Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987.
39
dv Fólk í fréttum
Hrafn Bachmann
Hrafn Bachmann kaupmaður
hefur verið í fréttum DV vegna
þess að Kjötmiðstöðin keypti
Garðakaup og Verslunina Kópa-
vog. Hrafn fæddist 16. janúar 1943
í Reykjavík og lauk gagnfræðaprófi
frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar
1961. Hann hefur stundað verslun-
arstörf frá tíu ára aldri og var
verslunarmaður hjá Matvörumið-
stöðinni á Laugalæk 1961-1963.
Hrafn var kaupmaður í Kjötversl-
uninni Laugavegi 32 1963-1968 og
Kjötmiðstöðinni, Lækjaveri, á
Laugalæk frá 1967. Kona Hrafns er
Steinunn Þóröardóttir, f. 12. apríl
Í943. Foreldrar hennar eru Þórður
Pálsson íþróttakennari og kona
hans, Guðný Eiríksdóttir. Böm
Hrafns og Steinunnar eru: Gunnar,
f. 28. júní 1964, verslunarmaður,
giftur Soffíu Gísladóttur kennara;
Þórðm', f. 5. júlí 1965, nemi í mark-
aðsfræöum í Þýskalandi, unnusta
hans er Claudía Lukas; Guðný, f.
18. desember 1974, og Guðrún, f. 9.
mars 1976. Systkini Hrafns eru
Guðjón, f. 20. júní 1933, verðbréfa-
sali í Bandaríkjunum, Guðrún
Kristín, f. 8. júlí 1935, d. 18. apríl
1972, gift Björgvin Hermannssyni
kjötkaupmanni, og Benedikt Karl,
f. 12. mars 1945, kaupmaður í Kópa-
vogi, giftur Margréti Þorsteins-
dóttur kaupmanni. Foreldrar
Hrafns eru Gunnar Bachmann,
loftskeytamaður í Rvík, og kona
hans, Hrefna Karlsdóttir. Faðir
Gunnars var Benedikt Bachmann,
skipstjóri á Hellissandi, Árnason,
b. á Sjóbúð á Akranesi, Magnús-
sonar, b. á Hrafnabjörgum, Einars-
sonar, bróður Ingibjargar,
langömmu Sesselju, móður Eyjólfs
Konráös Jónssonar. Ingibjörg var
langamma Þorsteins Ö. Stephensen
leikara. Bróöir Magnúsar var
Bjarni, afi Bjarna Þorsteinssonar
tónskálds og langafi Gunnars, föð-
ur Þorsteins leikara. Annar bróðir
Magnúsar var Sigvaldi, afi Sig-
valda Kaldalóns tónskálds. Móðir
Árna var Þuríður Árnadóttir, b. á
Bjarnastöðum, bróöur Sigurðar,
afa Jóns Helgasonar prófessors.
Árni var sonur Guðmundar, b. á
Háafelli, Hjálmarssonar, forfóður
Háafellsættarinnar. Móöir Bene-
dikts var Ragnheiður Benedikts-
dóttir Bachmanns, b. í Melkoti,
Jónssonar Bachmanns, prests í
Hestþingum, dóttursonar Skúla
Magnússonar landfógeta. Sonur
Jóns Bachmanns var talinn Jón
Borgfirðingur, afi Agnars Kl. Jóns-
sonar ráðuneytisstjóra.
Hrefna er dóttir Karls, kaup-
manns í Rvík, Lárussonar, skó-
kaupmanns í Rvík, Lúövíkssonar.
Móðir Hrefnu er María Thejll, syst-
ir Sigríðar, ömmu Ragnhildar
Helgadóttur alþingismanns. María
var dóttir Hagbarths Thejlls, kaup-
manns í Stykkishólmi, og konu
hans, Sigríðar Pétursdóttur, versl-
unarstjóra á Búðum, Guðmunds-
sonar, verslunarstjóra á Búðum,
Guðmundssonar, bróður Ragnhild-
ar Þorvarðardóttur, langömmu
Guðnýjar, ömmu Halldórs Lax-
ness. Ragnhildur var langamma
Guöna, langafa ísleifs, fóður Ólafs,
efnahagsráðgjafa rikisstjórnarinn-
ar. Systir Guðmundar eldri var
Margrét, langamma Ingibjargar,
langömmu Kristjáns Eldjárns for-
seta. Margrét var langamma
Oddnýjar, langömmu Guðrúnar,
móður Bjarna Benediktssonar for-
sætisráðherra. Móðir Guðmundar
yngri var Steinunn Sveinsdóttir,
systir Jóns, langafa Ólafs Thors
forsætisráðherra. Móðir Sigríðar
var Sigríöur Óladóttir Sandholts,
kaupmanns í Rvík. Móðir Óla var
Ahike Oiadóttir frá Svíþjóð, dóttir
Carinu grænlensku. Móðir Sigríð-
ar Óladóttur var Guðrún Árnadótt-
ir, kaupmanns í Rvík, Jónssonar
og konu hans, Hólmfríöar, systur
Hrafn Bachmann.
