Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr.
Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr.
íslenzkur kommúnismi
Nú er tímabært aö spá því, aö íslenzkur kommúnismi
líði undir lok eins og hann hefur þekkzt undanfarna
áratugi. Eftir veröi aöeins örfáir, sem aðhyllist komm-
únisma. Hitt veröi hrærigrautur af hentistefnumönnum,
sósíahstum og sósíaldemókrötum. Alþýðubandalagið er
ekki sá flokkur, sem var. Þar hefur verið kosinn formað-
ur sá maður, sem kallar sig sósíaldemókrata utan lands,
maður sem er hentistefnumaður og tvímælalausí ekki
alþjóðlegur kommúnisti. Þetta táknar mikla breytingu
á íslenzkum stjórnmálum frá því, sem var fyrir skömmu.
Tengja má þetta öðru máli, sem mjög hefur verið á
dagskrá síðustu daga. Menn skoða ótta forystumanna
eins og Bjarna heitins Benediktssonar og Stefáns Jó-
hanns heitins Stefánssonar. Menn geta skilið, að íslend-
ingar höfðu ástæðu til að óttast kommúnisma fyrstu
árin eftir stríðið. Hér voru innanlands valdamiklir menn
með töluvert kjörfylgi, sem unnu að einhvers konar
alræði öreiganna. Þetta voru gjarnan menn, sem höfðu
fylgt Moskvulínu áratugum saman. Stundum biðluðu
þeir til sósíaldemókrata samkvæmt línu frá Moskvu og
varð nokkuð ágengt. Hins vegar voru sósíaldemókratar
uppnefndir sósíalfasistar og nefndir verstu féndur
verkafólks. Skilja má tengsli milli línunnar, sem Stalín
lagði, og afstöðu kommúnista hér á landi.
Upp úr gamla kommúnistaflokknum, sem studdi
Moskvulínu í einu og öllu, var stofnaður Sameiningar-
flokkur alþýðu, Sósíahstaflokkurinn, með aðild ýmissa
fyrrum alþýðuflokksmanna. Völd fyrrverandi alþýðu-
flokksmanna urðu strax hverfandi í hinum nýja flokki.
Við völd voru í raun þeir, sem höfðu hafið kúgarann
Stalín til skýjanna, mennirnir sem höfðu stutt Stalín í
baráttu við Trotsky. Þeir höfðu stutt hreinsanir Stahns,
svo sem á fyrrum samstarfsmönnum eins og Bukharin,
helztu herforingjum Sovétríkjanna og fjölda annarra.
Þessir menn, sem stýrðu Sameiningarflokki alþýðu,
hrópuðu húrra, þegar þjóðfrelsismenn urðu fyrir barð-
inu á hreinsunum í hverju leppríki Rússa af öðru.
Sósíaldemókratar voru punt í Sameiningarflokknum -
kommúnistar réðu öllu. Því var það eftir stríðið ekki
af óttanum einum, að stjórnmálamenn höfðu stugg af
risaveldinu í austri og útsendurum þess hér. Um tíma
var þá jafnvel rætt um hættu á, að Ítalía kæmist undir
járnhæl Rússa - eftir hugsanlega valdatöku sambræðslu
kommúnista og sósíahsta. Almenningur verður að
skilja, að tímarnir hafa breytzt.
Tíminn breyttist hægt á íslandi. Jafnvel stofnun Al-
þýðubandalagsins 1956 réð ekki úrslitum, enda urðu
fljótt vinslit með Hannibal og kommúnistunum í flokks-
eigendafélaginu. En ný kynslóð var að taka við, menn
sem höfðu efasemdir um innrás Sovétmanna í Ungverja-
land 1956, menn sem undruðust afhjúpanir Krústjoffs á
Stalín. Yfir keyrði eftir innrás Sovétmanna í Tékkósló-
vakíu 1968. Mörgum sósíalistum hér á landi þótti ekki
stætt á Moskvulínunni, þótt þeir færu gjarnan undan í
flæmingi. Alþýðubandalagið lenti í atkvæðavanda. Ljóst
var, að alþýðufólk á íslandi vildi ekkert vita af sovézkum
kommúnisma.
íslenzkir sósíahstar hafa stigið skrefið til fulls. Þeir
hafa gengið lengra en að hálfvelgju Svavars Gestsson-
ar. Meirihluti í Alþýðubandalaginu hefur hafnað
forræði kommúnista. Kosinn hefur verið hentistefnu-
maður til að reyna að bjarga fylginu.
