Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Page 32
‘62 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987. Erlend myndsjá DV Óþrjótandi matartyst með Irfið að veði Japanir hafa löngum þótt sérkennilegir í háttum sínum. Ekki síst hefur Vesturlandabúum þótt einkennilegt þaö háttemi þeirra aö snæöa fisk einn, forljótan, sem á ensku nefnist „blowfish" eða blástursfiskur. Kvikindið er nefni- lega ekki aöeins ljótt heldur jafnframt baneitrað ef ekki er varlega farið. Eitt af líffærum skepnunnar hefur að geyma eitur sem er tuttugu og fimmfalt banvænna en blásýra. Japönum þykir hið mesta sport að eta fisk þennan. Kjötiö af honum er ekki eitrað eitt og út af fyrir sig á meðan eitur hefur ekki borist úr téðu innyfli út í æta hlutann. Það gerist þó reglulega, nokkrum sinnum á ári hverju og verða þá dauðsföll af því ekkert er til bjargar. Verði blessuðum mönnunum að góðu. Kulda- blundur Það er óþarfi að láta veðrið hafa áhrif á fastar, daglegar venjur sínar. Það finnst henni að minnsta kosti, þessari gömlu konu sem vön er að fá sér lúr á gangstétt í miðborg Madrid. Kuldinn er að vísu bitur en það má verjast honum með því að dúða sig vel og vefja um sig sjölum og teppum. Vetur konungur ríkir nú víöa og ekki síst á Spáni. í vikunni gerði frosthörkur þar, einkum í norðan- verðu landinu, og mikil snjókoma olli samgönguerfiðleikum í fjallahér- uöum. En, sem fyrr segir, það kom ekki í veg fyrir miðdégisblundinn hjá henni þessari enda hefur hún efa- laust séð og upplifað of margt til að láta kuldann á sig fá. Skyldan kallar Hann var þunglyndislegur að yfirbragði, hermaðurinn sem ljós- myndari kom auga á við baðströnd í Mexíkó nú í vikunni. Engan þarf raunar að undra því að það hlýtur að vera „deprímerandi“ að rölta innan um léttklædda baðgestina, sjálfur fullklæddur og þunghlaðinn vopnum og vígbúnaði. Einhver verður þó að sinna skyldustörfum hvernig sem viðrar og hvert sem umhverfið er. Vænt- anlega veltir blessaður maðurinn þó þama fyrir sér þessari eilífu spurningu: „Af hverju ég?“ Þeir sem heima bíða og vona Þegar fók kemst í fréttir, oft vegna misjafnrar hegðunar sinnar, gleymast oftast þeir sem að því standa, ættingjar og vinir. Svo er um fangana í Atl- anta og Oaksdale í Bandaríkjunum sem undanfarna viku stóðu í stórræðum og uppreisnum til þess að verða ekki sendir aftur heim til Kúbu. Heima biðu eiginkonur, unnustur, mæður og systur, auk allra af karlkyni, biðu og von- uðu að allt færi nú vel að lokum. Og ekki aðeins aðstandendur fanganna heldur fangavarðanna og þeirra sem teknir voru í gíslingu líka. Við látum fljóta með nokkrar myndir af aðstandendum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.