Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Síða 39
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987. % Viðskipti Gríðarieg mengun á fiskimiðum Dana Bretland Eins og í síöustu viku eru það Aust- firðingar sem ráða ferðinni á breska markaðinum. Verðið hefur verið í meðallagi. Bv. Hólmatindur landaði í Grimsby 12. nóv., alls 114'lestum, fyrir 7,2 millj. kr„ meðalverð 66,33 kr. Þorsk- ur var á kr. 67,54 að meðaltali og sama verð var á ýsu. Bv. Heiðrún landaði 11. nóv., alls 87 lestum, fyrir 5.1 millj. kr„ meðalverð 58,96 kr. Meðalverð á þorski var 60,90 kr. en meðalverð á ýsu 67,09 kr. Bv. Garðey landaði 16. nóv. aUs 7 lestum fyrir 4.2 millj. kr„ meðalverð 60,15 kr. Þorskur fór á 64,39 kr. aö meðaltali og ýsa 62,18 kr. Bv. Hafnarey seldi 77 lestir fyrir 5,4 millj. kr. og var meðalverð 70,48, þorskur seldist á 68,26 kr. meðalverði og ýsa 79,35 kr. Öll þessi skip hafa selt í Grimsby. Bv. Snæfugl seldi 12. nóv. í Hull, alls 125 lestir, fyrir 8,4 millj. kr. Með- alverð var 66,65 kr. Verð á þorski var 70,20 kr. að meðaltali en meðalverð á ýsu 71,82 kr. Bv. Hólmanes seldi fyrir 7,1 millj., meðalverð var 68,73. Meðalverð á þorski var 69,43 kr. og ýsu 83,14 kr. kg. Þýskaland Bv. Vigri landaði í Bremerhaven 11. og 12. nóv. 227 tonnum fyrir 15,5 milljónir króna. Þorskur fór á 69,63 kr. kg. Meðalverð var kr. 68,11 kg. Bv. Engey landaði einnig í Bremer- haven 17. nóv„ alls 205 lestum, fyrir 13,5 millj. kr„ meðalverð 65,89 kr. Gámasala Frá 11. nóv. til 16. nóv. voru alls seldar 1338 lestir af fiski úr gámum fyrir 86 millj. kr. Meöalverð var kr. 65,88. Svipað verð var alla söludaga. Dönsk útgerð á í vök að verjast Danskir útgerðarmenn eiga í mikl- um erfiðleikum um þessar mundir og kemur þar ýmislegt til. Eitt af því sem hrjáir danska útgerð er hin mikla mengun sem er víða á hefð- bundnum fiskimiðum Dana. Af þessum sökum hefur dregiö mjög mikið úr t.d. humarveiðinni og segja danskir fiskimenn ófagrar sögur af því hvernig fiskurinn er á þeim svæðum sem verst eru farin. Segjast þeir fá í veiðarfæri sín dauðan hum- Nýjar smásögur eftir Kjartan Árnason Út er komin hjá Örlaginu bókin Frostmark eftir Kjartan Árnason. Hér er á ferðinni safn smásagna með 5 nýjum sögum. Atburðir sagnanna, sem eru allt í senn eru hlægilegir, spennandi - og grátlegir, gerast á hdnum ótrúlegustu stöðum i nútím- anum og fjöldi hressilegra persóna kemur við sögu, þar á meðal Afi úr kafi, Hinn og Ég, að ógleymdum E. Frostmark, þeim dularfulla upp- vakningi úr Kyrrahafinu... í Frostmarki feröast höfundur um Reykjavíkurtogarinn Vigri fékk yfir 68 krónur fyrir kilóið i Bremerhaven. einkunn * a Bandaríkjamaikaði - íslenskur lax fékk sla' ar og_ flatfisk sem sé kaunum hlað- inn. Á öðrum stöðum flýtur dauður fiskur upp á yfirborð sjávar vegna súrefnisskorts í hafinu. Síðan eru það samskipti þeirra við EBE en stjórn bandalagsins telur að Danir hafi fengið alltof stóran hlut úr sameiginlegum kvóta bandalags- rikjanna. Mikil átök eru fram undan um skiptingu þess afla sem leyfð verður veiði á í framtíöinni. USA í blaðinu Fiskaren frá 13. nóv. seg- ir meðal annars: Um þessar mundir er verð á laxi mjög óstöðugt. 