Benediks, langafa Einars Bene-
diktssonar skálds og langafa
Bjargar, móöur Sigurðar Nordals.
Hólmfríður var dóttir Halldórs
Vídalín. bróður Þorbjargar. ömmu
Ragnheiðar. langömmu Lúðviks.
afa Davíðs Oddssonar.
Guðmundur Þ.B. Ólafsson
Guðmundur Þ.B. Ólafsson,
íþrótta- og tómstundafulltrúi og
formaður bæjarráðs Vestmanna-
eyja, til heimilis að Hrauntúni 6,
Vestmannaeyjum, er fertugur í
dag. Guðmundur fæddist í Reykja-
vík og ólst upp í foreldrahúsum í
vesturbænum. Hann nam húsa-
smíði við Iðnskólann í Reykjavík,
lauk sveinsprófi 1966 og fékk meist-
araréttindi 1969. Hann vann við
smíðar í Vestmannaeyjum frá
1969-80. Guðmundur gerðist tóm-
stundafulltrúi Vestmannaeyjabæj-
ar 1980, en auk þess íþróttafulltrúi
1982. Hann sat í bæjarstjórn Vest-
mannaeyja 1978-82, var varafull-
trúi 1982-86 og situr nú í bæjar-
stjórn frá 1986. Hann var formaður
bæjarráðs 1979-81 og er það nú frá
1986. Guðmundur hefur setið í
flokksstjórn Alþýðuflokksins.
Hann var formaður Knattspyrnu-
félagsins Týs frá 1975-78 og formað-
ur íþróttabandalags Vestmanna-
eyja frá 1985.
Kona Guðmundar er Þuríður
Kristín, f. 24.7. 1949, en þau giftu
sig 13.5. 1967. Foreldrar hennar:
Kristleifur Magnússon netagerðar-
meistari og fyrrum landsliösmaöur
Halldóra Kristleifsdóttir húsfrú,
Háarifi 5, Rifi á Snæfellsnesi, er
sjötíu og fimm ár í dag. Halldóra
fæddist í Bakkabúð á Brimilsvöll-
um í Fróðárhreppi, en flutti
kornung með foreldrum sínum að
Hrísum í sömu sveit þar sem hún
er alin upp ásamt sjö yngri systkin-
um.
Halldóra giftist Friðþjófi Guð-
mundssyni, útvegsb. og sjómanni
að Rifi, f. 27.10. 1904, d. 3.9. 1987.
Þau giftu sig 3.12. 1932 og hefur
Halldóra búið að Rifi síðan. For-
eldrar Friðþjófs voru Guðmundur,
útvegsb. að Rifi, Guðmundsson og
Jófríður Jónsdóttir.
Halldóra og Friðþjófur eignuðust
fjögur börn: Ester, húsmóðir á Rifi,
f. 1933, er ekkja eftir Kristin Har-
aldsson bílstjóra en þau eignuðust
níu börn; Sævar, skipstjóri og út-
gerðarmaður á Rifi, f. 1936, er giftur
Helgu Hermannsdóttur en þau eiga
þrjú börn; Svanheiður, húsmóðir á
í frjálsum íþróttum, en hann er lát-
inn, og Jóna Guðlaug Óskarsdóttir.
Guðmundur og Þuríður Kristín
eiga íjögur börn. Þau eru: Jóna Sig-
ríður, verslunarmær í Vestmanna-
eyjum, f. 23.9. 1966; Kristleifur,
hefur verið til sjós og vinnur við
smíðar, f. 8.10.1969; Sigþóra nemi,
f. 25.9. 1974, og Ólafur Kristján, f.
27.10. 1979.
Guðmundur átti fimm systkini
en elsti bróðir hans, Magnús, f.
1946, lést átta ára að aldri. Önnur
systkini Guðmundar eru: Magnea
Guðlaug, píanókennari við Tónlist-
arskólann í Hafnarfirði, f. 1951;
Þórann, gjaldkeri hjá útibúi
Sammvinnubankans í Hafnarfirði,
f. 1952; Magnús Óli, sölumaður í
Garðabæ, f. 1960; Kolbrún, hús-
móðir í Reykjavík, f. 1964.
