Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987. Utlönd Gizur Helgason, DV, Þýskalandi: Vestur-þýsku stjórnmálaflokkarn- ir hafa allir sem einn mótmælt kröftuglega handtökum friðar- og umhverflsmálasinna í Austur-Berlín en þar hefur a-þýska öryggislögregl- an verið að verki. íhaldsmenn og sósíaldemókratar í Bonn hafa sagt að þessar harkalegu aðgerðir aust- ur-þýskra yfirvalda séu bakslag fyrir bætta sambúð þýsku ríkjanna. Síðastliðinn laugardag voru enn um'tuttugu manns í haldi hjá „Slasi“, öryggislögreglu A-Þjóðverja, eftir miklar fjöldahandtökur alla síðast- liðna viku. Vestur-þýsku flokkarnir hafa krafist þess að allir þeir sem enn eru í haldi verði tafarlaust látnir lausir. Makka ekki rétt Það var aðfaranótt þriðjudagsins í síðustu viku að Slasi-menn létu til skarar skríða og ruddust inn í um- hverfismálabókasafn sem stendur við Síonskirkjuna í Austur-Berlin. Á staðnum var fjöldi manns handtek- inn og mikið af gögnum og ljósritun- artækjum gert upptækt. Kerfisgagn- rýnendur, sem hafa hafst við hjá Síonskirkjunni, hafa vakið vaxandi reiði stjórnvalda vegna dreifingar fjölritaðra blaða og bæklinga um umhverfisvandamál og friðarpólitík. Síðastliðið miðvikudagskvöld voru svo fimmtán manns til viðbótar handteknir er þeir tóku þátt í mót- mælagöngu sem efnt var til vegna skyndiárásar lögreglunnar. Á föstu- daginn var héldu aðgerðir lögregl- unnar áfram og nú með húsleitum á einkaheimilum þeirra er liggja undir grun um að vera umhverfismála- eða friðarsinnar í tengslum við fyrr- nefnda kirkju. Sennilegt er talið að stjórnvöld í Austur-Þýskalandi ætli nú í eitt skipti fyrir öll að brjóta á bak aftur þessa grasrótarhreyfingu sem virðist ekki kunna að makka rétt við stjórn- völd. Austur-þýskir tónlistarmenn og leikhúsfólk, sem tengist friöar- og umhverfismálasamtökunum, hefur sætt banni viö flutningi verka sinna undanfarna daga þar sem þau eru talin lítillækka rikisstofnanir. Simamynd Reuter Fleiri handtökur Frá a-þýsku borgunum Halle, Wi- smar, Rostock, Weimar og Dresden berast nú fréttir af handtökum frið- ar- og umhverfissinna. Auk þess hefur fjölda manns verið bannaö að fara til A-Berlínar. Föstudag og laugardag safnaðist mikill mannfjöldi saman við Síons- kirkjuna og stóð þögull við inngang hennar. Fjöldi óeinkennisklæddra lögreglumanna var á staðnum og mannljöldinn var ákaft ljósmyndað- ur af lögreglunni. Talið er að um átta hundruð manns hafi verið þarna saman komin síðast- liðið föstudagskvöld. Róstusamt í A-Berlín Gengisfelling eða launastöðvun Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmannahööu Efnahagssérfræðingar danska efnahagsráösins sendu fyrir helgi frá sér skýrslu um efnahagsþróunina í Danmörku næstu árin í Ijósi versn- andi útflutningsgetu Dana og ástandsins á heimsmörkuðunum. Segja sérfræðingamir aö danskt efnahagslíf standi frammi fyrir tveimur valkostum, annars vegar launastöðvun en hins vegar gengis- lækkun dönsku krónunnar. 300 þúsund atvinnulausir Óttast sérfræðingarnir að tala at- vinnulausra nái þrjú hundruð þúsundum eftir eitt og hálft ár. Eftir að hafa vanist eitt hundrað þúsund atvinnulausum á áttunda áratugn- um og tvö hundruð þúsund á þeim níunda lítur út fyrir aö þrjú hundruð þúsund atvinnulausir veröi venjan á næsta áratug, ef ekkert verður aö gert. Það er þó við ramman reip að draga. Efnahagsúthtið er síður en svo gott. Er um blöndu af ytri og innri aöstæðum að ræða. Almenn hægfara þróun og mettun markað- anna erlendis, sem síður