Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987. 15 Fómað fyrir fylgi Nú er rúmlega hálft ár síöan við kusum til Alþingis. Þá unnu Sam- tök jafnréttis og félagshyggju ánægjulegan kosningasigur sem eftir var tekið, ekki bara hér á Norðurlandi eystra heldur um land allt. Því var mjög haldið á lofti þá aö okkar framboð væri persónubund- ið. Skoðanamunur við Framsókn væri enginn. Þetta var og er mikill misskilningur. Forysta Framsókn- ar vildi Stefán Valgeirsson í burtu, fyrst og fremst vegna þess að hann deildi óspart á breytta stefnu flokksins. í grein, sem ég skrifaði 16. des- ember sl., stendur m.a.: „Ég hefi sagt það áður, og vil ít- reka það hér: Það er klofningur í flokknum og sá klofningur er fyrst og fremst út af ágreiningi um mál- efni. Um leið hlýtur að verða ágreiningur um menn sem eru full- trúar þeirra sjónarmiða sem okkur greinir á um. Ef við horfum fram á við þá er það alveg ljóst að við þurfum nýja forystu til að sameina okkur aftur í þá heild sem við verð- um að vera ef við ætlum að vera forystuafl þessa kjördæmis, sem og landsbyggðarinnar. Framsóknarflokkurinn var og hefur verið í afgerandi forystu fyr- ir landsbyggðina alla i áratugi. Getum við sagt að hún sé afgerandi í dag? Því miður ekki og það sem ennþá verra er, er aö i þeirri leift- ursókn, sem nú skal háð til þess að afla flokknum fylgis á suövest- urhorninu, er því hiutverki varpað fyrir borð.“ Boðin innganga Vissulega ólum við margir þá von með okkur að „Eyjólfur myndi hressast", að flokkurinn myndi taka upp sína fyrri stefnu, verða aftur forystuafl jafnréttis í landinu og þar með jafnréttis byggðanna. Því miður örlar ekki á slíku enn. Forysta flokksins virtist líka þeirrar skoðunar að við myndum sameinast á ný og bauö Stefáni að ganga í þingflokkinn. Við buðum KjaJIarinn Gunnar Hilmarsson sveitarstjóri á Raufarhöfn forystumönnunum norður til við- ræðna. Á þeim viðræðufundi með Stein- grími Hermannssyni og Páli Péturssyni lögðum við fram úttekt okkar á stjórnarsáttmálanum og okkar helstu sjónarmið. Þeir ágætu menn töldu sig geta undir þau öll skrifað en vera þeirra í ríkisstjórn kæmi í veg fyrir að hægt væri að vinna að þeim. Um þau næðist ekki samstaða, peningar væru ekki til o.s.frv. Sömuleiðis var þaö algjör forsenda fyrir veru Stefáns í þing- flokknum að hann styddi ríkis- stjórnina. Þetta gátum við ekki fallist á og skildu því leiðir. Þegar sjálfstæðis- og framsóknar- menn sátu saman í síðustu ríkis- stjórn voru eðlilega margir óánægöir með það samstarf. Þá var það m.a. réttlætt með því að ef Framsókn væri ekki með væri Jón Baldvin meira en reiðubúinn og verri stjórn gæti landsbyggðin ekki fengið en shka, og getur það út af fyrir sig verið rétt. Nú eru allir þessi flokkar komnir í stjórn og ekki annað að sjá en að þeir æth að vera samstíga, a.m.k. þegar jafnrétti byggðanna á í hlut. Jón Baldvin, guðfaðir hennar, lýsir því líka yfir að hann ætli að moka flórinn, enginn fái stöðvað sig. Ljóst er af fyrstu skóflunum að hann telur þann flór ekki vera á suðvesturhorninu. Jafnvel kratafé- lög úti á landi eru farin að senda Reykjavíkurráðherrum sínum bænaskrár um að vera nú ekki of vondir við landsbyggðina. Fjármagn í hásætið Þegar stefnuskrá ríkisstjórnar innar er lesin er flestum ljóst að fjármagnið og eigendur þess eru þar settir í hásætið. Manngildi ofar auðgildi var til skamms tima í stefnu Framsóknarflokksins. Nú hljómar það sem öfugmæh. Orð eru eitt og aðgerðir annað en því miður fer þetta saman núna. Auknar álögur, matarskattur, bif- reiðaskattur, niðurskurður fram- kvæmda úti um land til að slá á þensluna í Reykjavík; niðurskurð- ur á rannsóknastofnununum landbúnaðarins, atlaga gegn smá- bátaeigendum, o.s.frv. o.s.frv., beinist allt fyrst og fremst gegn landsbyggðinni. Framsóknarflokkurinn vill verða stór flokkur á Reykjavíkursvæðinu og dugi þetta ekki til þá stefnir hugur einhverra til þess að ganga í eina sæng með krötum. Segja má líka að þetta sé rökrétt. Þegar vald- „Sömuleiðis var það algjör forsenda fyrir veru Stefáns í þingflokknum að hann styddi ríkisstjórnina. Þetta gátum við ekki fallist á og skildu því leiðir.