Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Qupperneq 38
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987.
58
Nýjar bækur
Svik í Sinkiang
eftir Adam Hall
Iöunn hefur geflð út bók eftir
spennusagnahöfundinn Adam Hall
og nefnist hún Svik í Sinkiang. Þetta
er saga um njósnir og gagnnjósnir
og atburðarásin er hröð og spenn-
andi frá upphaíi til enda.
Á baksíðu bókar segir svo: „Hver
er raunverulegur tilgangur hinnar
flóknu og hættulegu sendifarar sem
yfirmenn Quillers hafa sent hann í?
Mun hann komast lifandi á leiða-
renda - og ef honum tekst það, hvað
tekur þá við?“
Verð kr. 1288. Álfheiður Kjartans-
dóttir þýddi.
Max Frisch á íslensku
Út er komin hjá Bókaútgáfunni Erni
og Örlygi íslensk þýðing á skáldsög-
unni Homo faber eftir Max Frisch.
Max Frisch er fremsti rithöfundur
Svisslendinga á þessari öld og meðal
þekktustu skálda sem skrifa á þýska
tungu. Skáldverk hans hafa verið
þýdd á ótalörg tungumál og hefur
honum hlotnast mikil viðurkenning
úralþjóðavettvangi. Hann er til dæm-
is einn þeirra höfunda sem tilnetndir
voru til bókmenntaverðlauna Nóbels
1987.
íslendingar hafa til þessa einkum
þekkt Frisch sem leikritaskáld og þá
sérstaklega verkin Andorra og Bied-
ermann og brennuvargarnir.
Homo faber er nafngift sem vísar
annars vegar til aðalpersónu og
sögumanns bókarinnar, Walters
Fabre, en hins vegar til ákveðinnar
persónugerðar, „tæknimannsins" í
nútímasamfélagi, þeirrar manngerð-
ar sem telur sig vera æðsta stig
„homo sapiens."
Skáldsöguna þýddu Ástráður Ey-
steinsson og Eysteinn Þorvaldsson.
Þeir hafa jafnframt ritað ítarlegan
eftirmála með verkinu þar sem lýst
er höfundarferli Frisch. Verð kr.
<m ss irriWrj.[r0Tí[ijji^|i!].iijipnnwn8jiiflfln(ijijMinj,PaPfri^TWiwaBfTnimMawwM»
HOMO
FABER
r====^ SKÁlÐiAGA
FRISCH
1890.
Er þetta ást? eftir Liz Berry
Iðunn hefur gefið út nýja unglinga-
bók, Er þetta ást? eftir höfundinn Liz
Berry.
í bókarkynningu segir svo:
„Ótal stelpur dreymir um að kynn-
ast frægum rokkstjömum. En Cathy
er ekki í þeim hópi. Hún er sautján
L I Z B E R R y
ára og efnilegur listmálari. Rokk-
stjörnur skipta 'hana engu máli -
ekki fyrr en hún verður á vegi gítar-
leikarans fræga, Paul Devlin. Þetta
er óvenjuleg saga sem setur spurn-
ingamerki við hinn farsæla endi á
þeim ævintýrum sem margar ungar
stúlkur dreymir um. Jón Ásgeir Sig-
urðsson þýddi. Verð kr. 993.
HAMMOND
INNES
Skuldaskil
v • ioms/rjmiÁ
Skuldaskil
eftir Hammond Innes
Iðunn hefur gefið út nýja bók eftir
Hammond Innes. Nefnist hún
Skuldaskil og er hörkuspennandi
eins og fyrri bækur höfundar. í
kynningu forlagsins segir:
„Geoífrey Bailey hefur yfirgefiö
Hin sívinsæla og myndarlega jólagjafahandbók kemur út 3. desember nk.
Þeir auglýsendur sem áhuga hafa á að auglýsa í
JÓLAGJAFAHANDBÓKINNI
vinsamlegast hafi samband við auglýsingadeild
ÞverhoH 11 eða í síma 27022 kl. 9-17 virka daga sem fyrst.
í síðasta lagi fimmtudaginn 26. nóv. nk.
sjóherinn og vill hefja nýtt líf. Skipa-
félagið Strode & Co gerir honum
dularfullt tilboð þar sem frekari
frami er undir því kominn að hann
leiti uppi hinn svarta sauð fjölskyl-
dunnar, ævintýramanninn Peter
Strode, og snúi honum til heima-
haga. Bailey lætur slag standa og er
fyrr en varir staddur í hringiðu ófyr-
irsjáanlegra atburöa og átaka á
framandi slóðum."
Álfheiður Kjartansdóttir þýddi
bókina. Verð kr. 1338.
Saga vestrænnar tónlistar
ísafoldarprentsmiðja hf. hefur gefið
út bókina Saga vestrænnar tónlistar
eftir Christopher Headington í þýð-
ingu Jóns Ásgeirssonar tónskálds. í
bókinni rekur höfundurinn þróun
vestrænnar tónlistar frá upphafi
hennar í fornöld og fram á okkar
daga. Hann ræðir um framlag allra
helstu tónskálda, margvísleg tónlist-
arform, félagslega og pólitíska þætti
sem haft hafa áhrif á starfandi tón-
listarmenn gegnum aldirnar og
rekur þróun hljóðfæra. Fjölmörg
tóndæmi eru notuð til að skýra text-
ann, auk þess sem margar myndir
prýða bókina. Bókin er rituð á léttu
og lipru máli og hentar því jafnt tón-
listarfólki sem áhugamönnum um
tónlist. Bókin er 463 bls. Verð kr.