en svo batnaði við verðbréfahrunið fyrir skömmu, orsakar mikla útflutnings- erfiðleika fyrir Dani. Þar við bætist gjaldeyrissamstarf Evrópubanda- lagsríkjanna, EMS, sem hefur haldiö krónunni í hærra gengi en æskilegt þykir, þar sem aðhald í efnahagsmál- um hefur ekki veriö nægilegt. Það leiöir að þriðja þættinum, sem er mun hærri launa- og verðhækkanir en meðal helstu viöskiptalanda þar sem Vestur-Þjóðverjar gefa tóninn. Munar þá sérlega um dýra kjara- samninga vorsins, þar sem launþeg- ar fengu að meðaltali ellefu prósent launahækkun. Launastöðvun Allt þetta þýðir að samkeppnis- staða Dana hefur versnað um sautj- án til átján prósent miðað við árið 1985. Segja efnahagssérfræðingarnir að ef ekki verði leitaö eftir launa- stöðvun við næstu kjarasamninga sé útlitið vægast sagt uggvænlegt. Þurfi virkilegt átak til að hindra þessa óheillavænlegu þróun. Hjálpi þar svonefndur útflutningspakki ríkis- stjórnarinnar eitthvað upp á, en þar er aðalíega gert ráö fyrir skattalækk- unum útflutningsfyrirtækja, upp á samanlagt þrjá milíjarða danskra króna. Auk útflutningspakkans er um að ræða breytingu á gjöldum atvinnu- rekenda, það er sjúkratryggingum og fleira, sem nú svarar til um sex prósent af launasummunni. Munu þær breytingar losa atvinnurekend- ur við tólf og hálfan milljarð króna í útgjöldum. Eiga atvinnurekendur aftur á móti aö borga álögur upp á tvo og hálft prósent, sem reiknast út frá söluskatti þeim sem greiddur er af verðmætaaukningu í framleiðslu fyrirtækjanna. Nema álögur þær alls um níu og hálfum milljarði króna, svo útgjöld ríkisins verða þrir millj- arðar í þessu sambandi. Loks koma samningaviðræður at- vinnurekenda, launþegasamtaka og ríkisstjómar, um komandi kjara- samninga, þar sem tryggja á samn- inga er taka mið af efnahagsástand- inu. Kosningar í nánd? Þessi þrjú mál, þaö er útflutnings- pakki, gjöld atvinnurekenda og þriggja póla umræður um kjaramál, blandast saman við fjárlagaumræö- una þar sem ríkisstjórnin hefur boðið jafnaðarmönnum þátttöku. Jafnaðarmenn koma inn í samning- ana ásamt alþýðusambandinu og ganga kröfur fram og til baka nú. Óttast margir að blöndun alls þessa og harður dómur efnahagssérfræð- inganna komi öllu í hnút og endi í kosningum. Schluter forsætisráð- herra ýtti undir kosningavangavelt- ur á fóstudag með því aö fresta fyrirætluðum fundi meö aðilum vinnumarkaðarins. Var sjöttijanúar títt nefndur í því sambandi. Sósíalistar vilja kosningar nú og jafnaðármenn eru ekki á móti þeim, ef öruggt er að stjórninni verði velt. Schluter segir að komið veröi til móts við jafnaðarmenn til að tryggja óumflýjanlega samvinnu yfir miðj- una í danskri pólitík. Segir hann það vera einu leiðina til stöðugleika sem landið þarfnist umfram allt. Þrátt fyrir það segir hann aö hugmynda- fræöileg landamerki verði ekki flutt eitt fet, stjórnin ætli sér ekki að stjórna eftir jafnaðarstefnu. Kosn- ingar væru mikil mistök nú segir Schlúter, sem hvetur til ábyrgðar- fullrar lausnar vandamála. Segir hann efnahagssérfræðingana taka fremur djúpt í árinni þar sem Danir séu betur í stakk búnir til að takast á við kreppuna en þeir vilji gefa í skyn. Efnahagssérfræðingarnir segja að ef semst um öll fyrrgreind atriöi ná- ist að bæta útflutningsgetuna um helming og forðast atvinnuleysi tutt- ugu þúsund launþega. Atvinnulausum fjölgar nú mjög i Danmörku og óttast er að fjöldi þeirra verði bráðlega koniinn í þrjú hundruð þúsund.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.