Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Kosið í vor Þegar samstarf í ríkisstjórn er gott, ganga ráðherrar og þingmenn stjórnarflokka úr vegi til að sætta sjónar- mið. Þegar feigð sækir að slíku samstarfi, ganga þeir hins vegar úr vegi til að rækta ágreining, svo sem verið hefur frá upphafi ferils núverandi ríkisstjórnar. Til að finna dæmi um sæmileg heilindi í stjórnarsam- starfi þarf ekki að leita lengra en til síðustu ríkisstjórnar á undan þessari, til yngstu helmingaskiptastjórnar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokka. Valdamenn sátu á friðarstóli í þeirri ríkisstjórn til loka kjörtímabilsins. Nú er hins vegar allt í hers höndum. Ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkanna vinna ekki saman að nið- urstöðu mála, heldur finna sér til ágreinings hvert tilefni, sem gefst. Þeir og flokkar þeirra eru að reyna að ná góðri taflstöðu fyrir næstu kosningar. Slíkar ríkisstjórnir springa yfirleitt fyrir tímann. Þátttakendur þeirra fjalla ekki um mál eins og þau séu verkefni, sem gefa þurfi sér tíma til að leysa. Þeir hafa meiri áhuga á, hvernig þessi sömu mál líti út frá sjónar- hóli kjósenda, þegar til mjög skamms tíma er litið. Ýmis deilumál benda til, að forustumenn stjórnar- flokkanna séu byrjaðir að undirbúa baráttu fyrir kosningar að vori. Þeir hafa magnað með sér ágreining um mörg stærstu mál dagsins, fjárlög, matarskatt, hús- næðislánakerfi, útgerðarkvóta og landbúnaðarstuðning. í vaxandi mæli er talað um, að frumvörp um þessi mál séu eins konar einkafrumvörp eins ráðherra. Ein- stakir þingmenn, jafnvel ráðherrar og heilir stjórnar- flokkar áskilja sér rétt til að vera meira eða minna andvígir ýmsum eða flestum atriðum frumvarpa. í sumum tilvikum er líklegt, að sérstaðan sé ekki djúpstæð, heldur framleiðsla á eins konar skiptimynt til að beita gegn annarri sérstöðu. Þá er líklegt, að niður- staðan af hvoru tveggja verði engin. Það er einmitt markmið síðari sérstöðunnar að eyða hinni fyrri. Andstöðu alþýðuflokksmanna við kvótafrumvarp framsóknarráðherra er að nokkru leyti beint gegn and- stöðu framsóknarmanna við húsnæðisfrumvarp al- þýðuflokksráðherra. Andstaðan er sumpart uppgerð, þótt hún byggist á frambærilegum efnisrökum. Ágreiningsatriði stjórnarflokkanna verða þó engan veginn skýrð með þessum hætti einum. Meginástæða þeirra er, að flokkarnir gera ráð fyrir kosningum í vor og eru að reyna að skapa sjálfum sér ímynd, sem sé önnur og betri en ímynd ríkisstjórnarinnar í heild. Framsóknarflokkurinn nýtur mikils fylgis í skoðana- könnunum. Forustumenn hans geta vel hugsað sér að ná fylgisaukningunni í hús í kosningum sem fyrst. Auk þess telja þeir tímabært, að Steingrímur Hermannsson leysi Þorstein Pálsson af hólmi í stjórnarforsæti. Stjórnarandstaða Framsóknarflokksins innan ríkis- stjórnarinnar beinist einkum gegn ráðherrum Alþýðu- flokksins, er fjalla um fjármál ríkisins og húsnæðismál. Með gagnsókn Alþýðuflokksins í sjávarútvegsmálum hefur spennan í stjórninni magnazt um allan helming. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hægar um sig en hinir flokkarnir, en stundar þó yfirboð í stuðningi við land- búnað. í skoðanakönnunum hefur flokkurinn ekki náð til baka neinum umtalsverðum hluta af fylgi Borgara- flokksins og er afar illa í kosningastakk búinn. Ríkisstjórn er bráðfeig, þegar gagnkvæmt tillitsleysi mótar afstöðu ráðherra og stjórnarliða, svo sem nú er. Brautin hggur til kosninga, er verða líklega í vor. Jónas Kristjánsson „Við viljum koma í veg fyrir að ungt fólk lóti lífið á altari hraðans", segir i greininni. - í lögreglubílum er tæki til að fylgjast með ólöglegum hraða hjá ökumönnum. Aukinn hraði er hættulegur Dagblaðið-Vísir hefur á undanfórn- um mánuðum gefið út sérstakan „kálf ‘ um bOa á hverjum laugar- degi. Þetta hefur veriö gert af myndarskap og hefur efni oftar en ekki verið að einhveiju leyti um umferðaröryggismál. Um þau er aldrei of mikið fjallaö. Öll hafa þessi skrif verið jákvæð þar til laugardaginn 21. nóvember að birt- ist grein sem ætlað er að draga úr mikOvægi og gildi þess að rekinn sé áróður gegn hraðakstri. Höfund- ur greinarinnar. auðkennir hana með upphafstöfunum SH. í upphafi greinarinnar segir að ábyrgir aðOar, sem fjalla um um- ferðarmál, reki áróður gegn hraðakstri en að sá áróður sé ekki af hinu góða. Undirritaður hefur á þessu ári mjög oft í ræðu og riti bent á mikilvægi þess að auka ekki hámarkshraða í umferð hér á KjáUarinn Sigurður Helgason framkvæmdastjóri Fararheillar '87 „Staðreyndin er nefnilega sú að vegna kunnáttuleysis, gáleysis og ábyrgðar- leysis íslenskra ökumanna er það feigðarflan að auka hraðann.