Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Síða 36
36 Meiming FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987. ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI KVÖLDVAKTIR - BÝTIBÚR Óskum eftir starfsmanni á kvöldvaktir í býtibúr. Vinnutími frá kl. 16.30-21.00. Unnið er í 7 daga í senn og frí í 7 daga. Upplýsingar gefur ræstingar- stjóri í síma 19600-259 frá kl. 10-14 daglega. Reykjavík 18. nóv. 1987. Kjararannsóknanefnd opinberra starfsmanna óskar eftir að ráða mann til starfa fyrir nefndina. Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun eða reynslu á sviði hagfræði, viðskiptafræði, tölfræði eða talna- vinnslu. Um getur orðið aö ræða ráðningu í hlutastarf eða fullt starf. Umsóknarfrestur er til 24. nóvember nk. Umsóknum skal skilað til: Kjararannsóknanefnd opinberra starfsmanna b/t. fjármálaráðuneytið Arnarhvoli Reykjavík. / Hi \ w *'/fl s\^ TIL SÖLU ÞÖNGLABAKKI 6, REYKJAVÍK Kauptilboð óskast í byrjunarframkvæmdir ásamt lóð- arréttindum eignarhluta ríkissjóðs í fasteigninni Þönglabakka 6, Reykjavík. Sökklar hafa verið steypt- ir að um 800 fm grunni. Kaupandi er skuldbundinn á sama hátt og fyrri lóðar- hafar af öllum bygginga- og skipulagsskilmálum, sem um lóðina gilda, þar með talin þátttaka í sameig- inlegum framkvæmdum með öðrum lóðarhöfum í Mjódd. Skrifleg kauptilboð, er greini kaupverð og greiðslu- skilmála, berist skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykja- vík, fyrir kl. 11.30 f.h. fimmtudaginn 26. nóv. nk., en þá verða kauptilboð opnuð. IIMNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK _ n IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLÆNDS VÖRUÞRÓUN MARKAÐSSÓKN Á tímum harðnandi samkeppni er fátt mikilvægara í rekstri fyrirtæk- is en að koma fram með nýjar og endurbættar vörur á réttum tíma inn á markaðinn. Rekstrardeild ITl gengst fyrir námskeiði í vöruþróun. Markmiðið með námskeiðinu er að nemendur læri kerfisbundin vinnubrögð við vöruþróun - frá hugmynd til markaðar - til þess að koma í veg fyrir ónauðsynleg útgjöld. EFNI: Ferli til vöruþróunar. Mat á getu fyrirtækis til að standast samkeppni. Hvernig fá menn hugmyndir! Fjármögnun? STAÐUR: Holiday Inn. TÍMI: 23. til 25. nóv. kl. 8.30-12.00 alla dagana. Verð kr. 11.900. Veitingar og námsefni innifalið. 25% afsláttur fyrir fleiri en einn frá sama fyrirtæki. SKRÁNING: Sími 887000. ATH. takmarkaður fjöldi. ATH. Nýja bókin um vöruþróun innifalin. REKSTRART ÆKNIDEILD DV lifið er alls staðar Steinunn Eyjólfsdóttir Bókin utan vegar Bókrún, 1986 Bókin utan vegar, eins og segir í fyrsta ljóði hennar, er ekki hugsuð handa þeim sem ganga greitt um lífs- ins veg, glaðbeittir og athafnasamir, heldur er hún ætluð þeim sem dauð- inn hefur ýtt út af, hafna utan vegar. Sú er reynsla höfundar, Steinunnar Eyjólfsdóttur, sem hafnar samt ekki í dimmu tómi en hittir á hliðarveg ljóðsins þar sem líf og dauði ferðast saman og eiga hljóðar viðræður, sá vegur þar sem hin innri hugsýn ferð- ast frjáls. Móðir missir son sinn skyndilega og situr eftir í sárum. Hún rifjar upp horfnar samverustundir, hlýju þeirra og gleði, ærsl og tiltektir barns. En þrátt fyrir eftirsjá er það fremur lífið sem situr í höfundi en dauðinn. Og sonurinn, sem heitir Dagur, tengist birtu og lífsmagni sem áfram mun lýsa. Eins og ljós í stóru dimmu húsi eða viti á fjarlægri strönd lýsir sá dagur nú út í minning- una. Ljós, eitt af mörgum ljós ljósaflóð birta