Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987. 9 Utlönd Búa sig undir hefndir í kjölfar hótana ísraelsmanna um hefndir vegna loftárásarinnar á her- stöð í ísrael efla Palestínumenn í Líbonon míloftvarnir sínar og koma óbreyttum borgurum í skjól. Forsætisráðherra ísraels, Yitzhak Shamir, ásakaði Sýrlendinga um ár- ás Palestínuarabans sem lenti vélknúnum svifdreka í herstöðinni og varð sex manns að bana. Hryðju- verkasamtök Palestínumanna, er nefnast Alþýðufylkingin og hafa að- setur í Damaskus, lýstu yfir ábyrgð á árásinni. Sakaði Shamir yfirvöld í Sýrlandi um aö styðja við bakið á samtökunum. Nærri hálfum sólarhring eftir árás- ina, sem gerö var á miðvikudags- kvöld, skutu ísraelskir hermenn annan skæruliða til bana. Fannst hann nálægt öðrum svifdreka rétt fyrir norðan landamæri israels og Líbanons. Samtais voru það fimm skæruliðar sem fóru á svifdrekum í árásarferðina. Þrír komu heilir á húfi heim. Lautinant reynir að hugga hermann sem missti félaga sína í loftárásinni á ísraelska herstöð á miðvikudags- kvöld. Símamynd Reuter ísraelskur hermaður virðir fyrir sér lík Palestínuarabans sem lenti svifdreka sínum við ísraelska herstöð og skaut sex manns til bana áður en hann var felldur. Símamynd Reuter Fangar vilja ekki frelsi Gizur Helgason, DV, Liibedc Pólítískir fangar í Austur-Þýska- landi vilja ekki frelsi I fjöldanáðun sem gerö var í tilefni af 38 ára af- mælis lýðveldisins. Meö fjöldanáð- un missa þeir af þeim möguleika að veröa keyptir lausir af vestur- þýskum sljórnvöldum. Hinn 17. júní síðastliðinn til- kynntu stjórnvöld í Austur-Þýska- landi aö fjöldi pólítískra fanga yrði náðaður. Tilkynningin var birt skömmu áður en leiðtogi A-Þýska- lands, Erich Honecker, fór í sína fyrstu opinberu heimsókn til V- Þýskalands. Búast hefði mátt við að fangarnir yrðu frelsinu fegnir en svo var þó ekki. Þann 12. desember næstkom- andi á að vera búiö að sleppa fongunum úr prisundinni. Allflest- ir þeirra sem sleppt verður hafa setið inni vegna stjórnmálaskoð- ana. Þeir sem sitja inni vegna morða, innbrota, njósna eöa stríðs- glæpa eiga enga von um náðun. Stór hluti þeirra sem setið hafa inni vegna stjómmálaskoðana er fólk sem reynt hefur að flýja sæl- una í austri og hefur verið dæmt fyrir flóttatilraunir. Náðunin setur strik f reikninginn hjá því því að um leið minnka möguleikar þess á aö komast til Vestur-Þýskalands. í mörg ár hafa V-Þjóðverjar gert samninga við bræður sina í Aust- ur-Þýskalandi um kaup á pólítfsk- um fóngum og lítur hluti fanganna á fangelsisvistina sem eins konar millilendingu á leiöinni til Vestur- Þýskalands. Hóta eldflaugaárásum íraskir hermenn i aðgerðum innan landamæra írans. Simamynd Reuter írakar hótuðu í gær að hefja eld- flaugaárásir og loftárásir á Teheran, höfuðborg írans, ef íranir létu ekki af eldflauga- og stórskotaliðsárásum sínum á borgir í írak. Talsmaöur varnarmálaráðuneytis íraks sagði í gær að ef íranir héldu árásum sínum á borgir í írak áfram yrði svarað í sömu mynt með öllum þeim eldfiaugum og loftárásastyrk sem írak býr yflr. Sagði talsmaðurinn að