“ landi. Ástæðan er ekki sérstakur áhugi á að láta setja ströng og ósanngjörn lög sem meðal annars yalda því að menn verða fyrir þeirri ógæfu að vera sviptir öku- réttindum um tíma. Ástæðan er virðing fyrir mannslífum og virð- ing fyrir heOsu fólks. Aukinn hraði -fjölgun slysa Sérfræðingar víöa um heim hafa rannsakað áhrif hraða og afleiðing- ar aukins hraða. Niðurstöður eru . ljósar. Með auknum hraða fjölgar slysum verulega. Þegar olíuverð hækkaði gífurlega á sjöunda ára- tugnum var lækkun hámarks- hraða ein þeirra leiða sem stjómvöld á Vesturlöndum beittu til aö draga úr bensínnotkun. Áhrifin komu þegar í stað í ljós. Með minnkandi hraða fækkaði slysum mjög mikið. í allmörg ár voru allir sammála um að halda þessum lægri hraða meðan fækkun slysa var ofarlega í hugum manna. En það er alltaf tilhneiging hjá ákveðnum hópum að beita sér fyrir auknum hraða. Og þessi hópur hafði erindi sem erfiði í vor þegar dómsmálaráöuneytiö ákvað að hækka hámarkshraðann um 10 km á hverja hundrað kílómetra. En hver hefur árangurinh orðið af þeirri ákvörðun? Því miður urðu áhrifin þau að á fyrstu tveimur -mánuðunum eftir aö hinn aukni hámarkshraði gekk í gOdi fjölgaði slösuðum í umferðinni hér á landi um 35% miðað við tvo sömu mán- uði á síðasta ári. Sjötíu og fimm fleiri slösuðust í júlí og ágúst í ár en í sömu mánuðum í fyrra. Það eina sem breyttist að nokkru marki var hraðinn. Þrátt fyrir mikla fjölg- un ökutækja er ekki ástæða til að telja hana orsökina af því að fjölg- un annarra óhappa varð ekki nálægt því jafnmikO. í grein sini segir SH meðal ann- ars: „Slysin orsakast ekki af hraðanum sem slíkum heldur af kunnáttuleysi, gáleysi og ábyrgð- arleysi fyrst og fremst." í þessum orðum endurspeglast þær röksemdir sem baráttumenn gegn auknum hraöa hafa haldið á lofti. Staðreyndin er nefnilega sú aö vegna kunnáttuleysis, gáleysis og ábyrgðarleysis íslenskra öku- manna er það feigðarflan að auka hraðann. Vafasamt hálmstrá En hvað þarf að gerast til aö bæta ökuhæfni manna hér á landi? Þegar stórt er spurt vill oft verða lítið um svör. En kjarni málsins er efling og skipuleg uppbygging öku- kennslu hér á landi og þar kemur við sögu áratugagömul hugmynd um æfmgasvæði fyrir ökumenn. SlOít svæði getur nýst öllum öku- mönnum, bæði nýjum og þeim sem telja sig- þurfa á endurþjálfun að. halda. En meðan þetta svæði er ekki komið af umræðustiginu er háskalegt að auka hraðann. Menn hafa rétt á að halda fram sínum skoðunum á opinberum vettvangi. Það er eitt af grundvall- aratriðum þess frelsis sem enginn ágreiningur er um. SH hefur til dæmis rétt á aö halda á lofti þeirri skoðun sinni að áróður gegn hrað- akstri sé vafasamt hálmstrá þeirra manna sem lifa af því að hafa góð áhrif á umferðarmál. En skoöanir okkar sem teljumst tO þess flokks eru áreiöanlega mismunandi. En eitt eigum við sameiginlegt. Við vOjum auka öryggið í. umferðinni. Við vOjum koma í veg fyrir að ungt fólk verði fyrir varanlegu heilsu- tjóni vegna hraöaksturs. Við vOj- um koma í veg fyrir að ungt fólk láti líflð á altari hraðans. Okkur finnst árangurinn ekki vera nógu mikill en samt höldum við áfram af því að við vitum að markmiðið er göfugt og þaö sem meira er: Það er þjóðhagslega hagkvæmt. Lykilhlutverk Fjölmiölar hafa á undanfómum áram í auknum mæh íjallaö um þá ábyrgð sem fylgir því að fjalla um málefni líðandi stundar. Þeir hafa sífellt meiri áhrif á þróun mála á ýmsum sviðum. Það væri ánægjulegt ef þeir snerust ákveðið á sveif með okkur sem á degi hverj- um leitum leiða tO að auka öryggi í umferðinni. Þar hafa þeir lykil- hlutverk. Þeir móta viðhorf fólks. Þeir geta til dæmis haft áhrif á það hvaða viðhorf ökumenn hafa þegar þeir fara út í umferðina. Miðvikudaginn 18. nóvember sl. héldu fimm aöilar, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, beint eöa óbeint, varöandi ökukennslu hér á landi, fjölmenna ráðstefnu í Reykjavík um ökukennslu og um- ferðarmenningu. Hefði SH séð sér fært aö fylgjast með þeirri ráð- stefnu og kynna sér sjónarmið ökukennara og fleiri aðila tO um- ferðarmála held ég að hann heföi ekki sent frá sér grein þá sem hér hefur verið til umfjöllunar. Hún er nefnOega í andstöðu við þaö mark- mið okkar að auka ábyrgðartilfinn- ingu ungs fólks í umferðinni og gera því grein fyrir þeim skyldum sem hvfla á herðum þess sem sest hefur undir stýri á bifreið. Þetta er sá þáttur sem virðist hafa mis- tekist í ökukennslu og umferðar- uppeldi hér á landi. En við breytum því ekki með því að auka hraðann. Hann er nógur fyrir. Sigurður Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.