Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Page 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987. ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987. 21 fþróttir Ivan Lendl ,frá Tékkó- slóvakiu, er enn á sigurbraut i tennisíþróttinni þar sem hann er óumdeilanlega sá besti þessa dagana. Um sióustu helgi sigraði Ivan Lendl á móti f Kaliforniu i Bandarikjunum en þar lék hann til úrslita gegn Pat Cash frá Ástraliu. Ivan Lendl vann öruggan sigur sem gaf honum milljónir króna i aöra hönd. Á myndinni hér að ofan sést Lendl i baráttu við Cash. Símamynd/Reuter ijcli IlU.ilU.ULI var á meðal áhorfenda á heimsbikarkeppninni á skíðum um siöustu helgi. Og til að verjast mik- illi snjókomu bar hann hatt á höfði. Simamynd/Reuter David Ishii frá Hawai sést hér hampa sigurlaunum sinum eftir al- þjóölegt golfmót i Japan um sióustu helgi. Ishii fékk um 2,6 milljónir króna fyrir sigurinn. Simamynd/Reuter Anita Wachter frá Austurriki sigraði i keppni InSGHiar heimsbikarsins i svigi í gær en keppt var á italíu. Wachter fékk timann ■ • ~ 1:39,40 mín. en önnur varð Ida Ladstaetter, landa hennar, á 1:39,48 min. Stúlkan, sem hafnaði í þriðja sæti, var einnig frá Austurríki, Ulrike Maier, og fékk hún timann 1:39,53 min. Simamynd/Reuter myndinni sem tekin var eftir keppnina. I Simamynd/Reuter * Lee Trevino einn þekktasti kylfingur heims, sló ■ w v v | wiimi ^/vnniuou nyiiiuyui iiV'iiiO| oiu _ heldur betur í gegn á golfmóti i Bandaríkjunum um síðustu helgi. Þar | gátu menn náð sér í miktar peningaupphæðir með sigri á sérhverri ■ holu vallarins. Lee Trevino sigraði i seðlakapphlaupinu og tryggði sér I sigurinn með þvi að fara holu f höggi á 17. braut. Fyrir draumahöggið I fékk hann um 7 milljónir króna en samtals vann hann sér inn um 12 ■ milljónir á mótinu. Á myndinni hér til vinstrí sést hann fagna högginu á I 17. braut en á myndinni hér að ofan er Trevino lengst til vinstri, Jack J Nicklaus, sem vann sér inn um 3 milljónir, og Arnold Palmer sem fór | auraiaus frá mótinu. Simamynd/Reuter . Iþróttir Ellert geftir kost á sér áfram hjá KSÍ - ávsþing KSÍ verður um næstu helgi „Ég reikna fastlega með því að gefa áfram kost á mér til formanns Knatt- spyrnusambandsins," sagði Ellert B. Schram, formaður KSÍ, í samtali við DV í gær. Ellert hefur um nokkurt árabil ve- rið formaður sambandsins. Samkvæmt heimildum DV er mikill einhugur á meðal manna um að Ellert veröi áfram formaður og mjög litlar líkur taldar á að einhver bjóði sig fram gegn honum á ársþingi KSÍ sem haldið verður um næstu helgi. Ekki er reiknað með að ársþingið verði átakaþing að þessu sinni en búast má við að mörg mikilvæg mál tengd knattspyrnu- hreyfmgunni beri á góma. Líklegt er að samþykkt verði á þinginu að breyta keppnisfyrirkomulaginu í 3. deild íslands- mótsins þannig að tekin verði upp keppni í einni deild. • Á ársþinginu má einnig búast við nokkrum umræðum um hæfnismál dóm- ara og er jafnvel búist við að samþykkt verði að Knattspýrnusambandiff taki yfir stjórn mála á þeim vettvangi. • Þá verður á þinginu rætt um stefnu- mörkun knattspyrnumála til langs tíma og verður þá jafnvel talaö um heildar- stefnu fram til aldamóta. -SK Leikgleðin sat í fýrirrúmi - á Reykjavíkumióti unglinga í badminton Unglingameistaramót Reykjavík- ur í badminton fór fram um síðustu