Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987. 11 Utlönd Til í allt nema nektardans í gær matreiddu Bandaríkjamenn þrjú hundruð og fimmtíu þúsund tonn af kalkúnum. Að eldamennsk- unni lokinni settust þeir niður til þakkargjörðarmáltíðar og innbyrtu, að því er áætlað er, um sextíu þúsund tonn af kjötinu. Nær þrjú hundruð þúsund tonn geymast til að narta í um komandi helgi og í ótölulegan íjölda af samlokum næstu daga og vikur. Tilefni eldamennskunnar og kalk- únátsins var hinn árlegi þakkar- gjörðardagur Bandaríkjamanna. Þann dag gjöra þeir þakkir fyrir vel- megun sína og mátt og að sjálfsögðu þá guðs náð að mega vera Banda- ríkjamenn. Framfarir? Afturför? Bandaríkjamenn hafa ríka ástæðu til þakkargjörðar en hið sama er ekki hægt að segja um íbúa margra ann- arra heimshluta. Börnin í Khayelitsha-hverfinu í Höfðaborg í Suður-Afríku eru varla mjög þakklát fyrir sinn hlut í lífmu. Fátækt, næringarskortur, kynþátta- misrétti og fáfræöi leggjast þar á eitt til að skerða möguleika þeirra til betra lífs. Meðal þeirra geisa enn berklar og aðrir þeir sjúkdómar sem nær útrýmt hefur verið í auðugri samfélögum. Og það í næsta ná- grenni við sjúkrahúsið þar sem Christian Barnard og aðrir snjallir læknar hafa þróað og fullkomnað hjartaskurðaðgerðir sem veitt hafa mörgum velmegandi borgaranum lengra og betra líf. Bisness Að sjálfsögðu er það nánast fárán- legt að ætla að bera saman heilbrigð- isþjónustu við vesæla og snauða annars vegar og okkur sem nóg höf- um hins vegar. Þjónusta við hina snauðu er góðgerðarstarfsemi, þjón- ustan við velmegandi lýtur hins vegar fyrst og fremst lögmálum við- skipta. Sá tími kemur eflaust að heilbrigð- isþjónusta við þjóðir þriðja heimsins verður arðbær og þá leysast öll þeirra vandamál. „Bisnesslögmálin“ breiðast enda út eins og eldur í sinu og eru nú meira að segja að ná tökum á Kremlverjum. Einkaframtakið er loks aö ná sessi sínum í þessu höfuð- vígi bolsévíka, enda eru þeir nú farnir að selja skyrtuboli með mynd- um af Tomma og Jenna við Rauða torgið. Þetta einkaframtak er að vísu smátt í sniðum enn því hver skyrtu- bolur gefur vart miklu meira en fimm hundruð krónur eða svo í aðra hönd. Á Vesturlöndum hefur við- skiptalíf hins vegar þróast mun lengra. Þar er raunar nánast ekkert að finna sem ekki gengur kaupum og sölum og nú í vikunni voru til dæmis seld handskrifuð blöð úr glósubókum snillingsins Alberts Einstein. Búist var við að hvert blað seldist á um fimm hundruð þúsund sterlingspund, eða um þrjátíu millj- ónir íslenskra króna. Þrjú hundruð og fimmtiu þúsund tonn af kalkúnum fóru í steikarofna Bandarikjamanna i gær. Símamynd Reuter Draumur í rúst Jafnvel á Vesturlöndum geta draumar kaupahéðna þó brugðist og jafnvel snúist í martröð. Þarf þar ekki einu sinni verðhrun í kauphöll- um til. Carlos .Lehder Riva átti stóra drauma. Hann dreymdi um að veröa forseti Ameríkuríkisins Kólumbíu, svo og að verða stærsti fíkniefna- höndlari veraldar. Hugðist hann ná markmiðum sínum með því að metta land sitt með fíkniefnum og ná þann- ig tökum á þjóðinni, enda sá hann í efnunum sterkt og nær algerlega ónotað stjórnmálaafl. Honum urðu þó einhvers staðar á mistök í skipulagningu því nú situr hann í fangelsi í Flórida og afplánar átta ára dóm. Ríki Suður- og Mið-Ameríku eru meðal þeirra sem skorið hafa upp herör gegn fíkniefnum, framleiðslu þeirra og dreifingu. Yfirvöld í þess- um ríkjum hafa beitt lögreglu og her gegn framleiöendum og seljendum undanfarna mánuði og hefur tekist að uppræta nokkurn hluta fram- leiðslunnar. Á miðvikudag brenndu yfirvöld