Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Blaðsíða 30
42
FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987.
Nýjar bækur
ÁKMANN KR. f-tNAHSSON
Leitin að gullskipinu eftir Ár-
mann Kr. Einarsson
Vaka - Helgafell hefur gefið út bók-
ina Leitin að gullskipinu eftir bama-
bókahöfundinn góðkunna, Ármann
Kr. Einarsson. Leitin að gullskipinu
fjallar um þá félagana Óla og Magga
sem halda í leiðangur með gulleitar-
mönnum á Skeiðarársandi í leit að
hollenska kaupfarinu Het Wapen
van Amsterdam sem strandaði á
Skeiðarársandi aðfaranótt 19. sept-
ember 1667 hlaðið dýrmætum farmi
frá Austur-Indíum. Á kynngimögn-
uðum sandinum bíða ókunnir
heimar og leyndardómar sem Ár-
manni einum er lagið að segja frá.
Bókin er 143 blaðsíður og er skreytt
myndum eftir Halldór Pétursson, en
Brian Pilkington teikaði kápumynd.
Verð kr. 948.
Svava Jakobsdóttir:
Smásögur
Vaka-Helgafell gefur nú út í einni
bók smásagnasöfn Svövu Jakobs-
dóttur, Tólf konur og Veisla undir
grjótvegg, sem verið hafa ófáanleg
um langt skeið. Svava vakti strax
athygli þegar þessar bækur komu
út á sjöunda áratugnum. Verkin
skipuðu henni í fremstu röð þeirra
rithöfunda sem mótað hafa íslenskar
samtímabókmenntir og hún er nú
tvímælalaust einn fremsti sagnahöf-
undur á landinu. Einkum ber að geta
framlags Svövu til bókmenntalegrar
umræðu um málefni kvenna og um
raunveruleika neysluþjóðfélagsins.
Þótt viðfangsefnið kunni við fyrstu
HLJOMPLÖTUR/KASSETTUR
Tilboð vikunnar
wmmmmmmmammmmmammmmammsammssBammmmmmmm
KRINGLUNNI • BORGARTÚNI • LAUGAVEGI
1. Bubbi - Dögun Venjulegt verd Okkar verö
2. La Bamba - úr kvikmynd. 799,
3. Bjartmar í fylgd með fullorðnum 719,
4 Dirty Dancing úr kvikmynd. 809,
K :whonouer You Need Somebody.... 6. Log Jons Mula-ýmsir 719,- 719,-
7. Megas - Loftmynd . 799,-
8. PetShopBoys Actually. 799,-
9. Bergþóra I seinna laqi.. 719,-
10. ABC —Alphabet City ... 799,- 719,-
1. ABC-AlphabetCity............................
2. Magnús Eiriksson - 20 bestu lögin...........
3. Sting - Nothing like the Sun................
4. Whitesnake-1987.............................
5. Rick Astley-Whenever You Need Somebody......
6. Eurythmics- Savage..........................
7. Pet Shop Boys-Actually......................
8. A very Special Christmas-ymsir..............
9. George Michael- Faith.......................
10. Dirty Dancing-úr kvikmynd...................
Venjulegt
verö
1.299. -
1.399,-
1.299, -
1.499,-
1.299,-
1.299,-
1.499,-
1.399,-
1.499,-
1.299,-
Okkar
verö
1.169,-
1.259,-
1.169,-
1.349,-
1.169,-
1.099,-
1.349,-
1.259,-
1.349,-
1.169,-
15% afsláttur af nýjustu plötu
Eurythmics, Savage, á plöt-
um, kassettum og CD.
Okkar verð á LP og kass.
verð 799,-
sýn að virðast einfalt og hversdags-
legt, nær höfundur að afhjúpa þau
öfl sem blunda undir yíirborðinu og
að sýna hvernig persónuleiki og
verðmætamat nútímamanneskju
mótast. Enn í dag er full ástæða til
að gefa þessum sannindum gaum.
