Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987. Lesendur Innkaupaferðir til útianda: Merki um velmegun eða sjúkt efnahagslrf? Bjarni Sigurðsson skrifar: Það er í tísku núna að óskapast mikið vegna ferða íslendinga til útlanda í innkaupaferðir. Síðast í gærkvöldi var á Stöð 2 sérstakur fréttaþáttur um málið. Mér fannst þar, sem annars staðar, þegar þetta mál er rætt, að þeir er heima eru setji sig í stellingar, eins hvers kon- ar dómarasæti, og hvessi augun eða setji í brýrnar. í sama fréttatíma var einnig við- tal við viðskiptaráðherra og- hann var mun raunsærri í umfjöllun sinni og sagöi sem var að þetta væri sjálfskaparvíti að miklu leyti, tollar væru hér óþarflega háir á ýmsum nauðsynjavörum og fleira í þeim dúr. Ráðherra bætti raunar við aö þessar ferðir væru nú kannski ekki eingöngu farnar til þess að gera innkaup. Ekki mætti gleyma því að verið gæti að fólk notaði þessar ferðir sér til ánægju líka. - Þessi þáttur er sjaldan ræddur en er þó mikilvægur í umræðunni. Fargjaldið til Glasgow eða Amst- erdam er nefnilega ekki svo hátt að fólk gerir góð kaup að fara til þessara nágrannaborga og borga kannski milli 15 og 17 þúsund krón- ur fyrir flugfar og gistingu í þrjár „Annað og betra andrúmsloft en hér heima,“ að sögn, segir bréfritari. Götumynd frá Amsterdam i Hollandi. til fimm nætur, auk þess að geta notað ferðina til að gera hagkvæm innkaup. En þau gerir enginn mað- ur á þessu landi. Það getur svo sem verið frei- standi að sitja heima í stofu og horfa á Glasgowfara og aðra sem eru að koma að utan færandi varn- inginn heim. En mér finnst það nú ekki vera verkefni fyrir sjónvarps- menn, kannski á frímiðum frá flugfélögunum, að elta þetta fólk sérstaklega uppi til að toga upp úr því hvað það hafi keypt, hvað það hafi drukkið mikið af bjór og hvort það hafi notað Visa- eða Eurokort! En nú er komið að einni mikil- vægri spumingu. Eru þessar utanlandsferðir fólks merki um velmegun eða einkenni um sjúkt efnahagslíf þjóðarinnar? Hvernig sem þessi spurning er til mergjar krufin stendur eitt upp úr: fólkið í landinu virðist hafa nóg íjármagn að spila úr og það sér maður ein- mitt í þessum sjónvarpsþáttum þar sem sjá má fólk úr flestum stéttum þjóðfélagsins flykkjast í innkaupa- ferðirnar, úr fiskvinnslu, verslun- arstéttinni, og öðrum stéttum sem verkalýðsforingjar eru að gera að ölmusufólki í orði. Hins vegar má líka segja sem svo að í þjóðfélagi, þar sem meirihluti þjóðarinnar fer utan ár hvert, oft einungis til þess eins að komast af landinu og njóta annars og betra andrúmslofts en hér er, að sögn, og komast betur af fjárhagslega þann tíma, sem dvalið er í útlönd- um, hlýtur efnahagslífið a.m.k. að vera meira en lítið sjúkt. Og kannski ekki bara efnahagslífið, heldur andrúmsloftið einnig. Móðurmálið: Islensk þjóð til hjálpar TaugatHringur í piparjúnkunum? H.B. skrifar: Nú geysast íslenskar konur fram á ritvöllinn á lesendasíðum DV og er þeim mikið niðri fyrir. Tiiefnið er innflutningur á kvenfólki frá Asíuiöndum. Konur iýsa áhyggjum sínum vegna kynblöndunar við íslenskst afbrigöi hins norræna víkinga- stofns. Ég hef lúmskan grun um aö þetta sé ekki hin raunverulega ástæða, heldur sé um að ræða ótta viö samkeppni og hreina öfund. Ég veit ekki betur en mörg hundruð útlenskra karlmanna flykkist hingað til lands um hverja helgi til að njóta samvista við íslen- skar konur sem eru rómaöar fyrir blíöu sína. Kæru íslensku konur, ég held að af nógu sé að taka hjá ykkur. Verið ekki að agnúast út í hinar austurlensku kynsy stur ykk- ar. Nú þegar eyðniplágan heijar á Vesturlönd verða menn að vanda val á lífsförunaut sínmn og tel ég það vera orsök þess að íslenskir karlmenn sækja í auknum mæli eiginkonur til Austurlanda. Eg hef ferðast talsvert um Aust- urlönd fjær og ég leyfi mér að halda því fram að á margan hátt stendur fólk þar á miklu hærra siöferðis- plani en þjóðir Vesturlanda. Við höfum ekkert eftii á að líta niður á þetta fólk. Það er vinnu- samt og eðlisgreint og fegurð og trygglyndi austurlenskra kvenna er við brugðið. Þær stunda td. ekki vændi nema til að afla sér og fjöl- skyldum sinni lífsviðurværis. Allt sem flokkast undir lauslæti er þeim fjarri skapi. Ég ráðlegg öllum karl- mðnnum sem vilja eignast tryggan lífsförunaut að giftast austurlensk- um konum. Textar og þýðing ar á Stöð 2 Spumingin