Foreldrar Guðmundar eru Ólafur
Kristján Guðmundsson húsa-
smíðameistari, f. 16.7. 1928, og
Sigríður Þóra Magnúsdóttir, f. 28.7.
1929. Föðurforeldrar Guðmundar:
Guðmundur Eiríksson, f. á Norö-
firði, verkamaður og sjómaður í
Hafnarfirði, af Litlu-Sandvíkurætt,
og Þórunn Kristjánsdóttir, ættuð
úr Höfnúm, af Víkingslækjarætt.
Akranesi, f. 1939, er gift Jóhanni
Lárussyni, starfsmanni hjá skatt-
stofunni á Akranesi, en þau eign-
uðust fjögur börn og eru þrjú
þeirra á lífi; Kristinn Jón, skip-
stjóri og útgerðarmaður á Rifi, f.
1941, er giftur Þorbjörgu Alexand-
ersdóttur en þau eiga fimm börn.
Halldóra og Friðþjófur ólu svo upp
tvo fóstursyni, Sæmund Kristjáns-
son og Hafstein Bjömsson.
Halldóra var elst átta systkina en
hún á nú sex systkini á lífi. Þau
eru: Arndís, húsmóðir í Reykjavík,
f. 1913; Hansína, húsmóðir í
Reykjavík, f. 1918; Jónatan, fv. sjó-
maður og nú vistmaður á Hrafnistu
í Hafnarfirði, f. 1919; Ólína, hús-
móðir i Reykjavík, f. 1921; Guð-
mundur, trésmiður í Reykjavík, f.
1923; Leifur, skrifstofumaöur í
Hafnarfirði, f. 1926.
Foreldrar Halldóru ’ voru Krist-
leifur Jónatansson, skipstjóri og b.
á Hrísum, f. 1873, d. 1964, og kona
Guðmundur Þ.B. Ólafsson.
Móðurforeldrar Guðmundar:
Magnús Bjarnason frá Stokks-
eyrarseli, bifreiðarstjóri í Reykja-
vík, annar eigenda Leigubílastöðv-
arinnar Geysis í Reykjavík. og
Magnea Þorláksdóttir. dóttir Þor-
láks skipstjóra Teitssonar sem var
einn af stofnendum Skipstjóra- og
stýrimannafélagsins Öldunnar, og
Guölaugar'Halldórsdóttur.
Halldóra Kristleifsdóttir.
hans, Soffía Árnadóttir, f. 1886. d.
1981. Föðurforeldrar Halldóru voru
Jónatan Jónsson og Halldóra Daní-
elsdóttir. Móðurforeldrar Halldóru
voru Árni Árnason og Kristín
Oddsdóttir.
Halldóra Kristleifsdóttir
Andlát
Hilmar Lúðvíksson, Brautarlandi
5, andaðist á gjörgæsludeild Borg-
arspítalans 24. nóvember.
Ósk Guðmundsdóttir frá Ólafsvík
andaðist að Hrafnistu 15. nóvemb-
er.
Kristín Brynjólfsdóttir, Hátúni 10
A, lést á öldrunarheimili Landspít-
alans 11. nóvember.
Guðjón Benediktsson frá Drangs-
nesi andaðist að kvöldi 24. nóvemb-
er.
Sólveig Sigurðardóttir Háholti 25,
Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akra-
ness 17. nóvember.
Styrkár Snorrason Mávahlíð 38,
Reykjavík, lést af slysfórum 24.
nóvember.
- Afmæli
Steingrímur Kristjánsson
Steingrímur Kristjánsson, bóndi
að Litlu-Strönd í Skútustaöahreppi.
er sjötugur í dag. Steingrímur fæd-
dist á Skútustöðum, en foreldrar
hans fluttu að Sveinsstöðum í sömu
sveit þegar Steingrímur var sex ára
og þar ólst hann upp. Steingrímur
var viö búfræðinám á Hvanneyri
frá 1936-38, en hann var svo fimm
vetur í Vestmannaeyjum við fisk-
vinnslu. og síðar í byggingarvinnu
í Reykjavík og á Akureyri. Stein-
grímur fór svo aö búa 1945.
Kona Steingríms er Þóra Ásgeirs-
dóttir, f. 1925. Foreldrar hennar:
Ásgeir Kristjánsson, sem lengst af
starfaði við fóðurvörudeild KEA.
og Jóna Einarsdóttir.
