Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Qupperneq 11
ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987. 11 Utlönd Boðar herta stefnu gegn afbrotamönnum Gurmlaugur A. Jónsson, DV, Lundi: Aukna hörku gegn afhrotamönnum. Þá stefnu boöar Anna Greta Lejon, hinn nýi dómsmálaráðherra Svíþjóð- ar, þegar eftir að hafa setið í aðeins einn mánuð í embættinu. Ýmsum hefur þótt sem boðskapur hennar minni mjög á þá stefnu sem hægri flokkarnir hafa löngum boðaö. Lejon vill þó ekki kannast við það. Hún heldur því fram' að það hafi í stórum dráttum verið samstaða með- al stjórnmálaflokkanna um þá stefnu sem fylgt hefur verið fram aó þessu. Sömuleiðis sé nú að skapast víðtæk samstaöa um að þessi stefna hafi ekki reynst vel. „Núverandi kerfl hefur augljóslega ekki reynst nægi- lega vel og við ætlum að sjá til þess að gildandi reglum og lögum sé fram- fylgt af meiri festu en áður,“ segir hún. Atkvæðalitlir ráðherrar Tveir fyrirrennarar Önnu Gretu Lejon í embætti dómsmálaráðherra hafa báðir hrökklast frá völdum á miðju kjörtímabili. Fyrst var það Ove Rainer sem hafði talið fram til skatts með þeim hætti að ekki þótti sæm- andi fyrir ráðherra í ríkisstjórn jafnaðarmanna. Síðan var það Sten Wickbom sem sagði af sér í kjölfar flótta njósnarans Stigs Bergling. Báðir voru þeir Rainer og Wickbom hámenntaðir og reyndir lögfræðing- ur en reynslulitlir í stjórnmálum enda þóttu þeir báðir heldur at- kvæðalitlir ráðherrar. Nú er greini- legt að Ingvari Carlsson þótti tími til kominn að fá reyndan stjórnmála- mann í þetta embætti. Anna Greta Lejon, sem gegndi áður starfi at- vinnumálaráðherra, er einn reynd- asti ráðherrann í ríkisstjórninni og var reynslunni greinilega ætlað að vega upp á móti menntunarleysi hennar. Hún er nefnilega fyrsti dómsmálaráðherrann í sögu Svíþjóð- ar sem er ekki lögfræðingur að mennt. „Mannúðleg“ fangelsisstefna „Við gerum síbrotamönnum engan greiða með því að láta þá halda áfram glæpaferlinum," sagði Lejon í sjón- varpsþætti nýverið. Þar var til umræðu hin svokallaða „mannúð- lega“ fangelsisstefna Svía sem birtist meðal annars í því að sakamenn sitji yfirleitt af sér einungis mjög lítinn hluta þess tíma sem þeir eru dæmdir til. Þeir fá gjarnan helgarfrí frá fang- elsisdvölinni og hafa þá notað tæki- færið til að flýja eins og frægt var þegar njósnarinn Stig Berling flúði í haust. Eftir ílótta hans hefur flóttinn úr fangelsunum verulega aukist. Sibrotamennirnir hlæja Ekkert hefur enn bólað á því herta eftirliti sem allir bjuggust við að hlyti Anna Greta Lejon, hinn nýi dóms- málaráðherra Svíþjóðar, segir að síbrotamönnum sé enginn greiði gerður með þvi að láta þá halda áfram glæpaferlinum. Boðar hún nú hertar aðgerðir gegn þeim. að verða afleiðingin af flótta njósnar- ans en Anna Greta Lejon lofar að nú verði breyting á þessum málum. Hún boðar harðari stefnu gagnvart sí- brotamönnum. „Það er tiltölulega lítill hópur síbrotamanna sem frem- ur innbrot í bíla eða húsnæði. Þeir eru gripnir af lögreglunni, yfirheyrð- ir en sleppt eftir nokkra tíma og halda þeir síðan áfram á sömu braut,“ segir Lejon. Hér hefur hún vafalaust í huga ummæli lögreglu- manna í Malmö sem kvartað hafa undan vonlausri stöðu sinni. „Þessir síbrotamenn hlæja bara að okkur þegar við erum að taka þá dag eftir dag,“ hafa lögreglumenn í Malmö sagt. Fangelsin ekki betrunarhús Mikil umræða hefur átt sér stað um þessi mál í Svíþjóð að undan- förnu. Þær raddir gerast sífellt háværari sem halda því fram að hin mannúðlega sænska fangelsisstefna hafi mistekist. Það hafi engan veginn tekist að