helgi og var keppt í húsi TBR við Gnoöarvog. Keppendur voru 99 frá þremur félögum, TBR, KR og-Vík- ingi. Úrslit í einstökum flokkum á mótinu urðu þessi: • í tvíliðaleik sveina sigruðu Gunnar Petersen og Halldór Viktors- son, báðir úr TBR. I tvíliðaleik meyja sigruðu Áslaug Jónsdóttir og Bryn- dís Baldursdóttir, báðar úr TBR. i einliðaleik drengja sigraði Óli Zims- en, TBR. í tvíliðaleik drengja sigruðu Óli Zimsen og Sigurjón Þórhallsson úr TBR. • í tvíliðaleik hnokka sigruðu Tómas Garðarsson og Grímur Axels- son, báðir úr Víkingi. í tvíliðaleik tátna sigruðu Valdís Jónsdóttir, Vík- ingi, og Brynja Zimsen, TBR. í ein- liðaleik tátna sigraði Brynja Zimsen, TBR. • í einliðaleik pOta sigraði Jón Örnólfsson, KR. í einhöaleik stúlkna sigraði Birna Petersen, TBR. í tví- liðaleik pilta sigruðu Stefán Stefáns- son og Jón Örnólfsson úr KR. í tvenndarleik pOta og stúlkna sigruðu Birna Petersón og Óli Zimsen úr TBR. í einliðaleik hnokka sigraði ívar Örn Gíslason, TBR. • í einliðaleik sveina sigraði Gunnar Petersen, TBR. í tvenndar- leik sveina og meyja sigruðu Gunnar Petersen og Áslaug Jónsdóttir úr TBR. í tvenndarleik hnokka og tátna sigruðu Tómas Garðarsson og Valdís Jónsdóttir úr Víkingi og í einliðaleik meyja sigraði Áslaug Jónsdóttir, TBR. JKS Sólbaðsstofa Ástu B. Vilhjálms Grettisgötu 18 - sími 28705 Nýjar perur það 24 tímar aðeins 1800 krónur. Hvar annars staðar er betra og ódýrara? ATH! Tilboðið stendur í dag og á morgun VISA OG EURO VERIÐVELKOMIN ÁVALLT HEITT Á KÖNNUNNI GrGg orman, kylfmgurmn snjalli frá Ástralíu, vann mikinn yfirburöasigur á opna ástralska meistaramótinu í golfi sem lauk í gær. Norman lék á 273 höggum en Bretinn Sandy Lyle kom næstur á 283 höggum, 10 höggum á eftir Norman. Með sigrinum endurheimti Norman efsta sætið á heimslistanum en Sever- iano Ballesteros hafði „rænt“ þvi frá honum og haldið í nokkra daga. • Þetta var kærkominn sigur hjá Greg Norman en hann hafði ekki unn- ið mót atvinnumanna síðan í febrúar. Skor Normans, 273 högg, er nýtt vall- armet á Róyal Melbourne golfvellin- um og bætti Norman metið um 5 högg, lék samtals á 15 höggum undir parinu. Aldrei i sögu mótsins hefur það unnist með öðrum eins yfirburðum. Jack Nicklaus átti eldra metið en hann vann mótið 1971 með 8 högga mun. • „Þetta hefur verið langur timi án sigurs og það var virkilega gaman að na að vinna mót aftur. Eg hef verið gagnrýndur en hef nú náð mér aftur a strik,“ sagði Norman eftir mótið. • Mótið verður annars lengi í minn- um haft, ekki einungis vegna afreka og meta Normans heldur einnig vegna mikils óveðurs sem geisaöi á meðan mótið fór fram og um tíma á sunnu- dag, þegar mótinu átti að ljúka, stóðu • Á myndinni sjást sigurvegararnir i tvilidaleik menn ekki í lappirnar í 10 vindstigum. hnokka, til vinstri Grimur Axelsson og Tómas Garðars- Þegar menn toku upp bolta sína í son úr Víkingi en þeir sigruöu þá Hjalta Eiriksson og miklu magni og hættu var ákveðið að Eirík Ólafsson úr TBR, til hægri, i úrslitaleik, 15-9 og fresta lokahringnum þar til í gær. 15-í. -SK/simamynd/Reuter IBKogUMFN leika saman Dregið hefur verið í fyrstu um- ferð bikarkeppni KKÍ. Leikið er heima og heiman og fara leikirnir fram fyrri hlutann í janúar 1988. Eftirtalin lið drógust saman: ÍBK-UMFN, A, ÍS, B-KR, A, UMFG-UMFS, KR, B-Valur, ÍR- Þór, UMFT-Haukar, UMFN, B-ÍS, A