Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDÁGUR 27. NÓVEMBER 1987. Viðtalið Benedikt Bogason varaþingmaöur DV-mynd GVA Benedikt Bogason: Get verið tapsár Benedikt Bogason. varaþingmaður Borgaraflokksins, tók nýlega sæti á Alþingi í fjarveru Alberts Guð- mundssonar. „Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á stjórnmálum. En ég hef aldrei haft neinn stefnuvita á því að fara inn á þing þó hingað sé ég kominn," segir Benedikt. Benedikt er Reykvíkingur af sunn- lenskum ættum. Hann er byggingar- verkfræðingur að mennt, útskrifað- ist frá Háskólanum í Helsinki árið 1961. Að loknu námi settist Benedikt að á Selfossi og starfaði þar sem framkvæmdastjóri ræktunarsam- bands Flóa og Skeiða og flóaáveitu- stjóri. „Ég haföi mikinn áhuga á land- búnaði þó ég hafi ekki haft áhuga á að verða bóndi, ég hafði meiri áhuga á að starfa að málefnum landbúnað- arins utanfrá. í námi mínu í Finn- landi hafði ég sérhæft mig í vatnafræðum, skurðþurrkun, áveit- um, virkjunum og slíku. Svo ákvað ég að skella mér suður og fór að vinna hjá Borgarverkfræöingi, það var árið 1964 og þá var skemmtilegur tími framundan hjá stofnuninni því fyrir dyrum stóð að malbika allar götur borgarinnar. Svo fór ég að kenna í Tækniskólan- um og kenndi við hann eitt ár sem stundakennari en síðan var ég fast- ráðinn kennari við skólann næstu tvö árin, á sama tíma var ég að byggja upp eigin verkfræðistofu og við hana vann ég næstu sjö árin. Þá hóf ég störf á Framkvæmdastofnun og þeg- ar hún var lögð niður fór ég að vinna á Byggðastofnun sem fulltrúi for- stjóra og þar er ég enn. Ég er mikill fjölskyldumaður og á síðari árum hef ég þróast í þá átt að vilja vera heima hjá mér þegar ég á frí. Konan mín heitir Unnur Her- mannsdóttir og eigum við tvö börn, Magnús og Hólmfríði. Annars hef ég allar götur haft mik- inn áhuga á að fylgjast með íþróttum og spila bridge, það fylgir honum viss spenna, þó maður geti átt það til að vera tapsár í spilum. Við spilum saman nokkrir skólafélagar. Síðan hef ég mikinn áhuga á tónlist, sér- staklega léttklassískri tónlist, óperu- tónlist og lýriskri tónlist. En það er ekki fyrr en á síðari árum sem ég hef gefið mér tíma til læra tónlist, og eitt af áhugamálum mínum er að glíma við aö semja lög og texta. Mér flnnst mun auðveldara að semja lög- in en textana. En þetta áhugamál hef ég nær eingöngu haft fyrir sjálfan mig og ekki gert neinar tilraunir til að koma tónsmíðum mínum á fram- færi.“ Ætlarðu að leggja fram einhver sérstök mál þann tíma sem þú situr á þingi? „Ég held að ég gefl ekki neinar yfir- lýsingar um það á þessari stundu, tíminn leiðir það í ljós. Ég lít á mig sem þingmann Reykvíkinga og mun leitast við að vinna að málefnum míns kjördæmis“. -J.Mar Fréttir Fjömmengun á íslandi: Plastpokar og annað drasl þekur fjömr á Norðuriandi - allt bendir til þess að íslensk skip brjöti lög um varnir gegn mengun sjávar I skýrslu, sem þeir Eyjólfur Magnússon og Gunnar H. Agústs- son hafa unnið fyrir Siglingamála- stofnun um mengun á íjörum á Norður- og N-Austurlandi, kemur fram að víða eru fjörurnar þaktar af alls konar plastdrasli sem síðan fýkur úr fjörunum uppi á landi. Eftir ábendingu voru fjörur í Bi- trufirði, Hrútafirði og Finnafirði skoðaðar. í Bitrufirði var mikið af plasti, meðal annars nokkuð af plasti sem kallað er brettahettur og öruggt er að komi frá togurum sem henda þessu fyrir borð. Sam- kvæmt skýrslunni er plastmengun einna mest í Bitrufirði. í Hrútafirði var mikið um hvers konar plastumbúðir og innkaupa- poka. Við könnun kom í ljós að þetta getur ekki verið komið frá sorphaugum þéttbýlisstaða í ná- grenninu þar sem sorp er ýmist brennt eða urðað á þeim stöðum. Einnig var mikið um plast í Finna- firði sem er á N-Austurlandi. Við skoðun kom í ljós að innkau- papokar, sem fundust við þessa fjöruskoðun fyrir norðan, voru merktir fyrirtækjum