Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Blaðsíða 32
44 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987. Sviðsljós Ólyginn sagði... Ali MacGraw leikkonan þekkta hefur lítið haft sig í frammi á hvíta tjaldinu upp á síðkastið. Þegar hún var ung og óþekkt dreymdi hana um að verða innanhússarkitekt. Nú þegar hún er orðin rík ætlar hún að gera alvöru úr draumn- um, hætta í kvikmyndaleik og snúa sér að gamla draumnum. Vegna vinnu sinnar sem leikari hefur hún sambönd á réttum stöðum og hefur fengið tilboð um hönnun á veitingahúsi sem Dustin Hoffman ætlar að setja upp. Marlon Brando á son sem heitir Christian sem er orðinn 29 ára gamall. Christ- ian hefur lengi dreymt um að feta í fótspor föður sins og verða frægur leikari. Marlon Brando hefur staðið á móti og reynt að letja son sinn sem mest. Marlon telur að þátttaka í kvikmyndabransanum hafi óholl áhrif á fólk. Nú hefur Christian fengið hlutverk í ít- alskri spennumynd. „Leiktu þá bara" segir Brando, „en pass- aðu þig aðeins á þvi að verða ekki of upptekinn af pening- um!" eru skilaboð föðurins. Raisa Gorbatsjova var þegar hún kom fyrst fram í sviðsljósið litin hornauga af sovéskri alþýðu fyrir að vera ímynd vestrænnar úrkynjunar. En nú er hún elskuð af kven- ajóðinni í Sovétríkjunum fyrir sær breytingar sem hún hefur orðið völd að. Sovéskur al- menningur hefur lengi þráð að geta klætt sig eftir tísku vest- rænna þjóða. Vegna áhrifa frá Raisu hefur almenningur nú mun greiðari aðgang að tísku- vörum en áður var. Söngvari á Saab Einn dýrasti bíll landsins var af- hentur af Globusumboðinu fyrir stuttu og var það stórsöngvarinn Kristján Jóhannsson sem festi kaup á honum. Bifreiðin kostar um 1800 þúsund krónur og er búin öllum fylgihlutum sem Saabumboðið býöur ugp á. í bílnum er sjálfvirk loftkæling/ hitun, ökutölva, ABS hemlar, aUur leðurklæddur og búinn 175 din hest- afla vél. Kristján ætti að geta náð 250 kílómetra hraða á honum enda er bíllinn búinn sérstakri straumlínu- lögun (airflo kit). Nafn bílsins er Saab 9000 Turbo, 16 ventla. Globusfyrirtækið afhenti Kristjáni bílinn fyrir skömmu, og lét kampa- vinsflösku fylgja með í kaupbæti. Það ætti því ekld að væsa um Kristján í nýja bílnum, en hann er nú að kaupa sinn annan bíl af Saab 9000 gerðinni. DV-mynd GVA „Hann þyrfti ekki að skammast sín á hraðbrautunum á ltalíu,“ gæti Kristján verið að segja er hann tekur við nýja bílnum. Svo virðist sem það sé stór- hættulegt geðheilsu manna að verða súperstjarna í tónlistinni. Michael Jackson er kominn með sjúklegt hreinlætisæði og heimt- ar að fólk beri grímur ef það er nálægt sér. Hann heldur stund- um að hann sé teiknimyndafíg- úran Pétur Pan og auk þess er nánasti vinur hans api af teg- undinni sjimpansi. Einn álíka frægur og Michael virðist einnig vera orðinn meira en lítið ruglaður. Hann hefur fengið þá grillu í kolhnn að tjá- skipti á töluðu máh séu óþörf eða jafnvel til óþuiftar. Hann hefur samband við annað fólk með hugboðum og notar ekki talað mál nema í ýtrustu neyð. Þessi þráhyggja hans hefur komið honum í mikil vandræði. Sheena Easton, breska söng- konan, hefur nú yfirgefið hann eftir nokkurra mánaða sambúð því hún þolir ekki lengur viö í orðlausu sambandi. Prince átti það til að bjóða henni út að borða, sitja aht kvöldið og senda henni hugskeyti í sífehu. Sheena var víst ekki sérstaklega mót- tækileg fyrir þannig tjáskiptum og sagði honum því upp á gamla móðinn, það er að segja munn- lega. Fréttir hafa einnig borist um fækkun í starfsliði kappans. Starfsmenn hans eru reknir fyr- ir þá einu sök að skhja ekki hugsendingar kappans. Þannig hafa nokkrir einkabílstjórar fengið að fiúka fyrir að vita ekki hvert ætti að keyra kappann. Prince finnst algjör óþarfi að nefna svo einfalda hluti þegar hægt er að nota hugskeyti. Ruglaðir listamenn Ekkert likur Theo Strákurinn, sem við þekkjum und- ir nafninu Theo í þættinum Fyrir- myndafaðir, heitir í rauninni Malcolm Jamal Wamer. Hann er nú 17 ára gamall og er einkabarn. Faðir hans og móðir skildu þegar hann var ungabarn og hann hefur búið hjá móöur sinni síðan. Malcolm segist ekkert vera líkur Theo í þáttunum, til þess sé bak- grunnur þeirra alltof ólíkur. Theo er einn af fimm börnum Huxtablehjón- anna og mikið líf og fjör í fjölskyldu- lífinu. í raunveruleikanum er allt miklu rólegra hjá honum og móður hans. Eitt segist Malcolm þó eiga sameiginlegt með Theo Huxtable, að hann er brjálaður í sætar stelpur. Vegna þátttöku sinnar í Bill Cos- by-show, getur Malcoim ekki stund- að nám á venjulegan máta. Skólaganga hans einskorðast við mánuðina apríl til júní og getur hann ekki einu sinni sótt skólann heldur fær hann verkefni send heim til úr- lausnar. Malcolm hefur ekkert breyst þótt hann sé orðinn frægur. Frægðin hefur ekki stigið honum til höfuðs. Hann gerir ekkert skemmti- legra en að umgangast vini sína frá því áður en hann varð frægur. Malcolm segir að meiningin sé að láta Fyrirmyndafóðurinn ganga í tvö ár í viðbót en síðan ætli Bill Cosby að hætta. Malcolm Jamai Warner vonast til þess að vera orðinn nógu þekkt nafn þá til þess að fá fleiri hlut- verk og geti losnað við Theoímynd- ina á auðveldan hátt. Theo Huxtable heitir Malcolm Jamal Warner i raunveruleikanum og hér sést hann með raunverulegri móður sinn, Pamelu Warner.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.