Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Blaðsíða 19
18 íþróttir FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987. DV FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1S Atnkin XJL l/L/XVlll eru oft gífurleg í NBA deildinni en sjaldnast með þessu lagi. Þarna grípur Xavier McDaniel, SuperSonics, um kverkar mótherja síns, Wes Matthews úr LA Lakers. Hvað þessum dólgslátum olli er ómögulegt að segja en svona hamfarir kunna að valda báðum einhverjum vanda í nánustu framtíð. Simamynd Reuter Ólympíulið Dana Danir ráku stjórann Stjórn danska knattspyrnusam- bandsins rak í gær framkvæmda- stjóra sinn, Eric Hyldstrup, en hann hefur verið stjóri sambandsins í 33 ár. Hyldstrup urðu á mikil mistök þegar hann taldi að Per Frimann, Anderlecht, væri hlutgengur í danska ólympíuliðið í knattspyrnu. Það varð til þess að leikmaðurinn lék gegn Póllandi. Danska liðið sigraði en leikurinn var síðar dæmdur Dön- um tapaður þegar í ljós kom að Per hafði þrívegis leikið í HM-liði Dan- merkur, þrisvar komið inn sem varamaður. Danska liðið virtist eftir sigurinn í Póllandi öruggt með sæti á ólympíuleikunum í Seoul. Eftir dóminn og svo tap gegn Vestur- Þýskalandi eru möguleikarnir orönir litlir. -hsím Kankkunen heims- meistari RAC rallinu breska iauk á mið- vikudag eftir miklar sviptingar. Sigurvegari varð Finninn Juha Kankkunen (Lancia Delta) og varöi þar með heimsmeistaratitil sinn fyrstur manna. Svíinn Per Eklund (Audi Quattro) ók með tilþrifum í annað sætið en sog- ventlar í bíl hans reyndust við athugun ólöglegir og var hann dæmdur úr leik aö keppni lok- inni. Ekki þarf mikið til því reglur um bíla eru mjög strangar og sem dæmi hafa menn misst verðlaunasæti vegna hliöarrúöu úr plasti sem áhöfnin vissi ekki betur en væri gler. Hætt er við að sá leikreyndi maður, Per Ek- lund, sjái eftir silfrinu í hendur landa síns og jafnaldra Stig Blomqvist (Ford Sierra) eitt sinn heimsmeistara, en Eklund hefur oft veriö talinn standa óverð- skuldaö í skugga Blomqvist. Hins vegar hlýtur skoski meistarinn Jimmy McRae (Ford Sierra) að fagna 3. sætinu gifurlega því það færir honum sjáifkrafa alheims A-réttindi eftir margra ára bar- áttu og skipar honum í ráshóp skandinavískra rall-risa Ungur Svíi, Mikael Erikssn (Lancia Delta) varð 4. Ef hægt er aö vera óánægður með 5. sæti. í RAC rall- inu þá er Finninn Markku Alen (Lancia Deita) það því eftir 2 velt- ur missti hann möguleika á heimsmeistaratitli sem hann hungrar mjög í eftir 15 ár í fremstu röð atvinnumanna. Sigurvegarinn og heimsmeist- arinn Juha Kankkunen er 28 ára gamali og á framtíðina fyrir sér, jað sést á Stig Blomqvist, 45 ára, sem nú varð í öðru sæti en sigr- aði árin 1983 og 1971. -BG/AS Korfuknattleikur - NBA Pétur og félagar steinlágu fyrir liði Indiana þegar Valur lagði KA á Hlíðarenda með 20 mörkum gegn 19 Valur vann KA á Hlíðarenda í gær- kvöldi með 20 mörkum gegn 19, hálf- leikstölur 10-6. Valsliðið hafði tögl og hagldir framan af en í síðari hálfleik náðu norðanmenn að bíta frá sér og rétta sinn hlut allveru- lega. Undir lokin var leikurinn í járnum og var þá stiginn mikill og tvísýnn darrað- ardans á fjölum Hiíðarendahallar. Vaismenn höfðu þó styrk og heppni fram yfir gesti sina og náðu því að sigla fram úr á síðustu mínútunni. Valsmenn fara því áfram í næstu um- ferð en KA-kempur eru úr leik að sinni. Atkvæðamestur í liði Valsmanna var Valdimar Grímsson sem gerði 8 mörk en þeir Geir Sveinsson og Júlíus Jónas- son komu honum næstir með 3 hvor. Flest mörk norðanmanna gerðu þeir Eggert Tryggvason og Erlingur Kristj- ánsson, 