Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987. 19 Menning Hasar a helgarposti TUNGUMÁL FUGLANNA. Höfundur: Tómas Davíðsson. Svart á hvítu, 1987. Á síðustu árum hafa verið gefnar út nokkrar íslenskar skáldsögur af því tagi sem kalla mætti pólitíska reyfara, með misjöfnum árangri. Þessi saga er af þeim meiði. Hér eru stjórnmálamenn og blaðamenn á vikublaöi í aðalhlutverkum og til- efnin eru í raun augljós: Hafskips- mál, Albertsmál, Guðmundarmál, Stefá^ismál. Gangur þeirra var á tíðum reyfarakenndur og því not- hæft tilefni til skáldsögugerðar, auk þess sem umfjöllun íjölmiðla leiddi til vangaveltna um siðfræði í blaðamennsku samtímans. Meginpersóna sögunnar er annar ritstjóra og eigenda helgarpósts sem hér nefnist Helgartíðindi. Blaðið er á niðurleið, reyndar á hausnum, þegar ónafngreindur heimildarmaður setur sig í sam- band við áðurnefndan ritstjóra og býður upp á röð frétta sem muni selja blaðið grimmt. Og, eins og auglýst er á bókarkápu, þessar nafnlausu fréttir hafa þær afleið- ingar að tveir forsætisráðherrar verða að víkja. Hversu raunhæf er sú mynd af blaðamennsku sem dregin er upp í þessari sögu? Því er til að svara að margt kemur hér kunnuglega fyrir sjónir en það ristir hins vegar afar grunnt enda reyfarakennt og fært í stílinn. Höfundurinn hefur sýnilega reynslu af „helgarblaðamennsku" og það á blaði sem hefur barist í bökkum fjárhagslega. Sagan ber þess mjög merki að byggja á þess háttar reynslu fremur en nánum kynnum af rekstri stórra dagblaða eða ljósvakamiðla. Höfundurinn hefur einnig fylgst ágætlega með atburðum síðustu missera á sviði stjórnmála og við- skiptalífs og notar þá óspart meira og minna umbúðalaust. Hér má til dæmis lesa um stjórnmálamann- inn sem íofar að reka seðlabanka- stjórann (þessi stóð að visu við . loforðið og kallaði þar með yflr sig hörmungar), íjármálamanninn sem leysir út vörupartí fyrir heild- sala fyrir góða þóknun og verður ríkur af, ritstjórann sem fær ókeypis fyrirgreiðslu úti í bæ, at- hafnamanninn sem keypti stórfyr- irtæki og borgar fyrstu útborgun- ina beint úr tékkhefti fyrirtækisins sem hann var að kaupa, bóklestrar- klúbb seðlabankastjóra og þannig mætti lengi áfram telja kunnuglega hluti sem hér ganga aftur. Nöfn flokka og sumra stjórn- málamanna eru notuð óbreytt í sögunni, sem á að gerast eftir fáein ár, en „gervinöfn" eru svo notuð í sumum tilvikum þótt augljóst sé af samhenginu við hvað eða hverja er átt. Ætt seðlabankastjórans er þannig kennd við Sturlunga, ís- lenskir aðalverktakar heita Meg- ingjarðir, fyrirtæki sem er „upp fyrir haus í söluskattssvikum, föl- suðum innflutningsskýrslum og allskonar vitleysu“ heitir „Dansk- íslenska verslunarfélagið" og svo framvegis. Margt í sögunni ber því einkenni lykilskáldsögunnar þar sem lítiö þarf að hafa fyrir því að Blað- skellandi Tómas Daviðsson (dulnefni); Tungumál fuglanna Svart á hvitu, 1987 (327 bls.). Þessi sakamálasaga hefst með því aö Edda símadama á Helgartíðind- um gefur Tómasi Davíðssyni rit- stjóra samband við dularfullan náunga sem vill ekki segja til nafns og býður Tómasi krassandi efni sem bjarga myndi blaðinu úr íjár- þröng. Síðan fer fram tveim