Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987.
7
Fréttir
Afkoma togaranna á norður- og suðursvæðinu:
Sunnantogaramir í öskustónni
- samkvæmt skýrslu Fiskífélags íslands
Sem kunnugt er hafa 32 alþingis-
menn bundist samtökum um að fá
fram breytingu á þeim mismun sem
er á þorskkvóta togara eftir því hvort
þeir teljast til hins svonefnda norður-
svæðis eða suðursvæðis. Togarar á
norðursvæðinu fá um 700 lestum
meiri þorskkvóta en hinir.
Samkvæmt úrtaki, sem Fiskifélag
íslands hefur gert á afkomu togara á
þessum syæðum og birt er í ritinu
Útgerð og'afkoma 1986, kemur í ljós
að afkoma togara á norðursvæðinu
er miklu betri en hinna sem gerðir
eru út á suðursvæðinu.
Sem dæmi er nefnt fyrir togara á
aflamarki að verðmæti afla togara á
norðursvæði var 81,9 milljónir króna
en 88,4 milljónir hjá togara á suður-
svæði. Þegar allur rekstrarkostnað-
ur hefur verið reiknaður kemur út
að brúttóhagnaður hjá togaranum á
norðursvæðinu er 26,4 milljónir en
12,8 milljónir hjá togaranum á suður-
svæðinu. Eftir fjármagnskostnað er
hagnaður togarans af norðursvæð-
inu 21,4 milljónir en þess af suður-
svæðinu 762 þúsund krónur.
Ef teknir eru togarar á sóknar-
marki er útkoman sú að togarinn á
norðursvæðinu hafði alls í tekjur
93,6 milljónir króna en suðursvæðis-
togarinn 71,4 milljónir króna. Brúttó-
hagnaður varð 20,9 milijónir á
noröursvæðinu en 7,9 milljónir
króna á suðursvæðinu. Hagnaður
eftir fjármagnskostnað á norður-
svæðinu varð 9,8 milljónir en 1,4
milljóna króna tap á suðursvæðinu.
Hjá stóru togurunum er munurinn
miklu minni og nemur hann ekki
nema 1 milljón króna, norðurtogar-
anum í hag.
Fullvíst má telja að þessi mikh af-
komumunur sé kveikjan að samtök-
um þingmannanna 32ja sem ætla sér
að eyða þeim mismun á þorskkvóta
togaranna sem er á milli svæða.
-S.dór
Þetta kort sýnir hvernig skiptingin er í norður- og suðursvæði.
Deilt um lausagöngu hrossa í Múlahreppi:
Hrossastóð fór
ki rkjugarðm n
Sýslumanninum á Patreksfirði
hefur borist kæra vegna lausa-
göngu hrossa í Múiahreppi sem nú
er reyndar hluti Reykhólahrepps.
Þá hefur verið kært til biskups
vegna ágangs hrossa og í kærunni
segir að hross haft farið inn í
kirkjugarð sveitarinnar við Skálm-
amesmúla.
Forsaga málsins er sú að Múla-
hreppur hefur verið í eyöi um
nokkurt skeið en landeigendur,
sem hafa stofnað með sér hags-
munafélag, nýta sér svæöið til
útivistar og einnig hefur veriö
reynt að stunda skógrækt þar. Að
þeirra sögn er það því sem næst
ómögulegt vegna þess aö hrossin
troða allt niður jafnóðum. Em
landeigendur orðnir langþreyttir á
yfirgangi hrossaeigenda sem þeir
segja aö virði í engu rétt landeig-
enda.
Síðustu þrjú árin hefur stóð 40-60
hrossa haldið tii í sveitinni. Eigandi
þessara hesta, Ragnar Guðmunds-
son á Brjánslæk, segir að þar sem
engar girðingar séu í sveitinni sé
ómögulegt að ráða því hvert hross-
in fari.
„Er í fullum rétti“
„Ég hef fullan rétt til að hafa
hesta þaraa. Einn af mínum hús-
körlum á jörð í Múlahreppi, Litla-
nes, sera ég fæ að nýta mér. Þar sem
engar girðingar eru þarna er ekki
hægt að koma í veg fyrir að hest-
arnir leiti annað. Þaö er ekkert
nýtt mál aö það sé deilt um haga-
göngu hesta," sagði Ragnar
Guðmundsson en hann haföi ekk-
ert heyrt um hugsanlegar kærur
þegar haft var samband við hann.