Brian Pilkington teiknaði kápumynd
á bókina sem er 164 blaðsíður. Verð
kr. 1798.
Klukkuþjófurinn klóki eftir
Guðmund Ólafsson
Bókaútgáfan Vaka-Helgafell hefur
gefið út nýja bók eftir Guðmund Ól-
afsson, rithöfund og leikara, sem
hlaut íslensku barnabókaverðlaunin
í fyrra fyrir bók sína Emil og Skunda.
Nýja bókin heitir Klukkuþjófurinn
klóki og segir frá hópi af hressum
strákum i kaupstað á Noröurlandi.
Þeir lenda í ýmsum ævintýrum, eiga
í útistöðum við aðra strákahópa og
hrella fullorðna fólkið með ýmsum
uppátækjum sínum. Þeim tekst að
velta upp nýjum hliðum á veruleik-
anum og þótt atburðimir hafi
stundum afdrifaríkar afleiðingar sit-
ur gamansemin í fyrirrúmi. Ritstíll
Guðmundar Ólafssonar er hnyttinn
og skemmtilegur og nýstárlegar
teikningar Gretars Reynissonar ýta
undir hugmyndaflugið og auka gildi
bókarinnar. Bókin er 128 bls., prent-
uð hjá Prentstofu G. Benediktssonar
í Kópavogi. Verð kr. 1098.
Dalur hestanna
eftir JeanM. Auel
Jean M. Auel vann sannarlega hug
og hjörtu íslenskra lesenda með
hinni stórfenglegu skáldsögu sinni,
Þjóð bjarnarins mikla, sem Vaka -
Helgafell gaf út í fyrra og fjallar um
líf stúlku af ætt nútímanmannsins
fyrir 35.000 árum sem elst upp hjá
fomri kynkvísl Neanderdalsmanna
sem ekki getur náð lengra á þróunar-
brautinni. Dalur hestanna er önnur
bók Auel sem kemur út á íslensku
og í henni er sem fyrr að finna hina
magnþrungnu spennu sem hrifið
hefur milljónir lesenda um allan
heim. Dalur hestanna er sjálfstætt
framhald bókarinnar Þjóð bjamar-
ins mikla. Saga Aylu, sem birtist í
bókinni, er í senn spennandi og
áhugaverð. Hún á erindi til allra
nútímamanna sem vilja forvitnast
um uppmna sinn og öðlast betri
skilning á sínum innra manni. Jean
M. Auel kom hingað til lands síðast-
liðið haust og flutti meðal annars
fyrirlestur um verk sín. Kom þar
fram hversu ómælda undirbúnings-
og rannsóknarvinnu hún hefur lagt
á sig við skáldsagnagerðina. Dalur
hestanna er 533 bls. og unnin í Prent-
smiðjunni Odda hf. í Reykjavík.
Ásgeir Ingólfsson og Bjarni Gunn-
arsson þýddu. Verð kr. 2380.
Ný spennusaga eftir Ken Fol-
lett, Víkingasveitin
Vaka-Helgafell hefur gefið út nýja
sögu eftir hinn geysivinsæla spennu-
sagnahöfund Ken Follett sem er
íslenskum lesendum aö góðu kunn-
ur. Sögusvið nýju bókarinnar,
Víkingasveitin, er Iran. Tveir banda-
rískir kaupsýslumenn sem starfa við
tölvufyrirtæki þar í landi eru hand-
teknir og ákærðir fyrir glæpi sem
þeir hafa ekki framið. Diplómatískar
sáttaleiðir reynast ófærar þannig að
hópur manna ákveður að láta til
skarar skríða og ætlar að frelsa
mennina úr klóm írana. Þessi bók
er að hluta til byggð á sannsöguleg-
um atburðum. Fyrri bækur Ken
Folletts hafa norið feikivinsælda og
margir telja hann ókrýndan konung
spennusagnanna. Bókin er 312 blað-
síður. Brian Pilkington teiknaði
kápumynd. Helgi Már Barðason
þýddi. Verð kr. 1488.