dagur. Var það þá ekki tilviljun nafnið þitt? En sorgin vekur að sönnu áleitnar spurningar og órósamar um líf og ekki líf. Lífið. Lífið. Allt ber það í sér. Öllu ööru er það dýrmætara. Öll bókasöfn og vísindaskrár heimsins eru eins og rusl af hlöðugólfi sem sópað er út til hænsnanna borið saman við eitt mannslíf. Steinunn Eyjólfsdóttir. Bókmenntir Berglind Gunnarsdóttir Það hefur jafnan verið hlutverk kvenna að hlúa að lífi og þeim er lík- lega ljósast hvað í húfi er. Þess vegna getur líf í bók virst lítilfjörlegt miðað við líf barns sem vex og deyr alltof fljótt en þó getur ein ljóðabók utan vegar verið ákveðin leið til að bera sorgina með reisn, jafnvel sættast við hana, og raunar hnígur hugsun höf- undar í þá átt. Manneskjunni er ofviða að stjórna lífi og dauða en hún er þess umkomin að snúa dauða í líf með ljóðum sínum. Og það kann að vera nokkur huggun. Ljóð Steinunnar tjá því ekki fyrst og fremst örvæntingu heldur hjart- sýni og einlæga trúarvon. í þeim leitast hún við að draga fram hið fagra og góða og barnslega í tilver- unni og blasir víða við ef menn vilja stjá. Það er einlægur og góður tónn í þessari bók en ekki hefði sakað að þétta ljóðin betur og skilja eftir meira rúm fyrir lesendur að fylla í. Að ytra útliti er Bókin utan vegar falleg og einnig prýða hana teikning- ar eftir Guðrúnu Svövu Svavars- dóttur. Fuglar og fiðrildi Sýning Rúnu Gísladóttur að Kjawalsstöðum Einu sinni settu skynsamar konur upp snúð þegar karlmenn voguðu sér að tala um kvennalist, þó svo að með því væru þeir engan veginn að lasta hstsköpun kvenna heldur einungis að velta fyrir sér tíðri notkun kvenna í listamannastétt á sérstakri tegund myndmáls og myndbyggingar. Síðan hættu konur að líta á hug- takið „kvennalist“‘sem hnjóðsyrði og hófu beinlínis að leggja áherslu á „kvenlegt“ myndmál sem hluta af herferð sem miðaði meðal ann- ars að því að auka sjálfstraust listakvenna. Ekki veit ég hvaða pól kvenna- fræðingar taka í hæðina í dag og vil ég þess vegna hætta á að lýsa því yfir að myndir Rúnu Gísladótt- ur, sem nú sýnir að Kjarvalsstöð- um, eru mjög í anda þeirrar listar sem áður var nefnd - já, og upp- nefnd - „kvennalist". í myndum hennar er nefnilega afskaplega mikið um fugla, fiörildi, liljur vallarins og annan gróður sem er út af fyrir sig í stakasta lagi nema hvað listakonunni er ekki lagið að bæta neinu við það sem áöur hefur verið sagt, ritað og mál- að um þessi fyrirbæri. Þau eru sem sagt orðin að nokk- urs konar klisjum þegar þau loksins eru komin á strigann hjá henni. Líkast til er ástæðan sú að lista- Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson konan hefur mun minni áhuga á fuglum og fiðrildum sem slíkum en því sem hún getur raðað utan um þau. Frumlög mynda Rúnu, hvort sem þau eru úr jurtaríkinu, steina- ríkinu eða dýraríkinu, eru beinlín- is að drukkna í alls kyns myndbyggingalegum effektum: þverstrikum og skástrikum, fern- ingum og þríhymingum sem ekki gefa neitt til kynna um markmið sín. Litabruðl eykur enn á ruglinginn í myndum Rúnu sem er raðað svo þétt og óskipulega í austursal Kjar- valsstaða að áhorfandinn kemur nánast sjóntruflaður út af sýníngu hennar. Listakonan hefur fil að bera hæfi- leika til listskreytinga, um þaö votta smámyndir hennar en í stærri myndum sínum þarf hún að taka sér tak, hreinsa burt allt ill- gresi og gera upp við sig hvað hún ætlar að segja. -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.