Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987. 5 DV Viðtalið Fréttir Hjörleifur Hallgríms. DV-mynd KAE Seldi ullar- peysur í OxFord- stræti „I hveiju blaði verða 3-4 viðtöl við ýmsa menn, bæði þekkta og óþekkta, ásamt greinum um tómstundaiðju og áhugamál karlmanna. Þetta verð- ur ekki klámrit eöa eftirlíking af Playboy, þó það sé hugsað fyrir karl- menn, en konur mega auðvitað lesa þaö hafi þær einhvern áhuga,“ sagði Hjörleifur Hallgríms, ritstjóri og útgefandi nýs tímarits sem heitir „Við' karlmenn". „Ég ætla ekki að birta klámmyndir af konum þó svo ég muni birta mynd- ir af fallegum konum. Kvenleg fegurð er eitthvert hið mesta augnayndi sem maður sér og því ekki óeðlilegt að fallegar konur sjáist á síðum blaös- ins.“ Hjörleifur er ekki alveg ókunnugur útgáfustarfsemi, hann var um fjög- urra ára skeið ritsjóri tveggja lands- málablaða og stýrði hvoru blaði um sig í tvö ár. Hann var ritstjóri blaðs- ins Brautar í Vestmannaeyjum og hafði það sem aukagetu meö annarri vinnu. Því næst sá hann um útgáfu Alþýðumannsins á Akureyri. „Þar fékk ég mikinn og góðan skóla í blaðamennsku. Ég var ritstjóri, blaðamaður, útlitshönnuður, sá um auglýsingar, dreifmgu, innheimtu og loks var ég sendill blaðsins." Síðan vann ég hjá útgáfufyrirtækinu Fjölni og loks vann ég í nokkra mánuði nú á þessu ári hjá Frjálsu framtaki en þá var ég kominn með tímaritið Við karlmenn í kollinn svo sú dvöl varð ekki löng.“ Hjörleifur er Akureyringur að ætt og uppruna og bjó á Akureyri fram undir tvítugt, þá flutti hann til Vest- mannaeyja og bjó þar næstu fimmtán árin en fluttist til Reykjavíkur 1978 og hefur verið búsettur þar síðan. „Áhugamál mín, fyrir utan blaða- mennsku, eru allt sem tengist viö- skiptum. Ég hef átt nokkur fyrirfæki og verslanir. Eitt sinn starfaði ég um hríð sem lausamaður við ferðaþjón- ustu í Lundúnum. í leiðinni vann ég við að markaðssetja íslenskar ullar- vörur. Ég fékk mér leigðan bás í stórverslun við Oxfordstræti og seldi þar íslenskar ullarpeysur, bæði vél- prjónaðar og handprjónaöar, og gekk vel. Ég rak fyrirtæki sem hét Ás og sérhæfði sig í sölu á vörubílum og þungavinnuvélum. Ég hef allar götur haft mikirin áhuga á bílum, bæði fornbílum og nýum bílum. Ég er hrif- inn af Chevrolet og Ford frá árunum 1942-1960. Það er eitthvað við þessa bíla. Þeir er bæði fallegir og vandað- ir. Bráðum eignast ég draumabílinn minn en hver hann verður er ekki gert opinskátt á þessari stundu." -J.Mar Smíði Breiðafiarðarferju í fullum gangi en fjárvertingu vantan Skaðabótamál á Baldur? Skaöabótamál vofir yfir Baldri hf. í Stykkishólmi. Skipasmíða- stöðin Þorgeir og Ellert hf. er byijuö að smíða nýja Breiðafjarð- arfeiju en fjárveiting til verksins hefur verið klippt úr frumvarpi til lánsfjárlaga. „Viö stöndum blankir gagnvart þessum samningi um áramót,“ sagöi Guðmundur Lárusson, fram- kvæmdastjóri Baldurs hf. Rikiö er langstærsti hluthafi fyrirtækisins, meö 80% eign, en aörir hluthafar eru Snæfellsnessýsla, sveitarfélög á nesinu, kaupfélög og einstakling- ar. Á lánsfjárlögum þessa árs voru veittar 30 milljónir króna til Breiðafiarðarfeiju. Sérstök bygg- ingarnefiid feijunnar, með þrem fulltrúum Baldurs og tveim fulltrú- um ríkisins, bauð smiöina út í fyrravetur. Þorgeir og Ellert buðu lægst, 156 milljónir króna. Samiö var viö fyrirtækiö í júní. „Það er veriö aö smíöa botn- stykkið núna. Skipiö á aö afhendast í ágúst á næsta ári," sagði Guö- mundur Lárusson. „Samgönguráðuneytiö gerði til- lögu um 135 milljónir króna á lánsfiárlögum en það var skorið á síðasta degi umræðna um fiárlög ríkisins áður en þau voru send þinginu, er mér fiáð. Mér finnst afskaplega einkenni- lega aö þessu staðið. Þaö liggur fyrir beiðni frá samgönguráöu- neytinu hjá fiárhags- og viöskipta- nefnd ura 130 milljónir. Viö væntum þess að menn breyti frum- varpinu í þá veru til aö við verðum ekki krafnir um skaöabætur," sagði Guðmundur Lárusson. -KMU Stjórn Alþýðubandalagsins Viðræður við fískvinnslufólk í fjórum landshlutum A næstu dögum mun stjörn Al- þýðubanda- lagsins efna til viðræðna við fisk- vinnslufólk víða um land ÓlafurRagnar Grímsson formaður Svanfríður Jónasdóttir varaformaður Bjargey Einarsdóttir gjaldkeri Björn Grétar Sveinsson ritari ogformaður Verkalýðsfélags- insJökuls, Höfn Hornafirði Véstmannaeyjar - Grindavík - Siglu- fjörður - Akranes - Höfn - Reykjavík - ísafjörður - Nes- kaupstaður - Húsa- vík - Bolungarvík - Eskifjörður - Þor- lákshöfn - Hafnar- fjörður - Akureyri og víðar fíéttlætií launamálum fisk* vinnslufólks Afstaða atvinnurekenda og ríkisstjórnar til eðlilegra kjarabóta fiskvinnslufólks Endurskipulagning í rekstri fiskvinnslunnar Nýsköpun og tækniþróun í sjávarútvegi Alþýðubandalagið i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.