Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987. 15 í tilefni af skrifum □lerts B. Schram Aðild að þriggja flokka rikisstjórn setur takmarkanir, segir m.a. í grein- inni. - Rikisstjórn Þorsteins Pálssonar. „Það var auðvitað aldrei við öðru að búast en það tæki Sjálfstæðisflokkinn tíma að ná sér eftir ósigurinn í vor.“ Það er eðiilegt að Sjálfstæðisflokk- urinn sé hugleikinn Ellert B. Schram ritstjóra og setji mikinn svip á skrif hans, sbr. forystugrein sl. miðvikudag og laugardagspist- iliinn 21. f.m. Hann var glæsilegur forystumaður ungra sjálfstæðis- manna og framgjam þingmaöur. Síðasta kjörtímabil kaus hann að vísu að halda sig til hlés við hörð- ustu átökin. Hann tók persónulega afstöðu til mála. Þó leyndi það sér ekki í atkvæöagreiöslum að hann var sami sjálfstæðismaðurinn og áður þótt hann sækti ekki þing- flokksfundi. Kennt um klofning Af þessum ástæðum, vegna vin- áttu okkar og af því að við vorum og erum góðir samherjar les ég skrif Ellerts með athygli. Mér þótti vænt um að sjá það í leiöaranum á miðvikudaginn að hann er einarð- ur í fylgi sínu við Þorstein Pálsson sem formann Sjálfstæðisflokksins og væntir mikils af honum. Það er að visu rétt athugað hjá Ellert að miklu oftar sér maður þaö á prenti að Þorsteini sé kennt um klofning Sjálfstæðisflokksins en hinum sem úr honum gengu og stofnuðu Borgaraflokkinn. En það á sér eðlilegar skýringar. Það var skammt til kosninga og auðvitað hvarflaði það aldrei að vinstri pressunni að halda öðru vísi á þennanum en þannig að skiljast mætti sem áfellisdómur yfir Sjálf- stæðisflokknum og þar með Þor- steini Pálssyni. í honum sá vinstri pressan þann leiðtoga þjóðernis- hyggju og frjálslyndis sem hún óttaðist. Trúrstefnu sinni Auðvitað er það rétt hjá Ellert B. Schram að til þess að Sjálfstæð- isflokkurinn geti gert sér vonir um að ná sínu fyrra fylgi verður hann að vera stefnu sinni trúr. Og ég vil leyfa mér að fullyrða að hann sé það - með þeim takmörkunum sem aðild að ríkisstjórn þriggja flokka hlýtur að setja. Ég er m.ö.o. sann- færður um að við þingmenn Sjálf- stæðisflokksins gátum ekki og máttum ekki skorast undan ábyrgðinni sl. vor, þótt sá kostur hafi kannski virst gimilegur að freista þess aö ná flokknum saman í stjórnarandstöðu með því að þá væri auðveldara að segja að við værum „stefnu okkar trúir". Ellert B. Schram kemst að þess- ari rösklegu niðurstöðu: „Með alls kyns rugli og ráðleysi í málflutn- ingi, klysjukenndum tilsvörum og merkilegheitum gagnvart almenn- ingi og stöðnuðu og stirðbusalegu yfirbragöi í hverju málinu á fætur öðru hefur Sjálfstæðisflokkurinn fjarlægst fjöldann." Ekki ífjölmiðlaleik Ég efast um að ég eigi að ganga út frá því sem gefnu að Ellert B. Schram meini þennan samtíning stóryrða eins og hvert þeirra út af fyrir sig hlýtur að vera skihð. Ég held að hann hafi verið orðinn þreyttur þegar hann sló botninn í KjaUarmn Halldór Blöndal þingmaður fyrír Sjálfstæðisflokkinn leiðarann og þess vegna ekki gætt þess sem skyldi hvaöa orð fingurn- ir spiluðu inn í tölvuna. Enda er niðurlag leiðarans í algjörri mót- sögn við innihaldið aö öðru leyti og eins og strákur í KR sé að ybb- ast upp á Valsara. Það var auðvitað aldrei við öðru að búast en það tæki Sjálfstæðis- flokkinn tíma að ná sér eftir ósigurinn í vor. Ofan á erfiðleik- ana, sem fylgdu í kjölfarið, bætist að nú þrengir að í þjóðarbúskapn- um. