Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987. 5 Viðtalid Sturla Böðvarsson. Stuiia Böðvarsson: Vekring- arog tóttarar „Ég tók sæti í fjárveitingar- nefnd Alþingis nú í forfóllum Friöjóns Þórðarsonar og komst þá að því að ég þurfti að taka af- stöðu til fjárbeiðna míns bæjarfé- lags. Annars er ekki farið að deila þeim fjármunum sem eru til skip- tanna á næstu fjárlögum svo ég slepp við úthlutunina. En maður gleymir ekki sínu bæjarfélagi í einu vetfangi,“ segir Sturla Böð- varsson varamaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Vesturlands- kjördæmi og bæjarstóri í Stykkishólmi. Hann er ekki alveg ókunnugur þingstörfunum því þetta er í fjórða sinn sem hann tekur sæti á Alþingi. Sturla er 42 ára gamall, fæddur og uppalinn á Ólafsvík. Bygging- artæknifræðingur að mennt og starfaði að loknu námi hjá verk- fræðiskrifstofu Sigurðar Thor- oddsen, eða uns hann réðst sem bæjarstjóri Stykkyshólms en því starfi hefur hann gengt síðastlið- in 13 ár. Sturla er kvæntur Hallgerði Gunnarsdóttur og eiga þau fjögur börn, Gunnar sem leggur stund á lögfræðinám við Háskóla íslands, Elínborgu sem stundar nám við Menntaskólann í Reykjavík, Ást- hildi 13 ára grunnskólanema og Böðvar 4ra ára. „Það er afar lítill tími hjá mér til að sinna áhugamálum. Fjöl- skyldan hefur í gegnum árin átt nokkra hesta. En við höfum gam- an að stússa í kringum þá. - Leggurðu áherslu á að eiga hesta með einhverjar ákveðnar gangtegundir? „Við höfum bæði átt vekringa og og klárhesta með tölti. En ég legg mesta áherslu á að eiga góða töltara. Að frátöldu hestastússinu reyn- ir maður að eyða þeim frístund- um sem gefast frá bæjarstjóra- starfinu heima við með fjölskyldunni.“ - Er ekki mikil samkeppni milli Hólmara og Ólsara? „Ég held að hún sé ekki til vandræða. Það er kannski einn og einn maður sem er meö eitt- hvert ofstæki, en ég verð ekki var við neina samkeppni hjá fjöldan- um. Samt er alltaf einhver samkeppni og togstreita milli sveitarstjómarmanna. En ég held að við munum ná að vinna saman af einingu um úrbætur í vegamál- um, því allir eru sammála um að úrbóta sé þörf í þeim efnum en þær nást einungis með því að menn vinni saman.“ -J.Mar Fréttir Fjórðungssamband Norðlendinga: Sigtfirðingar á leið út? Gylfi Kristjáiisson, DV, Aknreyri: Bæjarráð Siglufjarðar liefur sam- þykkt aö beina því til bæjarstjórnar að á næsta fundi bæjarstjórnarinnar verði samþykkt úrsögn úr Fjórð- ungssambandi Norðlendinga. „Þetta er sama mál og hefur komið upp af og til undanfarin ár,“ segir Valtýr Sigurbjarnarson, bæjarstjóri á Ólafsfirði, en hann er jafnframt formaður Fjóröungssambandsins. „í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt viö þaö að menn skiptist á skoðunum um þetta mál og heldur ekki aö breyting verði á Fiórðungssambandinu í tímans rás. Samstarf sveitarfélaga er. að taka breytingum, en hvað snertir Siglfirðingana þá hefur ekki borist formlegt erindi um þetta og ég hef ekki heyrt um málið frá þeim.