“ „Forysta flokksins virtist lika þeirrar skoðunar að við myndum samein- ast á ný og bauð Stefáni aö ganga i þingflokkinn," segir í greininni. - Stefán Valgeirsson á tali við formann FramsóknaríiokUsins. ið er flutt á suðvesturhornið verður líka að ná fótfestu þar. Og fleiru mun fórnað. Samvinnu- hreyfmgin er og hefur verið einn af hornsteinum landsbyggðar. Sjá menn virkilega ekki hvernig sú andbyggðastefna, sem hér hefur riðið húsum undanfarin ár, hefur farið með þessa hreyfingu og á eft- ir að gera í auknum mæli. Sam- dráttarstefnan hefur þrengt gífurlega að mörgum kaupfélögum og fyrirtækjum þeirra sem aftur bitnar á samtökunum í heild. Bætt skipulag og bættur rekstur stoðar lítið þegar grundvellinum er kippt í burtu. Margir eiga samleið Hin nýja stefna sést e.t.v. best á auglýsingasíðum dagblaða og í öðr- um fjölmiðlum, í auglýsingum tjárvörslufyrirtækja hins gráa fjár- magnsmarkaðar. Trúi fólk þeim fyrir peningum sínum rætist æðsti draumurinn: enginn þurfi að vinna meira, peningarnir vinni fyrir þá. Fyrir ekki löngu auglýstu íjár- vörslumenn þess tíma að þeir ávöxtuðu fé manna á „hagkvæman og þægilegan hátt“. Þá var þessi stétt kölluð okrarar. Nú hefur okk- ur fleygt fram. Nú heita þeir ráðgjafar og fá myndir af sér í blöð- um og sjónvarpi. Þegar litið er yfir svið stjórnmála í dag veröur flestu sæmilega hugs- andi fólki það ljóst að við núver- andi ástand verður ekki unað. Gömlu flokkarnir lifa í heimi nýrr- ar frjálshyggju þar sem fjármagnið á að ráða og stjórna. Alþýðubanda- lagiö er í molum, völdin þar komin í hendur Reykjavíkurdeildarinnar. Kvennalistinn er sjálfum sér sam- kvæmur en er í eðli sínu tímabund- ið fyrirbæri án eðlilegrar framtíðar. Hér virðist þurfa að koma til nýtt afl þeirra sem standa í miðju og vinstra megin við miðju stjórn- málanna. Þetta er afar stór hópur og gæti sennilega verið sterkasta pólitíska aflið í dag nái það saman. Það sem skilur þetta fólk að eru smámunir miðað við það sem það á sameiginlegt. En hvar skal byrja? Tveir hópar virðast eiga þar nokkra samleið. þ.e. Samtök jafnréttis og félags- hvggju og Þjóðarflokkurinn. Einnig liggur i augum uppi að stór hluti af kjósendum hinna flok- kanna á þar samleið, þó í misjöfn- um mæli sé. Vonandi er að þetta fólk beri gæfu til að ná saman. ekki bara sín vegna. heidur vegna þjóð- arinnar allrar. Gunnar Hilmarsson Svarfaðardalurinn: Lrfríki og náttúruvernd Nú á seinni árum hafa menn hér á landi og erlendis áttað sig á því að það þarf að vemda náttúruna gegn ýmiss konar áformum mannsins um tilgangslausa spiflingu hennar. Ýmis félög hafa verið stofnuð til að eiga frumkvæði í þessum málum og fá fram farsæla stjórnun á þeim tii að koma í veg fyrir náttúruslys að ástæðulausu. Hagsmunir móður náttúru Hér á landi er Náttúruvemdar- ráð sá aðili sem á að gæta hags- muna móður náttúru. Ég hef komið í nokkrar eyðibyggðir þar sem aflt er sundurgrafið af skurðum. Landið hefur breytt um svip, marg- ir votlendisfuglar nær horfnir (sbr. óðinshani). Óllu fjármagni, sem þjóðin reiddi fram til þessa verks, kastað á glæ. Ég vill hér vitna til hinnar ágætu greinar nóbelsskáldsins, „Hernað- urinn gegn landinu", sem hann skrifaöi fyrir nokkrum árum og segir svo mikinn sannleika í þess- um efnum. Menn verða að gera sér það ljóst að það er ekki einkamál hvers og eins hvemig hann spillir landinu til frambúöar þó að hann hafi lagalegan umráðarétt yfir því eins og er. Landið hlýtur að teljast sameign þjóöarinnar sem landið byggir. Þeir sem