2 hvor. Framarar áfram Lið Fram vann öruggan sigur á Njarð- víkingum í gærkvöldi, 36-26. Birgir Sigurðsson fór hamförum, skoraði 13 mörk og héldu honum engin bönd. Var hann á endanum tekinn á bekkinn og róaðist þá nokkuð ieikur Framara. Egill Jóhannsson kom Birgi næstur að styrk, gerði hann 7 mörk fyrir Reykja- víkurliðið. Þá skoraði landsliðskempan, Atli Hilmarsson, 5 mörk. Pétur Árnason var hins vegar mark- heppnastur í liði Njarðvíkinga, gerði 9 mörk en Snorri Jóhannson kom honum næstur með 6. Grótta lagði b-lið KR-inga Grótta vann b-hóp KR-inga en liðin áttust við í gærkvöldi í mjög tvísýnum leik. Gerði Grótta 27 mörk en lið KR 26. Var viðureignin í járnum frá upphafi og var spenna gífurlega í lokin Markahæstur í liði Gróttu var Halldór Ingólfsson með 8 mörk en Björn Péturs- son var atkvæðamestur þeirra vest- urbæinga, með 7 mörk. Reynir vann Hauka Haukar biðu lægri hlut fyrir Reyni í Sandgerði, 26-24. Var húsfyllir og hvatn- ing því mikil frá áhorfendum. Jafnt var á flestum tölum og hart barist allt til enda. Úrslit réðust enda ekki fyrr en á lokamínútunum. Markahæstir í liði Reynis voru þeir Willum Þórsson og Sigurður Samúels- son með 7 mörk hvor. Sindri Karlsson og Árni Hermannsson voru hins vegar atkvæðamestir í liði gestanna. Gerði hvor um sig sex mörk. -JÖG/ÆMK • Sigurður Grétarsson. Luzern tapaði í Bern Luzern, liðið sem Sigurður Grétarsson leikur með, tapaði 3-1 fyrir Young Boys Bem í sviss- nesku 1. detidinni i knattspymu í fyrrakvöid. Leik þessara féiaga hafði veriö frestaö fyrir háifum mánuði vegna þoku. Dómarinn flautaði þá leikinn af þegar stað- an var 2-2 en þá voru um fimmtán mínútur til leiksioka. Luzern er í níundu sæti með 18 stig að loknum nitján umferðum. Átta iiö komast áfram í úrslita- keppnina sem verður eftir áramót svo ekki er öll nótt úti hjá Luzem að komast áfram í þá keppni. -JKS Sjö leikir fóru fram í NBA-deild- inni í fyrrinótt. Athygli vekur óneit- anlega ósigur Péturs Guðmundsson- ar og félaga hjá Sant Antonio Spurs. Þrátt fyrir hátt skor mátti liðið liggja fyrir Indiana, 133-102. Úrslit annarra leikja Úrslit annarra leikja eru sem hér segir: New York-Cleveland 104-101 Boston-Atlanta 117-102 Chicago-Milwaukee 103-101 Dallas-Detroit 113-107 Houston-Phoenix 109-103 Washington-CIippers 101-96 -JKS Jakob Sigurðsson landsliðskempa i kröppum dansi gærkvöldi. Valur vann leikinn 20-19. leik Vals og KA á Hliðarenda í DV-mynd Brynjar Gauti Norska liðið Runar tapaði sínum fýrsta leik Runar, sem þeir Steinar Birgisson kvöldi. Runar lék þá á heimavelli og yfirburöastöðu í deildinni en þegar og Snorri Leifsson leika meö í 2. deild tapaöi mjög óvænt fyrir Refstad, 24-28. leiknar hafa verið sjö umferðir er liðiö norska handboltans, tapaöi sínum Steinar skoraöi fimm mörk í leikn- með 12 stig. fyrsta leik á keppnistimabilinu í gær- um. Þrátt fyrir ósigurinn er Runar meö Spennugustur á lokamínútunum 31 Iþróttir Knattspyma - félagaskipti Daníel Einarsson í herbúðir Keflvíkinga - hefur áhuga á að spila áfram í fyrstu deildinni „Eg hef ahuga a.aö spila afram 1 fyrstu, deildmm. Eg hef nu þegar mætt a eina æfingu njá Keflavíkur- liðinu og hkaði mer stórvel.“ Þetta sagði Daníel Einarsson knatt- spyrnumaður 1 spjalli við DV í gærkvöldi. Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum; Daníel Einarsson, sem var máttar- stólpi í vörn Víðismanna á síðasta timabili, hefur nú ákveðiö að skipta yfir í herbúðir Keflvíkinga. Daníel mun styrkja mjög lið staðar- ins en að sama skapi hlýtur brottför hans úr Garöinum að teljast áfall fyrir liö Víöis. „Ég hef mikla trú á mannskapnum Reyksprengjan á leik Hollands og Kýpur: • Daniel Einarsson. Hollenski óvttinn skuld- ar þegar um 8 milljónir - og hefur ekki enn verið sleppt úr fangelsi Stráklingurinn, sem kastaði reyk- sprengjunni inn á völlinn í Rotter- dam þegar landslið Hollands og Kýpur léku á dögunum í Evrópu- keppni landsliða í knattspyrnu, er enn lokaður í fangelsi í Hollandi. Litlar líkur eru á því að honum verði sleppt í bráð þar sem margir hafa hug á að stytta honum aldur ef hann verður frjáls ferða sinna. Knattspyrnusambandið vill láta stráksa greiða kostnaðinn Knattspyrnusamband Hollands hefur nú ákveðið að stráksi sjálfur verði látinn bera allan kostnaðinn sjálfur sem óumflýjanlegur er vegna uppátækisins. Er hann þegar kom- inn í 8 milljónir króna og er áætlað að hann geti numið um 10 milljónum þegar allt verður saman komið. Hann á því auralausan tíma fyrir höndum en getur engum öðrum en sjálfum sér um kennt hvernig komið er. Knattspyrnuyfirvöld hafa áhyggjur af ofbeldisverkum Knattspyrnuyfirvöld víða um heim hafa nú af því miklar áhyggjur hvernig koma rnegi í veg fyrir aö áhorfendur geti smyglað reyk- sprengjum og öðrum óþverra inn á knattspyrnuvelli. Reyksprengju sína faldi hollenski óvitinn í appelsínu sem hann hafði í nesti sínu og sú staðreynd sýnir í raun og veru hversu erfitt er að komast fyrir reyk- sprengjufaraldur á knattspyrnuvöll- um. Sumir hafa revndar bent á að eina örugga leiðin væri að brevta áhorfendastæðum leikvallanna í nektarnýlendur en slík ráðstöfun hefur vitaskuld á sér ýmsa ann- marka fyrir nú utan það litla fvlgi sem hún eflaust fengi. -SK lllii ' ■ . ' ''' :;,• ■', • Blaklandslið kvenna mun taka þátt i móti i Lúxemborg 18.-20. desemb- er. Þessi mynd var tekin á æfingu liðsins og á henni voru: Særún Jóhannsdóttir, Sveinbjörg Pálmarsdóttir, Málfriður Pálsdóttir, Ursula Junemann, Birna Hallsdóttir, Oddný Erlendsdóttir, Snjólaug Bjarnadóttir, Þorbjörg Rögnvaldsdóttir, Hildur Grétarsdóttir, Jóhanna Guðjónsdóttir, Sigurborg Gunnarsdóttir og þjálfari liðsins, Leifur Harðarson. Á myndina vantar Björk Benediktsdóttur. í Keflavíkurliðinu," sagði Daníel í spjallinu við DV, „og geri fastlega ráð vr fyrir að liðið spjari sig í fyrstu deild- inni á næsta ári,“ sagði hann. Þess má geta að Grétar, bróðir Daníels, hefur einnig skipt yfir í lið Keflvíkinga. Þeir léku saman í Víði á síöasta sumri en þá féll Garðsliðið niður í aðra deild eftir að hafa náð þeim merka áfanga að leika í úrslit- um bikarsins. • Blanca Fernandes. Símamynd Reuter Skíða- árið hafið Fyrsta keppni heimsbikarsins á skíðum i vetur var háö í Sestriere á Ítalíu í gær og spánska stúlkan Blanca Femandez Ochoa vann yflrburöasigur. Það var í svigi og hin 24 ára Madridmær fékk besta brautartímann í báðum ferðum, samanlagt 1:29, po mín. í annað skipti sem hún sigrar í keppni heimsbikarsins en hún er af þekktustu skiðaætt Spánar. Bróöir hennar, Francisco, varð ólympíumeistari í svigi 1972. Önnur í sviginu í gær varð Mateja Svet, Júgóslavíu, á 1:30,6 mín. Hún hlaut þrenn verölaun í heimsmeistarakeppninni í Crans Montana fyrr á þessu ári. í þriðja sæti varö Vreni Schneider, Sviss, á 1:30,32 mín. -hsím hjá Bayem? Svo kann að fara aö Mark Hug- hes veröi áfram hjá Bayem Miinchen þegar þetta leikár er úti: „Við þekktum ekki leikform Hughes,“ segir Uli Hönes, fram- kvæmdastjóri Bæjara, „en við urðum hreint orðlausir þegar við sáum hann spila. Ef Hughes held- ur uppteknum hætti getur svo farið að Bayem kaupi hann frá Barcelona," sagði Hönes.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.