Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Blaðsíða 8
8
FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987.
Utlönd
Sprengjuárásir á kontra
Stjórnarher Nicaragua geröi í
nótt harðar sprengjuárásir á stööv-
ar skæruliða kontrahreyfingarinn-
ar í afskekktum frumskógarhéruö-
um skammt frá norður-landamær-
um landsins. Humberto Ortega,
varnarmálaráöherra Nicaragua,
skýrði frá árásum þessum.
Sagöi ráðherrann aö varpað hefði
veriö þúsundum kílóa af sprengi-
efni á stöövar skæruliðanna, nærri
landamærunum aö Honduras.
Sagði Ortega að mikið mannfall hefði orðið meðal skæruliðanna. Hann
neitaði alfarið sögusögnum um að almennir borgarar hefðu orðið fyrir
barðinu á sprengiárásunum.
Með tilboð til tamíla
Indvetjar bjóða nú skæruliðum
tamíla á Sri Lanka öryggisgæslu,
peninga, mat og húsaskjól, auk
aðstoðar við að snúa aftur til eðli-
legs lífs, ef þeir aðeins leggja niður
vopn sín og hætta skæruhemaði.
Indverska ríkisútvarpiö tilkynnti
um tilboð þetta í gær og sagði að
það næði til allra þeirra skæruliða
tamíla sem enn berjast gegn stjóm-
arher Sri Lanka og hersveituym
Indveija á eyjunni.
Um tuttugu þúsund indverskir
hermenn em nú á Sri Lanka, en
talið er að skæruliðar tamíla séu
að minnsta kosti þrjú þúsund.
FJömtíu gáfust upp
£__________________
Fjörutíu kúbanskir fangar, sem undanfarna daga hafa haldið fangelsi
í Atlanta í Bandaríkjunum herskOdi, gáfust upp í gær.
Um svipað leyti slepptu kúbanskir fangar, sem halda fangelsinu í Oak-
dale í Louisiana, einum af tuttugu og átta gíslum, sem þeir hafa haldið.
Samningaviðræður við þá fanga sem enn halda uppreisn sinni áfram
munu standa í dag og segja talsraenn yfirvalda aö vonast sé til að gíslam-
ir fáist allir látnir lausir á morgun.
Kúbönsku fangarnir gerðu uppreisn í fangelsunum tveim og tóku þau
herskildi eftir að Bandaríkjamenn og Kúbumenn undirrituðu samkomu-
lag, sem meðal annars fól í sér að um þrjú þúsund þeirra yrðu sendir til
baka til Kúbu. Bandarísk yfirvöld telja þá annaðhvort geðveika eða glæpa-
menn sem ekki sé hægt að veita landvistarleyfi í Bandaríkjunum.
Stórsigur stjómarandstöðu
Stjórnarandstaðan í Surinam
vann stórsigur í almennum kosn-
ingum þar í landi á miðvikudag.
Þegar um þriðjungur atkvæða
hafði verið talinn hafði samsteypa
þriggja stjórnarandstööuflokka
fengið um áttatíu og fimm prósent
greiddra atkvæða og talið var að
)eir myndu fá um fjörutíu af fimm-
tíu og einu þingsæti á þingi lands-
ins.
Herstjóm hefur veriö í Surinam
undanfarin ár.
Gefst loks upp
Ástralski stjómmálamaðurinn
Joh Bjelke-Petersen, fyrrnm leiö-
togi ástralska þjóðemisflokksins,
virðist nú loks vera að láta undan
síga og draga sig út úr stjórnmála-
starfi. Mikil barátta hefur staöiö
innan flokks hans og hefúr nú loks
helsti keppinautur hans, Mike
Ahern, veriö kjörinn næsti leiötogi
flokksins. Bjelke-Petersen hefur
neitað aö láta af forystuembætti
sínu og segist enn ætla að beijast
þar til yfir lýkur, en augljóst er
talið að stjórnamálaferli hans sé
nú loks endanlega lokiö.
