Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Síða 37
ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987. 37^ Sviðsljós Oft hafa borist fréttir af ferðum fugla hér í bæ sem eru til vandræða. Um daginn olli álftarungi vandræðum vegna þess að hann spígsporaði hér um götur bæjarins og virti ekki umferðarreglur. En þaö er ekki aðeins á íslandi sem fuglar eru til vandræða. í alþjóðlegri frjálsíþróttakeppni náðu álftarhjón því, með fimm ungum sínum, að eyði- leggja nærri eina keppnisgreinina, í bænum Aarau í Sviss. Fjölskyldan skellti sér skyndilega og óvænt í göngutúr yfir hlaupabraut og áttu langhlauparar í hinum mestu vandræðum með þessa sérkennilegu uppákomu. Svangur í mörg ár hefur hann birst út af bryggjunum hjá Granda, og er orð- inn góðvinur trillukarlanna á svæðinu. Þessi selur virðist ekki vera hræddur við fólk, þvert á móti not- færir hann sér góðvild þess. Trillu- karlarnir eru vanir að henda í hanri mat sem hann snæðir með bestu lyst. Selurinn laðar oft að sér hóp forvit- ins mannfólks, sem finnst forvitni- legt að sjá þennan sérstæða gest taka tU matar síns. Selurinn virðist vita það að honum er engin hætta búin í Reykjavíkurhöfn, enda er hann aufúsugestur og fær aUtaf nóg að Matseðillin þennan dag var hvorki meira né minna en eitt stykki skötuselur, enda kunni selurinn vel að meta hann. borða er hann birtist. DV-mynd S 1 Fyrir einu ári virtist sem gæfan brosti aldeilis viö kvikmyndastjörn- unni Sean Penn. Hann hafði fengið mikið löf fyrir leik sinn í kvikmynd- um eins og Bad Boys, At Close Range, Falcon arid the Snowman og fleiri myndum. Auk þess náði hann í einn feitasta bitann þar vestra, sjálfa söngkonuna Madonnu. Nú virðist sem allt snúist á verri veg fyrir stráknum. Hann lék meðal annars í misheppnaðri mynd með Madonnu, Shanghai Surprise, og var það fyrsta misheppnaða myndin á ferlinum. Síðan þurfti hann að af- plána fangelsisdóm fyrir ofbeldi við Ijósmyndara og átti hann mjög erfitt innan fangelsismúranna. Það eina sem hélt honum uppi var að Ma- donna virtist halda tryggð við hann. Fljótlega eftir aö hann losnaði úr fangelsi tilkynnti Madonna að þau hjónakornin hygðust eignast barn saman en nú hefur hún snúið við blaðinu. Fyrir nokkrum dögum fór hún fram á skilnaö við eiginmann sinn og virðist nú sem fokið sé í flest skjól fyrir Penn. Vérður fróðlegt aö fylgj- ast með því hvort Sean nær sér upp úr þeirri lægð sem hann virðist vera í um þéssarmundir. Loksins gafst Madonna upp á hinum skapmikla eiginmanni sinum, Sean Penn, sem níá múria sirin fftil fegri. Siniamynd Reuter Olyginn sagði... Whitney Houston ætlar nú að.fara að hefja feril sinn sem leikari. Það virðist orð- ið meir regla en undantekning að frægar tónlistarstjörnur reyni fyrir sér í leiklistinni. Hún hefur fengið tilboð í hlutverk í sápu- óperunni Dallas upp á 30 millj- ónir króna. Hún á að leika þar ríka söngkonu sem mun eiga í ástarsambandi við J.R. Ewing. Hún á þó ekki að festast í þátt- unum heldur stendur ástarævin- týri þetta stutt. Don Johnson var ekki ánægður með að þætt- irnir Miami Vice voru farnir að hrapa nokkuð í vinsældum. Framleiðendur þáttanna reikn- uðu það út að það sem vantaði væri rómantík. Þess vegna hafa verið gerðir þættir þar sem Don Johnson kemst í tengsl við kvenmann sem hann kvænist v , síðar í þáttunum. Sú sem fékk það eftirsótta hlutverk er þekkt- ari fyrir söng sinn heldur en leik. Það var breska söngkonan She- ena Easton sem fékk hlutverkið. Christina Onassis ein ríkasta ekkja veraldar, hefur alltaf fengið það sem hún hefur viljað og átt erfitt með að neita sér um neitt. Hún hefur alla tíð átt í eifiðleikum með kílóin en ákvað fyrir skömmu að taka sig á og fara á strangan megrunar- kúr. Hún borgaði sig inn á dýrt^'T heilsuhæli í Sviss og tókst að ná af sér 15 kílóum með hjálp góðra manna. En á tveimur næstu vikum bætti hún á sig megninu af því sem henni hafði tekist að losa sig við því hún gat ekki eftirlitslaust neitað sér um neitt. íi .........' I 7 . ... i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.