Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987. Neytendur Verslunin Bella selur þessa kjóla. Sá sem er lengst til vinstri kostar 3.550 • kr„ sá næsti 2.550 kr. og sá sem er lengst til hægri kostar 3.750 kr. Tískuföt á bömin við Laugaveginn Við höldum áfram að skoða jóla- fótin í dag. Fyrir helgina heimsótt- um við sjö barnafataverslanir við Laugaveginn. Þær voru Skotta, Valborg, Bella, Endur og .hendur, Englaböm, Tommi og Jenni, og Bangsi-Fix. Raunar eru fleiri barnafataverslanir í miðbænum og einnig víðar í borginni en við telj- um að með þessari yfirferð okkar hafi fengist nokkuð gott yfirlit yfir verð á bamafatnaði fyrir þessi jól í það minnsta. Við höfum þannig skoðað verð á dæmigerðum sparifótum í þeim verslunum sem við höfum heim- sótt en vitanlega er þar á boöstólum annars konar fatnaður fyrir börnin alveg „frá hatti ofan í skó“, eins og segir í auglýsingu frá þekktri herrafataverslun. Annar fatnaður verður að bíða betri tíma. Eingöngu vandaður fatnaður Nær eingöngu er boðið upp á afar vandaðan fatnað í öllum þeim verslunum sem við heimsóttum. Auðvitað eru innan um rándýr fót en þau eru þá líka mjög sérstök. Vel er hægt að finna falleg og smart fot fyrir „hóflegt“ verð. Mikið úrval er af alls kyns stökum fatnaði sem auðvelt er að raða saman í heilu „dressin". Á það þó frekar við um strákafatnaðinn en meira var um dæmigerða -j ólakj óla fyrir „dóttur“ Neytendasíðunnar, sem er þriggja ára. Neytendasíðan „á“ einnig tvo syni, tveggja og fimm ára og spurð- um við eftir fatnaöi á þessa aldurs- hópa. Við höfðum orð í því í einni versl- uninni hve vandaður allur fatnað- urinn væri sem við hefðum séð. Þá sagði verslunarstjórinn okkur að algengt væri að fólk sem væri að koma úr innkaupaferð til Glasgow kæmi til að kaupa jólafotin, því það hefðu ekki verið eins „smart“ barnaföt þar eins og hér. Áður hef- ur líka komið fram í DV að í Glasgow eru ekki til tískuföt á böm þótt þar sé til ágætis barnafatnað- ur. -A.Bj. Bamafataleiðanf Við hófum fórina í versluninni Skottu. Þar fást fót frá Hollandi og kosta t.d. kjólar allt niður í 1.795 kr. Ef keyptur er kjóll á því veröi kostar skyrta viö hann 1.560 kr. Einnig má fá dýrari föt og getur þá kjóllinn kost- að 1.990 kr. og skyrtan 2.350 kr. Á stráka er hægt að fá skyrtu og fóðraðar buxur og kostar þetta 2.350 kr. saman. Einnig sáum við annað tilbrigði af þessum fótum og kostaði það 2.550 kr. Þá voru buxumar með axlaböndum. Við hliðina á Skottu er verslunin Valborg til húsa. Hún hefur selt barnafót í þrjátiu ár og er því ein af þekktari verslunum á þessum mark- aði. Þar fást belgísk „dress“ á bæði stráka og stelpur. Fyrir stráka sam- anstendur klæðnaðurinn af skyrtu, buxum og treyju og kostar hann 3.780 kr. Fyrir stelpu samanstendur klæðnaðurinn af skokki, blússu og skyrtu og kostar hann 3.880-4.190 kr„ allt eftir því hvaöa blússa er val- in. Einnig fékkst klæðnaður úr velúr og kostaði hann 3.150 kr. á stráka en 3.490 kr. á stelpu. Á stærri strákinn fást jakkapeysur frá 1.990-2.490 kr. Buxur viö kosta á bilinu 1.600-2.200 kr. Skyrtur kosta svo 1.350 kr. og slaufur 190 kr. í Bellu fást ýmsar gerðir af kjólum frá Þýskalandi. Þeir kosta á bilinu 1.980-3.950 kr. og fást í ýmsum htum og sniðum. Einnig fást þar blöðrupils og kosta 1.150 kr. Skyrtur viö kosta svo 980 kr„ 1.250 kr. og 1.890 kr. Á stráka fást jakkafót. Jakki og buxur kosta þá 3.980 kr„ skyrta 980 kr. og bindi 320 kr. Iíínnig fengust vesti og buxur í „þjónsstíl“ og kost- uðu þau 2500 kr. í Endur og hendur fást ítölsk bamafót. Kjólar kosta þar á bilinu 3.200-3.600 kr. Einnig fæst skokkur sem kostar 2.990 kr. Skyrta við hann kostar 1.320 kr. og undirpils kostar 750 kr. Á stráka fást smekkbuxur á 2.980 kr. Flauelsbuxur kosta 2.470 kr. og flauelsskyrtur kosta 1.540 kr. Rönd- óttar bómullárskyrtur kosta 1.130 kr. Jakkapeysur kosta á bilinu 1,490-3. 190 kr. Englabörnin vom næst á dagskrá. Þar fást frönsk fót og sum þeirra mjög nýstárleg. Þau eru einnig að sama skapi skemmtileg í útliti. Þar DV-myndir BG Úr Skottu. Kjólar og föt frá Hollandl. í Valborgu fengust þessi föt frá Belgíu. Á strákinn kosta fötin 3.780 kr. og á stelpuna 4.190 kr. Bangsi selur þessi föt. Peysan kostar 1.381 kr„ skyrtan 890 kr„ buxurnar 1.930 kr„ bindið 350 kr. Kjóllinn kostar 2.800 kr. og undirkjóllinn 773 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.