Steingrímur og Þóra eiga fjóra
syni: Birgir. starfsmaður hjá Kísi-
liðjunni, f. 1959: Finnur. vélstjóri á
Ólafsfirði, f. 1960. en kona hans er
Sigriður Helgadóttir: Kristján vél-
stjóri á Tálknafirði. f. 1962. en kona
hans er Harpa Sigurðardóttir: og
Egill, stýrimaður á báti sem gerður
er út frá Dalvík, f. 1963.
Steingrímur átti fjögur systkini
og eru þrjú þeirra á lifi. Þau eru:
Finna. sem dvelst á Elliheimilinu á
Húsavík: Jón. b. á Arnarvatni: og
Matthías. starfsmaður hjá Kísiliði-
unni.
Foreldrar Steingríms voru Kristj-
án. b. á Skútustöðum og síðar á
Sveinsströnd. Jónsson. og kona
hans. Guðrún Friðfinnsdóttir. Föð-
urforeldrar Steingríms voru Jón.
b. á Stöng. Jóhannesson. og Rakel
Kristjánsdóttir. Móðurforeldrar
Steingríms voru Friðfinnur. ættað-
ur úr Köldukinn. Einarsson. og
Kristjana Kristjánsdóttir.
Guðmundur Sigurðsson
Guðmundur Sigurðsson. fv.
verslunarmaður og starfsmaður
hjá Revkjavíkurborg. til heimilis
að Arnargötu 10. Reykjavik. er sjö-
tugur í dag. Guðmundur fæddist í
Reykjavík og ólst þar upp í for-
eldrahúsum. en var í sveit á sumrin
austur í Holtum. Hann bvrjaði sem
strákur að sendast hjá Skóverslun
Hvannbergsbræðra og var síðan
verslunarmaður þar f sautján ár.
Guðmundur starfaöi síöan í bygg-
ingarvinnu um árabil og þá lengst
af hjá Breiðholti hf.. í sjö ár. Guð-
mundur hefur nú verið starfsmað-
ur Revkjavíkurborgar í tólf ár.
Guðmundur á einn bróður. Ragn-
ar. f. 8.5. 1921. en þeir bræðurnir
halda heimili saman. Guðmundur
gekk ungur í skátahreyfinguna og
starfaði mikið með skátunum um
langt skeið.
70 ára
Jónína Jónsdóttir, Vesturbrún 14.
Hrunamannahreppi. er sjötíu og
fimm ára í dag.
60 ára
Foreldrar Guðmundar voru Sig-
urður Pálsson frá Eyri við ísafíörð.
f. 15.1.1879. sjómaður á ísafirði og
síðar togarasjómaður í Reykjavík.
og kona hans. Sesselja Guðmunds-
dóttir frá Hrólfsstaðahelli á Landi.
f. 15.12. 1884. Sesselja var systir
Guðmundar skólaskálds. en faðir
þeirra var Guðmundur. b. í Hrólfs-
staöahelli. Guðmundssonar. b. i
Flagbiarnarholti. Ólafssonar. b. i
Lækjarbotnum. f. 1764. Bjarnason-
ar. Móðir Sesselju var Guðrún
Gísladóttir. b. í Hjallanesi á Landi.
Guðmundssonar. Föðurforeldrar
Guðmundar voru Páll Pálsson. b. á
Eyri við ísafiörð. af Arnardalsætt-
inni. og kona hans Helga Sigurðar-
dóttir. b. á Bjarnastöðum.
Halldórssonar.
Guðmundur verður ekki heima á
afmælisdaginn.
50 ára
Svava Stefánsdóttir. Grænási 2.
Raufarhafnarhreppi, er fimmtug i
dag.
Sigriður K. Skarphéðinsdóttir,
Fögrukinn 21. Hafnarfirði. er
fimmtug í dag.
Hallgerður Jónasdóttir, fyrrv. tal-
símavörður, Þórunnarstræti 127,
Akureyri, er sextug í dag.
Júliana Eðvaldsdóttir, Völvufelli
48, Reykjavík, er sextug í dag.
Guðmunda Hermannsdóttir,
Barmahlíð 9, Sauðárkróki, er sex-
tug í dag.
Aðalsteinn Bjarnason, Neðri-Arn-
órsstöðum, Barðastrandarhreppi,
er sextugur í dag.
40 ára
Bergdís Matthildur Sigurðardóttir,
Hlíðardalsskóla, Ölfushreppi, er
fertug í dag.
Emelía Svavarsdóttir, Baughóli 4,
Húsavík, er fertug í dag.