Bók um ævintýramanninn Jón
Ólafsson ritstjóra
Út er komin hjá Vöku-Helgafelli ný
bók eftir Gils Guðmundsson sem ber
titilinn Ævintýramaður: Jón Ólafs-
son ritstjóri. I henni er rakin ævi
Jóns Ólafssonar sem var einn litrík-
asti íslendingur síðustu aldar, rit-
stjóri, þingmaöur, Alaskafari og
ævintýramaður. Aðeins átján ára að
aldri var Jón orðinn ritsjóri lands-
málablaðsins Baldurs. Á síðum
blaðsins lét hann í ljós skoðanir sínar
á þeim málum sem hæst bar í þjóðlíf-
inu og lenti brátt í illvígum deilum
við yfirvöld og ýmsa mektarmenn í
Reykjavik. Aðfangadag jóla árið 1872
hófst útgáfa nýs blaðs undir ritstjórn
hans. Það var Göngu-Hrólfur sem
ætlað var að koma út 48 sinnum á
ári og beijast gegn ófrelsi, ranglæti,
heimsku og fáfræði eins og segir í
ávarpi ritstjórans. Ekki leið þó á
löngu áður en Jón ritstjóri var aftur
kominn upp á kant við yfirvöldin.
Jón varð að flýja land og hélt til
Bandaríkjanna. Þar lenti hann í ýms-
um ævintýrum. Hann fór í könnun-
arleiðangur til Alaska á vegum
bandaríska sjóhersins og hafði uppi
áform um að stofna þar íslendinga-
nýlendu sem hann taldi geta gert
ísland að heimsveldi! Árið 1875 sneri
Jón þó aftur til íslands og gerðist enn
ntstjóri en síðar alþingismaður. Jón
Ólafsson lést árið 1916. Gils Guð-
mundsson er öllum kunnur fyrir
ritstörf sín og þátttöku í stjómmál-
um. Bókin er 282 bls. og í henni eru
margar myndir sem tengjast efninu.
Verð kr. 2386.
Silfurstóllinn
íflá Alnmenna bókafélaginu er kom-
in út bókin Silfurstóllinn eftir C.S.
Lewis. Er þetta fjórða ævintýrabókin
eftir C.S. Lewis sem kemur út á ís-
landi.
í Silfurstólnum er Kaspían, kon-
ungur í Narníu, orðinn gamall.
Einkasyni hans, Rilían, hefur verið
rænt en nú er mikil þörf fyrir hann
til að taka við konungdómi svo aö
ríkið lendi ekki í höndum óvinanna.
Tveir breskir skólakrakkar, Elf-
ráður Skúti og Júlía, eru komnir til
Narníu. Það kemur í þeirra hlut að
leita kóngssonar en þau hefðu ekki
komist langt á hinum hættulegur
leiðum sem þau verða aö fara ef
fenjavingullinn Dýjadámur hefði
ekki slegist í för með þeim.
Bókin er 252 bls. að stærð. Verð kr.
845.
Olla og Pési
Bamabókin Olla og Pési eftir Ið-
unni Steinsdóttur er komin út hjá
Almenna bókafélaginu. Sagan gerist
í Reykjavík.
Þótt þau Olla og Pési séu afar við-
felldin börn láta þau ekki bjóða sér
hvað sem er, síst Olla. Hún elst upp
hjá þremur sérvitringum sem búa á
síðasta bændabýlinu innan borgar-
markanna. Vandamál kemur upp
sem fullorðna fólkið á erfltt með að
ráða við.
Þá taka börnin til sinna ráða og
hefja baráttu. Skáldi, Málfríður og
hesturinn Rauður, sem er vinur Ollu,
leggja öfl fram krafta sína börnunum
til hjálpar.
Höfundurinn, Iðunn Steinsdóttir,
hefur hlotið margvíslegar viður-
kenningar fyrir ritstörf sín.
Búi Kristjánsson myndskreytti
bókina. Bókin er 176 bls. að stærð.
Verð kr. 935.