“ Undanfarin ár hafa af og til komið upp óánægjuraddir innan Fjórð- ungssambandsins og hafa þær aðal- lega verið í þá áttina að rekstur sé of dýr og sveitarfélögin fái of lítið fyrir það fjármagn sem þau leggja fram. M.a. hefur launakostnaður sambandsins verið gagnrýndur, hann sé allt of hár, en Áskell Einars- son, framkvæmdastjóri sambands- ins, hefur borið það til baka og sagt aö slík gagnrýni sé óréttmæt. „Það má vel vera að fleiri sveitarfé- lög komi í kjölfariö ef Siglfirðingarn- ir hætta,“ segir Valtýr Sigurbjarnar- son. „Það hafa komið fram í viðræðum manna á milli vangavelt- ur um aö breyta starfsemi sambands- ins og í þvi sambandi hafa menn velt því fyrir sér hvort ékki sé æski- legt að hafa svona samtök tvö eöa þrjú á Noröurlandi". Rafmagn hækkaði um 16%-18% 1. desember - þar með hefur rafmagn hækkað um 47,05% á þessu ári Ragmagn hækkaði um 16 til 18% í gær, 1. desember, hjá Rafmagnsveit- um ríkisins og hefur þá hækkað um 47,05% frá áramótum. Niðurgreiðsla á rafmagni til húshitunar verður óbreytt en það hefur hún verið í krónutölu í 2 ár. í flárlagafrumvarpi því, sem nú er til umfjöllunar á AJ- þingi, er þó gert ráð fyrir niðurskurði á niðurgreiðslum á raforku á næsta ári. Að sögn Stefán Arngrímssonar hjá Rafmagnsveitum ríkisins eru ástæð- urnar fyrir hækkuninni að þessu sinni þær að heildsöluverð frá Landsvirkjun hækkar um 9% og þær verðlagsbreytingar sem orðið hafa á árinu. Eins benti hann á að Raf- magnsveitur ríkisins hefðu ekki fengið þá hækkun sem þær fóru fram á um síðustu áramót. Þá var farið fram á 10,5% hækkun en aðeins fékkst 7% hækkun. Hækkunin er mest á raforkuverði- til húshitunar, um 18%. Fólk úti á landi, sem notar raforku til húshit- unar, kvartar mjög undan háu verði. Verkalýðsfélagið Jökull á Höfn í Hornafirði hefur látið reikna út hækkun raforkuverðs á árinu og kemst að þeirri niðurstöðu að hún sé 47,05%, eins og meðfylgjandi súlu- _____ rit sýnir. -S.dór Þessa útreikninga hefur Verkalyðsfelagió Jökuli á Höfn látið gera um hækk- un á verði raforku á árinu. Gunnar Oddur Sigurðsson afhenti Elínu Sigurðardóttur blóm og ávís- un á farseðil við komuna til Akureyrar. DV-mynd gk Flugleiðir: Hundrað þúsundasti farþeginn til Akureyrar Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Flugleiðir hafa nú flutt yfir 100 þúsund farþega á flugleiðinni Reykjavík-Akureyri-Reykjavík á ár- inu og kom 100 þúsundasti farþeginn á Akureyrarflugvöll frá Reykjavík um helgina. Það var Elín Sigurðardóttir, Akur- eyringur sem var að koma úr helgar- ferð til Reykjavíkur. Gunnar Oddur Sigurðsson, umdæmisstjóri Flug- leiða, tók á móti henni og afhenti henni blómvönd, auk ávísunar á flugmiða Akureyri-Reykjavík- Akureyri. Flugleiðir hafa aldrei áður flutt svo marga farþega á einni flugleið innan- lands áður. Gunnar Oddur sagöi að í fyrra hefði félagið flutt um 96 þús- und farþega til og frá Akureyri, sem var met. „Við áttum von á því að 100.000 farþeginn í ár myndi koma um miðjan desember en aukningin er meiri en við reiknuöum með,“ sagði Gunnar Oddur. IS5Í8 Bít’íB METTLER hefur enn einu sinni sett nýjan mælikvaröa í vogarhönnum. Nýju METTLER PM vogirnar með DeltaTrack og DeltaRange eru langt á undan öðrum vogum hvaö snertir nákvæmni, hraða, styrkleika og fjölbreytni. DeltaTrack sýnir á mjög eðlilegan og augljósan hátt gang vigtunar eða þá visst frávik. DeltaRange gerir úr einni vog tvær vogir. PM vogirnar eru hlaðnar forritum sem gerir þær ótrúlega fjölbreyttar og það við allar aðstæður. Auðvitað geta vogirnar talið og þær tengjast öllum tölvum og prenturum. Góð og örugg þjónusta. METTLER vog tryggir ykkur hámarksgæði og -endingu. Mettler-Sauter. Frá míkrógrammi í 6 tonn. Einkaumboó á íslandi, SAUTFR KRISTINSSON HF.( Langagerði 7,108 Reykjavík. Simi 30486.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.