Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 27. NÖVEMBER 1987. Fréttir Kratar og Framsókn náðu saman um landbúnaðinn - sömdu um 300 milljóna viðbót - fulltrúi Sjálfstæðisflokks vill meira Þingmannanefnd stjórnarflok- kanna, sem leita átti samkomulags um framlög til landbúnaðar á næsta ári, hefur klofnað. Fulltrúar Al- þýðuflokks og Framsóknarflokks, Eiður Guðnason og Páll Pétursson, hafa óvænt náö samkomulagi en full- trúi Sjálfstæðisflokks, Egill Jónsson, vill ganga lengra til móts við óskir landbúnaðarkerfisins. Tillaga þeirra Eiðs og Páls er um að framlög til landbúnaðar verði hækkuð um 300 milljónir króna frá því sem frumvarpiö gerir ráð fyrir. Af þessum 300 milljónum króna eru um 200 milljónir vegna lögbund- inna framlaga, þar af um 140 milljón- ir króna til niðurskurðar á riðuveiku sauðfé og um 60 milljónir króna til útflutningsbóta. Þeir Páll og Eiður leggja til að ýmsir aðrir liðir hækki um alls 100 milljónir króna, svo sem framlög til framkvæmdar jarðræktarlaga, til Búnaðarfélags og til rannsóknar- starfsemi. Sjálfstæðismenn virðast ætla að sætta sig við þessa niðurstöðu. Þeir telja sig vart geta breytt henni úr því að fulltrúar fjármálaráðherra og landbúnaðarráöherra náðu saman. „Peningamálin eru út af fyrir sig ekki aðalatriöi í þessari afgreiðslu heldur sá andi sem í henni felst og hlýtur að leiða til mikils trúnaðar- brests á milli bænda og ríkisvalds," sagði Egill Jónsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks. „Þetta er afskaplega neikvæð afstaða gagnvart bændum," bætti hann við. -KMU Brennan verður að víkja, trjáplönturnar eru i hættu. DV-mynd gk Bálkösturinn verður að víkja Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Krakkar og unglingar í Glerár- hverfi á Akureyri, sem ætluðu að vera tímanlega á ferðinni með ára- mótabálköst sinn, verða að-færa hann og hafa bæjaryfirvöld boðist til aö aðstoða þá við þaö verk. Þeir hófu að reisa bálköstinn fyrir 2-3 vikum, á stað austan Hlíðar- brautar, sunnan viö nyrstu húsin í Glerárhverfi. Þarna var brenna um síðustu áramót og það var ljóst af því hversu snemma var hafist handa við bálköstinn núna aö gera átti enn bet- ur. En garðyrkjustjóri á Akureyri er ósáttur við brennustaðinn. Þar hefur nú verið plantað nokkrum þúsund- um plantna og plönturnar myndu skemmast. Því verður að flytja bál- köstinn og yfirvöld hafa boðist til þess að aöstoða við það. En það und- arlegasta er að eigendur bálkastarins hafa ekki fundist og hefur lögreglan beöið þá að gefa sig fram. Jón Sigurðsson og Guðmundur H. Garðarsson deildu hart á Alþingi: Snörp orðasenna um útflutningsleyfi Til snarprar orðasennu kom á milli Jóns Sigurðssonar viðskiptaráð- herra og Guömundar H. Garðarsson- ar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í gær er þingmaðurinn spurði ráðherrann um þá ákvörðun hans að veita sex nýjum aðilum út- flutningsleyfi á frystum sjávarafurö- um til Bandaríkjanna. Guðmundur H. Garðarsson sagði að þessi ákvöröun ráðherrans vekti furðu. Allir vissu að tvö íslensk stór- fyrirtæki hefðu á liðnum áratugum varið hundruðum milljóna króna til að byggja upp sterka stöðu íslend- inga á þessum mikilvæga markaði. Kvaðst hann vona að geðþótta- ákvörðun viðskiptaráðherra myndi ekki valda þeim skaða sem margir óttuðust. Þingmaðurinn sagði að þessar leyfisveitingar ættu ekkert skylt við viöskiptafrelsi eða samkeppni. Á hinum hörðu samkeppnismörkuðum heimsins gilti að vera sterkur. Smá- þjóö þyrfti í þeim efnum á samtaka- mætti að halda. Að dreifa kröftum með þessum hætti myndi skaða hagsmuni íslendinga. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði að málið snerist um frelsi eða einokun. Það snerist um jafnræði fyrirtækja eða séraðstöðu hinna út- völdu. Bandaríkjamarkaður væri miklu stærri en svo að fá fyrirtæki gætu fundið og hagnýtt sér öll þau tæki- færi sem þar byðust. Þá væri hvort eð er ógemingur að koma í veg fyrir útflutning á frystum sjávarafurðum á Bandaríkjamarkað ef milliliðir í öðrum ríkjum kæmu þar við sögu. Ráðherrann kvaðst telja að sölu- samtökin tvö hefðu þegar fengið nægUegan tíma til þess að byggja upp öfluga aðstöðu á Bandaríkjamarkaöi. „Eg hygg að þingmaðurinn, sem barist hefur fyrir auknu frelsi á ýms- um sviðum, hafi steingleymt því hugtaki þegar hróflað var viö hags- munum þess forréttindafyrirtækis sem hann hefur starfað fyrir um ára- bil.