hafa löghald yfir landi á hverjum tíma bera á því ábyrgð gagnvart þjóðinni. KjaUarinn Haukur Þorleifsson vélstjóri og formaður Verka lýðsfélags Reyðarfjarðar Gott dæmi í framhaldi af þessum hugleiðingum er að fyrir nokkrum dögum er ég kom í fæðingarsveit mína, Svarfaöardalinn, og fór að venju aö líta yfir sveitina þá fannst mér ásjóna hennar hafa breyst. Ég sá að stórar jarðýtur vom að störf- um í Svarfaðardalsá. Þóttu mér þessar framkvæmdir allfurðuleg- ar. Var mér þá sagt að það ætti að setja ána í 80 m breiöan skurð, allt frá bænum Steindyrum og niður að Hofi, eða 4-5 km leið. Og hver borgar? datt út úr mér ósjálfrátt, því mér fannst þetta mál allt hið furðulegasta. Mér var sagt að til væri sjóður að nafni „Landbrotasjóður" sem enginn hafði heyrt um áður þar um slóðir en einhver snjall maður hafði nýverið uppgötvað. Væri nú ekki seinna vænna að ná í fé þessa sjóðs og láta hann standa undir nafni meðan fé hans entist. Herferð tæknialdar Við blasti ófógur sjón. Hér hafði orðið mikið slys og náttúran særð því sári sem seint eða ekki mun gróa. Ég hef átt leið þarna um árlega i meira en 40 ár, og ekki hef ég séð neina umtalsverða breytingu á rennsli árinnar eða að hún bryti land svo neinu næmi. Hún sveiflast á milli ára. í einni eða tveimur kvíslum. um afmarkaðar eyrar. Ýmist rennur hún lítillsga austar eða vestar og svo hefur hún gert svo lengi sem menn muna. Nú hef- ur tækniöldin hafið herferð gegn ánni og þar með náttúru þessarar fógru sveitar. Allt útlit Svarfaðar- dals gjörbreytist við þessar fram- kvæmdir. til hins verra. þegar áin hefur lotið í lægra haldi fyrir vig- vélum tæknialdar og hún bundin í fjötra. Þessi sveit er ekki sú sama og áður, hún hefur misst hluta af sjálfri sér, og dalurinn fær aðra og ljótari ásýnd. Ðalurinn hefur hlotiö sár sem erfitt verður að bæta. Það er von mín að þessar fram- kvæmdir verði stöðvaðar af framsýnum og viti bornum mönn- um áður en eyöileggingin er full- komnuð. Hvar er nú Náttúru- verndarráð? Ég veit að rætt hefur verið við það um þetta mál, en það hefur ekkert gert enn. Sagt að vísu að það hefði átt að tilkynna ráöinu um framkvæmdirnar með fyrir- vara en þar við situr. Ég vil hér með fara þess á leit að Náttúru- verndarráð tjái sig um málið á opinberum vettvangi. Viðkvæmt lífríki Svarfaðardalsá er ein af betri sil- ungsám landsins. Á þessu svæði, sem nú er verið að umbylta, hafa veiðst um 70% af allri veiði í ánni undanfarin ár og er þetta svæði. sem nú er verið að þurrka upp. eitt aðalhrygningarsvæði árinnar. Lífríki árinnar er hér sett í mikla hættu og gæti svo farið að dregið geti mikið úr veiði og þar með hlunnindum jaröa á næstu árum af þessum sökum. Menn geta aö sjálfsögðu sagt sér til afsökunar. ef lítið veiðist. að allt- af hafi verið sveiflur í veiðinni. En lífríkið er afar viðkvæmt. Yið- kvæmara en íjöldinn gerir sér grein fyrir. Þar sem svona fram- kvæmdir hafa farið fram. þótt í smærri stíl hafi verið en hér um ræðir. hefur alls staðar mátt merkja verulega minnkun á veiði þegar frá líður. Ég hef rætt við sér- fróða menn á þessu sviði og ber þeim öllum saman um þetta. Nú er veiðifélag um Svarfaðar- dalsá og er það furðulegt að það skuli ekki opinberlega hafa lagst gegn þessari framkvæmd. Er það sofandi á verðinum um þá hags- muni sem því er trúað fyrir? Ég vil svo hvetja afla vel hugs- andi sveitunga mína, heima og heiman, sem unna þessari íogru sveit, að standa á móti því að ásjónu Svarfaðardals sé breytt með vanhugsuðum framkvæmdum sem þessari. Viö skulum vona að meiri skaði en orðinn er verði þarna eigi unninn. Við skulum hafa það í huga að við upphaf skal endirinn skoðaður. Haukur Þorleifsson „Á þessu svæði, sem nú er verið að umbylta, hafa veiðst um 70% af allri veiði 1 ánni undanfarin ár.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.