9. nóv. var á markaðnum hjá Fulton lax frá Kanada, Færeyjum og íslandi, fyrir utan lax frá Noregi. í fréttinni segir að laxinn frá Færeyjum og íslandi hafi verið mjög meyr og hreisturs- laus á pörtum og því verið lítið áhugaverður, aftur á móti hafi laxinn frá Noregi verið góður. Fréttir frá vesturströnd Ameríku herma að þar hafi verið miklir þurrkar á hrygningarsvæðum laxins og ekki séð fyrir endann á því hvaöa áhrif þurrkarnir kunna að hafa á hrygningu en vísindamenn hafi miklar áhyggjur af þessu ástandi. Frá Chile berast þær fréttir aö lax- framleiðsla þar muni í ár verða 3800 lestir og framleiðslan sé öll seld am- erískum innflytjendum á austur- og vesturströndinni. Ekki er getið um verðið sem greitt er fyrir laxinn. Verð á rækju hefur haldist í dollur- um talið en virðist ekki breytast þrátt fyrir aukið framboð. Það er nú 380 kr. kg á rækju, 250/300 í kílóið. Verð út af markaðnum hjá Fulton 9. nóv. 1987: Slægöur lax, 2/3 kg, kr. 388 til 400 kilóið. Slægður lax, 3/4 kg, kr. 453 til 474 kilóið. Slægður lax, 4/5 kg, kr. 495 til 503 kilóið. olægöur lax, 5/6 kg, kr. 511 til 536 kílóiö. Norskur silungur, '/2 kg, kr. 288 kilóið. Norskur silungur, 21 kg, kr. 309 til 330 kílóið. Fiskimjöl Á fundi fiskimjölsframleiðenda, sem haldinn var í Júgóslavíu nýlega, voru ræddar horfur í fiskimjöls- framleiðslunni. Talið var að fiski- mjölsframleiðslan drægist nokkuð saman á árinu. Framleiðslan er talin munu veröa 2,7 milljónir lesta. Fram- leiðslan var árið 1986 3,25 millj. lesta. Innanlandsnotkun framleiðsluland- anna er talin verða 425.000 lestir en það er 100.000 lestum meira en var síðastliðið ár. Birgðir verða, að talið er, í árslok 300.000 lestir en npög litl- ar birgðir eru hjá mörgum framleiö- endum. Sumir hafa jafnvel selt meira en þeir hafa getað staðið við afhend- ingu á. Veröið mun haldast eins og það er nú nokkuð fram á næsta ár, þrátt fyrir minnkandi framleiðslu. Aðal- framleiðendur eru Chile, Perú og Ecuador en Norðurlönd framleiða um /3 af heimsframleiöslunni. Murmansk Á fundi, sem haldinn var í Mur- mansk nýlega, var gert samkomulag milli Rússa og Norðmanna um sam- eiginlegar hafrannsóknir á norður- hafsvæðum. Á fundinn mætti forsætisráðherra Rússa, Gorbasmov. Sjóhörpuskelfiskur á New England-markaði: SjóskelUSA Kanada ísland Japan Noregur 20/30 íkg, kr. 367 400 364 379 30/40 i kg, kr. 360 340 340 400 40/60 í kg, kr. 272 297 60/80 íkg, kr. 264 264 Nýjarbækur víðan völl bókmenntanna og stansar gjarna þar sem útsýni er gott. Bókin er 177 blaðsíður að stærð, prentuð og bundin í Prentstofu G. Benediktssonar. Kápu gerði Páll Stefánsson. Verð kr. 1195. Marblettir i regnbogans litum Ljóð eiginkonu drykkjusjúks skálds eftir Normu E. Samúelsdóttur. Vegna vaxandi vandamála sem drykkusýki og önnur vímuefna- neysla