“ - Stakk Jón Sigurðsson upp á þvi að Guðmundur leitaði til hins lærða heimspekings flokks síns, Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, og bæði um og legði á minnið útleggingu hans á frelsi og einokun. „Sannleikurinn er sá að þeir einu sem eru raunverulega á móti frjáls- um viðskiptum eru stórfyrirtæki sem í skjóli einokunaraðstöðu og oft undir verndarvæng ríkisins búa við algjöra yfirburðaaðstöðu á markaði og hagnast á að viðhalda höftun- um,“ sagði ráðherrann. -KMU Óeðlileg auglýsingamennska í „Á tali hjá Hemma“? Full ástæða til að óska skýringa - segir útvarpsstjóri „Ég sá ekki þennan sjónvarpsþátt en miðað við þessar upplýsingar finnst mér full ástæða til þess að óska eftir skýringum," sagði Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri í samtali við DV. Útvarpsstjóri var spurður að því hvort líta mætti á kynningu Her- manns Gunnarssonar í sjónvarps- þættinum „Á tali hjá Hemma“ á brasilískum söngvara sem óeðlilega notkun á sjónvarpi í auglýsinga- skyni. Þannig var að Hermann kynnti söngvarann, sem hann sagð- ist hafa kynnst á Spáni, en þar starfaði Hermann á vegum ferða- skrifstofunnar Útsýnar. Tilkynnti Hermann einnig að söngvarinnn myndi koma fram á skemmtistað komandi fóstudagskvöld. Samkvæmt auglýsingu, sem birtist í Morgunblaðinu daginn eftir þátt- inn, kemur fram að Hermann tekur talsverðan þátt í skemmtuninni, ásamt því sem fullyrt er í auglýsing- unni að söngvarinn hafi slegið í gegn í sjónvarpinu kvöldið áður. Auglýs- ingu sem þessari þarf aö skila inn með tveggja daga fyrirvara. „Þessar upplýsingar gefa tilefni til þess að athuga hvort hagsmunum heifi verið blandað saman á óeðlileg- an hátt í þættinum. Atburðir af slíku tagi voru til umræðu í fyrra þar sem þeir voru taldir flokkast undir óbeina auglýsingu og lyktir urðu þær að umsjónarmaður viðkomandi þáttar lét af störfum,“ sagði Markús. „Það er litið alvarlegum augum ef hér er blandað saman hagsmunum af því tagi,“ sagði útvarpsstjóri. -ój Umfjöllun um mál Stefáns Jóhanns: Útvarpsstjórí óskar um- sagnar siðanefndar „Útvarpsráð ræddi þetta mál við bandarísku leyniþjónustuna síðastliðinn fóstudag og þar var en síöar kom á daginn að fréttim- samþykkt að útvarpsstjóri ar voru ekki á rökum reistar. kveddi til hlutlausa aðila til þess Markús sagöi að enginn úr- að kanna með hvaða hætti slíkir skurðaraöili væri til i siðareglu- hlutir geti gerst,“ sagði Markús málum annar en siðanefndin og Öm Antonsson útvarpsstjóri I því heföi hann haft frumkvæöi samtali við DV, en hann hefur að því að vísa málinu þangaö til óskað umsagnar siðanefndar umsagnar. Þá sagðist útvarps- Blaðamannafélags íslands um stjóri ætla aö fá óháða aðila til fréttaflutning fréttastofu Ríkisút- þess aö fara ofan í þau vinnu- varpsins um málefni Stefáns brögð sem viðhöfð vom á frétta- Jóhanns Stefánssonar, fyrrver- stofunni þegar mál þetta var andi forsætisráðherra. unniö, til þess aö varpa ijósi á Var fjallaö í nokkur skipti um ferilþessinnanfréttastofunnar. meint samskipti Stefans Jóhanns _ój Söfnun á fiskúrgangi: Verðmætin talin nema hundiuðum mHjóna - hugmyndin um söfhunarskip hefur vakið mikia athygli Hugmynd sjávarútvegsráðherra, sem DV skýrði frá, um skip til að safna saman því sem togararnir henda hefur að vonum vakið at- hygli, ekki síst í Ijósi þess hve mikil verðmæti fara forgörðum hjá skip- unum. Talið er að fimmtungur af þyngd fisks sé innyfli sem kastað er í sjóinn. Hjá togara, sem veiðir 3.000 lestir á ári, má því gera ráð fyrir að 600 lestir af slógi fari í hafið. Fastlega má gera ráð fyrir að 200 til 300 lest- ir af smáfiski fari í hafið til við- bótar, þannig að um er að ræða 800 til 900 lestir sem hent er. Ef fyrir þetta magn fengist bræðsluverð á loðnu, 2.000 til 2.500 krónur fyrir tonnið, er hér um að ræða verðmæti sem nema um 2 milljónum króna á ári. Þá væri um að ræða aö nýta slógiö til meltu- gerðar, sem er mjög ódýr vinnsla, sem er þó aðrbærari en bræðsla. En ef smáfiskurinn yrði mark- aðssettur og seldur út, eins og Grímur Valdimarsson, forstjóri Rannsóknastofnunar sjávarút- vegsins, segir leik einn og ef lifrin yrði tekin til lýsisgerðar eða niöur- lagningar, er um miklu meiri verðmæti að ræða. Það er því ekki fjarlægt að hugsa sér að sérstakt söfnunarskip geti borið sig en nú stendur yfir könnun og arösemisútreikningur á rekstri slíks skips á vegum Rannsókna- stofnunar sjávarútvegsins. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.