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu um hvernig við vand- anum skuli brugðist. Formaður okkar er ekki í fjölmiölaleik eins og Jón Baldvin né ástundar vafa- samar bókakynningar eins og Steingrímur Hermannsson. Þegar frá líður mun enginn sakna þess, heldur verða þessir forystumenn islenskra stjórnmála metnir af staðfestu sinni og úrræðum - því sem þeir vilja og geta staðið fyrir. Halldór Blöndal FiystHogararnir: Þrælaskip aldarinnar? Hvers vegna? spyrja menn. Þessari spumingu er best að útgerðarmenn viökomandi skipa svari sjálflr en t.d. má minnast á mikið vinnuálag á sjómönnum sem vinna á tveim vöktum um borð í þessum skipum. Hvor helmingur skilar 6 tímum í senn tvisvar á sólarhring, samtals 12 tímum á sólarhring, jafnt laug- ardaga og sunnudaga, og lengur ef þurfa þykir, ef vel veiðist, allt árið um kring. Einnig hafa þessar veiöi- ferðir breyst frá því að hafa verið um það bil 21 dagur í 44 daga vegna þess að fylla þarf skipið. Allir hljóta að sjá að vistir hljóta að vera orðn- ar lélegar eftir 44 daga útivist. Vinnuálagið Venjulega eru 24-26 menn um borð í frystitogurum og skila vinnu á við 70 manna starfsliö í frystihúsi sem sannar að þessir sjómenn eru samtímis sæfarar og verksmiðju- verkamenn sem skila tvöfóldu hlutverki: Það sjá allir að vinnuálag er mik- ið um borð í þessum skipum. Það er unnið í misjöfnum veðrum og vinnutíminn er um þaö bil helm- ingi lengri en venjulegur vinnutími í landi. Áreynslan, sem fylgir erfið- isvinnu í kulda og myrkri, hlýtur að vera lýjandi, enda eru þessir nfenn búnir að vera eftir 3 ár og farnir aö leita sér lækninga vegna ýmissa kvilla. Þar á meðal eru bak- verkir sem virðast mjög algengir vegna þess að sjómenn bogra mik- ið, einnig slitsjúkdómar í beinum og Íiðum, æðahnútar og gyllinæð. Talið er að um það bil 30% meiri orka fari í aö vinna á sjó en í landi sem stafar af því aö stíga ölduna. Það stendur ekki á íjölmiðlum og almenningi að hafa háar tekjur sjó- manna sífellt milli tannanna, þeirra sem leggja allt í sölurnar til að viðhalda þeirri velferð sem ekk- ert okkar vill vera án í dag, sem sýnir bersýnilega þekkingar- og skilningsleysið á þessum málum. KjaUarinn Jóhann Páll Símonarson sjómaður Því miður virðist stundum hafa gleymst að sjómenn eru lifandi mannverur en ekki vélmenni. Fyrir hálfum mánuð las ég grein sem félagi minn benti mér á. Þessi grein var í færeyska blaðinu Dimmalætting, sem gefið var út þ. 25. júlí 1987, og fjallar hún um körtnun á vinnu sjómanna. „Van- dasamasta starf allra starfa," segir Páll Weihe vinnulæknir sem star- far á tveimur deildum Ríkisspítal- ans í Kaupmannahöfn. Hann hefur gert könnun á sjómönnum og vinnu þeirra í Danmörku á árun- um 1975-1979. Gerði Páll könnun á vinnuslysum á sjó og landi, einnig í Færeyjum. „Orsök tíðni vinnu- slysa á sjó eru óeðlilegar vinnu- stellingar," segir Páfl. Könnunin í Danmörku varðandi starfsskilyrði sjómanna sýndi að hættan á að deyja í vinnuslysum á sjó er 36 sinnum meiri en að jafnaði í landi. Þetta á við um fiskiskipaflotann. Hin hliðin snýr að farskipaflotan- um. Þar er hættan á aö deyja í vinnuslysum 27 sinnum meiri en við svipuð störf í landi. Slys og óhöpp Hvers vegna eru vinnustellingar allt öðruvísi á sjónum? Á sjónum eru þær fyrst og fremst erfiðar vegna sífelldra hreyfinga skips. Skip nú á tímum eru á ýmsan hátt eins og verksmiðjur í landi en eru á stöðugri hreyfingu. Önnur ástæða kann að vera sú að fólk er þreytt og kuldi og stöðugar hreyf- ingar gera þaö að verkum að sjómenn eru ekki jafnviðbragðs fljótir og þyrfti að vera, miöað við aðstæður. Hverjar eru helstu ástæður slysa á færeyskum skip um? Ástæður reyndust af ýmsu tagi. 19% óhappa urðu vegna þess að menn klemmdust milli hlera og lunningar. Páll telur að tíðni vinnuslysa sé mun meiri á sjó en í landi og sé nauðsynlegt að kanna gaumgæfilega aðstæður og leita svara. Eigi að svara spurningum, sem koma upp, líkt og í nágranna- löndum okkar þarf að vera til staðar sérstök þekking. Hér kemur vinnulæknirinn inn í myndina. Auk þess er um að