veldur þjóðfélögum heims, og þá ekki síst fjölskyldum þess sjúka, hefur höfundur valið þessum ljóðum þaö form að lýsa á raunsæjan hátt lífi einnar fjölskyldu frá sjónarhóli eiginkonunnar (sem vinnur í fiski til að sjá fyrir sér og bömum sínum). Eiginmaðurinn, skáldið, er ekki lengur í myndinni, víðs fjarri. Ljóðin lýsa kvíöanum, einmanaleikanum, von sem aldrei hverfur alveg og að endingu batavonum aðstandandans sjálfs sem finnur lífi sínu nýjan far- veg. Verð kr. 790. MINNINGAR HULDU Á. STEFÁNSDÓTTUR Móstreyia ( Húnaþlngi Minningar Huldu Á. Stefánsdóttur - Húsfreyja í Húnaþingi - Undirtitill bókarinnar er Húsfreyja í Húnaþingi. Hulda varö húsfreyja á Þingeyrum 1923 og átti þar heima röska íjóra áratugi. Á bókarkápu segir einnig: „Útsýni er mikið og fag- urt af Þingeyrahlaði og sér þaöan vítt um söguríkt hérað. Þangað leiðir Hulda Á. Stefánsdóttir lesanda sinn og svipast um með honum í Vatnsdal og Þingi, bendir honum á bæina og segir deili á þeim sem þar áttu heima þegar eyfirska stúlkan kynntist fyrst högum og háttum Húnvetninga. Hún lýsir Blönduósi og íbúum hans fyrir meira en sextíu árum. Verð kr. 1890. Skírnir Hausthefti Skírnis, tímarits Hins ís- lenska bókmenntafélags, 161. ár- gangur, er komið út. Efni heftisins er afar fjölbreytt. Fimm ljóð eru eftir Þóru Jónsdóttur sem er skáld Skírn- is að þessu sinni. Guðrún Kváran skrifar grein í minningu Rasmusar Kristjáns Rask, en á þessu ári eru liðin 200 ár frá fæðingu hans. Tvær greinar eru um íslenskar fomsögur. Jónas Kristjánsson skrifar ítarlega grein um sannfærði fomsagnanna og Helga Kress setur fram nýstárlega kenningu um hetjuskap í fomsögum í grein sem hún nefnir „Bróklindi Falgeirs". Páll Skúlason á grein í heftinu um Sigurö Nordal og tilvist- arstefnuna og Kristján Arnason fjallar um skylt efni í greininni „Arf- ur Hegels“. Þá eru greinar eftir Sigurbjörn Einarsson biskup og Jón Þ. Þór sagnfræöing. Ritdómar em um sjö nýlegar íslenskar bækur. Rit- stjóri Skírnis er Vilhjálmur Árnason lektor. Þessu heftir fylgir Bók- menntaskrá Skímis sem nú birtist í 19. sinn. Höfundur Bókmenntaskrár- innar er Einar Sigurðsson háskóla- bókavörður. og lýsti ánægju sinni með ákvörðun um samvinnu þessara þjóða um rannsóknir í norðurhöfum. Vonandi verður skilningur þing- manna okkar varðandi hafrann- sóknir mjög svipaður þegar framlag til Hafrannsóknastofnunar verður ákveöið. Ekki er minni þörf á rann- sóknum hjá okkur þar sem við byggjum okkar aðalatvinnuveg á sjávarútvegi. Þær þjóðir, sem voru að sameinast um rannsóknir, eiga ekki eins mikið undir sjávarfangi og við íslendingar og er ekki annaö sæmandi en veita ríflegt fjármagn til hafrannsókna. FRÁBÆRAR PC - AT TÖLVUR <SAMEIND> Brautarholt 8 Sími 25833 FRÁBÆRIR TÖLVUPRENTARAR <SAMEINP> Brautarholt 8 Sími 25833 0HITACHI RYKSUGA 1000 vött Kr. 5.900,- Vilberg og Þorsteinn Njálsgötu 49, Reykjavík Rönning hf. Kringlunni, Reyjavík Rafland hf. Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.