Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Blaðsíða 30
ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987. «80 Fréttir Ólafsfirðingar: Fengu ekki lyf- söluleyfið Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Olafsfirðingar fá ekki sjálfir lyf- söluleyfi í bænum að svo stöddu þrátt fyrir að hafa sótt um það til heilbrigðisyfirvalda. Undanfarin ár hefur lyfsalinn á Dalvík séð um þessa þjónustu á Ólafsfirði. Ólafsfirðingum hefur ekki þótt þeim nægilega vel sinnt með lyfsöluna og sóttu bæjaryfir- völd því um að fá lyfsöluleyfið sjálfir og reka lyfsöluna í tengsl- um við dvalarheimiliö Horn- brekku. „Auðvitað er eðlilegt að við höfum þetta sjálfir hér í bæn- um,“ segir Valtýr Sigurbjarnar- son, bæjarstjóri á Ólafsfirði, um þetta mál. „Ég tel reyndar ekki útséð um að svo veröi í framtíð- inni, það er verið að skoöa þessi mál í heild á landinu og þá getur þetta breyst. Það jákvæða við þetta mál nú er að lyfsalinn á Dalvík ætlar aö auka þjónustuna hérna og hafa lyfjafræðing á staðnum og þvi ber að fagna,“ sagði Valtýr. SOdin: Vantar stað- festingu frá Sovét- 4 mönnum Emil Thorarensen, DV, Eskdfirði: Að sögn Kristjáns Jóhannsson- ar hjá Síldarútvegsnefnd er enn beðið eftir svari frá Sovétmönn- um um staðfestingu á sölu á 50.000 síldartunnum en fyrr í haust var gerður samningur milli Sovétmanna og íslendinga um sölu á 200.000 tunnum. Staðfestu þeir þá um leið kaupin á 150.000 tunnum en þrátt fyrir að gengið hafi eftir staðfestingu á þessum 50.000 tunnum þá hefur enn ekk- ert svar borist. Hins vegar samþykktu þeir kaup á 19.000 tunnum í staðinn fyrir sama magn sem Suður- landið var með á leiðinni til Múrmansk þegar það fórst í lok desember í fyrra. Samkvæmt þessu hafa Sovétmenn samþykkt kaup á 169.000 tunnum á móti 200.000 í fyrra. Auk þessa hefur verið gengiö frá sölu á 67.000 tunnum til Skandinavíu og Bandaríkjanna. Síldarsöltun hefur gengið mjög vel og í fyrrakvöld hafði veriö lokið við söltun í 242.000 tunnur. Höfðu þá margir söltunarstaðir lokið við sinn kvóta, þar á meðal allar sex stöövarnar á Eskifirði. Eins og venjulega hefur mest ve- rið saltað á Eskifirði, eða 39.538 tunnur. Næst kemur Hornaíjörð- ur, 30.172 tunnur, og Grundar- íjörður, 27.569 tunnur. Hestamenn á leið inn í íþróttasamband íslands Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Á ársþingi íþróttaráðs Lands- sambands hestamanna, sem haldið var á Húsavík um helgina, var ákveðið aö leggja íþróttaráðið nið- ur og leggja drög að stofnun nýs sérsambands sem yröi aðili að íþróttasambandi íslands. Pétur Jökull Hákonarson, form- aður íþróttaráðs LH, sagði aö nú hillti undir lok 14 ára baráttu við að fá hestamennsku viðurkennda sem íþrótt, en það hefur lengi verið baráttumál hestamanna aö fá aðild að ÍSÍ. íþróttasambandiö mun nú boða fulltrúa allra sérsambanda þess til fundar þar sem innganga hestamannanna verður væntan- lega samþykkt og er reiknað með að Hestamannasamband íslands verði orðið aðOi að ÍSÍ í janúar eða febrúar. Fulltrúar frá ÍSÍ mættu á fundinn á Húsavík. Sigurður Magnússon, framkvæmdastjóri ÍSÍ, rakti aðdraganda þess að hesta- menn yrðu aðilar að ÍSÍ og kynnti starfsemi sambandsins. Kom einn- ig fram í máli hans að ef allar íþróttadeildir hestamannafélaga landsins yrðu aðilar aö hinu nýja sérsambandi yrði Hestamanna- samband íslands 4.-6. stærsta sérsambandið innan ÍSÍ. Þingið samþykkti að taka 150 og 250 metra skeið inn sem keppnis-. greinar á næsta ári til reynslu og einnig að hestar og knapar þyrftu nú lágmarks punktafjölda til að fá keppnisrétt á íslandsmóti. Þá var samþykkt að næsta íslandsmót færi fram í Mosfellsbæ. Pétur Jökull Hákonarson, Mos- fellsbæ, var kjörinn formaöur, en aðrir í stjórn eru Jónas Vigfússon, Eyjafirði, Þorsteinn Stefánsson, Dalvík, Lisbeth Sæmundsson, Reykjavík, Hulda Sigurðardóttir, Reykjavík, Guðmundur Sveinsson, Skagafirði og Hafliði Gíslason, Reykjavík. Lögregluþjónn með Náttfara. Bókin fór í dreifingu í gær. Hún inniheldur frásagnir sautján sakamála. DV-mynd KAE H1 É 1111 ;í ‘Vyl iWf ■m _ Lögreglan sendir fvá sér bók um afbrotamál íþróttasamband lögreglumanna hefur í samvinnU við Almenna bóka- félagið gefið út bókina Náttfara. í bókinni er rakinn gangur sautján sakamála, bæði innlendra og er- lendra. Sigurður H. Hreiöarsson annaðist skráningu