendur sjáum við ekki fram á aö þaö hjálpi íþróttinni mikið. Svo er erfitt að koma fréttum og upplýsingum af pílukasti til skila á íþróttasíðum blaðanna en sjónvarpsstöðvarnar hafa tekið mun betur við sér,“ sagði Óðinn Helgi Jónsson, formaður ís- lenska pílukastsfélagsins. „Menn hafa verið að kasta pílum árum saman hér á landi, aðallega böm og unglingar, en þá yfirleitt ekki farið eftir neinum viðurkennd- um reglum og pflukastið fremur verið stundað sem afþreying en íþrótt. Það var ekki fyrr en með stofnun félagsins árið 1985 að farið var að keppa i pflukasti þannig að íþróttin er mjög ung hér á landi.“ Óðinn sagði að iðkendur pflukasts væru ekki alls kostar ánægðir með orðið „pflukast". Á erlendum málum væri þetta ætíð kallað „dart“ og ís- lenskufræðingar hefðu lent í erfið- leikum með að finna þjált og þægilegt nafn. Svo lengi sem það fyndist ekki yrði að notast við „pílukast“ eöa „pílu“. „Pflukast á geysilega mikla framtíð fyrir sér. Þetta er ódýr íþrótt sem hægt er að leika hvar sem er þvi hún krefst engrar sérstakrar aðstöðu nema þá kannski góðrar lýsingar. Við höfum líka orðið varir við sívax- andi áhuga almennings á íþróttinni og í fjölda sveitarfélaga hafa verið stofnaðir klúbbar. Þetta er einnig með allra vinsælustu iþróttum víða erlendis og er til að mynda vinsæl- asta sjónvarpsefnið sem boðið er upp á í Bretlandi, slær knattspymunni og ballskák algerlega við. Pflukastsáhuginn barst með bandarískum hermönnum á Kefla- víkurflugvelli og tók sér fyrst ból- Oðinn Helgi Jónsson, formaður Islenska pílukastsfélagsins, hefur sleppt hendinni af pilu sem er á leið í þrefaldan tuttugu. festu á Suðumesjum. En áhuginn hefur breiðst hratt út og nú eru á annað hundrað keppnismenn í íþróttinni um allt land, fyrir utan alla þá sem dunda við þetta í heima- húsum án þess að keppa.“ Óðinn sagði að íslenskir pílukast- arar hefðu í fyrsta sinn tekið þátt í sterku móti erlendis um áramótin síðustu. Þá fóm tveir keppendur á „British Open“ sem er eitt fjölmenn- asta pílukastsmót sem haldið er í heiminum. „Miðað við reynsluleysi okkar manna gekk þeim mjög vel og ætlun- DV-mynd KAE in er að senda 3-5 keppendur á þetta legu móti hér á landi á næsta ári og inn verður að ráða hvort úr því getur mót nú um áramótin. Svo er stóri fá til keppni einhverja af fremstu orðið,“ sagði Óðinn Helgi Jónsson. draumurinn að standa fyrir alþjóð- pílukösturum heims. En fjárhagur- -ATA Undirstöðureglur í pðukastskeppni Á flestum pfluspjöldum eru tvær ólíkar hliöar, önnur með skot- marki, líkt þvi sem notað er í skot- og bogfimi, og á hinni hhðinni skot- mark meö reitum merktum frá 1-20. Þessi hlið er ævinlega notuð í keppni og þegar spilaðir eru leikir eins og 501. í 501 byrja menn með 501 stig og eiga síðan að telja sig niður í slétt núll. Fyrir að hitta í reit merktan 1 fær maður eitt stig, fyrir að hitta í reit merktan 20 fær maöur tuttugu stig. Með því að hitta í ferhyrning- inn yst á reitnum tvöfaldast talan og ef hitt er í ferhyrninginn í miðj- um reitnum þrefaldast talan. Hæst er því hægt að fá 60 með einni pílu. Hitti maður í rauða reitinn á miðju spjaldsins fær maöur 50 en 25 fyrir að hitta í svörtu ræmuna umhverf- is miödepilinn. Sá sem fyrst nær sléttu núlh sigrar f keppninni. Fari keppandi niður fyrir núll er hann talinn sprunginn, síðasta kast hans er ógilt og í næstu atrennu hefur hann sömu tölu og áður. Eitt það erfiöasta viö 501 er aö leiknum verður að ljúka með því að keppandi hitti í tvöfaldan reit, það er ysta ferhyrainginn á spjald- inu. Eigi hann til dæmis eftir 20 þarf hann að hittai tvöfalda tiu til að „fá útgang“ eins og það er kall- að. Þar með er leiknum lokið. Keppendur kasta þremur pflum í hverri lotu og er því hæsti mögu- legi stigaljöldi í einni atrennu lSO (þrjár pílur í þrefaldan 20). Til gam- ans má geta þess að samkvæmt alþjóðareglum skal miöja pílu- borðsins vera 173 sentímetra frá gólflleti og fjarlægð keppenda frá borðinu 237 sentlmetrar. -ATA & KULULJOS Kr. 1.386,- Kr. 2.223,- Kr. 4.302,- 15 cm, kr. 882,- 20 cm, kr. 1.125,- 25 cm, kr. 1.602,- KORT Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600 Rafdeild, 2. haeð. Beinn simi 62-27-32 - segir Óðinn Helgi Jónsson, formaður íslenska pílukastsfélagsins Stefnum að því að halda alþjóðlegt mót á næsta ári

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.