Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Blaðsíða 36
F1 R É T r /X S IC O T I Ð
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Ás krift - Dreifing: Sími 27022.
FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987.
Sjómannasambandið:
Þrjátíu félög
ætla ekki að
. segja upp
samningum
Niöurstaöan hjá félögum innan
Sjómannasambands íslands er sú aö
30 félög hafa ákveðið aö segja ekki
upp kjarasamningum 1. desember og
framlengjast því samningar þeirra til
1. júlí. Hins vegar hafa 4 félög ákveð-
iö að segja samningunum upp. Þetta
eru Sjómannafélag Reykjavíkur, Sjó-
mannafélagið Jötunn í Vestmanna-
eyjum, Sjómannafélag ísafjaröar og
sjómannadeild Jökuls á Höfn i
Hornafiröi.
Óskar Vigfússon, formaöur Sjó-
mannasambandsins. sagði í morgun
að sjónarmiö þeirra félaga, sem ekki
> heföu viljað segja upp samningum,
væri að biöa og sjá hvernig staö-
greiðslukerfi skatta kæmi út fyrir
sjómenn. Varöandi launakjör væru
ákvæði í sjómannasamningunum
sem gerðu ráð fyrir að sjómenn
fengju sömu launahækkanir og aðrir
hópar í þjóðfélaginu.
„Það er enginn klofningur innan
Sjómannasambandsins. Félögin hafa
sjálfsákvörðunarrétt um það hvort
þau segja upp samningum eða ekki
og þetta varð niðurstaðan á for-
m mannaráðstefnu Sjómannasam-
bandsins,“ sagði Óskar Vigfússon.
-S.dór
Jón frá Skarfshóli:
Sneiðir hjá
kjama málsins
„Ég hef ekki séð dóminn, aðeins
heyrt dómsniðurstöðuna, en hún
hemur svolítið á óvart,“ sagði Jón
Jónsson á Skarfshóli í samtali við
DV þegar hann var spurður álits á
niðurstöðu Hæstaréttar í máli hans.
„Hæstiréttur tekur ekki afstööu til
eignarréttarins á kjötinu og sneiðir
-op* þar með fram hjá kjarna málsins.
Það þykir mér slæmt. Ég veit ekki
hvert verður framhald málsins, ég á
eftir að ráðfæra mig við mína lög-
menn,“ sagði Jón. -ój
llar
gerðir
sendibíla
25050
SEflDIBiJLJISTÖ ÐITl
Borgartúni 21
LOKI
Eru þetta ekki
óttalegir skarfar
sem dæma svona?
Dómsmálaráðherra er ekki hlynntur nýjum áfrýjunardómstóli:
Hugmyndir um smá-
máladómstól í héraði
„Ég hef ekki verið hlynntur lög-
réttuhugmyndinni eöa nýjum
afrýjunardómstóli milli héraðs-
dóms og Hæstaréttar þótt ég
afgreiði ekki þá hugmynd með einu
orði. Það kemur alveg eins til
greina, að mínu mati, að létta á
dómskerfinu á neðra stigi, til dæm-
is með smámáladómstóli í héraði,"
segir Jón Sigurðsson dómsmála-
ráðherra.
Vangaveltur eru nú uppi um störf ■
Hæstaréttar sem ýmsum lögmönn-
um finnst of hlaðinn og ekki skila
hlutverki sínu á fullnægjandi hátt.
„Það er nýbúið að setja á stofn
nefnd undir forystu Bjöms Frið-
finnssonar, aðstoðarmanns
dómsmálaráðherra, sem á að gera
tillögur um aðgreiningu dóms- og
framkvæmdavalds," segir Jón. „í
því felst að héraðsdómstólar verða
sjálfstæðar stofnanir og ættu að
geta gegnt hlutverki sínu betur en
nú, auk- þess aö þá verður ekki
hægt að ætla þeim að vera undir
áhrifum framkvæmdavaldsins."
„Þá er nýlega búið að flytja laga-
frumvarp um meðferð einkamála í
héraði sem lýtur að því að rök og
forsendur héraðsdóma fylgi málum
til Hæstaréttar, fari þau þangað.
Þetta mun án vafa greiða fyrir
meðferð mála í Hæstarétti," segir
dómsmálaráðherra. „En þaö eru
ekki uppi nein áform í dómsmála-
ráðuneytinu um breytingar á sjálf-
um Hæstarétti, ekki að svo komnu.