betrumbæta afbrotamenn- ina. Sænsku fangelsin séu engin betrunarhús. Þrátt fyrir allt frjáls- ræðið þarf velvilja ráðamanna. Þaö sé kominn tími til kominn að augu ráðamanna ljúkist upp fyrir þeirri staðreynd að vissum afbrotamönn- um sé ekki unnt að hjálpa. Það sé tiltölulega litill hópur síbrotamanna sem beri ábyrgð á gífurlega stórum hluta allra afbrotanna. Ut á eyðieyju „Ef við læstum þá fimm hundruð verstu inni fyrir fullt og allt myndi það hafa veruleg áhrif. Enginn vafi er á þvi að afbrotum myndi fækki stórlega," segir Leif Persson, kunnur sænskur sakamálasérfræðingur. Annar sérfræðingur lætur í ljósi enn róttækari skoðun. „Við eigum að senda þessa menn út á eyðieyju. Þar má gjarnan gera vel við þá í mat og drykk ef við viljum vera mannúðleg en nauðsynlegt er að sjá til þess með róttækum hætti að þeir komi ekki nálægt þjóðfélaginu vegna þess að þeir eru vonlaus tilfelli." Leif Persson sagði í sjónvarpsvið- tali á dögunum að það væri tiltölu- lega áhættulítið að fremja afbrot í Svíþjóð. Lögreglan upplýsti einungis mjög lítinn hluta afbrotanna, refs- ingarnar væru vægar eða í raun oft engar. Þetta gilti þó ekki um öll brot. „Ég mæli til dæmis ekki með banka- ránum,“ sagði Persson hlæjandi. Margir vonsviknir „Það er alveg ljóst að fram að þessu hefur of lítilli athygli verið beint að þeim brotum sem framin eru. At- hyglin hefur um of verið bundin við afbrotamanninn og aðstæður hans í uppvexti og svo framvegis. Þegar það hefur sýnt sig að endurhæfingin hef- ur ekki skilað neinum árangri eru að sjálfsögðu margir vonsviknir," segir Anna Greta Lejon, hinn nýi dómsmálaráðherra Svía. Hún segir að á vissum sviðum sé nauðsynlegt að setja ný og harðari lög. „Einkum hvað varðar kynferðisafbrot gagn- vart börnum er refsingin of væg,“ að mati hennar. Þá vill hún sýna meiri hörku gagnvart fyrirtækjum sem gera sig sek um að spilla náttúru landsins með mengun en þau mál þekkir hún vel frá því hún var at- vinnumálaráðherra. Róttækar aögeröir En það er ekki bara dómsmálaráð- herrann sem boðar harðari stefnu. Rolf Klappe, lögreglustjóri í Kalmar. hefur einnig vakið athygli fyrir rót- tækar aðgerðir. „Viö höfum gert lista yfir tíu afkastamestu síbrotamenn- ina. Við höfum þá undir stöðugu eftirliti. lögreglumenn fylgja þeirn eftir úr flarlægð og skrásetja ferðir þeirra. Við vonumst til að árangur- inn veröi sá að þeir annaðhvort láti af afbrotum sínum eða komi sér frá Kalrnar. Það er kominn tími til að mannúðarstefna okkar í þessum málunt beinist að fórnarlömbum þessara manna en ekki að þeirn.” Á skömmum tíma hafa þessar aðgerðir lögreglustjórans orðið til þess að af- brotum í Kalmar hefur fækkað um tíu prósent. Fréttamaður sjónvarpsins benti á að fyrir tuttugu árurn hefði maður eins og Klappe vafalaust verið kall- aöur fasistasvín fyrir það eitt að láta sér detta í hug slíkar aðgerðir en nú framfylgir hann þeirn að því er virö- ist með blessun stjórnvalda. Jtí&n/ntun. faoðkiÁuz ojipennánJibzppni. ýdmíifiítíuit Trivial Pursuit Fæst í bóka- og leikfanga- verslunum um land allt. LITLA GLASGOW Sknöur, dettur, grætur. Verð kr. 3.890,- með rafhlöðum FÖT, SKARTGRIPIR, SMÁGJAFAVARA K Laugavegi91 Cíty 91 Þroskaleikföng i úrvali. Þroska- lest. Segulband sem tekur upp. LASER- BYSSUR Verð 2.600,- með rafhlöðum. .Trivial Pursuit“ er skrásett vörumerki. Dreifing á Islandi: Eskifell hf„ s. 36228. Leikur frá Horn Abbot. Gefinn út meö leyfi Horn Abbot Intl. Ltd. An þín er ekkert Amarflug Þess vegno gerum við allt sem við getum fyrir forþega okkor.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.