Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987. Utlönd Átta fórust í flóöum Átta manns fórust og um þijátíu er saknaö eftir að mikið flóö og aurskriða gekk yfir vinnubúöir skammt fyrir utan Santiago í Chile í gær. Að sögn sjónarvotta var flóövegg- urinn um tuttugu metra hár og grófust vinnubúöimar í leðju. Björgunarmönnum tókst. aö koma um þrjú hundruð manns úr búöunum á örugga staöi. Willock gefur NATO upp á bátinn Fyrstl ósigurinn Ríkisstjóm Póllands tókst ekki aö fá meirihluta atkvasöa í þjóðar- atkvæðagreiöslunni um fyrirhug- aöar breytingar í efnahags- og landsinsásunnudag. Er þetta f fyrsta sinn sem ríkis- stjóm kommúnista í Póllandi tapar þjóöaratkvæðagreiðslu og raunar á slfk áminning til stjórnvalda sér ekki hliöstæðu í öðmm kommún- istaríkjum heldur. Síðasta ferðin Rainbow Warrior, fyrrum fiagg- skip Greenpeace-samtakanna, sem íslendingum er vel kunnugt, sigldi í morgun i sína hinstu ferð út úr höfninni í Auckland á Nýja Sjá- landi. Skipinu verður sökkt af Nýja Sjálandi, þar sem það ur framvegis leikfang fyrir kafara. Páll Vilhjálmssan, DV, Osló: í gær var tilkynnt í Osló að fram- boð Káre Willocks, fyrrum forsætis- ráðherra Noregs, til embættis framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins hefði verið dregið til baka. Þannig er nú fullvíst að Manf- red Wömer, vamarmálaráðherra Vestur-Þýskalands, verður næsti framkvæmdastjóri NATO. Um síðustu helgi varð ljóst að bandaríska stjórnin hygðist styðja framboö Wömers og þar með var slagurinn tapaður fyrir Willock og norsku ríkisstjómina, sem formlega stóð á bak við framboð forsætisráð- herrans fyrrverandi. Síðastliðinn laugardag neitaði tals- maður norsku ríkisstjórnarinnar að framboð Willocks yrði dregið til baka en í gær hafði Willock sjálfur sam- band við utanríkisráðuneytið og bað um að það yrði gert. Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, sagðist í gær vera ánægður með á- kvörðun Norðmanna. Viðbrögð innanlands í Noregi em hins vegar blendin. Þótt flestir séu sammála um að sigurlíkur Willocks hafi verið litlar em uppi raddir um aö Norðmenn hefðu ekki átt að víkja fyrir Þjóðverjum sem að margra mati beittu óeðUlegmn pólitiskum þrýstingi til að fá stuðning annarra NATO-þjóða við framboð Wömers. í viðtali við norska sjónvarpið í gær sagði Wfilock að það Uti út fyrir aö efnahags- og hernaöarmáttur aðUd- arþjóða, sem standa að baki fram- bjóðenda, vægi þyngra en hæfileikar og geta frambjóðendanna sjálfra. Á fundi utanríkisráðherra NATO- ríkja í Brussel þann 11. og 12. desember næstkomandi verður að öllum líkindum gengið frá því að Manfred Wömer leysi breska lávarð- inn Carrington af hólmi sem fram- kvæmdastjóri NATO. Káre Willock, fyrrum forsætisráð- herra Noregs, tilkynnir ákvörðun sína í gær. Simamynd Reuter Óvíst um afdrif Óvíst er enn hver afdrif kóresku farþegaþotunnar, sem hvarf um síð- ustu helgi, urðu. í gærmorgun bárust fregnir um að flak hennar hefði fundist í Thailandi, en þær fréttir vom síöar bomar til baka. Thailensk yfirvöld sögöu í gær að taliö væri hugsanlegt að þotan, sem var af gerðinni Boeing 707, með hundrað og fimmtán manns innanborðs, heföi spmngið í loft upp á fiugi. Ekki er vitaö hvort þotan hrapaði í Thailandi, í Burma eða á hafi úti, en hún er nú talin af og með henni allir farþegar og áhöfh.' Lægstur í fjóra áratugi Bandaríkjadalur hélt enn áfram aö falla í gær og náöi því marki aö verða lægri gagnvart öðrum gjald- miölum en hann hefur orðið i fjóra áratugi. Sérfræðingar töldu í morgun aö dollarinn gæti átt eftir að falla enn meir, enda virtust bandarísk stjómvöld ckki hafa neitt á móti þvi. Verðbréf iækkuöu einnig nokkuð á Wall Street i New York í gær en gullverö og verð á sterlingspundi hækkaöi hins vegar. Hefla samninga Yfirvöld í Atlanta segja að fa- mennir hópar harðlínumanna meðal kúbönsku fanganna, sem enn halda uppreisn sinni til streitu þar, komi nú í veg fyrir samninga milli fanganna og stjómvalda. Segj- ast embættismenn ekki sjá fyrir endann á pattstöðunni í málinu. Félagar fanganna í fangelsinu 1 Oakdale í Bandaríkjunum, sem einnig gerðu uppreisn f síöustu viku, gáfust upp um helgina og vonast hafði verið til aö hiö sama myndi gerast í Atlanta. Fangamir liafa enn níutíu gísla í lialdj i tangelsinu. ÍflíiálÍ tifáíishKlíiíiiíiiúiíiíJ Jarðskjálftar í Snarpur jarðskjálfti skók Alaska í gær. Skjálftinn mældist 7,5 stig á Richter. Menn í litlum bæjum flúðu heimili sín um stundarsakir og þar sem skjálftinn var harður þótti rétt að gefa viðvörun vegna hættu á flóð- bylgju. Náði hættusvæðið meðfram aUri Kyrrahafsstrandlengjunni allt niður til Kalifomíu, alls um 3.200 kílómetra. Viðvömnin var síðar dregin til baka. Jarðfræðingar höfðu nýlega spáð Alaska skjálfta af svipuðum styrkleika á þessum slóðum en skjálftinn átti upptök sín neðansjávar undir Al- askaflóa, tæplega 500 kílómetra suðaustur af Ánchorage. Vopnaður vörður við hús það er Adninan Kashoggi leigir fyrrum einræðisherra Haiti, Jean Claude Duvalier. Símamynd Reuter ^ Harti Atök um völd Jean Claude Duvalier, fyrrum ein- ræðisherra á Haiti sem nú er í útlegð í Suður-Frakklandi, hvatti Haitibúa til að sýna stillingu, en mikill órói hefur verið í landinu í kringum for- setakosningar. Kosningunum hefur nú verið frestað vegna óróans en þær heföu verið fyrstu frjálsu forseta- kosningamar . sem haldnar heföu verið í ríkinu í þrjátíu ár. Mikil átök hafa verið í landinu eftir aö forseta- kosningum þar var frestað og hafa 34 manns fallið og 67 særst. Einn frambjóöenda lýsti því yfir í gær að stjórn landsins væri í sam- vinnu við fyrrum leynilögreglu Duvalier tímabilsins Tonton Maco- utes að reyna að koma í veg fyrir breytingar í landinu en fréttaskýr- endur telja að Tonton Macoutes óttist að nýr forseti dragi þá fyrir dómstóla fyrir glæpi unna á einræðistímabil- inu. í kjölfar átakanna hefur Dóminik- anska lýöveldið lokað landamærum sem aðskilja ríkin tvö en þau skipta á milli sín eyjunni Santo Domingo. Bandaríkjamenn hafa einnig skorið á @}la hernaöaraðstoö við Haiti en halda áfram að veita efnahagsaðstbð."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.