Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987. 7 x>v Atvinnumál Hafrannsóknastofnunin og þorskaflinn: Hvað fór úrskeiðis? Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorskaflinn á næsta ári verði tak- markaður við 300 þúsund tonn en áætlaður þorskafli þessa árs eru 380 þúsund lestir. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra hefur boðað að undanfórnu að stefnt sé að því að minnka þorskaflann á næsta ári og halda sig sem næst tillögum fiski- fræðinga. Það hefur aftur á móti ekki verið ge,rt síðastliðin 7 ár. Ýmist hef- ur verið veitt miklu meira en þeir hafa lagt til ellegar að ekki hefur náðst að veiða það magn sem þeir töldu óhætt að veiða. Þegar farið er í gegnum þessar skýrslur Hafrannsóknastofnunar frá 1980 er ljóst að einhvers staðar hefur eitthvað farið úrskeiðis varðandi þorskrannsóknir stofnunarinnar. Spár stofnunarinnar, tillögur hennar um hámarsafla og raunafli hvers árs standast aldrei. Því hefur verið haldið fram að tvi- svar hafi átt sér stað mistök við stofnstærðarmælingu hjá stofnun- inni en það hefur aldrei fengist staðfest. Stofnunin viðurkennir að VP greiningin sem lengst af var not- uð til að kanna stofnstærðina var ekki rétt og því var tekin upp annars- konar aðferð, sem nefnd hefur verið „Togararall." Hún byggir á því að láta ákveðinn fjölda togara toga á sama tíma og stöðum ár eftir ár og bera saman milli ára. Það er fróðlegt fyrir þá sem hafa áhuga á þessum málum að fá sér ri- tiö Hafrannsóknir frá því þaö byrjaði að koma út og gera samanburð milli ára. Þorskárgangurinn frá 1976 vakti bjartsýni Árið 1979 veiddust 360 þúsund lest- ir af þorski. í ritinu Hafrannsóknir, 20. hefti, um ástand nytjastofna á ís- landsmiðum og aflahorfur 1980, segir að enda þótt þorskárgangurinn 1976, sem var sagður mjög sterkur, sé að koma inn í veiðina og stofninn því aftur í vexti leggi Hafrannsókna- stofnun til að þorskafli ársins 1980 verði takmarkaöur við 300 þúsund lestir. Segir og að nauðsynlegt sé að byggja hrygningarstofninn upp og því sé við þessa tölu miðað. Árið 1980 varð þorskaflinn hins vegar 428 þús- und lestir en hrygningarstofninn var talinn vera 300 þúsund lestir. í ritinu Hafrannsóknir, 22. hefti, þar sem skrifað er um ástand þorsk- stofnsins og aílahorfur fyrir árið 1981, segir að forsendur fyrir stærð stofnsins á næstu árum séu komnar undir stærð árgangsins frá 1976 en gert sé ráð fyrir því að hann sé afar sterkur eins og ungþorskarannsókn- ir gefi til kynna. Þar segir ennfremur að verði þorskaflinn takmarkaður við 400 þúsund tonn fari þorskstofninn vax- andi. Því leggi Hafrannsóknastofnun til aö þorskaflinn 1981 verði tak- markaður við 400 þúsuntí tonn. Þarna bætir stofnunin við 100 þús- und lestum frá árinu áður. Árið 1981 voru hins vegar veiddar 460 þúsund lestir af þorski. Árgangurinn sem aldrei kom Þegar Hafrannsóknir, 24. hefti, kom út, með aflahorfum fyrir árið 1982, var enn rætt um árganginn frá 1976 og sagt að allur framreikningur á þróun þorskstofnsins sé undir stærð hans kominn. Þar er tekið fram að minna hafi verið landað af þorski úr þessum árgangi en reiknað hafði veriö með. Talað er um að há- marksafrakstur stofnsins sé talinn vera 450 þúsund lestir og lagt til að þorskafli ársins 1982 verði takmark- aður við 450 þúsund lestir. Árið 1982 veiddust hins vegar ekki nema 382 þúsund lestir af þorski. í 26. hefti Hafrannsókna, með horf- um fyrir árið 1983, er komið annað hljóð í strokkinn. Þar segir áð sam- kvæmt nýju mati á stærð þorsk- stóitísins sé gert ráð fyrir að hann sé minni en ætlað var við síðustu- úttekt. Þar segir líka að niðurstöður sýhi að hvort sem árgangurinn 1976 er 280 eða 360 milljónir nýliða muni þorskstofninn minnka talsvert ef veiddar verði 400 þúsund lestir. Sú tala er þó 50 þúsund lestum Fréttaljós: Sigurdór Sigurdórsson Punktalínurnar eru sá afli sem Hafrannsóknastofnun taldi óhætt aó veiða. Svörtu línurnar sýna þann afla sem veiddur var hverju sinni. til að þorskveiðar verði takmarkaðar við 200 þúsund lestir. Árið 1985 voru veiddar 322 þúsund lestir af þorski. Nýtt stofnmat 133. hefti af Hafrannsóknum, þegar spáð er fyrir árið 1986, segir að nýtt stofnmat, sem