Grimubúningakeppni um borð í bandariska skipinu Turner á Persaflóa. Skipverjar héldu í gær upp á þakkargjörð-
arhátiðina. Simamynd Reuter
Kalkúnaát
á Persaflóa
Skipverjarnir á bandaríska orr-
ustubeitiskipinu Richmond K.
Turner gátu ekki alveg í ró og næði
notið þakkargjörðarhátíðarinnar í
gær. Gripið var til mikils viðbúnaðar
vegna þriggja íraskra herflugvéla
sem flugu að skipinu á Persaflóa og
svo lágt að þær sáust ekki á radar.
Atburðurinn átti sér staö á hádegi
í gær þegar skipverjar sátu að snæð-
ingi. Eftir fimmtán mínútur var litið
svo á að hættan væri liðin hjá og
menn gátu aftur snúið sér aö hátíða-
höldunum.
Að sögn skipstjórans hafa slíkir
atburðir gerst fjórum til fimm sinn-
um áður en aldrei áður hefur komið
eins fastlega til greina aö skjóta eld-
flaugum frá skipinu.
í maí síðastliðnum var skotið
tveimur eldflaugum úr íraskri her-
flugvél að bandarísku freigátunni
Stark og létust þá þrjátíu og sjö
áhafnarmeðlimir.
Um borð í Turner hófust hátíða-
höldin þegar á miðvikudagskvöld
þegar skipverjar héldu grímubún-
ingakeppni. Þrjátíu og fimm kalkún-
ar voru steiktir ofan í mannskapinn
og um borð í öðrum bandarískum
skipum á flóanum var slíku góðgæti
einnig rennt niður í tilefni þakkar-
gj örðarhátíðarinnar.
Myrtu sextán manns á búgarði
Þeldöktór uppreisnarmenn í fórnarlömbum sír>um. Árásin átti böm. Þriðja bamiö, sem var á bú-
Zimbabwe réðust í gær á búgarð sér stað nálægt bænum Bulawayo garðinum, var sent raeð skrifaða
þar í landi og myrtu sextán manns í Zimbabwe, aö sögn lögreglunnar yfirlýsingu tú stjómvalda.
sem þar voru staddir. Hinir myrtu í landinu. Ektó hefur náðst til uppreisnar-
voru allir hvítir. Hinirmyrtuvorufélagarísértrú- mannanna sem frömdu verknað
Uppreisnarmennirnir réðust á arhópiogdvölduábúgarðiþarsem þennan.
fókiö á búgaröinum með öxum og söfnuðurinn rekur samyrkjubú.
báru síöan eld aö líkum átta af Meðal hinna myrtu voru tvö
rm h. | f f. jf ÍilflMwMÉMmf
A# Vj
mmnj mjj ■ I
Enn
róstur
áHa'rti
Átta manns létust í Port-au-Prince,
höfuðborg Haiti, í gærkvöldi. Róstu-
samt hefur verið þar að undanförnu
vegna væntanlegra kosninga og í gær
var skólum og verslunum lokað.
Sjá mátti virkar handsprengjur
hanga á brú í höfuðborginni og var
talið víst að fyrrum meðlimir leyni-
þjónustunnar, sem voru í þjónustu
Duvaliers einræðisherra, hefðu
komið þeim þar fyrir.
Að minnsta kosti fjórir þeirra sem
létust á miðvikudagskvöld voru í eft-
irlitshópum sem að sögn sjónarvotta
og útvarpsfréttamanna ætluðu að
vernda íbúana fyrir ágangi fyrrver-
andi leyniþjónustumanna.
Næstkomandi sunnudag verða
haldnar fyrstu kosningamar á Haiti
í þrjátíu ár. Kosningaóeirðirnar hóf-
ust eftir að tilkynnt var í byrjun
mánaðarins að tólf fyrrum stuön-
Kosningaóeirðirnar á Haiti hafa kostað tólf mannslíf frá því i byrjun nóvemb- ingsmenn Duvaliers fengju ekki að
er. Símamynd Reuter bjóða SÍg fram.