Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Síða 26
26
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987.
Iþróttir
Danir
töpuðu
- í undankeppni OL
Haukur Hauksson, DV, Danmórku:
Danska ólympíuliðið í knatt-
spyrnu, sem stóð meö pálmann í
höndunum að komast í úrslita-
keppnina í Seoul, tapaöi óvænt
fyrir Vestur-Þjóðverjum, 0-1, í
, Arósum í gærkvöldi. Ósigurinn
gerir þaö að verkum aö nú eiga
Þjóðveijarnir mestu möguleika
að komast áfram en ennþá eru
nokkrir leikir eftir í riölinum svo
allt getur gerst.
22 þúsimd áhorfendur fylgdust
með leiknum sem var mjög vel
leikinn en að sama skapi mjög
grófur og þá sérstaklega undir
lok leiksins þegar leikmönnum
fór að hitna í hamsi. Danir sýndu
framan af írábæra knattspyrnu
enþýska vörnin varðist vel. Þjóð-
verjar komust síðan smám
saman meirainn í leikinn. Staöan
í hálfleik var 0-0.
Þegar fimmtán mínútur voru
liðnar af síðari hálfleik skoraði
Wolfram Wuttke frá Kaiserslaut-
em fyrir Þjóðveija sem reyndist
vera sigurmark leiksins. Danska
liðið sótti samt sem áður án af-
láts eftir markið en allt kom fyrir
ekki.
Danir voru með unninn riöil
fyrir hálfum mánuði en sigur-
leikur þeirra gegn Pólverjum var
dæmdur tapaður eftir að kom í
Ijós að Danir notuðu ólöglegan
leikmann í leiknum, Per Fri-
mann.
. • Danir og Vestur-Þjóðveijar
eru efstir í riðlinum með 6 stig
en Danir hafa leikið einum leik
meira eða fimm leiki. Þessar tvær
þjóðir eru þær einu sem raun-
hæfa möguleika eiga að komast
áfram í keppninni.
• OL-lið Itala og A-Þjóðverja
léku í Róm í gærkvöldi og varð
jafntefli, 1-1. Doll skoraði mark
Þjóðverja á 7. mínútu en Pacione
jafnaöi á 13. mínútu. A-Þjóðverjar
eru efstir með 7 stig eftir 6 leiki
en ítalir koma næstir með 6 stig
eftir 4 leiki.
• Tveir OL-leikir að auki fóru
fram í gærkvcldi. írar sigruðu
Frakka, 3-0, og Spánverjar sigr-
uöu Ungverja, 1-0. -JKS
Jafntefli í
Búdapest
Sigurður Bjömsson, DV, Þýskalandi:
Ungveijaland og Vestur-Þýska-
land gerðu jafntefli í vináttuleik
í knattspymu í Búdapest í gær-
kvöldi. Ekkert mark var skorað
og leikurinn heldur daufúr. Þjóð-
vetjar réðu gangi leiksins í fyrri
hálfleik og þá átti Lothar Matthe-
aus skot í stöng. Það var það
næsta sem leikmenn komust að
skora í leiknum. i síðari hálf-
leiknum höfðu Ungveijar undir-
tökin en sköpuðu sér ekki færi.
Eike Immel, landsliðsmarkvörð-
ur hjá Stuttgart, þurfti varla aö
veija skot í leiknum. -hsím
• Emilio Butragueno, i dökkri peysu, sést hér kljást um knöttinn við einn leikmanna albanska liðsins. Spánverjar
höfðu mikla yfirburði og sigruðu með 5 mörkum gegn engu. Símamynd/Reuter
Spánn hlaut sjö-
unda EM-sætið
- sigraði Albaníu 5-0 í Sevilla
Spánn varð í gær sjöunda þjóðin til
að tryggja sér sæti í úrslitum Evr-
ópukeppninnar í knattspyrnu í
Vestur-Þýskalandi næsta sumar.
Spánn sigraði þá Albaníu, 5-0, í 1.
riðli á sigurvelli sínum í Sevilla en á
sama tíma gerðu Austurríki og Rúm-
enía jafnteíli, 0-0, í sama riðli. Það
þýddi að Spánverjar komust upp fyr-
ir Rúmeníu í riðlinum. Hlutu 10 stig
en Rúmenar 9 en með sigri í Vínar-
borg hefðu Rúmenar komist í úrslit.
Með betra markahlutfall en Spánn.
Úrslit hafa nú fengist í öllum riðl-
unum nema einum, þeim fimmta.
Þar eiga Grikkland og Holland eftir
að leika í Aþenu og þurfa Hollending-
ar stig úr leiknum til að komast í
úrslit. Auk Spánveija og gestgjaf-
anna, Vestur-Þjóðverja, leika ítalir,
Sovétmenn, Englendingar, Danir og
írar í úrslitum.
í Sevilla í gær náðu Spánverjar
strax yfirhöndinni gegn Albaníu.