ræða fyrirbyggjandi starf. Getur þá þurft að meta líkamlega áreynslu við ákveðin störf og hvort ákveðiö starf sé unnið svo skynsamlega sem unnt er. Oft geta litlar breytingar sparað fyrirtækjum stórfé og stuðl- að að vellíðan starfsfólks. Engar tölur eru til um hvað vinnuslys kosta Færeyinga en danska vinnu- eftirlitið hefur nýlega áætlað að vinnuslys, þar með talin vinnu- óhöpp og atvinnusjúkdómar, kosti danska ríkið árlega um það bil 30 mifljarða danskra króna, sem sam- svarar 171 milljarði ísl. kr. miðað við gengi í dag. Hvaö greiddi Tryggingastofnun ríkisins mikið í slysabætur á sl. ári vegna vinnuslysa íslenskra sjó- manna? Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins voru greiddar árið 1986 kr. 53.477.513, á móti kr. 37.489.523 árið 1985, sem svarar til 43% aukningar. Óhætt er að fjórfalda þessa upphæð vegna samningsbundinna og lögboðinna greiöslna atvinnurekenda. Þegar könnun Páls var birt í Dan- mörku í maí sl. var hún rædd á Þjóöþinginu. Þingið samþykkti ein- róma að iðnaðarráðherrann skyldi kanna málið frekar og setja á lagg- irnar nefnd til að rannsaka hvað hægt væri að gera til að tryggja sjómenn í starfi og bæta vinnuskil- yrði. í Danmörku hefur verið rætt um hvort vinnueftirlitið ætti ekki að geta hlutast til um starfsskilyröin á skipum. Páll segist hafa gert könnun ásamt tveimur öðrum um vinnuslys á sjó og í landi í Færeyj- um á tímabflinu 1975-1979. í ljós kom að vinnuslys meðal fiski- manna voru fjórum sinnum tiöari en meðal verkafólks í landi. Heilsufar og vellíðan Ekki má gleyma bráðabirgða- skýrslu sem Haraldur Ólafsson vann og náði yfir tímabilið des. 1975 til des. 1977. Viðfangsefnið var heilsufar, velliöan, fjölskylduiíf og aðstaða sjómanna á togurum. Til- raun var gerð til þess að kanna hvort unnt væri að finna einhverja þætti sem öðrum fremur stuðluðu að einhverjum kvillum, andlegum og líkamlegum, þætti sem tengdust starfi sjómannsins á djúpmiðum. Reynt var að athuga hvaða áhrif starf sjómannsins hefði á fjöl- skyldulífiö, uppeldi barna og heilsufar eiginkvenna. Ennfremur gerðu Tómas Helga- son, Jón G. Stefánsson og Gylfi Ásmundsson skýrslu sem fjallaði um rannsóknir á heilsufari og íjöl- skyldulífi togarasjómanna. Þar sést að meðalaldur er ekki nema 32,2 ár á sjó, á móti 48,3 í verksmiöju í landi. Meðal atriða, sem komu fram í skýrslunni, eru miklar kröf- ur um vinnuhraða, fáir við störf, starfið lífshættulegt, áhyggjur af fjölskyldunni, streita og að lokum vöðvabólga. Tilgangurinn með þessari upptalningu er að fólk fái svolitla innsýn í málið. Það gerist ýmislegt í þessum mál- um sem er ekki í hávegum haft. Ekki má gleyma elskulegum eigin- konum og ekkjum sjómanna sem mér finnast hafa fengið lítið hrós og hafa frekar orðið útundan í þeim efnum. Sjómannskonur og ekkjur sjómanna eru máttarstólpar í sjó- mannsfjölskyldunni og þurfa að bera ábyrgð á öllum hlutum fjöl- skyldunnar. Hvaöa kona þarf að axla jafnmikla ábyrgð og sjó- mannskonan eðá ekkja sjómanns- ins? Ég er hræddur um að þær séu fáar. Þessar konur eiga heiður skil- inn fyrir mikinn dugnað sem þjóðin ætti að taka tfl fyrirmyndar. Að lokum vil ég beina þeim til- mælum til háttvirtra ráðamanna þessarar þjóðar, ennfremur hát*.- virtra nýkjörinna alþingismanna, að þeir láti hendur standa fram úr ermum og láti fara fram ítarlegar rannsóknir á heiisufari og fjöl- skyldulífi sjómanna í samráði við sjómannasamtökin, til hagsbóta fyrir sjómenn og þjóðina í heild. Sýnið það í verki að þeirra þýöing- armiklu störf séu metin að verð- leikum. Jóhann Páll Símonarson „Það stendur ekki á fjölmiðlum og al- menningi að hafa háar tekjur sjó- manna sífellt milli tannanna... “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.