Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987. 31 Sandkom Katla góð í lottóinu Þegar úrslit lágu fyrir í lottó- leiknum í sjónvarpinu einn laugardaginn fyrir skömmu kom í ljós aö á meðal vinn- ingshafa var tíkin Katla á Sauðárkróki og varð hún þar með tæpri milljón krónum ríkari. Sennilega renna þeir peningar þó í vasa eiganda Kötlu en hann hefur góðfús- lega leyft tíkinni að vera með í lottóinu og látið tölvukass- ann velja tölurnar fyrir Kötlu hveiju sinni. Safnari Sand- korna í dag er að hugsa um að leyfa páfagauknum að vera með í lottóinu um næstu helgi. Hélt hann á hauskúpunni? Þingeyingar og Eyflrðingar bíðanúspenntir eftir þ ví hveijar verða niðurstöður í spurningakeppni þeirri sem fram fór í sj ónvarpinu á dög- unum. Þar unnu Þingeyingar þó sigur en eftir á kom í ljós að þeir hötðu fengið stig fyrir að svara spurningu vitlaust. Það var spurningin um á hvað Hamlet hefði horft er hann flutti einræðu sína sem hófst á orðunum „Að vera eða ekki vera“. Þingeyingar svöruðu því til að hann hefði horft á hauskúpu en svo mun ekki hafa verið, samkvæmt upplýsingum viturra manna. Hálfgert vandræðamál er því komiö upp vegna þessa. Ey- flrðingar vilja sumir hveijir ekki una þessum málalokum enda töpuðu þeir keppninni aðeins með eins stigs mun og hið ranga svar réð því úrslit- um. Baldur Hermannsson, dómari keppninnar, hefur reynt að malda í móinn og er meðal annars haft eftir hon- um í Víkurblaöinu á Húsavík að við sumum spurningum sé hægt að gefa rétt fyrir fleiri en eitt svar og í þessu tilfelli hafi hann metið svarið rétt. Þingeyingar gleðjast að von- um yfir þessari visku dómarans en Eyfirðingar ekki og telja sig eiga heimt- ingu á því að Baldur upplýsi hvort Hamlet hafl horft á hauskúpuna eða ekki þegar hann flutti ræðuna og það eittskiptimáli. Fáir mættu á „Lokaæf- ingu" Leikfélag Akureyrar hefur nú hætt sýningum á „Loka- æfingu" eftir Svövu Jakobs- dóttur og urðu sýningar talsvert færri en ráð hafði verið fyrir gert. Aðalleikarar sýningarinnar komu fram í Svæðisútvarpi Akureyrar á dögunum og lýstu yflr mikl- um vonbrigðum sínum með áhugaleysi bæjarbúa á leik- ritinu sem þeir sögðu að væri gott leikrit. Ekki er hægt aö segja að þeir hafi grátbænt Akureyringa um að koma í leikhúsið og sjá leikritið en það vantaði ekki mikið upp á það. Hefur verið talað um það að Akureyringar hafi lítinn áhuga á listum, sama hvort um sé að ræða leiklist, mynd- list eða tónhst, og ætli það hafi ekki sannast hér eina ferðinaenn. Kröftug mótmæli Unglingar, sém stunda rúnt- inn svokallaða á Akureyri, höfðu ýmis mótmæli í frammi þegar rúntinum þeirra var lokað í síðustu viku. Sagt hefur verið frá akstri þeirra um bæinn þegar um 100 bílstjórar þöndu flaut- ur og héldu vöku fyrir bæjarbúum. En fleira var gert. Meðal annars drógu þeir bílflak að hliöinu við Ráð- hústorgið og hlekkjuðu það við hliðið. Mátti lögreglan fjarlægja flakið og koma því á öskuhaugana. Einn ungur ökumaður gekk þó of langt í mótmælum sínum. Hann ók niður Brekkugötu og inn á Ráðhústorg á fullri ferð þótt í Brekkugötu sé einstefna í Jiina áttina. Þegar hann kom inn á torgið bremsaði hann hressilega og mældust bremsufórin yfir 30 metra. Þessi ungi maður ferðast fót- gangandiídag. Erfitt hjá Hótel Húsavík Hótel Húsavík hefur átt í fjár- hagserfiöleikum og gengur illa að minnka skuldahala fyrirtækisins sem er nú far- inn að valda mönnum þar í bæ miklum áhyggjum. í Vík- urblaðinu var á dögunum rætt við tvo starfsmenn hót- elsins um þetta mál og fleira sem snertir starfsfólkið þar. Er ljóst af lestri þessa viðtals að mjög erfitt ástand er á hótelinu. Meðal annars kom fram að erfitt er aö setja fram matseðla vegna