og UBK-ÍA. • Sævar Jónsson, landsliðsmaður i knattspyrnu og ein styrkasta stoð íslandsmeistara Vals, hélt i morgun utan til viðræðna við forráðamenn ^vissneska félagsins FC Zurich. FC Zúrich hefur áhuga á Sævari - Sævar Jónsson fór utan í morgun til að kanna aðstæður hjá þessu þekkta, svissneska félagi vEg fer út í fyrramáliö til að kanna aðstæður hjá FC Zúricn og býst við því að vera þar í nokkra daga. Mer list vel á þetta og er mjög ing við félagið verður síðan að koma í ljós á næstu dögum,“ sagði Sævar Jónsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu, í samtali við DV í gærkvöldi. „Forráðamenn FC Zúrich sýndu áhuga á mér árið 1985 en þá gengu málin ekki upp. Aftur töluðu þeir við mig eftir landsleik íslands og Frakklands í París í lok apríl. Þá vildu þeir fá mig til að leika með liðinu sl. sumar en ég sagði þeim að það gæti ég ekki. Þetta er sem sagt þriðja ferð mín til liðsins og mér fmnst það hálfskrítið ef ekkert verður af samkomulagi í þetta skip- tið,“ sagði Sævar. Nýr þjálfari tekinn við hjá FC Ziirich Nýlega var skipt um þjálfara hjá FC Zúrich enda hefur gengi liðsins ekki verið upp á marga fiska undanfarið. Þýskur þjálfari tók við völdum og að sögn Sævars er honum fullkunnugt um æfingaleysi Sævars um þessar mundir enda langt síðan aö keppnis- tímabilinu hér heima lauk. Þjálfarinn, sem var rekinn frá félaginu, var við völd þegar félagið haíði samband viö Sævar eftir leikinn í Evrópukeppninni gegn Frökkum í París. FC Zurich þarf á sterkum varn- armanni að halda í fyrra hafnaði FC Zúrich í sjötta sæti í 1. deildinni í Sviss en það sem af er keppnistímabilinu í ár hefur lið- inu gengiö afar illa. Svo illa að sem stendur er liðið i neðsta sæti 1. deildar með 11 stig eftir 20 leiki. Liðið hefur unnið 4 leiki, gert 3 jafnteíli og tapað 13 leikjum. Markatalan er 25-39 þannig að ljóst má vera að liðiö þarf á sterkum varnarmanni aö halda sem Sævar vissulega er. FC Zúrich varð síöast meistari í Sviss áriö 1981 en síðan 1946 hefur liðið 7 sinnum orðið meistari og 5 sinnum bikarmeistari á sama þma. „Með annað félag í takinu“ Mörg félög hafa verið á eftir Sævari Jónssyni frá því hann lauk glæsilegu keppnistímabili mað Val. Af erlendum liðum má nefna franska liöið Niort og grískt félagslið en hér heima var hann til að mynda lengi orðaður við KA frá Akureyri. Hann hafnaði hins vegar til- boði frá félaginu. Sævar var í gærkvöldi spurður hvort annað lið væri inni í myndinni hjá honum ef ekkert yrði úr samningi á milli hans og FC Zúrich. Hann sagöi: „Fyrir skömmu höföu forráðamenn svissneska 2. deildar liðsins Solothurn samband við mig og lýstu yfir áhuga sínum á því að fá mig til sín fram á vorið eða út þetta keppnistímabil. Mér leist alls ekki illa á þetta og það var ákveðið að ég færi til viðræðna við forráöamenn Solothurn á miðvikudag- inn en svo kom þetta skyndilega upp á með FC Zúrich. Ef ekkert kemur út úr þessu hjá Zúrich getur vel verið að ég skoði aðstæður hjá Solothurn en auðvitað hefur maður mun meiri áhuga á að leika í 1. deildinni. Þetta er mjög spennandi og ég hold að það eigi vel við mig að leika í svissnesku knattspyrnunni." -SK/hsím “ “ “• '3V“““1 mu gengio aiar ma. i>vo ma ao sem Sævar var í gærkvoldi spurður hvort -SK/hsím

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.