Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Blaðsíða 10
ia
FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987.
62 • 25 • 25
FRÉTTASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða krónur. Fyrir besta frétta-
vitneskju um frétt hringdu skotið í hverri viku greiðast
þá í síma 62-25-25. Fyrir 4.500 krónur. Fullrar nafn-
hvert fréttaskot, sem birtist leyndar er gætt. Við tökum
eða er notað í DV, greiðast við fréttaskotum allan sólar-
1.500 hringinn.
Nú er það komið aftur, hið geysivinsæla Útvegsspil.
Fæst í bókabúðum og stórmörkuðum.
Pantanasimi 91-52677.
’mmtuH kiöbleiliut cxj ipennúnÁ leppni.
(jLznýjcíL. iputuwvjcti ojóvth
J ^
j'iirhw yíiVml
Trivial Pursuit
Fæst i bókn- og leikfanga-
verslununi um land allt.
SSSS11 -,'íS^u
- -
, ■
-
ÉF
1
„Trivíal Pursult* er skrásett vörumerkl. Drelflng á Islandi: Eskitell hf.,
s. 36228. Leikur frá Horn Abbot. Gefinn út meö leyfi Horn Abbot Intl.
Ltd.
Utlönd
Hálfur danskur
sigur á Norður-
sjávarráðstefnunni
Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmannahöfh:
Christian Christensen, umhverf-
ismálaráðherra Dana, hélt af
ráðstefnu landanna umhverfis
Norðursjóinn, sem haldin var í
London í vikunni, með hálfan sigur
í farangrinum.
Til að byrja með sameinuðust
löndin um að banna skipum á
Norðursjó að kasta sorpi fyrir borð.
Vekur það meðai annars fögnuÓ
íbúa á vesturströnd Jótlands sem í
áraraðir hafa horft upp á úrgang
skipanna í fjörunni. Komu Noröur-
sjávarlöndin annars að hluta til til
móts við Dani í þeim málum sem
þeir bera mest fyrir brjósti, losun
og brennslu úrgangsefna á Norð-
ursjó.
Fundurinn setti bann við losun
hættulegra úrgangsefna í Norð-
ursjó frá og meö 1990. Bann þetta
gildir þó ekki um steinefni eins og
úrgang frá kolanámum. Brennsla
úrgangsefna frá iðnaði á að minnka
um 65 prósent fyrir 1991 og verður
alveg bönnuð í árslok 1994.
Höfðu Danir krafist mjög skjóts
banns við brennslu úrgangsefna og
algjörs banns við losun þeirra fyrir
1990. Christian Christensen segir
þó að breyta verði þessum aðferð-
um til að losa sig við úrgangsefni
í þrepum svo hlutaðeigandi aðilar
geti fundið nýjar losunarleiðir. Var
hann ánægðastur með að löndin
gátu þrátt fyrir allt komið sér sam-
an um ákveðnar dagsetningar í
þessu sambandi.
Brennsla og losun úrgangsefna í
Norðursjó er langt frá aðalmeng-
unarvaldurinn en vakti mesta
athygli eftir aðgerðir umhverfis-
vemdarfólks og sjómanna á
Norðursjó fyrir skömmu.
Meðal annarra niðurstaðna á
fundinum var minnkun á útleiðslu
næringarsalta, fosfórs og köfnun-
arefnis um helming fyrir árið 1995
á sérlega menguðum svæðum. Frá-
rennsli með næringarsöltum er
oinn mesti ógnvaldurinn gegn
Norðursjónum þar sem súrefnið
eyðist og er Rínarfljótið verst í þvi
sambandi. Ekki fengust hreinar
línur með tilliti til mengunar af
völdum þungmálma.
Samkvæmt tillögu Dana var
bannað að byggja fleiri kjarnorku-
vinnslustöðvar við strendur
Norðursjávarins. Sagði breski um-
hverfismálaráðherrann, Nicholas
Ridley, að ákvarðanir fundarins
næðu ekki yfir kjarnorkuverið
Sellafield þar sem frárennsli þaðan
hefur þegar verið takmarkað veru-
lega.