í Panama hálfu þriðja tonni af kókaíni, márijúana og morfíni, sem hafði átt að fara á Bandaríkja- markað. Brennur af þessu tagi eru orðnar nokkuð algengar víða um heim og er þeim ætlað að vekja athygli al- mennings á því hversu umfangsmik- ið fíkniefnavandamálið í raun er. Friður-ófriður Meðan stríðið gegn fíkniefnunum er í algleymingi sendu íbúar Osló- borgar friðarboða til Bretlandseyja. Sendingin var risavaxið grenitré sem þeir sendu íbúum London að gjöf. Er þetta í fertugasta og fyrsta sinn sem Oslóbúar sýna á þennan hátt velvilja sinn og þakkir fyrir stuðning Tvö og hálft tonn af fíkniefnum brennt i Panama. Simamynd Reuler og aðstoð meðan á hernámi Þjóð- veija í Noregi stóð í síðari heims- styrjöldinni. Friðarboðar eru sjaldgæfari í Mið- Austurlöndum. Þaðan bárust þær fregnir í vikunni að tæknimönnum hefði tekist að hanna nýja tegund af gasgrímum sem henta sérstaklega vel fyrir börn á aldrinum tveggja til átta ára. Grímum þessum er ætlað að vernda börnin ef arabar skyldu grípa til gasárása í heilögu stríði sínu við ísraelsmenn. Að sjálfsögðu fengu öll börn í barnaskólum Ísraelsríkis sérkennslu í meðferð, notkun og viðhaldi þessar- ar nýju tegundar af grímum. Ef til vill koma grímurnar í góðar þarfir þótt arabar beiti ekki gasi fyr- ir sig. Gaslekar í verksmiðjum og slys í gasílutningum hafa verið al- geng undanfariö. í vikunni urðu fjögur slík slys í Frakklandi einu saman. Þótt ekki drægi til alvarlegre tíöinda af völdum þessara slysa þykja þau viðvörun um aö fyrr eðe síðar verði eitt verulega stórt. líkt og jarðskjálftar í Kaliforníu minns sífellt á þann stóra sem talinn er framundan. Einn slíkur varð einnig í vikunni. Gegn karlrembunni Og loks er það svo forsetaframbjóð- andi í Suður-Kóreu. Hún heitir Hong Sook-ja og býður sig ekki aðeins fram til forsetaemfc- ættis heldur jafnframt gegn karl- rembu þeirri sem landlæg mun í Kóreu. kúgun konunnar og stein- runnum félagslegum höftum. „Karlme'nn eru allir flagarar.“ seg- ir hún og kveðst hafa skilið vic eiginmann sinn vegna þess hversu mikill flagari hann var. Segir hún hlut kvenna í S-Kóreu illa fyrir borð borinn. Þær fái ekki að hafa áhrif á framgang mála og búi við gífurlegt ofríki karla. jafnt heima fyrir sem á opinberum vettvangi. Hong Sook-ja telur tímabært að kona komist til æöstu metorða í landi sínu. Raunar segir hún að karlmaður í forsetaembætti geti ekki náð fram þeim breytingum sem nauðsynlegar séu. Til þess sé þeim ofríkið. þröng- sýnin og flagarahátturinn of tamur. Hong er ekki fvrsta konan sen: býður sig fram til forseta í S-Kóreu. Árið 1960 tilkvnnti Park Sun-Chur framboð sitt og hlaut eitt atkvæði: kosningunum. Ef til'vUl verður Hong þó fyrst? konan sem nær pólitískum árangri. Hún segist enda reiðubúin til hvers sem er til að ná markmiðum sínum. Hún er tilbúin til að gera verkfall: eldhúsinu. taka hverju því sem kosn- ingabaráttan leggur á herðar henn: og jafnvel ganga um nakin ef þa" gæti orðið málstað kvenna til fram- dráttar. Hún segist þó ekki reiðubúin ú' þess að dansa nektardans opinber- lega því einhvers staðar verði aó draga mörkin. Allt eru þetta fréttir þótt ekkert af því þætti nógu stór frétt til að kom- ast á síðu í vikunni sem nú er að líða. „Allt nema nektardans,“ segir Hong Sook-ja. Simamynd Reuter Fertugasti og fyrsti friðarboðinn frá Osló til London. Simamynd Reuter Ný og bætt gerð af gasgrimum fyrir börn telst til framfara. Simamynd Reuter Blað úr minnisbók Einsteins. Simamynd Reuter Berklasjúklingur skoðaður í Höfða- borg. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.