laus- tengdum sögum í verkinu, svosem algengt er í sakamálasögum (það fer vel á að krydda glæpi með ást): Helgartíðindi birta söluaukandi „fréttir", sem leiða til afsagnar tveggja forsætisráðherra og um- róts í heimi viðskipta og valda, og Tómas fer frá alkahólíseraðri eig- inkonu eftir að hafa tekið upp samband við Eddu á símanum. Undir bókarlok, þegar Tómas er aö hætta á blaðinu, segir Edda að nú myndi hún í hans sporum skrifa bók. Nafnleyndin Og hefur Tómas ekki bara skrifað „sanna sögu“ af atburðunum - hann er vel að merkja skráöur höf- undur verksins? En jafnframt er hann e.k. staðgengill þess höfundar sem ekki vill segja til nafns og er því klár hliðstæða þess manns sem hringdi í Tómas og bauð honum efni sem hafði tundur að geyma. Þessi skáldlegu tilþrif með nöfn, nafnleynd og sannleika beina óhjá- kvæmilega athygli að öxulveldi tilbúins og „raunverulegs" veru- leika í verkinu. Aftan á bókarkápu segir að höfundur voni að umræða um bók hans „snúist um bók- menntir og samfélag en ekki um höfundinn sjálfan og persónulega reynslu hans. Þess vegna kýs hann að skrifa undir dulnefni." En með því að höfundarnafn er yfirlýst dulargervi (og þ.a.l. „skáldskap- ur“) er gefið til kynna að í bók hans felist tundur, e.t.v. í ætt við það sem býr í nafnlausu bréfunum sem Tómasi berast í sögunni. Ekki nóg með það, heldur er gefið í skyn með orðunum á bókarkápu að það sé einmitt „persónuleg reynsla" hins dulda höfundar sem er afdrifa- rík fyrir viðfangsefni hans. Þannig er veriö að selja „raunveruleik- ann“ að baki „skáldskapnum“ á talsvert opinskárri hátt en venja er. í formálsorðum segir að þetta sé skáldsaga en efni hennar sé „sótt“ í raunveruleikann, eina sögusviðið, sem höfundur hennar þekkir". Lesandi verður á endan- um að sætta sig við þá óvenjulegu aðstöðu að höfundarnafnið sé skáldskapur en' skáldsagan svið raunveruleikans. En kannski ger- ist þetta alltaf hvort eð er í hænuhaus lesandans? Raunveruleikinn? Sagan gerist í lok þessa áratugar og er iðulega litið um öxl til þeirra átaka sem nú eiga sér stað í stjórn- málunum og jafnvel rætt um einstaka flokka og einstaklinga. Höfundur hefur sérstakan áhuga á Sjálfstæðisflokknum og Kvenna- listanum. Mikið er um föst og laus skot á þann síðarnefnda, iðulega þannig að höfundur virðist gera grín að þvi hvernig kvennalista- konur streitist við að vera „hreinar meyjar" í því gjörspillta samfélagi viðskiptabrasks og klíkuskapar sem höfundur lýsir þó frá gagn- rýnu sjónarhorni. í sögunni vokir Sjálfstæöisfálkinn yfir því sam- félagi og virðist spillingin yfirleitt Bókmeraitir Elías Snæland Jónsson átta sig á fyrirmyndunum úr raun- veruleikanum. „Tungumál fuglanna" er lipur- lega samin, sérstaklega samtölin í fyrri hluta bókarinnar. Það hefði hins vegar veitt sögunni aukið gildi ef farið hefði verið mun dýpra ofan í þau stórmál sem um er fjallað. Þess í stað hefði mátt draga úr frek- ar langdregnum frásögnum af drykkjusýki, sem höfundurinn virðist upptekinn af. Úrvinnslan í lokin hefði einnig þolað meiri yfir- legu af höfundarins hálfu. Sú spurning, sem er rauður þráð- ur í bókinni, hvort fjölmiðlamenn séu að láta fólk úti í bæ, þar á meðal valdagráðuga