Haukur Helgason
„Er Alþingi að verða afgreiöslustofnun fyrir aðila vinnumarkaðarins og rikisstjórn?" spyr greinarhöfundur.
Bréf 32
alþingismanna
Það gerist oft að alþingismenn fá
bréf frá ýmsum aðilum í þjóðfélag-
inu. Bréfm eru ýmist frá einstakl-
ingum, félagasamtökum eða
hagsmunaaðilum sem oft eru að
leita eftir ákveðinni lausn aðsteðj-
andi vanda.
Hitt er fátítt, ef ekki einsdæmi,
að meirihluti alþingismanna riti
úr Alþingishúsinu bréf til nefnda
eða ráða og óski eftir ákveðinni
lausn í máli sem Alþingi á að setja
löggjöf um. Það er því eðlilegt að
menn spyrji sig: „Hvað er nú að
ske?“
Hví skyldu alþingismenn senda
slíkt bréf varðandi mál sem þeir
eiga sjálfir að afgreiða?
Skipað gæti ég væri mér
hlýtt
Það verður æ algengara, þegar
setja skal iög um víðtæk hags-
munamál, að leita verður breiðrar
samstöðu. Hinir svonefndu aðilar
vinnumarkaðarins kreíjast laga-
setningar um ákveðin atriði. „Fé-
lagsmálapakkar“ eru þættir í
kjarasamningum og um þá samið
og þeir ákveðnir áður en til kasta
Alþingis kemur við lagasetningu.
Fiskveiðistefnan hefur svo víð-
tæk áhrif í þjóðfélaginu að ófært
þykir annað en leita víðtækrar
samstöðu sem flestra hagsmunaað-
ila.
Þegar náðst hefur samstaða
hinna ýmsu afla kemur málið til
Alþingis í formi frumvarps.
Alþingismenn hafa þá talsvert
bundnar hendur, þó þeir hafi jafn-
vel ekki komið að málinu áður.
Málflutningur ríkisstjórnar eða
viðkomandi ráðherra er þá gjarn-
an: „Ætliö þið aö spilla því
samkomulagi sem loks hefur náðst
eftir mikla vinnu? Breytingatillög-
ur raska þeirri málamiðlun sem
náðist og órói og illindi verða upp
vakin.“
Reyndin verður sú að þingmenn
virða slík samkomulög en oft óá-
nægðir.
Menn treysta sér ekki til að brjóta
upp víðtækt samkomulag, vitandi
að lög, sett i trássi viö alla hags-
munaaðila, yrðu e.t.v. ekki virt eða
brotin á bak aftur.
Þetta er auðvitað umhugsunarat-
riði. Hvert er hlutverk löggjafar-
samkundunnar? Hin heföbundna
skipting valds í löggjafarvald,
dómsvald og framkvæmdavald
heldur ekki lengur. Ýmsir aðrir
hafa mikiö vald, launþegasamtök,
hagsmunahópar o.s.frv.
í nútíma lýðræðisþjóðfélagi verð-
ur þessu vart á annan veg skipað.
Því skeður það að alþingismenn
leitast við að breyta gangi mála
áður en þau reyrast svo föst að
þeir fá engu um þokað. Þingmenn-
imir reyna að hafa áhrif á nefnd-
irnar sem vinna að lagafrumvörp-
um, koma sjónarmiðum sínum á
framfæri, þannig það þau komi
ekki á óvart við afgreiðslu málsins.
Að sjálfsögðu er ég að lýsa eigin
hugrenningum við undirritun
bréfsins. En spumingunni um
hlutverk Alþingis er ósvarað. Er
Alþingi að verða afgreiðslustofnun
fyrir aðila vinnumarkaðarins og
Svo sem tölurnar sýna var þorsk-
veiðin mun meiri á norðursvæðinu
en karfaveiðin á suðursvæðinu.
Þetta á sér að hluta þá skýringu
að á viðmiðunarárunum var veiði
karfa og ufsa örvuð með sérstökum
greiðslum. Suðursvæðið liggur bet-
ur við karfamiðunum og niðurstað-
an varð þessi.
Þegar síðan sóknarmark var sett
á var þessi viðmiðun notuð varð-
andi þorskinn, en ekkert sóknar-
mark sett á karfann.
