Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Side 40
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987. w v A Smygl á Eskifirði: Hass, amfetamín og bjór fundust , við lert í Vetti Þrír skipverjar á Vetti SU voru teknir fyrir aö smygla til landsins nokkur hundruð grömmum af hassi og nokkrum tugum gramma af am- fetamíni þegar báturinn kom til Eskifjarðar í gær. Einum mannanna var sleppt fljótlega en tveir eru enn í varðhaldi. Einnig fundust í bátnum rúmlega flmmtíu kassar af bjór. Það var um klukkan átján í gær að Vött- ur kom úr velheppnaðri siglingu tii Hull. Á Eskifirði beið bátsins hópur manna frá fikniefnalögreglunni og tollgæslunni í Reykjavík. Höfðu þeir hasshund með sér. Við leit um borð í bátnum fundust um 500 grömm af ^iassi. Útgerðarmaður Vattar brást reiður við er ljósmyndari DV hugðist taka mynd af bátnum þar sem hann liggur í Eskifjarðarhöfn. Útgerðarmaður- inn réðst að ljósmyndaranum og sló til hans. Við höggið stórskemmdist myndavél ljósmyndarans. -sme „ handbók DV kemur á fimmtudag Jólagjafahandbók DV kemur út á flmmtudaginn. Eins og venjulega er hún full af skemmtilegum jólagjafa- hugmyndum í öllum verðflokkum. Á undanfórnum vikum hafa blaða- maður og ljósmyndari DV farið á milli verslana og fundið hinar ýmsu jólagjafir. í jólagjafahandbókinni ■ birtast myndir af þessum hlutum ásamt öllum upplýsingum og verði. Á þetta vonandi eftir að koma les- endum að góðum notum nú þegar ^jindirbúningur jólanna er að hefjast og þegar leita þarf að gjöf hand^ vin- um og ættingjum. Sérstaklega má búast við því að fólk á landsbyggð- inm notfæri sér þessa þjónustu en allar verslanir í handbókinni senda í póstkröfu. Ilar gerðir endibíla 25050 stnDiBiLnsTöÐin Borgartúni 21 LOKI Það er naumast að kratarnir ætla að hvelja Dóra! Kvótatillögur Alþýðuflokksins: - inn í texta fnimvaipsins komi að fiskurinn sé þjóðareign Aöalatriöi þeirra tillagna, sem Alþýðuflokkurinn munleggja fram á rílasstjórnarfundi 1 dag, varðandi breytingar á frumvarpi til laga um fiskveiðistefnu, er að tekin verði 5% af heildarkvótanum og sett í sameiginlegan sjóð sem byggðarlög geta fengið úr ef fistöskip eru seld burtu. Þetta er fyrsta skrefið í þá átt að skilja á milli skips og kvóta. Þá viija Alþýöuflokksmenn fá inn í texta frumvarpsins grein þar sem tekið er fram að fiskurinn sé þjóð- areign en ekki einkamál útgerðar- manna og sjómanna. Kratar viJja einnig að stofnuð verði nefiid sem hefjist þegar handa um endurskoðun fiskveiöi- stefnunnar og að sú endurskoðun liggi fyrir að ári. Nefndin á síðan að endurskoða fiskveiðistefnuna árlega og er þetta skilyrði krata fyrir því að lögin um fiskveiöi- stefnu gildi í 4 ár. Loks er ákvæði um að þessi kvótanefnd annist um að semja og gefa út allar þær reglugerðir, sem kvótakerfinu fylgja, en til þessa hefur það alfarið verið í höndum sjávarútvegsráðherra. Þessar hug- myndir myndu, ef þær yrðu samþykktar, skerða mjög þau völd sem sjávarútvegsráðherra hefur varðandi fiskveiðistefnuna. Um önnur mikilvæg atriði frum- varpsins, svo sem smábátana og norður/suðurlinuna, er ágreining- ur innan þingflokks Alþýðuflokks- ins rétt eins og í öllum öðrum þingflokkum. Varðandi þessi at- riöi, sem og fieiri í frumvarpinu, stöptast menn í hópa eftir lands- hlutum en ekki pólitískum flokk- um. -S.dór Þeir Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra og Davíð Oddsson borgarstjóri mættust á fundi í morgun þar sem þeir fóru yfir hugmyndir að úrbótum í umferðarmálum höfuðborgarinnar. Hér bera þeir saman gögn sín. DV-mynd GVA Veðrið á morgun: Hlýtt um allt land Á morgun verður suðlæg átt um allt land, víða stinningskaldi og all- hvasst, rigning eða súld á Suður- og Vesturlandi en þurrt að mestu á Norður- og Austurlandi. Hiti verður á bilinu 6 til 9 stig. Sveítarfélög: Semja um 8,8% launa- hækkun starfs- manna Starfsmenn sveitarfélaga utan höf- uðborgarsvæðisins fá í dag launa- hækkun sem metin er til 2,8% hækkunar og tekur þessi launa- hækkun til starfsmanna allra sveit- arfélaga annrarra en Reykjayíkur, Akraness og Siglufjarðar. Önnur hækkun kemur til.l. janúar næst- komandi og er hún samtals 6%. Samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Jóni Gauta Jónssyni, en hann stýrði endurmatinu fyrir hönd sveitarfélaganna, er hér ekki um nýjan samning að ræða, heldur er verið að uppfylla ákvæði kjarasamn- ings um endurskoðun launakjara opinberra starfsmanna, með hliðsjón af launaþróun á almennum vinnu- markaði. Sagði Jón Gauti að hækkunin nú 1. desember fæli í sér hækkun á launatöflum og persónu- uppbót, en persónuuppbótin er launauppbót sem kemur til greiðslu í desember. Þá sagði Jón að í kjarasamningum starfsmannanna væri ákvæði um áfangahækkun 1. janúar um 1,3% að viðbættum þeim breytingum á vísi- tölu sem orðið hefðu á tímabilinu á undan. Sagöi Jón Gauti að breyting- ar á vísitölu gæfu tilefni til 6% hækkunar. Hins vegar hefði náðst samkomulag aðila um þaö að áfanga- hækkunin þann 1. janúar yrði 2,8% og vegna hækkunar viðmiðunarhópa hjá ríki og Reykjavíkurborg yrðu launin hækkuð um ein launaflokk til viðbótar. Samtals er því um að ræða launahækkun upp á 8,8% sem kemur til að hluta 1. desember og síðan 1. janúar. Kjarasamningurinn sem þessar hækkanir grundvallast á gild- ir til ársloka 1989. -ój

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.