„Eigendur þessara jarða verða að
gera sér grein fyrir að eignarrétti
jarða fylgja skyidur, svo sem aö sjá
um ijallskil. Síðustu átta árin áður
en hreppurinn fór endanlega úr
byggð sá ég um flallskil í sveitinni
gegn því að fá aö hafa allt að 800
ær í sveitinni. Nú, þá gerðist þaö
1984 að fé var skorið niður vegna
riöuveiki. Þá íjölgaði ég hrossun-
um lítilega og fór fram á aö
samningurinn gOti áfram en ég
fengi að hafa hross í staöinn fyrir
fé."
Ragnar sagöist hafa boðið Reyk-
hólahreppi aö sjá um fjallskil í
Múlahreppi áfram en ekki heföi
verið frá því gengið ennþá.
Skepnur varla opnað hliðið
„Þó að það virðist ætia aö verða
niöurstaðan aö hestarnir hafi opn-
aö hliðið á kirkjugarðinum þá verö
ég að segja að mér finnst ótrúlegt
aö skepnur skuli geta opnaö hliö-
ið,“ sagði Ásta Jónsdóttir frá
Deildará. Það fékkst staðfest hjá
sýslumanninum á Patreksfirði aö
samkværat lögregluskýrslu, sem
gerð heföi veriö, kæmi fram að
hestar hefðu greinilega farið inn í
kirkjugarðinn og raætti þar sjá
hrossatraðk og taðhrúgur. Þá var
vitni að atburðinum.
„Hestar hafa gengiö þama árum
saman án þess að fara inn í girðing-
una. Mér finnst mjög vel gengið frá
hliðinu svo að það er óskiljanlegt
hvernig hestarnir komust inn.“
Ásta sagði að landeigendafélagið
hefði gert samþykkt um að banna
lausagöngu hesta í sveitinni og
auglýst það i Lögbirtingablaðinu.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem
blaðið aflaöi sér þá ætti samþykkt
sem þessi aö duga til að útiloka
lausagönguhross en þarna virðist
skorta vilja hjá yfirvöldum til að
fylgja þessari samþykkt eftir.
„Við landeigendur höfum aftur
og aftur reynt að tala við manninn
og honum hafa verið send kvört-
unarbréf, aðallega í gegnum sýslu-
maiminn," sagði Finnbogi
Jónsson, einn landeigenda. „Girð-
ingar okkar hafa komið fyrir lítið
því tekiö hefur verið úr hliðum og
hross veriö rekin inn.“
Þaö var greinilegt að landeigend-
ur töldu rétt sinn brotinn, auk þess
sem þeim sárnaði mjög aö hross
skyldu sleppa inn í kirkjugarðinn.
Þess má geta aö þaö var jaröað í
honum nú f sumar og kirkjunni á
staðnum hefur verið haldið við. Á
það ber að lita að beit 40-60 hrossa
kann að virðast lítil í sveit sem
áður bar 15 býli. Girðingar í sveit-
ínni eru fáar en samkvæmt upplýs-
ingum, sem fengust, ber landeig-
endum að greiða um 3/4 af kostnaði
við aö koma þeira upp.
-SMJ
Trabantinn:
BífreiðaeftirlKið harmar ummæli starfsmannsins
í yfirlýsingu Bifreiðaeftirhtsins
vegna umræðna um að fyrirhugað
sé innflutningsbann á Trabant seg-
ir: „Bifreiðaeftirlit ríkisins harmar
misskilning þann sem upp hefur
komið vegna ummæla starfsmanns
þess um öryggi og búnað bifreiða."
í yfirlýsingunni segir einnig að í
þeirri reglugerð, sem unnið er að,
sé stuðst við sambærilegar reglu-
gerðir frá Noregi, Svíþjóð og
Danmörku og að ekki sé fjallað um
einstakar tegundir bifreiða.
í yfirlýsingunni segir að öll um-
ræða um öryggi einstakra bílteg-
unda á grundvelli atriða í
væntanlegri reglugerð sé með öllu
ótímabær enda sé reglugerðin enn
á vinnustigi og engar ákvarðanir
um einstaka efnisþætti hennar hafi
verið teknar. -sme
riJeep
EINKAUMBOÐ A ISLANDI
CHEROKEE
Á FRÁBÆRU VERÐI
• Hagstæð kjör.
• 25% útborgun.
• Eftirstöðvar í allt að 2 Vi ár.
EGILL VILHJALMSSON HF.,
Smiðjuvegi 4, Kópavogi, simar 77200 - 77202.