eins og Bykó í Kópavogi og Hafnarfirði, veitinga- húsinu Stillholti á Akranesi, Grill- húsinu í Garðabæ, Sparisjóði Vestmannaeyja, Fiskbúðinni Strandgötu á Akureyri, Helgar- póstinum, Sanitas í Reykjavík, Kópal í Kópavogi, Vöruhúsinu í Borgarnesi, Plastprenti í Reykjavík og síðan pokar með ýmsum auglýs- ingum. Þá var mikið af mjólkurum- búðum frá KEA á Akureyri, Auðhumlu á Norðurlandi og Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Það kemur fram í skýrslunni að það muni kosta ótaldar milljónir að hreinsa fjörur á íslandi. Eins er sagt að telja megi víst að íslensk skip fari ekki eftir ákvæðum laga um varnir gegn mengun sjávar. -S.dór Hér sést yfir fjöruna í Finnafirði þar sem innkaupapokar og annað plast liggur eins og hráviði. Óglæsileg sjón, hvers konar piastdrasl á fjöru í Bitrufirði. Fjörumengun i Bitrufirði. Mál Jóns frá Skarfshóli: Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaraðherra: Réttur Jóns til kjötsins óglöggur - segir Hæstiréttur Hæstaréttardómur í máli Jóns Jónssonar frá Skarfshóli gekk á mið- vikudag og var dómsniðurstaðan á þá lund að þar sem réttur Jóns til kjöts þess sem um er deilt í málinu sé ekki glöggur bresti réttarfarsskil- yrði fyrir innsetningargerð í málinu. Því verði að synja um framgang hinnar umbeðnu gerðar. Mál þetta er þannig vaxið að Jón krafðist þess að fá afhent kjöt af því fé sem hann hafði lagt inn til slátrun- ar haustið 1986 og var umfram fullvirðisrétt hans. Var þar um að ræða 297,6 kíló af dilkakjöti í A flokki og 33,5 kíló af dilkakjöti í B flokki. í héraði vann Jón málið og var honum þar heimilað að fá sitt kjöt en Hæsti- réttur hratt þeim dómi. í dómi Hæstaréttar segir: „í máli þessu er deilt um eignarrétt að kjöti því sem stefndi Jón ívar Jónsson lagði inn til sláturleyfishafans, stefnda Verslunar Sigurðar Pálma- sonar hf., haustið 1986 og reyndist umfram fullvirðisrétt búsins á Skarfshóli. Þá er og deilt um túlkun á samningi á milll landbúnaðarráð- herra f.h. ríkisstjórnar íslands og Stéttasambands bænda um magn mjólkur- og sauðíjárafurða frá 28. ágúst 1985. Mál þetta liggur óljóst fyrir og vafi er um skýringu á fyrr- greindum samningi. Réttur stefnda Jóns ívars Jónssonar til kjöts þess sem um er deilt í máli þessu er eigi glöggur. Brestur því réttarfarsskil- yrði fyrir innsetningargerð í máli þessu.“ -ój Við gerum betur við náms- menn en nokkur önnur þjóð -ráðherra svaraði Steingrími J. Sigfussyni „Ég leyfi mér að fullyrða að við íslendingar gerum betur við okkar námsmenn en nokkur önnur þjóð sem ég þekki til. Lánasjóður ís- lenskra námsmanna hefur í raun haft algjöran forgang miðað við aðrar tjárveitingar ríkisins," sagði Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra er hann svaraði fyrirspurnum á Alþingi frá Steingrími J. Sigfússyni, þing- flokksformanni Alþýðubandalags- ins, um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þingmaðurinn spurði mennta- málaráöherra meðal annars hvort hann ætlaði að afnema þá skerð- ingu námslána sem varð á árunum 1984 til 1986 og ylli því að lánin væru nú nálægt 20% lægri en ella. Ráðherrann sagði umdeilanlegt hve mikil skerðingin væri. Taldi hann jafnvel ekki ólíklegt að ýmsar breytingar á úthlutunarreglum hefðu unnið upp skerðingu námsl- ánanna að verulegu leyti, meðal annars þær að tekjur, sem náms- menn og makar þeirra afla sér í leyfum, kæmu í miklu minna mæli til frádráttar. Ráðherrann nefndi dæmi um upphæðir námslána. Einstaklingur í foreldrahúsum fær 19.271 krónu á mánuði, einstaklingur í leiguhús- næði 27.530 krónur, námsmaður í hjónabandi með eitt barn 34.412 krónur eða 68.824 krónur ef bæði hjónin eru námsmenn. Námsmað- ur í hjónabandi með þrjú börn fær 48.177 krónur og ef makinn er einn- ig í námi er upphæðin 96.354 krónur. Einstætt foreldri meö tvö börn fær 55.060 krónur. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.