Þessi tillaga Dana vakti reiði
Bretanna sem að sögn Christen-
sens voru aðalhindrunin í vegi
flestra tillagna frá Dönum. Christ-
ian Christensen og Nicholas Ridley
fóru í hár saman á öðrum degi ráð-
stefnunnar þar sem danski ráð-
herrann hafði tekið formann
dönsku náttúruverndarsamtak-
anna inn í sendinefnd sína. Var
Ridley mjög á móti því.
Christensen sagðist sjálfur ráða
hver sæti í sinni sendinefnd en þar
sem Ridley lét sig ekki fékk nátt-
úruvemdarformaðurinn aðeins að
vera áheymarfulltrúi. Seinkaði
rifrildi ráðherraxma ráðstefnunni
um fjörutíu mínútur. Við brott-
förina frá London sagði Christian
Christensen sposkur að gestgjaf-
arnir væru líklegast fegnir því að
Danirnir fæm nú loks heim.
Eifiður fundur
EB framundan
Haokux L. Hauksson, DV, Kaupmajmahöfn:
Poul Schlúter, forsætisráðherra
Danmerkur, hefur að undanfömu
heimsótt leiðtoga ríkja Evrópu-
bandalagsins, EB, til aö undirbúa
fund leiðtoganna á föstudaginn
kemur. Heimsóttí hann Mitterrand
Frakklandsforseta og Chirac for-
sætisráöherra í París á miðvikudag
og sagði fundi þeirra hafa komið
að góöum notum. Segir Schluter
leiötogafundinn þann erfiðasta
innan Evrópubandalagsins hingað
tU.
Er aðhald í fjármálum og nýjar
tekjuleiðir iamir fyrir hurðar sem
opna á dyr Evrópubandalagsins að
paradísinni 1992, hinum sameigin-
lega innri markaöi. Á fjárætlunar-
rammi bandalagsins að stíga um
hér um bil helming næstu fimm
árin. Nefnd umboösmanna aðildar-
ríkjanna mun þar hafa hönd í
bagga og mun hækkunin krefjast
sparnaðar í landbúnaöinum. Verð-
ur lögö áhersla á aukið fjármagn
til innri gerðar bandalagsins auk
rannsókna og tækniframfara.
Vilja Frakkar sameínaða lausn á
vandamálunum á fimdinum í
Kaupmannahöfn. Hefur Chirac
forsætisráðherra ekki bitiö neina
ákveðna lausn í sig og þykist
Schluter vongóður um árangur af
fundinum án þess þó aö vera of
bjartsýnn.
Landbúnaðarráöherrar Evrópu-
bandalagsríkjanna gátu ekki
komið sér saman í gær um lausn á
offramleiðsluvandaraálunum og
kreppu landbúnaðarins og halda
margir að það orsaki ringulreiö
næstkomandi föstudag.
Leið Schlúters liggur næst til
Rómar og Bonn og loks til London
þar sem henda þarf reiður á mörg-
um lausum þráöum.
Polaroid - Myndavél og vasadiskó
SAMAN I PAKKA
á aðeins kr. 3.350,-
Myndavélin er með
innbyggt eilíföarflass.
Rafhlaðan er í
filmupakkanum.
Sem sagt, filman í,og
myndavélin er tilbúin
Vasadiskóið
er eitt hið
minnsta
á markaðinum.
Cr02 metal.
minnininminmn
YNDAÞJÓNUSTAN HF
Savegi 178 - Sími 685811
niniiimmiimii
Taka til-
boði af
varúð
ítölsk stjórnvöld hafa tekið með
mikilli varúð tilboði Francois Mitter-
and, forseta Frakklands, um að ítalir
gangi til samstarfs í varnarmálum
viö Frakka og Þjóðverja.
Giovanni Goria, forsætisráðherra
Ítalíu, sagði í gær að mikilvægt væri
að skapa engan misskilning innan
Atlantshafsbandalagsins. Tók hann
því dræmt undir tilboð franska for-
setans.
Frakkar og Þjóðveijar hafa nýverið
gert með sér samning um víðtæka
samvinnu í vamarmálum og var það
hún sem ítölum bauðst þátttaka í.