stjórnmála- menn, misnota sig, hefur verið og er ofarlega í hugum þeirra sem fjöl- miðlum stjórna. Þar er vandratað- ur meðalvegurinn og engan nothæfan vegvísi að fá í þessari bók, sem er fyrst og síðast til af- þreyingar. -ESJ málaformið.. Og sömuleiðis ekki nýstárleg á neinn hátt hvaö varðar meðferð texta og tungumáls - enda væntanlega ekki ætlað að vera það. Enda þótt ekki sé verulegur við- vaningsbragur á bókinni sem sakamálasögu má benda á galla í byggingu. Mér finnst það gert ein- um of augljóst hver hringdi í Tóma9 (og .segir „Tómás“, bls. 10 og 35). Síðan fáum við að heyra sím,- tal sama manns við einn stórbokk- ann (bls. 107-108), þótt frásagnar- háttur verksins leyfi annars ekki slík frávik frá sjónarhóli Tómasar. „Flótti" Tómasar frá eiginkonu til Eddu er of klipptur og skorinn út frá því baksviði og þeim sálarflækj- um sem búið er aö byggja upp. En jafnframt skortir á að það baksvið öðlist dramatíska vídd, það er frek- ar einsog nauðsynleg uppfylling: „Þau höfðu þekkst áður, voru sam- stúdentar . . . Eftir stúdentsprófið fór Rósa til Frakklands að læra frönsku og Tómas fór á sjóinn" o.s. frv. (46). En þótt frásagnarlistin sé ekki alltaf á háu stigi hefur höfundur hins vegar ágæt tök á samræðulist- inni. Samtöl eru sannfærandi, ýmist stutt og kvik ojrðaskipti eða Bókmermtir Ástráður Eysteinsson tengjast á einhvern hátt hagsmun- um þar á bæ (umskipti eru þar hröð og bæði Þorsteinn og Davíð komnir út í kuldann þegar saga hefst!). Sagan gerir ráð fyrir að við sam- þykkjum raunsæi þeirra lýsinga og samtala sem snúa að frétta- mennsku og fjölmiðlafári og vart eru ýkja upplífgandi fyrir hug- sjónamenn um fræðslu- og upplýs- ingahlutverk slíkra miðla. Verkið ber upp margar spurningar er að fjölmiðlum lúta og væri gaman að heyra um viðbrögð manna sem þekkja starfið af eigin raun. Sögubygging og samtöl Hvað frásagnarform varðar er þetta því skáldsaga í raunsæis- böndum svo sem algengast er um „þrillera“. Þetta er ekki „öðruvísi" sakamálasaga, eins og nú tíðkast nokkuð að skrifa, þar sem brugðið er á margvíslegan leik með saka- lengri útlistanir manna á milli sem tengjast flækjum fjölmiöla og stjórnmála. Samtöl leggja undir sig óvenjustóran hluta sögunnar og eru oftar en ekki bráðskemmtileg lesning þótt lítið fari fyrir skáld- legu flugi (enda slíkt e.t.v. óviðeig- andi í heimi verksins). Fuglamál? Skáldlegt flug er raunar hvað mest í hinum snotra bókartitli en hann slær því miður vindhögg með tilliti til verksins í heild. Seint í sögunni er gefið í skyn að „fugla- mál“ sé hin „hæfilega óskiljanlega" orðræða sem stjórnmálamenn nota til að fela sig, til að þurfa ekki að tala einsog „venjulegir menn“ (271-272). En fram að þessu hefur verkið ekki snúist um slíkt blekk- ingaþvaður pólitíkusa heldur miklu fremur um stöðu og miðlun „fréttaefnis". Þótt vikið sé að því að lesendur blaða séu á sinn hátt hliðstæða kjósenda þá er fátt í verkinu sem bendir til áð „tungu- mál fuglanna” eigi við á sama hátt um þá sölufréttaþyrstu blaðskell- andi mulningsvél. sem „frjálsir ijölmiðlar" eru í dag, ef marka má þessa bók. ÁE i í í--i .. mm fiÉt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.