Annars vil ég taka það fram að mér
finnst sú umræða sem nú fer fram
um dómskerfið vera mjög af hinu
góða. Bók Jóns Steinars Gunn-
laugssonar vekur óneitanlega
athygli á mörgum atriðum og fjöl-
miðlar,' ekki síst DV, hafa fylgt
henni eftir með skynsamlegum
umræðum. Þessu fagna ég,“ segir
Jón Sigurðsson. -HERB
Alexander spáir verulegri hækkun fjáriaga:
Sjó milljarða
þensluhalli?
„Það er alveg ótimabært og óeðli-
legt að vera með svona yfirlýsingar
áður en íjárveitinganefnd tekur til
við afgreiðslu mála. Þetta er alveg
út í hött,“ sagði Sighvatur Björgvins-
son, formaður fjárveitinganefndar,
um ummæli Alexanders Stefánsson-
ar, varaformanns nefndarinnar, í
viðtali við Stöð 2 í gærkvöldi. Alex-
ander spáði þar að fjárlög myndu
hækka um minnst tvo milljarða
króna í meðförum nefndarinnar.
„Þetta er bara út í loftið. Á bak við
þetta eru engar afgreiðslur. Það er
enginn í þeirri aðstöðu í dag, hvorki
formaður fjárveitinganefndar né
nokkur annar, að geta sagt um það
hvernig þetta endar,“ sagöi Sighvat-
ur.
Hann viðurkenndi þó að ef miðað
væri við venju fyrri ára hefði fjár-
lagafrumvarp hækkað um 2-3% í
meðfórum þingsins. Það þýðir hækk-
un á bilinu 1,2-1,8 milljarðar króna.
Þegar liggur fyrir tillaga meiri-
hluta sérstakrar landbúnaðarnefnd-
ar um 300 milljóna króna hækkun til
þess málaflokks.
Þorvaldur Gylfason prófessor segir
að samkvæmt fjárlagafrumvarpinu,
eins og það var lagt fram, sé þenslu-
halli 4,8 milljarðar króna. Fari spá
Alexanders eftir og landbúnaöar-
hækkunin bætist við má ætla að
þensluhalli fjárlaganna, samkvæmt
skilgreiningu Þorvaldar, fari yfir 7
milljarða króna.
-KMU
SeKjamames og Mosfellsbær:
Löggæsla færð
Mikil örtröð myndaðist við opnun syningar Louisu Matthiasdóttur í Galleri
Borg í gærkvöldi og seldust 29 myndir af 32 á fimmtán mínutum fyrir rúm-
lega 4 milljónir króna. Verð á myndum Louisu er á bilinu 70-510 þúsund
krónur. -ai/DV-mynd KAE
undir Reykjavík
Löggæsla á Seltjamamesi og í Mos-
fellsbæ verður færð undir stjórn
lögreglustjórans í Reykjavík á fyrri
hluta næsta árs. Þetta kom fram í
svari Jóns Sigurðssonar dómsmála-
ráðherra á Alþingi í gær við fyrir-
Veðrið á morgun:
Kólnar
í veðri
Á morgun verður suðvestanátt
um allt land og frekar svalt í veðri.
É1 verða um vestanvert landið en
bjart veöur og úrkomulaust aust-
anlands. Hiti verður um og undir
frostmarki vestanlands en yfir
frostmarkinu austanlands.
spurn Salome Þorkelsdóttur um
löggæslumál.
Dómsmálaráðherra skýrði frá því
að á fundi, sem hann átti í þessari
viku með bæjarstjórnum Seltjarnar-
ness og Mosfellsbæjar, hetðu fyrir-
hugaðar breytingar verið kynntar.
Stefnt væri að þvi að þær yrðu í
tveimur áfóngum. Sá fyrri yrði
reynslutími í eitt ár en síðari áfang-
inn yrði lagafrumvarp um samein-
ingu löggæslunnar.
Fram kom í máli ráðherrans að á
næsta ári er fyrirhugað að setja upp
varðstofu í Mosfellsbæ með'í-2 lög-
reglumönnum að degi til. -KMU
Arangurslaus
leit
Leitin að Guðmundi Fannari
Bjömssyni, sem staðið hefur undan-
fama daga, hefur engan árangur
borið. Guðmundur sást síðast að-
faranótt síöastliðins sunnudags.