innlendu málanna. Bókin ber nafn af frægu sakamáli. Bókin er 250 blaðsíöur og kostar 1.975 krón- ur. -sme Hótel ísland: „Gullárin með KK“ fhimsýnd um áramót Gylfi Kristjánsscm, DV, Akureiyri: Ljóst er að 90 ára afmælisfagnað- ur Blaðamannafélags íslands verður opnunarsamkoman í hinu nýja, glæsilega hóteli Ólafs Laufdal í Reykjavík_, Hótel íslandi. Að sögn Ólafs er nú unnið hörð- um höndum til að hægt verði að opna fyrri hluta desember. Þá eru æfingar hafnar fyrir stórskemmt- un að kvöldi 1. janúar. Sú skemmtun mun bera heitið „Gullárin með KK“ og verður þar fjallað um hijómsveitir Kristjáns Kristjánsspnar eða KK-sextettinn. Að sögn Ólafs Laufdals er um 50 manna sýningu að ræða og koma þar fram hljómlistarmenn, söngv- arar, leikarar og dansarar. Meðal þeirra sem þá stíga á svið eftir langt hlé er Ellý Viihjálms sem ekki hef- ur skemmt opinberlega í um 20 ár. Vigdís í Genf: Dómari í samkeppni um sjónvarpsleikrit Forseti íslands, Vigdis Finnboga- dóttir, hefur síðustu daga gegnt störfum heiðursdómari og formaður dómnefndar Evrópubandalags út- varps- og sjónvarpsstöðva í sam- keppni um bestu hugmyndina að nýju sjónvarpsleikriti. Keppnin fer fram í Genf í Sviss. Vigdís mun af- henda verðlaun keppninnar í Genf 3. desember. Vigdís mun síðan halda til Eng- lands 4. desember en þar mun hún m.a. heimsækja safn í York sem varðveitir minjar frá víkingatíman- um. Forsetinn er verndari safnsins ásamt öðrum þjóðhöfðingjum Norð- urlanda. -JBj Ólafsfjörður: Kemur tannlæknir erlendis frá? Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Við munum athuga það vel hvort við getum fengið íslenskan tann- lækni hingað, hugsanlega einhvern sem er að ljúka námi í vor. Ef það tekst ekki þá verðum við auðvitað að leita á önnur mið,“ sagði Valtýr Sigurbjarnarson, bæjarstjóri á Ólafs- firði, um þaö ástand þar að ekki fæst tannlæknir til starfa í bænum. Valtýr sagði að menn væru vissu- lega farnir að láta sér detta í hug þann möguleika að fá tannlækni er- lendis frá. í sumar hætti tannlæknir sem hafði verið á Ólafsflrði í eitt ár en áður en hann kom til starfa hafði verið tannlæknislaust í eitt ár. Þann- ig hefur þetta gengið undanfarin ár. „Þetta er mjög slæmt ástand. Þótt við höfum haft hér ágæta tannlækna er það mjög slæmt þegar mikiö er um mannaskipti og ekki síöur þegar langur tími líður á milli þess að við höfum tannlækni. Þetta kemur illa niður á öllu fyrirbyggjandi starfi og almennri tannvernd, t.d. meðal barna,“ sagði Valtýr. Valtýr sagði einnig að fjárhagsleg- ur grundvöllur fyrir tannlækni á Ólafsfirði væri ágætur og svo væri með fleiri staði á landinu þar sem ekki hefði tekist að leysa þessi mál farsællega undanfarin ár. Siglufjörður: Sigló hættir með gaffalbitana Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyri: Fiskimjölsverksmiðja Hornafiarð- ar hefur keypt tæki Sigló hf. á Siglufirði sem notuð eru við fram- leiðslu á gaffalbitum. Sigló hf. hefur framleitt gaffafbita síðan 1984 en reksturinn hefur ávallt gengið illa og tap hefur verið á þess- um rekstri alla tíð. Þess vegna var ráðist í að selja framleiðslufínuna og Góð tíð á Akureyri: Gróðurinn er ekki í hættu Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég held að það sé ekki ástæða til að óttast um gróður vegna þessa tíö- arfars,“ sagði Árni Steinar Jóhanns- son, garðyrkjustjóri á Akureyri, þegar DV ræddi við hann um hið óvenjulega tíðarfar sem verið hefur á Norðurlandi að undanfórnu. Ámi sagði að skammdegið og myrkrið hefði þau áhrif að gróðurinn hreyfði sig lítiö þótt lofthiti væri jafn- mikill og verið hefur að undanförnu. Reyndar hefði verið frost af og til og kólnað hefði á næturnar. „Ég hef aðeins séð að gróður hefur tekið við sér en það er mjög lítið,“ sagði Árni. „Ég held þó að það sé lít- il ástæða til að óttast gróðurskemmd- ir á þessu stigi. Það væri hins vegar verra ef við fengjum svona hlýinda- kafla í febrúar eöa mars,“ sagði Ámi Steinar. jafnframt hefur öllu starfsfólki fyrir- tækisins verið sagt upp störfum. Ekki missa þó allir vinnuna því meirihluti starfsfólksins verður ráð- inn aftur og mun þá starfa við rækjuvinnslu sem Sigló ætlar að stunda áfram. Af um 70 manns, sem verður sagt upp frá og með næstu mánaðamótum, missa þó um 20 at- vinnu sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.