skorts á hrá- efni í eldhúsi. Ekki er hægt að kaupa annan umgang áf borðdúkum vegna peninga- leysis og eitt kvöldið var ástandið svo slæmt að sækja þurfti kaffistell eins starfs- mannsins heim til hans til að nota það á hótelinu. Umsjón: Gylfi Kristjánsson Vinningstölurnar 28. nóvember 1987. Heildarvinningsupphæð: 5.293.995,- 1. vinningur var kr. 2.650.794,- og skiptist hann á milli 3 vinningshafa, kr. 883.598,- á mann. 2. vinningur var kr. 793.102,- og skiptist hann á 257 vinningshafa, kr. 3.086,- á mann. 3. vlnnlngur var kr. 1.850.099,- og skiptist á 7 741 vinningshafa sem fá 239 krónur hver. Upplýsingasími: 685111. Landsbyggðin er í hættu - þjóðarsálin þjökuð Vaknið og verið með á ráðstefnu Samtaka jafnréttis og félagshyggju 5. des. í Alþýðuhúsinu, Akureyri, frá kl. 1 0 til 1 7. Frummælendur og gestir víða af landinu ráða ráðum sínum með okkur. Skyggnumst gegnum blekkingarvefinn. Hvað skal gera gegn misrétti og andbyggðarstefnu ríkisstjórnarinnar? Samtök jafnréttis og félagshyggju if87 EF ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ ÚTILJÓSI SEM ER BÆÐI VANDAÐ OG FALLEGT ATHUGAÐU ÞÁ BEGA ÚTILJÓSIN Gistiheimilið As er nærri Ráðhústorginu á Akureyri: Gestimir öskureiðir - segir Bvynja Heiðdal sem rekur gistiheimilið Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég hef misst af gestum sem ann- ars hefðu gist hér hjá mér ef þetta ástand hefði ekki verið til staðar,“ segir Brynja Heiðdal við DV, en hún rekur Gistiheimilið Ás sem er við Skipagötu, rétt viö Ráðhústorgiö. Brynja er einn íbúa miðbæjarins sem kvartaði undan hávaða í mið- bænum á kvöldin og um helgar en þessar kvartanir urðu til þess að „rúntinum" umhverfis Ráðhústorg var lokað. „Ég er búin að eiga heima héma í 28 ár og það má mikið ganga á til þess að ég geti ekki sofið. Hins vegar hefur þetta komið illa við gesti hjá mér og það er annað en gaman að þurfa að taka á móti skömmum ösku- reiðra gesta á morgnana eftir andvökunætur þegar hávaöinn frá umferðinni hefur haldið vöku fyrir fólki,“ segir Brynja en hún hefur rekið gistiheimilið í 5 ár. Brynja sagði að ástandið væri mun verra á sumrin, þá væri nauðsyn að loka fyrir umferð úr Ráðhústorg öll Bílar aka „rúntinn" á Akureyri. kvöld og um helgar. í haust hefði ástandið hins vegar verið betra og að sínu mati hefði verið nóg að loka fyrir umferð umhverfls Ráðhústorg- iö um helgar í vetur. DV-mynd: GK, Akureyri. „Rúnturinn breytist með þessu og sennilega ílyst vandamálið eingöngu til í bænum. En mér finnst allt í lagi að aðrir fái að kynnast því sem við höfum mátt búa viðsagði Brynja. kJ ÓL ATRÉSSKEMMTUN ’87 NU ER RETTI tíminn til að panta sali fyrir jólaballið Veitingahúsið í Glæsibæ s. 685660 og 686220 ST. JÓSEFSSPlTALI, LANDAKOTI HJÚKRUNARFRÆÐINGA VANTAR Á HANDLÆKNINGADEILDIR Landakotsspítali býður ykkur ákjósanlegan vinnu- stað í hjarta borgarinnar. Góðar strætisvagnaferðir í allar áttir. Þar geta hæfileikar ykkar notið sín, því við erum opin fyrir öllum nýjungum og viljum að starfs- fólk okkar fái tækifæri til þess að vinna að þeim með okkur. Við reynum að gera öllum kleift að sækja námskeið og ráðstefnur. Við bjóðum aðlögunar- kennslu áður en starfsmenn fara á sjálfstæðar vaktir. Hafið samband við skrifstofu hjúkrunarstjórnar sem veitir nánari upplýsingar í síma 19600-220-300 alla virka daga milli kl. 8.00 og 16.00. AÐSTOÐARFÓLK VANTAR Á RÖNTGENDEILD Röntgendeildin er lítill og þægilegur vinnustaður og þar ríkir góður starfsandi. Okkur vantar aðstoðarfóik á deildina. Ef þig langar aó vinna á notalegum vinnu- stað hafðu samband við deildarstjóra í síma 19600-330. Reykjavik 25. 11. 1987.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.