írakar byggju yfir tólum og búnaði til mik- illa eyðileggingaárása á íranskar borgir og að íranir fengju brátt aö finna fyrir því ef þeir ekki gengju að kröfum íraka. Þessi yfirlýsing íraka fylgdi í kjöl- far yfirlýsingar frá írönum þess efnis að þeir hygðust nú taka í notkun nýja tegund eldflauga í stríðinu við írak. Skutu tvo ræningja Farþegar á almenningsvagni i —nT" Rio de Janeiro í Brasilíu skutu i V A*. v V gær til bana tvo unglinga, sem ætl- uðu aö ræna farþega í vagninum. SKmfi* íkj Fjórir unglingar réðust inn i vagninn og ógnuðu farþegum hans með leikfangabyssum. Að sögn sjónarvotta stóðu þá tveir farþegar upp úr sætum sínum og hófu skot- mm ?!iipi hríð á unglingana. Tvö ungmenn- anna lágu í valnum eftir skothríð- ina en hinir tveir komust undan á hlaupum. m .—UULHW. ÍL.. Farþegarnir tveir hurfu þegar af vettvangi og er ekkert vitað um hvetjir þeir eru. Mikið er um rán í Rio de Janeiro og segja talsmenn stéttarfélags strætis- vagnastjóra að um tuttugu rán séu framin daglega í almenningsvögnum borgarinnar. Taliö er að annar unglinganna tveggja sem komust undan í gær sé særður. Gíslum sleppt í dag? Talið er líklegt að tveim frönsk- um gíslum verði sleppt í Líbanon í dag. Mannræningjar úr flokki mú- hameðstrúarmanna, sem fylgjandi eru írönum, tilkymntu í gær að þeir hygðust sleppa tveim gislum og fóru þess á ieit að franskir stjórnar- erindrekar væru reiðubúnir til að taka við þeim. Ekki var getiö um hvetjir gíslamir tveir væru. Með tilkynningunni fylgdi ljós- mynd af franska gislinum Jean Louis Normandin, þrjátíu og íimm ára gömlum tæknimanni, sem rænt var í Beirut i marsmánuði síðastliðið ár. Mótmæla gyðingaofsóknum Um tuttugu þúsund argentinskir gyðingar efiidu í gær til aðgerða í miðborg Buenos Aires, til að vekja athygli á vaxandi ofsóknum gegn gyðingum í landinu. Ofsóknir þessar bijótast einkum út í árásum á helgi- hús gyðinga og greftrunarreiti þeirra. Undanfarna mánuði hefur hvað eftir annað komið til sprengjuárása á helgidóma gyðinga og jafnframt hafa skemmdarverk verið unnin á gröfum þeirra. Ekki er vitaö hveijir standa að verkum þessum. Ein árásin fylgdi í kjölfar handtöku á Joseph Schwammberger, sem taiinn er hafa gerst sekur um stríösglæpi í síðari heimsstyijöldinni. en hann hefur búið í Argentínu um árabil. Mótmælin halda áfram Mótmælaaðgerðir stjórnarand- stæðinga í Dacca, höfuðborg Bangladesh, héldu áfram í gær, þráttt fyrir bann stjómvalda í landinu við íjöldafundum, göngum og öörum aðgerðum. Fimm slösuðust í átökum við lög- reglu í borginni í gær og sjónarvott- ar segja aö hópur skólafólks hafi veitst aö bifreið menntamálaráö- herra landsins og brotið framrúðu í henni. 243 létu lífið Staðfest hefur veriö að tvö nundr- uö fjörutiu og þrír létu lífiö og nær niutíu þúsund eru heimilislausir, eftir að fellibylurinn Nína gekk yfir Filippseyjar í gær. Talið er að fjöldi látinna sé í raun nokkru meiri. Töluvert eignatjón varð af völd- um fellibyljarins. Nína er fimmtándi fellibylurinn sem gengur yfir Filippseyjar á þessu ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.