nú liggi fyrir, bendi til þess að veiðistofninn hafi í upphafi árs 1985 verið 10% meiri en fram hafi komið í 31. hefti Hafrannsókna. Muninn megi rekja til þess að miklu meira sé af 6 ára fiski en búist var við. Þar er sagt aö með því að tak- marka aflann við 300 þúsund lestir árin 1986 og 1987 muni stofninn vaxa og því er þessi tala lögö til fyrir þessi tvö ár. Þetta ár voru veiddar 365 þúsund lestir Hér má aðeins staldra viö. Árið áður var lagt til að veiddar yrðu 200 þúsund lestir. Útkoman varð aftur á móti sú að veiddar voru 322 þúsund lestir eða 122 þúsund festum meira en Hafrannsóknastofnun lagði til. Það vekur óneitanlega athygli að á sama ári og þetta er gert leggja fiski- fræðingar til að hækka takmark sitt um 100 þúsund lestir fyrir næsta ár og segja stofninn vaxa samt." Enn stækkar stofninn Nú er komið að spá fyrir árið í ár sem gefm var út í fyrra í 36. hefti Hafrannsókna. Þar segir að stofninn sé 6% stærri en greint var frá í 33. hefti Hafrannsókna. Aftur leggur Hafrannsóknastofnun_ til að ekki verði leyft að veiða nema 300 þúsund lestir og muni þá stofninn rétta nokk- uð við. Aflinn í ár verður aftur á móti um 380 þúsund lestir samkvæmt spá Fiskifélagsins. Á næsta ári leggur Hafrannsókn enn til að hámarksafli þorsks verði enn 300 þúsund lestir. -S.dór BEGA Eigum til afgr. af lager þessi gullfallegu Ijós. Hæð 2,4 m. ÁRMÚL11 - SÍMI 687222 minni en lagt var til að veiddar yröu árið áður og 20 þúsund lestum minni en náðist að veiða árið áður. Haf- rannsóknastofnun leggur síðan til að leyft verði að veiða 350 þúsund lestir árið 1983. Það ár veiddust ekki nema 293 þúsund lestir. VP greiningin ónákvæm Þegar kom að því að spá fyrir árið 1984 er farið að efast um VP greining- araðferðina. í ritinu Hafrannsóknir, 28. hefti, er greint frá því að reynslan hafi sýnt að svo kölluð -VP greining, sem byggist á sýnum úr lönduðum afla og notuð hafi verið til að meta stærð þorskstofnsins í 10 ár ásamt seiðarannsóknum, sé oft ekki nógu nákvæm, eins og komist er að orði. Þar er sagt að yngstu árgangarnir, sem ekki eru farnir að veiðast, komi ekki fram við VP greiningu sem og göngur þorsk frá Grænlandi. Því hafi verið ákveðið 1981 að taka upp stofnmælingar með botnvörpu og hafi slíkir leiðangrar verið farnir bæði árin 1982 og 1983. Þetta hefur í daglegu tali verið kall- aö „togararall." Enn fremur segir að til að renna enn frekari stoðum undir stofn- mælingar séu hafnar tilraunir með bergmálsmælingar á þorskstofnin- um. Þá segir að með tilliti til aflabragða árið áður (293 þúsund lestir, en tillög- ur Hafrannsóknastofnunar voru 350 þúsund lestir) hafi farið fram endur- mat á þorskstofninum og í ljós hafi komið að hann sé talsvert lakari en gert var ráð fyrir haustið 1982. Sagt er að ástæðan sé sú að lélegir árgang- ar frá 1977 til 1979 séu komnir inn í veiðina og að engar göngur hafi kom- ið frá Grænlandi. Svartsýni tekur við Síðan segir að Hafrannsóknastofn- un telji nauðsynlegt aö stuðla að vexti þorskstofnsins í þeim tilgangi að auka afrakstursgetu hans. Þær niðurstöður, sem nú liggi fyrir, bendi til þess að því marki verði ekki náð nema með því að takmarka þorskafl- ann 1984 við 200 þúsund lestir. Árið 1984 voru hins vegar veiddar 280 þúsund lestir. Þegar horfur fyrir árið 1985 eru birtar í 31. hefti Hafrannsókna eru fiskifræöingar enn svartsýnir og segja ástand stofnsins eftir nýtt end- úrmat "eiiiT verra öif áðor var mtráer. * Aftur leggur Hafrannsóknastofnun Landssamband íslenskra vélsleðamanna efnír tíl útilífssýníngar VETRARLÍ^ ’87 Nvja Fordhúsínu, Skeifunni Dagana 4. - 6. desembet Sýningín verðuropnuð fostudaginn 4. des. kí. 18.00 Hína dagana verðursvæðið opið frá kl. 10. OO tilkl. 21. OO Meðal þess sem sýnt verður má nefna: Vélarogtæki: Vélsleðar Fjórhjól Snjóblásarar Rafstöðvaro.fl. Skíðabúnaður Mskonar vörur sem tilheyra skíða- íþróttum Fylgihlutir: Varahlutiir: Aftanísleðar Allskonar varahlutir og marskonar annar Olíuro.fl. aukabúnaður Öryggistæki: Bílasímar Talstöðvar Lorantæki Áttavitaro.fl. Hlífðarbúnaður Mskonar hlífðarfatnaður Tjöldo.fl. LANDSSAJMBAND ÍSLENSKRA VÉLSLEÐAMANNA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.