Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987. FRETTIR Frumvaipsdrög að fiskveiðistefnu: Margar hugmyndir I nefnd þeirri sem unnið hefur að undirbúningi frumvarps til fiskveiði- stefnu og stjórnmálaflokkarnir og hagsmunasamtök eiga fulltrúa í hafa komið fram mjög fáar breytingatil- lögur við frumvarpsdrög þau sem sjávarútvegsráðuneytið lagði fram til umræðu. Hins vegar var ijölmörg- um hugmyndum varpað fram á fundum nefndarinnar án þess að þar væri urti formlegar tillögur að ræða. Meðal breytingatilrauna sem lagð- ar voru fram skriflega á fundum nefndarinnar var ein frá Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna þar sem lagt er til jafnrétti veiða og vinnslu varð- andi úthlutun aflakvóta. Önnur kom fram um sama efni frá samtökum rækjuvinnslustöðva. Þá kom fram tillaga um að hafa allt óbreytt frá því sem verið hefur varðandi veiðar smábáta og loks má nefna bréfið frá alþingismönnunum 32 til nefndar- innar um jöfnun þorskkvóta milli togara af suður- og norðursvæðinu. Mjög mörgum hugmyndum hefur verið velt upp á fundum nefndarinn- ar og eins hafa verið samþykktar ýmsar ábendingar á þingum og fund- um hagsmunaaðila innan sjávarút- vegsins. Mest hefur þar verið um að ræða minni háttar atriði, svo sem tímalengd laganna um fiskiveiði- stefnu og tillögu sem samþykkt var á þingi Landssambands íslenskra útvegsmanna um flutning á kvóta milli ára hjá fiskiskipunum. Þá hafa bæði útvegsmenn og Farmanna- og flskimannasambandið lagst gegn hugmyndinni um aukna skerðingu hjá þeim fiskiskipum sem selja afla sinn á erlendan markaö. Lagt hefur verið til að framsal á aflamarki verði ekki háð því aö skip- in hafi sams konar veiðileyfi, að ef kvóti ér seldur 3 ár í röð skuli sá kvóti sem seldur er á 3. ári skerðast um 50%. Þau 50% skuli leggjast inn hjá ráðuneytinu sem úthluti honum til skipa sem stunda tilraunaveiðar. Farmannasambandiö lagði til að heimilt yrði aö veiða 7% umfram úthlutað aflamark af tiltekinni fisk- tegund af heildarverðmæti aflaút- hlutunar, enda skerðist aflamark á öðrum tegundum sem því nemur. Þessar ábendingar hafa aftur á móti ekki verið lagðar fram á fund- um nefndarinnar og hefur hún litlar sem engar breytingar gert á frum- varpsdrögum sjávarútvegsráðuneyt- isins. Búist er við að margar breytingatillögur komi fram á Al- þingi þegar frumvarpið verður tekið fyrir þar. -S.dór Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra og Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra voru svipþungir á þinginu i gær enda mörg vandamálin i stjórnarsamstarfinu. DV-mynd Brynjar Gauti Lögtakstilkynning vegna afnotagjalds: Skuldin er átta aurar „Hér með tilkynnist yður að sjónvarpstæki, tegund Ferguson, sem þér teljist eiga, verður eftir kröfu Lögfræðiskrifstofunnar, Klapparstig 27, Reykjavík, sími 1 83 66, selt á opinberu uppboði sem haldið verður í uppboðssal Toll- hússins við Tryggvagötu laugar- daginn 5. desember nk. kl. 13.30“. Svo hljóðar tilkynning sem kona nokkur hér í bæ fékk vegna 8 aura skuldar en auk þess er henni gert að borga kostnað. Tildrög málsins voru þau að konan hafði skuldað afnotagjald útvarps og sjónvarps fyrir árin 1984,1985 og 1986 og nam skuldin orðið krónum 29.286,08. Hún borgaði inn á skuldina 29.286 krónur þann 7. október síðastlið- inn. Eftirstöðvarnar voru átta aurar sem hún bjóst við að myndu falla niður. En nú fyrir helgina fékk hún lögtakshótun vegna átta au- ranna. Theodor Georgsson hjá inn- heimtudeild Ríkisútvarpsins hafði þetta að segja þegar DV bar málið undir hann. „Þetta er svo fjar- stæðukennt að ég kannast ekki við að það geti átt sér stað. Ég hef enga trú á því að nokkur lögfræðingur fari að rukka inn átta aura. Skýr- ingin á þessu hlýtur að vera sú að einhver mistök hafi átt sér stað.“ -J.Mar Ríkissjónvarpið: Biýnt fýrir Heimanni að sýna fyllstu gætni „Við höfum talað við Hermann Gunnarsson og brýnt það fyrir hon- um að sýna fyllstu gætni í svona málum framvegis," sagði Pétur Guð- finnsson, framkvæmdastjóri ríkis- sjónvarpsins, í samtali við DV. í sjónvarpsþættinum „Á tali með Hemma" síðastliðið miðvikudags- kvöld var kynntur söngvari og vakti kynningin athygli fyrir þær sakir að líta mátti svo á að um auglýsingu hafi verið aö ræða en söngvarinn var síðan auglýstur í Morgunblaðinu daginn eftir sjónvarpsþáttinn og þar sagt aö hann hefði slegið í gegn í sjón- varpinu kvöldið áður. „Það er mjög varhugavert að tengja svona saman efni og blaðaauglýsing- ar en Hermann Gunnarsson segist ekki hafa vitað um blaðaauglýsing- una,“ sagði Pétur. Pétur sagði ennfremur aö Her- mann hefði verið beðinn um það að taka það fram við væntanlega gesti sína í þáttunum