Hvar finnst þér fallegast á landinu? Gylfi Magnússon: I Þórsmörk, svona fljótt hugsað. Helga Vigfúsdóttir: Á Fljótsdals- héraði og þaðan er ég líka. Jón Egill Bragason: í Skagafirði enda er ég þaðan. Sverrir Magnússon: Lómagnúpur í vetrarsól kl. 7 að kvöldi. Jóna Ágústsdóttir: í Skagafirði kl. 2 að nóttu, séð ofan af Vatnsskarði. Edith Sehanz: Ef til vill við Mývatn, svona í fljótu bragði. Dómald Ásmundsson skrifar: íslenska þjóð, ég vil biðja þig hjálp- ar og bjóða þér mína til þess að fá ríkisstjórn landsins til að hætta að neyða okkur til að kaupa vörur und- ir fölsku vörumerki, eins og viðgeng- ist hefur undanfarin ár. Það er ekki ólíkt því að Mjólkur- samsalan setti helming rjóma í rjómafernu og fyllti síðan upp með ólyfjan. Ég tek það hins vegar fram að þetta myndi aldrei gerast þar og ríkisstjórnin ekki láta slíkt viðgang- ast því að það væri hrein morðtil- raun. En er þá það sem ríkisstjórnir hafa leyft drepandi? Ég segi já. Að láta ráðast á móðurmálið og koma með erlenda eftiröpun er líka drepandi. Og sönnunin er þessi: Eftir að við erum búin að hafa fuli- veldi í rúm 40 ár hafa 10 ára bðm ekki eitt einasta íslenskt orö eins og við notuðum upp úr aldamótunum síðustu. „Þykjustu“skáldin hrósa hvert öðru og segja að þjóðin eigi ekki að lifa á ljóðum gamalla skáld- goða. Á þennan hátt svívirða þau Hall- grím Pétursson, sem ávallt er nýr, svo og önnur bestu skáld þjóðarinn- ar, allt fram yfir 1920. Og þú, íslenska þjóð, vaknar ekki við þessi svívirð- ingaróp þykjustuskáldanna þar sem hver fáviskan flýtur ofan á annarri. Lítum svo á eina vísu úr rímum eftir Örn Arnar: Lærði að þekkja bakka, brok, bólstra, mekki, þoku, fok, brælu, strekking, rumbu, rok reynslu fékk um tregðu og mok. Sjáið orðafjöldann sem barnið fær frá þessu skáldi. Og öll orðin íslensk eins og þá var venja. En eftir þykj- ustuskáldin sést ekkert orð íslenskt eins og það á að vera eftir tíu alda gamla hefð. íslenska þjóð. Ég heföi aldrei minnst á þetta nema af því að ég varð fyrir því láni að búa til kennslu- verk í Ijóðagerð. Upp úr því gæti ég kennt öllum börnum í Reykjavík, þeim sem orðin eru læs og geta skrif- að, öll þau orð sem þau þurfa að nota. Einnig að búa til vísur sem tald- ar hefðu verið á hagmælskan mælikvarða um síðustu aldamót. Það getur verið að mér tækist að kenna þetta á einum klukkutíma. En 10 til 12 ára böm væru vart andlega heilbrigð ef þau þyrftu meira en 2 til 3 tíma. Að lokum. Fáið alþingismenn eða aðra sem fara með fjöregg þjóðarinn- ar til að hafa samband við mig sem fyrst því vegna lyfjanotkunar og elli sækir gleymskan fast á mig. Það yrði óbætt tjón ef þetta færi með mér ónotað þegar ég hverf héð- an. Ég tek ekkert fyrir að kenna en þigg ykkar hjálp til aö hrinda þessu í framkvæmd. Hugmynd mín er sú að íslensk börn geti búið til vísur sem sungnar verði inn í hljóðeinangruð tæki sem kall- ast ljóðlárar. Vísurnar yrðu allar ljóðbundnar, stuðlaðar, samrímaðar og með hrynjandi. Kannski kæmi að því að einhverjir uppgötvuðu menntunarskort sinn! Vísur eftir, segjum fimm, sex eða sjö ára börn frá Islandi! Væri það ekki góð auglýsing erlendis? Rúnar hringdi: Ég sé mig tilneyddan að setja fram skoðanir mínar um ofangreint efni vegna þess að ég er alls ekki sáttur við hvernig staðið er að textagerð og þýðingum hjá þessari annars ágætu sjónvarpsstöð. Þeir eiga það til, þýðendumir, að sleppa þýðingu texta alveg úr, ef þeim finnst, að því er maður hefur á tilfinningunni, eitthvað „þungt“ koma fyrir. Auðveldlega má fyrir- gefa smáyfirsjónir við og við, en þetta gengur fram úr hófi. Óþarft er að nefna dæmi, en get þó látið tvö fylgja hér með: „He was stoned“ verður: hann var grýttur - og „Give me the cologne“ verður: hentu í mig byssunni! Skyldu þýð- endur hjá Stöð 2 hafa próf, t.d. í ensku? Endursýningar á myndum eru einnig hvimleiðar. Dæmi: íslands myndin (Iceland) og Rocky 4. Ég hef margsinnis reynt að ná sambandi við yfirmann þessara mála hjá Stöð 2, en án árangurs. Þið verðið að fara að taka ykkur heldur betur á Stöðvar-menn, svo að ég þurfi ekki að fara að endurskoða afstöðu mína í sambandi við mynd- lykilinn og framhald áskriftar. Gaman væri að heyra frá ykkur um þessi atriði sem ég hef minnst á hér. Hringið í síma 2 7 AQrt JL U o ú miHi kl. 13 og 15 eða skxifið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.