Árið 1987 var sóknarmarkið
ákveðið:
suðursv. norðursv.
þorskur 12001 17501
Skip sem selt er frá svæði 1 til
svæðis 2 getur því aukið sóknar-
mark sitt um 5501 og auk þess sótt
„Hvert er hlutverk löggjafarsamkund-
unnar? Hin hefðbundna skipting valds
í löggjafarvald, dómsvald og fram-
kvæmdavald heldur ekki lengur
Kjallarinn
Guðmundur G.
Þórarinsson
þingmaður fyrir
Framsóknarflokkinn
ríkisstjórn? Þetta mál verða þing-
menn að setjast yfir.
Bréfið
Bréflð var svohljóðandi:
„Undirritaðir alþingismenn fara
þess á leit við nefnd þá sem vinnur
að endurskoðun á lögum og reglu-
gerð um stjórn fiskveiða að
afnumin verði ákvæði í 2. og 7. gr.
reglugerðar um skiptingu landsins
í tvö veiðisvæði við ákvörðun
þorskaflahámarks togara.
Við teljum að ákvæði þessi valdi
óviðunandi misrétti milli lands-
hluta og hafi afgerandi áhrif við
sölu skipa af svæði 1 (frá Eystra-
Horni vestur og norður að Látra-
bjargi) á þann hátt að veita
kaupendum á svæði 2 yfirburðaað-
stöðu til að bjóða í skip umfram
aðila á svæði 1 þar sem aflaheimild-
ir aukast um 50-60% (350-550 tn)
við sölu togara ef þeir eru keyptir
inn á svæði 2.
Með síaukinni sölu á milli svæða,
ekki síst vegna ofangreindrar mis-
mununar, eykst heildarþorskkvóti
togaraflotans.
Það hlýtur fyrr eða síðar að leiða
til leiðréttingar til lækkunar á
heildarkvóta og bitnar þá enn á
útgerð togara á svæði 1.
Undir þetta rituðu nafn sitt 32
alþingismenn, sem allir eru þing-
menn fyrir svæði 1.
Umhugsunaratriði
Þegar kvótakerfið var sett á við
stjórn fiskveiða var ákveðið að taka
mið af veiðum áranna 1981-83.
Veiðin á svæðunum var þá:
Meðalafli togara
suðursv. norðursv.
þorskur 1048 1 20481
karfi 1612t 518t
í karfa án nokkurs sóknarmarks.
Það gefur því augaleið að skipi, sem
gengur illa að gera út á suðursvæð-
inu, getur gengiö vel á noröur-
svæðinu vegna rýmri veiðiheim-
ilda.
Sóknarmarkið er þá háð þvi
hvaðan skipið er gert út.
Togari gerður út frá Ólafsvík t.d.
hefur 5501 minni veiðiheimildir af
þorski en skip gert út frá Patreks-
firði af því hann er gerður út frá
svæði 1.
í upphafi var þessi munur meiri
en hefur nú minnkað sem verður
að túlkast sem viðurkenning á því
óréttlæti sem ríkt hefur.
Nú eru uppi hugmyndir um sókn-
armark á karfanum, þannig að
veiðiréttur jafnist milli svæða, þær
hugmyndir voru ekki komnar fram
er umrætt bréf var ritað.
Það skipulag, sem er við lýði,
þýðir að heildarþorskkvóti ársins
eykst ef togari flyst frá svæði l til
svæðis 2.
Svæðaskiptingin hefur í för með
sér augljós vandkvæði.
Hitt er svo annað að gallar kerfis-
ins verða æ ljósari.
Úthlutunarkerfi og frjálst fisk-
verð passa einfaldlega ekki saman.
Það leiðir hreinlega til lénsskipu-
lags.
Mér virðist eina færa leiðin vera
aö feta sig í átt aö sölu veiðileyfa.
Eðlilegt væri að úthluta t.d. 1988
80-90% veiðheimildanna en bjóða
upp 10-20% heimildanna. Sjá
hvernig málin þróast og auka síðan
ár frá ári sölu veiðileyfa.
Tíminn á svo eftir að leiða í ljós,
hvort alþingismenn treystast til að
breyta þeim frumvarpsdrögum
sem hagsmunaaðilar koma sér
skást saman um.
Guðmundur G. Þórarinsson