að þeir töluöu ekki um það fyrirfram að þeir kæmu þar fram. „Gestirnir verða beönir um að líta á það sem trúnaðarmál að þeir komi fram í þáttunum," sagöi Pétur Guðfinnsson. -ój Akureyri: Fyrsfa löndun í gáma Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Um helgina var í fyrsta skipti land- að ísfiski í gáma á Akureyri en hann fer á markað í Englandi. Þetta var afli togarans Þorsteins EA en hann var að koma úr sinni fyrstu veiðiferð eftir að Samherji hf. keypti skipið frá Siglufirði. Aflinn, sem var 65 tonn af þorski, var ísaður í 1150 kassa og settur í fimm gáma. Mjög mikill gámaútflutningur hef- ur verið frá Dalvík í haust. Refskákin Það sauö heldur betur upp í ríkis- stjórninni um helgina þegar það spurðist aö kratarnir vildu breyta fiskveiðistefnunni. Þeir vilja af- nema kvótann sem Halldór Ás- grímsson vill að verði áfram. Halldór brást auðvitað ókvæða við og ungir framsóknarmenn urðu svo reiðir aö þeir hóta stjórnarslit- um. Enginn vissi að vísu að ungir framsóknarmenn ættu aðild að rík- isstjórninni en þeir hótuðu þessu samt. Þá hefur einnig soðið upp úr í landbúnaöarmálunum. Sérstök nefnd hefur verið skipuð til að leysa vandann sem fjárlagafrum- varpið skapaði með því að gera ekki ráð fyrir áframhaldandi fjár- streymi í niðurgreiðslur og uppbætur í landbúnaðarfram- leiðslu sem ekki gengur út og endar á haugunum. Framsókn var óán- ægð með fjárlagatillögumar hjá Jóni Baldvin og nú hefur nefndin gert tillögur um að þennan vanda verði að leysa með því að setja meira fé í landbúnaðinn svo bænd- ur geti haldið áfram aö framleiða fyrir öskuhaugana. Þetta finnst Agli á Seljavöllum ekki nærri nóg og skrifar sérstaka grein í Morgun- blaðið til að veija haugastefnuna. Enn er allt óleyst í sambandi við húsnæðismálin eins og allir vita og er þar hver höndin upp á móti ann- arri í stjórnarherbúðunum. Auk þess má minna á að Jón viöskipta- ráðherra hefur komið flatt upp á Sjálfstæðisflokkinn með því að auka viðskiptafrelsi í útflutningi en aukiö frelsi er hið mesta eitur í beinum sjálfstæðismanna eins og alþjóð er kunnugt um. Sérstaklega ef það frelsi kemur sér illa fyrir þá sem hafa notið frelsisins einir fram að þessu. Eyjólfur Konráð er algjörlega á móti fj árlagafrum varpinu af því að meiningin er að afgreiða það halla- laust. Eyjólfur hefur það á stefnu- skrá sinni að fjárlög eigi að afgreiðast með halla og hefur þess vegna fyrirvara um samþykki sitt á þeirri óábyrgu stefnu ríkisstjórn- arinnar og íjármálaráðherra að láta enda ná saman. Ólafur G. Ein- arsson, formaður þingflokksins, segir að Eyjólfur meini ekkert með þessu og hann muni örugglega samþykkja íjárlagafrumyarpið og verður þessi yfirlýsing Ólafs ekki skilin ööruvísi en svo aö ekki eigi að taka mark á Eyjólfi. Næsta skrefið hjá þingflokksformannnum verður sennilega að gefa út lista yfir þá þingmenn í þingflokknum sem má taka mark á og annan lista yfir þá sem ekki má taka mark á. Það er að minnsta kosti til hægðar- auka fyrir hina þingflokkana sem taka svona yfirlýsingar hjá Eyjólfi alvarlega þangað til þingflokks- formaðurinn er búinn að stinga upp í þingmanninn. Allt mun þetta þó hafa þann tilgang að skapa óróa og óvissu í herbúðum samherjanna í ríkisstjórninni, sem er liður í stjórnarsamstarfinu. Mörgum saklausum kjósandan- um dettur í hug að allur þessi ágreiningur endi með stjórnarslit- um. Það er hins vegar mikill misskilningur. Engum af stjórnar- flokkunum dettur í hug aö slíta stjórnarsamstarfinu á miðri aöven- tunni. Þetta eru allt leikir í stöð- unni, nokkurs konar mótleikir, til að skapa sér betri sóknarmögu- leika þegar hinir leika næst. Kratarnir eru til að mynda ekki svo ýkja harðir á því að afnema kvó- tann. Þeir eru bara að svara fyrir sig þegar Framsókn er á móti hús- næðismálafrumvarpi Jóhönnu. Krókur á móti bragði til að geta samið um jafntefli. Þið samþykkið húsnæðismálin, við samþykkjum kvótann. Og svo er öllu skipt út af og frumvörpin renna í gegn. Hjá þeim Kasparov og Karpov heita þetta enskir leikir, kóng- indverskir eða Sikileyjarvörn en í íslensku ríkisstjórninni heita svona leikir að skáka hinum ref fyrir rass. Má hins vegar ekki á milli sjá hvaða leikir eru árangurs- ríkari, sem sýnir að menn eru fljótir að læra leiki í refskákum. Mega þeir Karpov og Kasparov ýmislegt læra af þeim refum sem sitja viö taflborðiö hér upp á ís- landi og ætti að vera næg ástæða til að halda næsta heimsmeistara- einvígi í Reykjavík. Nei, stjórnarsamstarfið gengur ágætlega. Rifrildið og ágreiningur- inn er liður í stjórnarsamstarfmu og ber vott um að allt sé í lukkunn- ar velstandi. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.