Jose Bakero skoraði fyrsta mark
leiksins á fimmtu mín., bætti tveim-
ur öðrum við á 31. og 74. mín. Hin
tvö mörkin skoruðu Michael Gonza-
les úr vítaspyrnu á 36. mín. og
Francisco Lorente á 67. mín. Þetta
var 50. landsleikur Spánverja undir
stjórn Miguel Munoz, sem Tony
Knapp rak eitt sinn af Laugardals-
velli þegar hann ætlaði að fylgjast
með landsliðsæfmgu hjá íslending-
um. í leiknum í Vínarborg sóttu
Rúmenar mjög en tókst ekki aö
brjóta sterka vörn heimamanna á
bak aftur. Klaus Lindenberger átti
einnig snjallan' leik í austurríska
markinu.
-hsím
FIRMA- OG
FÉLAGSHÓPAKEPPNI
í innanhússknattspyrnu verður haldin í Breiðholts-
skóla dagana 21., 22., 28. og 29. nóv. Þátttaka
tilkynnist í síma 75013 eftir kl. 13 í síðasta lagi 19.
nóv.
Þátttökugjald kr. 5.000,-
• Lekbelo, markvörður Albana, sýnir hér mikil tilþrif i leik Albana og Spán-
verja í gærkvöldi. Simamynd/Reuter
Megson
rekinn
af velli
en samt
sigraði
Sheff. Wed.
- Man. Utd í basli
Sheffield Wed. tryggði sér sæti
í átta liða úrslitum enska deilda^
bikarsins í gærkvöldi þegar liðið
sigraði Aston Villa, 2-1, á Villa
Park í Birmingham. Óvænt það
því að á 37. mín. var Gary Megson
rekinn af velli og leikmenn Shelf.
Wed. því einum færri það sem
eftir liföi leiks. Lee Chapman og
Cohn West skoruðu mörk hösins.
Man. Utd lenti í bash með 3.
deildar lið Bury og þó var leikið
á Old Trafford, ekki í Bury eins
og vera átti samkvæmt drættin-
um. Jamie Hoyland náöi forustu
fyrir Bury á 52. min. Bryan Rob-
son, fyrirhði United, sem leikið
liafði sem miövöröur, var þá
færður fram í sína venjulegu
stööu á miöjunni. Það gaf strax
árangur og United jafnaöi. Nor-
man Whiteside skallaöi í mark
eftir fyrirgjöf Gordon Strachan.
Þaö var á 54. mín. og á 58. mín.
skoraði Brian McClair sigur-
markið. Robson fékk sendingu
frá Strachan, lék á Simon Fam-
worth, markvörö Bury, áður en
hann sendi knöttinn á McClair
og eftirleikurinn var auöveldur.
Oxford hélt meti sínu í deilda-
bikarnum. Sigraði Wimbledon,
2-1, og hefur aldrei tapað leik í
keppninni á litla Óðalsvelhnum.
Dean Sauders skoraði fyrsta
mark leiksins snemma leiks en
Alan Cork jafnaði. Eftir mistök
Brian Gayle skoraði Les Phillips
sigurmark Oxford á 75. mín.
I fjórða leiknum í keppninni í
gær gerðu Reading og Bradford
jafntefli, (W), og verða því að leika
á ný í Bradford.
Tveir leikir voru í skosku úr-
valsdeildinni í gærkvöld. Hearts
sigraði Dundee Utd., 3-0, í
Dundee og Hibernian og Morton
gerðu jafntefh', 0-0. -hsím
Bikarsigur
Anderlecht á
3. deildar liði
Kristján Bemburg, Belgíu:
Anderlecht sigraði 3. deildar hð
Jong Lede, 2-0, á útivelli í 16 liöa
úrslitum; belgísku bikarkeppn-
innar í gærkvöldi. Belgíski
landsliðsbakvörðurinn Grun
skoraði bæði mörkín í fyrri hálf-
leik í heldur slökum leik. Amór
Guðjohnsen lék með Anderlecht.
Þetta var fýxri leikur hðanna, síö-
ari leikirnir í 16 liða úrshtum
verða 16. desember.
Önnur úrslit urðu þau að
Standard vann Harelbeke, 2-1,
FC Brugge tapaöi óvænt á heima-
vehi fyrir Mechelen, 1-2. Sama
má segja um úrshtin í leik St.
Tuiden og Eeklo, 1-2. Þá vann
Lierse Berschot, 2-1. Jafntefli
gerðu Esden-Charleroi, 2-2,
Kortrijk-Seraing, 1-1, og FC Li-
ege-Beveren, 0-0. -hsím
j ÞJálfiari Wintevslag var rekinn
Kristján Bemburg, Bekjíu:
Þjálfari Winterslag, Briganti, var
rekinn frá félaginu í gær og mun
aðstoðarþjálfarinn sjá um hðið þar
tll nýr þjálfari hefur verið ráðinn.
Ekki er gott að segja hvaða áhrif
þetta hefur fyrir Guðmund Torfa-
I
son hjá félaginu en það kemur í ljós I
næstu daga. Briganti var honum 1
alltaf hliðhollur. |
i