3450.
Jólafrí í New York
Ný skáldsaga eftir Stefán Júlíusson
Jólafrí í New York er allsérstætt
skáldverk. Þótt segja megi að bókin
skiptist í fimm sjálfstæðar sögur
tengjast þær samt svo aö ásamt inn-
ganginum getur bókin í heild talist
skáldsaga.
Fimm ungmenni við nám í háskóla
halda til New Yorkborgar til að eyða
þar j ólafríi. Þetta eru fj órir karlmenn
og ein stúlka. Öll eru þau í fram-
haldsnámi og sum þeirra reynslunni
ríkari. Þau eru af ólíku þjóðerni og
uppruna.
Bókin er 197 bls. unnin í Prent-
smiðju Hafnarfjaröar. Útgefandi er
Bókaútgáfan Björk. Verð kr. 1500.
Farseðlar til Argentínu
ísafoldarprentsmiðja hf. hefur gefið
Út bókina Farseðlar til Argentínu
eftir Erlend Jónsson.
Farseðlar til Argentínu er smá-
sagnasafn með raunsönnum sögum
með rómantískum bakgrunni og
gamansömu ívafi. Manngerðir og
málefni samtímans í hnotskum. Út-
tekt á samskiptareglum einstaklinga
og stétta í þjóðfélagi þar sem refjar
og kænska duga stundum betur en
einlægni og heiðarleiki. Áhrifamikill
og litríkur skáldskapur sem höfðar
beint til lesenda á líðandi stund. Bók-
in er 160 bls. Verð kr. 998.
Chebet og Carlos
Bókaútgáfan Salt hf. hefur sent frá
sér tvær nýjar barnabækur í flokki
bóka um börn í ýmsum löndum.
Fjallár önnur bókin um dreng í Bras-
ilíu en hin um stúlku í Kenýju. Segir
önnur frá Chebet, stúlku í Pókothér-
aði í Kenýju og leit hennar að týndri
geit sinni. Hin fjallar um Carlos,
munaðarlausan dreng í stórborg í
Brasilíu, hvernig hann lendir á betr-
unarhúsi og eignast síðar heimili.
Bækurnar eru í stóru broti, prýddar
fjölda litmynda en höfundar eru Ben
Álex og Marcos Carpenter. Jóhannes
Tómasson þýddi bækurnar. Filmu-
vinna texta fór fram í Prentstofu G.
Benediktssonar en bækurnar voru
prentaðar í Singapore. Þær kosta kr.
650. stk.
DV
Ásta grasalæknir
Atli Magnússon blaðamaður skráði
Ásta Erlingsdóttir hefur frá unga
aldri iðkað hin gömlu fræði íslenkra
grasalækna, sem geymst hafa með
ætt hennar í margar aldir. Þótt nafn
Ástu heyrist eða sjáist sjaldan eða
aldrei í hinum fyrirferðarmiklu fjöl-
miðlum samtímans þá mun samt
leitun að fóki sem ekki hefur heyrt
getið um Ástu grasalækni eins og
hún er nefnd manna á meðal. Hina
„þöglu“ frægð þessarar ljúfu og lí-
tillátu konu má rekja til heilladrúgra
lækningastarfa í þágu fjöldans. í bók-
inni gefur Ásta ráðleggingar og
uppskriftir.
Dulargáfur hafa löngum fylgt
hennar fólki og hún rekur hér ýmsar
frásagnir því til staðfestingar og ræð-
ir um eigin andlega reynslu.
Bókin um Ástu er filmusett hjá
Alprenti, prentuð hjá Prentstofu G.
Benediktssonar og bundin í Arnar-
felli. Verð kr. 1790.
Upp er boðið ísaland
eftir dr. Gísla Gunnarsson
Á þeim tíma sem danskir kaup-
menn höfðu einokun á allri utanrík-
isverslun landsins, á árunum
1602-1787, var hagur íslendinga bág-
bornari en hann hefur verið fyrr og
síðar. Þetta var ekki danskri einok-
unarverslun einni að kenna. íslend-
ingar voru íhaldssamir og héldu fast
í fomfálega og úrelta siði.
Með þessum orðum hefst kynning
aftan á nýrri bók frá Erni og Örlygi
eftir dr. Gísla Gunnarsson.
Bók þessi er að meginstofni þýðing
á bókinni og doktorsritgerðinni
„Monopoly Trade and Economic
Stagnation" sem kom út í Lundi í
Svíþjóð 1983.
Bókin er sett og prentuö hjá Prent-
stofu G. Benediktssonar en bundin í
Arnarfelli hf. Kápu geröi Sigurþór
Jakobsson. Verð kr. 2290.
j MINNISBLAÐ
Muna eftir
að fá mer
eintak af