Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987. 13 Neytendur Endur og hendur. Smekkbuxurnar kosta 2.980 kr„ skyrtan 1.290 kr., jakkinn 1.480 kr., slaufan 300 kr. og húfan 695 kr. iur um Laugaveg | fékkst t.a.m. trúösgalli og kostaöi hann 3.830 kr. Svipaður galli en meö vængjum kostar 4.250 kr. Þessi fót | eru góö á bæði kynin. Á stelpur fást kjólar og kosta þeir frá 2.980-4.740 kr. Á strákana fást jakkapeysur á 1.540 kr„ sparibuxur úr flannel á 2.120 kr. og skyrtur á 1.495 kr. Einnig má fá rúllukragaboli í stað skyrtna og kosta þeir 790-880 kr. Ef menn vilja vera flottir á því eru einnig til glæsijakkar frá Christ- ian Dior og kosta þeir 6.995 kr. Svo aö segja beint á móti Engla- börnum er nýleg verslun, Tommi og Jenni. Þar fást kjólar á bilinu 3.700- 4.700 kr. Þaö sem er þó vinsælast að sögn afgreiðslustúlku eru pokapils- sett frá Frakklandi. Þau kosta með öllu 3.197 kr. Einnig eru til önnur sett sem eru þá pils, peysa og gamm- ósíur og kostar þaö alls um 4.000 kr. Þarna fást einnig portúgölsk jakkaföt fyrir bæði kynin. Jakkinn kostar 3.493 kr„ buxur 2.700 kr. eöa pils 2.500 kr. Skyrta við kostar svo á bilinu 1.500-1.800 kr. Á strákana fást líka stakar buxur úr flaueli og kosta þær frá 1.098-1.698 kr. Einnig fást straufríar sparibuxur og kosta þær 1.980 kr. Skyrtur kosta 1.366 kr. og slaufur 195 kr. Einnig má fá jakkapeysur og kosta þær 1.974 kr. Bangsi selur sænsk fót. Þar fæst mikiö af kjólum og kostar sá ódýr- asti 1.900 kr. en dýrastur var silki- kjóll sem kostaöi 5.800 kr. Einnig fást kjólar úr silkitafti og kosta þeir 2.500 kr. Aö sögn afgreiöslukonu eru ball- ettbúningar mikið teknir sem jólafót. Þeir kosta 3.200 kr. Sem og annars staðar virðast blöðrupilsin vera vin- sæl. Þau kosta 1.100 kr. og er hægt aö fá skyrtur viö á bilinu 1.085-2.985 kr. Sokkabuxur kosta frá 300-475 kr. og gammósíur 490 kr. Hvergi sáum viö jafnmikið af spari- fótum fyrir stráka og i Bangsa. Þar fékkst sett með öllu, sokkum, belti, bindi og aö sjálfsögöu buxum, peysu og skyrtu og kostar hvert sett alls 3.880 kr. Einnig fengust ullarpeysur á 2.530 kr. Einnig fengust blaserjakk- ar á 1.550-2.200 kr. Buxur í stil kosta 1.897 kr. og skyrtúr fást á 890-1.490 kr. Fyrir minnstu kallana er til sett og kostar þaö 2.350 kr. Kjólarnir fást I Englabörnum. Þeir kosta, talið frá vinstri: 3.520 kr„ 4.740 kr„ 2.980 kr. og 3.940 kr. Þennan doppótta kjól rákumst við á í versluninni Endur og hendur. Hann kostar 3.580 kr. Trúðsföt úr Englabörnum. Þau kosta 3.830 kr„ húfan kostar 540 kr„ bolur- inn 890 kr. og bakpokinn 1.275 kr. í Tomma og Jenna fást þessi föt. Til hægri er sett sem kostar um 4.000 kr. en til vinstri er pokapilssett sem kostar 3.197 kr. í Tomma og Jenna eru þessi jakkaföt frá’ Port- úgal. Jakkinn kostar 3.993 kr„ buxurnar 2.700 kr„ pilsið 2.500 kr. og skyrtur á bilinu 1.500 til 1.800 kr. i Bangsa fæst þessi glæsilegi kjóll úr silki og kostar hann 5.800 kr. I Bellu fást einnig föt á stráka. „Þjónsfötin“ til hægri kosta 2.500 kr. en jakkinn og buxurnar til hægri kosta 3.98Ó kr„ skyrtan 980 kr. og bindið 320 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.